Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Skúli Helgason bloggar um Bjarna Ben

Skúli HelgasonSkúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, bloggar í dag um Bjarna Benediksson, leiðtoga sjálfstæðismanna og U-beygju hans í ESB-málinu á sínum tíma. Á bloggi sínu segir Skúli m.a.: ,, Ég spurði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að því í þinginu í dag hvers vegna hann hefði látið af þeirri prýðilegu stefnu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB sem hann kynnti í desember.  Þá sagði hann í sameiginlegri blaðagrein með Illuga Gunnarssyni þingmanni sem birtist í Fréttablaðinu 13. desember:

“Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál.” (leturbreyting mín)...."

Færsluna má sjá hér: http://blog.eyjan.is/skuli/2009/07/14/besta-leidin/


Evrópuskrifstofa opnar

Sérstök Evrópuskrifstofa hefur tekið til starfa í Reykjavík. Á heimasíðu hennar segir í kynningu: ,,Evrópuskrifstofan er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem veitir fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem starfa á Íslandi eða annars staðar á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) sérsniðna ráðgjafaþjónustu.

Starfsemi Evrópuskrifstofunnar fer fram innan marka EES en starfsstöðvar hennar eru á Íslandi. Meðal þeirrar þjónustu sem Evrópuskrifstofan veitir er sérhæfð skýrslugerð á sviði efnahags- og stjórnmála, viðskiptaráðgjöf og aðstoð við fjármögnun og styrkjaumsóknir. Evrópuskrifstofan starfar einnig sem upplýsinga- og fréttaveita á sviði Evrópumála.

 Þjónusta Evrópuskrifstofunnar gagnast fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem auka vilja við starfsemi sína innan EES. Innan fyrirtækisins er til staðar þekking á Evrópusambandinu (ESB) sem nýtist til ráðgjafar þeim sem áhuga hafa á að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast innan stofnanaumgjarðar ESB.” 

Ýmislegt efni er að finna á vefsíðunni, http://www.evropuskrifstofan.is, m.a. greinar og fleira.


ESB=Efnahagslegt öryggi

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands skrifar stutta en markvissa grein í Fréttablaðið í dag um það efnahagslega öryggi sem ESB myndi veita Íslendingum.

Baldur segir meðal annars í grein sinni:

,,,ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt.......Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum."


Hægt er að lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:

http://www.visir.is/article/20090707/SKODANIR03/79604352 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband