Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Sameiginleg þingmannanefnd stofnuð

ISESBÁ vef MBL má lesa frétt sem hefst svona:,,Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins verður stofnuð formlega á morgun. Sameiginlegri þingmannanefnd, sem skipuð er þingmönnum Evrópuþingsins og þjóðþings umsóknarríkis, er ætíð komið á fót í aðildarviðræðuferli. Hlutverk sameiginlegu þingmannanefndarinnar verður að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu. Hin sameiginlega þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins samanstendur af 18 þingmönnum, níu frá Alþingi og níu frá Evrópuþinginu" Hér er öll fréttin

Einnig er fjallað um þetta á Eyjunni og þar segir:

,,Orðið á götunni er að þessi frétt hafi ekki fengið mikla athygli í dag, en á bak við hana leynist nokkur tíðindi.

Á morgun verður sem sagt stofnuð sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins, en hlutverk hennar verður að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu sem í hönd fer í vetur.

Þetta væri í sjálfu sér ekki mjög fréttnæmt – enda er ávallt staðið sameiginlega að þessu milli umsóknarríkis og ESB – nema fyrir þær sakir hverjir sitja í nefndinni fyrir hönd Alþingis. Meirihluti nefndarmanna studdi aðildarumsóknina þegar hún var samþykkt í fyrrasumar, en þarna má líka sjá formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Báðir greiddu þeir atkvæði gegn aðildarumsókninni, auk þess sem háværar raddir hafa verið í flokkum þeirra beggja að draga umsóknina til baka. Bjarni Benediktsson hefur auk þess landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins á bakinu, um að ESB-umsóknin verði dregin til baka, og því vekur sérstaka athygli að hann stígi ákveðið sáttaskref með því að taka þátt í þessari samvinnu við ESB.

Auk þess er athyglisvert að sjá hvern Bjarni velur með sér í nefndina, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem er ein tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hefur stutt aðildarferlið. Á bak við það er þó engin samsæriskenning, heldur skýrist það einfaldlega af því að Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA rennur inní þessa nýju ESB-nefnd, þannig að fimm af níu fulltrúum koma úr EFTA-nefndinni.

Engu að síður er orðið á götunni að Bjarni sýni með þátttökunni skýran sáttahug við ESB-arm Sjálfstæðisflokksins, sem brást hinn versti við ályktun landsfundarins í sumar og sögðu margir sig jafnvel úr flokknum í kjölfarið.

Orðið á götunni er að æ minni líkur séu á því að þingsályktunartillaga um að draga umsóknina til baka verði nokkuð lögð fram á Alþingi. Flutningsmenn tillögunnar hafa gert sér grein fyrir því að tillagan yrði kolfelld á þingi og því er heldur minni áhugi á því að fá hana afgreidda en var síðasta vor. Er reyndar svo komið staðan hefur snúist við, að nú séu það ESB-sinnar á þingi sem vilji ólmir að slík tillaga komi fram, þannig að Alþingi geti staðfest stuðning við aðildarferlið."

 


Kaupmáttarhrun í kjölfar efnahags og gjaldmiðilshruns

Kaupmáttur hefur hrunið á Íslandi, í kjölfar hruns efnahagskerfisins og krónunnar árið 2008. Þetta sést greinilega á tölum sem Hagstofan birti í dag.

Í frétt Hagstofunnar segir m.a.: ,,Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa lækkað árið 2009 um 5,4% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman  um 5,3% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 15,5%."

Hér er frétt Hagstofunnar


Sr. Þórir skrifar til Ögmundar

Sr.Þórir StephensenSr. Þórir Stephensen skrifaði grein um ESB-málið í Fréttablaðið fyrir skömmu. Þar segir Þórir er hann byrjar grein sína: ,,

"Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn.“

Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og, gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður."

Hér er öll grein Þóris.


Upplýsingagjöf um ESB boðin út

IS-ESB-2Á heimasíðunni www.esb.is er greint frá því að upplýsingagjöf varðandi ESB-umsóknina hefur verið boðin út. Hægt er að finna útboðsgögn hér, en þetta er opið útboð.

Í útboðslýsingunni stendur m.a.: ,,The purpose of the contract is ultimately to assist the European Union's efforts to improve public knowledge andunderstanding of the European Union in Iceland and to explain the relationship between Iceland and the EU, theprocess of EU accession and the potential implications of accession for Iceland to its citizens.
The activities deployed by the future contractor should facilitate debate on all of the above and counteract misinformation and disinformation on the EU, thus contributing to giving well-informed citizens with realistic expectations a basis to form their own conclusions."

Lauslega þýtt fjallar þetta um að sá sem fær hnossið aðstoði ESB við að auka þekkingu Íslendinga og að viðkomandi aðili eigi að stuðla að umræðu, til vinna gegn röngum og villandi upplýsingum um ESB.

Markmiðið er að gera íbúum Íslands það kleift að komast að eigin niðurstöðum, eins og það er orðað.


AMX og Já.is

AMXAMX-vefurinn reynir að gera mál úr því að Egill Helgason veki athygli á grein Ingimundar Bergmann, sem birtist í Fréttablaðinu og fjallar um landbúnað. Í greininni gagnrýnir Ingimundur Bændasamtökin. Eins og það megi ekki.

AMX skrifar: ,,Ingimundur veittist að forystu Bændasamtaka Íslands fyrir að vera á móti ESB. Skyldi Egill geta upplýst smáfuglana um, hvar Ingimundur stundar búskap?"

Evrópusamtökin geta upplýst AMX um að Ingimundur Bergmann er skráður á Vatnsenda, 801 Selfossi (dreifbýli). Upplýsingar sem þessar er hægt að fá á www.já.is!

En AMX vill örugglega bara nota NEI.is! Og ekkert annað!


Geir Haarde í Financial Times: "Vorum barnalegir, héldum að kerfið væri ekki fyrir lítil opin hagkerfi"

Geir HaardeGeir Haarde, segir í Financial Times að megin ástæðu hrunsins megi rekja til bankanna og æðstu stjórnenda þeirra. Svo segir hann þetta:

,,In one of his first interviews since stepping down, Mr Haarde said the Icelandic crisis was part of a pan-European regulatory failure. “We had exactly the same regulations as the rest of Europe. We did not realise that the system was not created for a small, open economy like our own. It has caused havoc in Greece and Ireland. We were naive in thinking that because the system came from Europe, it must be right.” (Heimild: FT.com)

Þýðing: ,,Við áttuðum okkur ekki á því að kerfið var ekki skapað fyrir lítið, opið efnahagskerfi, eins og okkar. Það hefur skapað ringulreið í Grikklandi og Írlandi. Við vorum barnalegir að halda að fyrst kerfið komi frá Evrópu, þá hlyti það að vera í lagi."

Grikkir lugu og fölsuðu tölur í ríkisbúskap landsins og það er m.a. stór hluti þess vanda sem þeir glíma við.

Voru Írar líka að hugsa eins og við (les: Geir), þ.e. að þeir hafi ekki fattað að þetta var ekki kerfi fyrir lítil opin efnahagskerfi? Voru þeir þá líka barnalegir (naive)?

Er hægt að afskrifa heilt efnahagshrun með þessum hætti? Eru ekki einhverjar fleiri skýringar? T.d. vaknar spurningin: Hverjir slepptu bönkunum lausum?

 


Friðrik birtir bréf í The Scotsman

Friðrik J. ArngrímssonFriðrik J. Arngrímsson fékk birt bréf frá sér í The Scotsman um markríldeiluna sem Ísland á í við ESB, Noreg og Færeyjar. Hér má lesa bréfið.

Annars er svolítið merkilegt í umræðunni að það er alltaf verið að segja að ESB ætli að þvinga Ísland til þess að gera þetta eða hitt í þessari deilu. M.a. að ,,þvinga ísland" að samningaborðinu.

Hinsvegar er talað um að beita ,,hámarks þrýstingi" eins og sjá m.a. í þessari grein

Það er alþekkt að beitt sé pólitískum þrýstingi á ýmsum sviðum, í ýmsum deilum. Það er hinsvegar alls ekki sami hluturinn og að beita þvingunum. Þá fara menn að beita öðrum aðferðum.

Uppfærsla: Í kvöld birtist frétt á Stöð 2 þar sem Friðrik sagði það ekki útilokað að erlend skip veiði makríl í íslenski lögsögu og öfugt. ,,Það getur oft orðið hluti af lausn málsins," sagði Friðrik.


Austur og Vestur Þýskaland = ÞÝSKALAND (20 ár liðin frá sameiningu)

Því er fagnað í Þýskalandi í dag að 20 ár eru frá því að Austur og Vestur-Þýskaland samneinuðust.

A-Þýskaland er kannski hvað þekktast fyrir að reisa Berlínarmúrinn og ein frægasta ljósmynd seinni tíma er frá þeim tíma, þegar landamæravörðurinn Conrad Schumann hoppaði yfir í frelsið fyrir vestan, eins og myndin hér að neðan sýnir.

Conrad Schumann


ESB-fréttir á einum stað!

news.jpgInternetið er fullt af fréttum. ESB-fréttir eru þar engin undantekning. Á vefsíðunni http://www.eufeeds.eu/eu er að finna nær allar ESB-fréttir sem hægt er að hugsa sér.

Á síðunni er svo að finna fréttir frá um 1000 evrópskum fréttamiðlum, víðsvegar úr Evrópu.Hægt er að velja mismunandi lönd eða svæði. Síðan uppfærist á 20 mínútna fresti. Noregur er með! En ekki Ísland.


Lettland: Stjórnin fékk endurnýjað umboð

Riga í LettlandiRíkisstjórn Lettlands hélt velli í kosningum, sem haldnar voru um helgina. RÚV segir frá þessu og þar stendur: ,,Stjórnarflokkarnir í Lettlandi fengu öruggan meirihluta á þingi í kosningunum í gær. Þegar búið var að telja þorra atkvæða voru flokkarnir með um 60% atkvæða og og allt að 2/3 þingsæta. Dombrovskis, forsætisráðherra, sagði í yfirlýsingu í nótt að hann ætli í dag að ræða um stjórnarmyndun við núverandi samstarfsflokka." Öll fréttin

 Lettar lentu illa í fjármálakreppunni, en úrslit kosninganna sýna að Lettar vilja ekki snúa við tímanum, heldur hafa gefið núverandi stjórn nýtt umboð til að halda áfram vinna landið út úr kreppunni.

Lettland stefnir á að taka upp Evruna sem gjaldmiðil árið 2014, en landið gekk í ESB árið 2004 og er því á fullu á ,,Evrópubrautinni."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband