Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
25.10.2010 | 15:56
Össur um ESB á Rás 2
Össur Skarphéðinsson, "utanríkis" var gestur Morgunútvarps rásar tvö í morgun. Hann ræddi þar aðallega ESB-málið og slóg þar á ýmsar bábiljur og annað í sambandi við það mál.
Hlusta hér
24.10.2010 | 23:04
Birgitta baðst afsökunar - ætti að vera öðrum fyrirmynd
Annað sem vakti mikla athygli í "Silfrinu" var afsökunarbeiðni Birgittu Jónsdóttur á hinni "mögnuðu" þingsályktunartillögu Vigdísar Hauksdóttur og Ásmundar Daða Einarssonar, sem miðar að því að stöðva umsóknarferlið að ESB, og ekkert annað!
Eyjan birtir m.a. frétt um þetta, en í lok hennar segir; ,,Málið var rætt í Silfri Egils í dag. Þar sagðist hún viðurkenna að það hafi verið mistök að styðja tillöguna, því slík atkvæðagreiðsla yrði til þess að varpa skugga á kosningu til stjórnlagaþings. Baðst hún jafnframt afsökunar á því að hafa stutt tillöguna, en sagðist draga stuðning sinn hér með til baka.
Það er fatalt. Ég verð að viðurkenna að ég gerði mistök og ég biðst afsökunar á því. Ég kvittaði undir þetta án þess að hugsa alla leið. Ég mun ekki leggja til breytingu á þessu með styttingu á frestinum eða eitthvað slíkt. Mér finnst að stjórnlagaþingið eigi bara að fá að vera í friði, sagði Birgitta í Silfrinu."
Birgitta hefur manndóm í sér til þess að viðurkenna mistök sín og það er gott. Hún fær "kredit" fyrir það.
En það eru fleiri sem ættu að taka sér hana til fyrirmyndar! Arfaslök vinnubrögð, sem þessi, hafa vart sést á Alþingi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2010 | 22:55
Dr. Magnús Bjarnason í "Silfrinu"
Í "Silfrinu" í dag var áhugavert viðtal við Dr. Magnús Bjarnason, sem nýlega varði doktorsritgerð í Amsterdam um möguleg áhrif ESB-aðildar á Ísland. Hér má sjá viðtalið
24.10.2010 | 17:57
Jón Baldvin á Bylgjunni
24.10.2010 | 10:53
Steingrímur J á RÚV: Erfitt að slíta aðildarviðræðunum - botn þarf að fást í málið
Málefnaþingi Vinstri grænna um utanríkismál lauk síðdegis. Hundrað manna áskorun var lögð fram í gær þar sem skorað var á flokksforystuna að hætta nú viðræðum við Evrópusambandið um aðild. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ítrekar þá afstöðu flokksins að ekki sé grundvallarágreiningur innan flokksins um stefnuna, Vinstri græn vilji ekki í ESB. Og hann leggur áherslu á að um umsóknarferli sé að ræða en ekki aðlögunarferli. Steingrímur segir háværar raddir séu innan flokksins, sem vilji slíta aðildarviðræðum. Líkt og raddir þeirra sem segi, að þó þeir vilji það helst að viðræðum sé hætt, þá sé það síður en svo einfalt. Hann telur að málefnaleg rök þurfi að vera fyrir því. Botn þurfi að fást í málið, en forystan hafi fullt umboð til að takast á við þetta mál áfram."
Málið er á hreinu: Fáum aðildarsamning og kjósum um hann. Látum lýðræðið vinna, á allan hátt!
23.10.2010 | 17:11
Ásmundur Einar missir sig: ESB pumpar inn ómældu fjármagni til áróðurs!
Fjallað var um málþing VG í hádegisfréttum RÚV og þar fékk Nei-foringinn, Ásmundur Einar Daðason pláss til að fara með bull og vitleysu. Hann segir m.a. í fréttinni að ,,hingað streymi inn ótakmarkað fjármagn til áróðursstarfsemi."
Þetta er auðvitað algjörlega rangt. ESB mun ekki vera með allar pyngjur opnar, eins og ÁED gefur til kynna. Hann veit það, en kýs að segja annað.
ESB hefur ákveðið að kynna starfsemi sína fyrir Íslendingum, en fjölmargir Íslendingar VILJA vita hvað ESB raunverulega ER. Klára ferlið og kjósa um aðildarsamning.
En Ásmundur Einar vill það ekki. Hann vill ekki að Íslendingar öðlist aukna þekkingu um ESB og hann vill ekki að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning.
Ásmundur Einar ver hið óbreytta ástand og hina raunverulegu kyrrstöðu. Hann vil koma í veg fyrir að eitt mikilvægasta mál í sögu lýðveldisins, fái að hafa lýðræðislegan framgang.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
23.10.2010 | 16:38
Þorsteinn Pálsson í FRBL: Á að þagga rökræðuna niður?
Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, ritar bréf af Kögunarhóli sínum og fjallar um Heimssýnar-tillöguna margfrægu. Þorsteinn segir: ,,Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB.
Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutningsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarfar.
Vitaskuld geta mál verið svo einföld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóðmálanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni.
Tillagan bendir til að andstæðingar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi.
Hitt er einnig áhugavert að flutningsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til.
Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneiging þingmanna að hafa hlutverkaskipti við þjóðina um forystuskylduna."
Síðar fjallar Þorsteinn um tillögu, sem komið hefur fram um tvíhliða viðskiptasamning við Bandaríkin og sagt hefur verið frá hér. Um hana segir Þorsteinn: ,,Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildarviðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert.
Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauðsynlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar."
Í lokin segir Þorsteinn: ,,Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi."
23.10.2010 | 16:27
VG: Málþingið búið - Álfheiður: Vænlegast að klára umsóknarferlið
Málþingi VG um utanríkismál er búið. Niðurstaðan er í raun sú að sumir eru með því að klára aðildarferlið, sumir á móti.
Eyja birtir frétt um Álfheiði Ingadóttur, sem hefst svona: ,,Meirihluti félagsmanna Vinstri grænna sem sitja málenfaþing flokksins í Hagaskóla er andsnúinn þeirri vegferð sem þingflokkurinn er í, að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra flokksins, varar við því að hægrimenn stýri umræðu VG um Evrópumál, þeir geri það til þess að koma höggi á formann VG.
Eyjan sagði frá því í gær að fram kom áskourn til forystu VG að sjá til þess að umsóknarferli að ESB verði hætt hið fyrsta. Formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, vill frekar ljúka umsóknarferlinu og láta þjóðina greiða atkvæði um aðildarsamning, sagði það lýðræðislega leið fyrir fólkið í landinu. Í pallborðsumræðum í morgun ítrekaði hann þessa skoðun sína minnti á að það væri enginn ágreiningur innan VG um aðalatriðin að flokkurinn vildi ekki sjá Ísland í ESB."
Hún varar við því að Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson stýri ESB-umræðu flokksins og eins og segir orðrétt í fréttinni: ,,Álfheiður telur því vænlegast að halda umsóknarferlinu áfram og láta þjóðina greiða atkvæði um endanlegan aðildarsamning."
Visir.is er einnig með frétt um málið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2010 | 14:01
Samstaða um að ljúka aðildarviðræðum
Á nýjum Vísi segir: ,,Samstaða var um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland.
Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2010 | 23:10
Hvað er málið VG?
Klukkan 22.35 í kvöld birtist frétt þess efnis á MBL.is að það væri skorað á þingflokk VG að fylgja stefnu VG í ESB-málinu.
Sem er skýr: VG er á móti, en samt eru innan VG aðilar sem eru með og vilja halda ferlinu áfram. Rétt eins og í Sjálfststæðisflokknum!
Er þá ekki bara málið að halda áfram og leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðildarsamning?
Hvaða brölt er þetta!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (70)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir