Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
22.10.2010 | 22:45
VG ræðir ESB - klofningur við sjónarröndina?
Á RÚV er sagt frá því að VG ræði ESB-umsóknina. Ljóst er að ESB-málið er erfitt fyrir flokkinn. Mun það kljúfa flokkinn? Þar eru sannfærðir hugsjónamenn og "pragmatistar" (raunsæismenn).
Opinberlega er stefna flokksins að vera á mót ESB, en á sama tíma er sagt að flokkurinn sé að "breikka" og með því er átt við að innan flokksins sé pláss fyrir margskonar lýðræðislegar skoðanir.
Ragnar Arnalds átti að halda ræðu, í frétt sjónvarpsins var Hjörleifur Guttormsson áberandi. Þetta eru menn sem aðhyllast kommúnisma a la Marx og Lenín!
Alræðishyggju, sem byggir á forræði að ofan, valdakerfi, sem er hrunið og er viðhaft á Kúbu, N-Kóreu og Hvíta-Rússlandi. Þar eru m.a. mannréttindi fótum troðin og hungursneyð er "krónískt" vandmál í ríki Kim Jong Il!
VG, verður aldrei alvöru Umhverfisflokkur nema að tileinka sér samtarf við aðrar þjóðir og þar liggur ESB (les: Evrópuþjóðir) næst.
Umhverfisflokkurinn í Svíþjóð gerði sér t.d. grein fyrir þessu fyrir ekki svo löngu síðan og sneru af braut andúðar á ESB og tóku kröfuna um úrsögn Svíþjóðar úr ESB, út út stefnuskrá sinni.
VG Íslands hefur verkefni fyrir höndum. Áhrif á sviði umhverfismála liggja í gegnum ESB!
Og sem betur fer eru menn innan VG sem er mótvægi við alla vitleysuna!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 22:12
Enn ræður Jón....
Fram kemur á www.visir.isað Jón Bjarnason, hæstvirtur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur í starf aðstoðarmanns. Var þetta starf auglýst? Það kemur ekki á óvart að Gunnfríður er ekki kjarneðlisfræðingur, heldur búfræðingur. Hún er einnig með meistaragráðu í erfða og kynbótafræðum. Spurning hvernig það nýtist henni í ráðuneyti Jóns Bjarnasonar?
Frétt Vísis er hér
Í Spegli kvöldsins var viðtal við Gunnar Helga Kristinsson, prófessor, sem gerði ráðningamál hins opinbera einmitt að umtalsefni. Hann var ekki par ánægður með það "ráðherraræði" sem ríkir á Íslandi. Heyra má viðtalið við Gunnar Helga hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2010 | 17:35
Össur Skarphéðinsson í FRBL: Opið og aðgengilegt samningaferli
Össur Skarphéðinsson, ritaði grein í Fréttablaðið í gær, um ESB-málið. Í greininni segir Össur:
"Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina.
Það er því mikilvægt, ekki síst af sjónarhóli lýðræðis, að allar upplýsingar um samningaferlið og viðræðurnar séu á hverju stigi sem aðgengilegastar.
Þannig getum við best eytt tortryggni. Það auðveldar landsmönnum að fylgjast með samningaviðræðunum og taka að endingu upplýsta afstöðu með eða á móti samningnum. Því á endanum verður það þjóðin, en ekki stjórnmálamenn, sem ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort það þjónar hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið.
Víðtækt og náið samráð
Víðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamannsins, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra, og ég afréð ekki skipun hans fyrr en ljóst var að um hana ríkti breið samstaða. Sömu vinnubrögð voru viðhöfð við að skipa samninganefndina sjálfa. Þess var vandlega gætt að faglegir verðleikar og samningareynsla réðu vali á nefndarmönnum. Nefndin endurspeglar bæði viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Í átján manna samninganefnd er kynjasjónarmiða gætt til fulls. Þar eru jafnmargir karlar og konur. Leiðsagnar utanríkismálanefndar Alþingis um reynda fulltrúa úr háskólasamfélaginu var ríkulega gætt, en varaformenn nefndarinnar hafa gegnt forystuhlutverkum innan háskólanna norðan heiða og sunnan.
Fjölmargir, ríflega 200 manns, koma að samningaferlinu öllu sem þátttakendur í einstökum samningahópum. Tíu samningahópar eru starfandi um einstaka málaflokka, s.s. sjávarútveg, landbúnað, gjaldmiðlamál og byggðamál auk málaflokka á sviði EES-samningsins eins og umhverfismála, neytendamála o.fl. Ég gætti þess vandlega að hafa náið samráð og samstarf við hagsmunasamtök sem tengjast viðkomandi greinum um val fulltrúa í samningahópana. Ekki var gengið frá skipan mikilvægustu formanna samningahópanna fyrr en búið var að ganga úr skugga um að samstaða ríkti um þá.
Raunar komu tillögur að þeim innan úr viðkomandi atvinnugreinum. Þeir voru valdir til forystu án þess að ég hefði hugmynd um hvort þeir væru með eða á móti aðild. Aðalatriðið í mínum huga var að viðkomandi nytu trausts og væru faglega framúrskarandi. Samráðið við hagsmunasamtök hefur því verið með eins opnum og ríkum hætti og þau sjálf hafa kosið. Það er vafalítið lykillinn að því hve breið sátt hefur skapast um samningalið Íslands.
Lesa afganginn hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.10.2010 | 17:23
Orðið á götunni...
Fátt hefur meira verið rætt en "Heimssýnar-tillaga" Vigdísar Hauksdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, sem lögð var fram (meingölluð) á Alþingi. Eyjan fjallar um þetta í "Orðið á götunni," en þar segir:
,,Orðið á götunni er að minnkandi virðing fyrir Alþingi geti varla komið á óvart ef litið er til vinnubragða sem þar þrífast, frammi fyrir alþjóð.
Í gær greindi Eyjan frá því að sjö þingmönnum úr fjórum stjórnmálaflokkum hefði yfirsést eitt af grundvallarákvæðum nýlegra laga um þjóðaratkvæðagreiðslur, en þar segir að ekki sé hægt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða (nema þegar forseti synjar lögum staðfestingar). Þetta ákvæði hefur ávallt verið talið mikilvægt til að tryggja að stjórnvöld boði ekki til þjóðaratkvæðis með skömmum fyrirvara og án kynningar á viðkomandi málefni. Vekur því furðu að þingmönnunum hafi ekki verið kunnugt um þetta grundvallaratriði
Ekki batnaði staðan þegar fyrsti flutningsmaður tillögu um að boða til þjóðaratkvæðis eftir aðeins rúman mánuð andstætt fyrrnefndum lögum reyndi að skýra mál sitt í útvarpi í gær. Sagðist hún einfaldlega hafa gleymt þessu ákvæði og að skammtímaminnið hefði brugðist. Þó sat hún sjálf í allsherjarnefnd, sem samdi og samþykkti frumvarpið um þjóðaratkvæði í sumar.
Enn lægra lagðist þingmaðurinn svo með því að skella skuldinni á starfsmenn Alþingis að þeir hefðu átt að reka augun í þessa villu í hennar tillögu, vera einhverskonar öryggisnet gagnvart hennar eigin afglöpum." Lesa meira hér
Fréttablaðið greinir svo frá því að tillagan komist sennilega ekki á dagskrá fyrr en í Nóvember, eftir kjördæmaviku Alþingis.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 07:40
Formaður Evrópusamtakanna: Sönn lýðræðisást (FRBL)
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um hina kostulegu þingsályktunartillögu sem Heimssýn lagði fram á Alþingi í vikunni (að vísu var Vigdís Hauksdóttir fyrsti flutningsmaður, en tillagan gengur almennt undir nafni Nei-samtakanna).
Grein Andrésar barst okkur og er svona:
"Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið.
Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálf-hræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi.
Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvö sveitarfélög. Álftesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika.
Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning."
21.10.2010 | 21:46
Ásmundur Einar vill tvíhliða viðskiptasamning við USA (er í VG!)
Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Lög hefur verið fram þingsályktunartillaga um að kanna möguleikana á tvíhliða viðskiptasamningum við Bandaríkin. Hljómar kannski ekkert sérkennilega - fyrr en maður les nöfn flutningsmanna, en þar er að finna Ásmund Einar Daðason, þingmann VG og formann Nei-samtakanna, Heimssýnar!
Gerum ráð fyrir að ÁED sé sósíalisti, jafnvel kommúnisti. Hann er allavegana í VG og þar eru jú þeir allra róttækustu til vinstri í pólitíkinni.
Ásmundur segir að hann geri þetta til þess að "hugsa úr fyrir rammann" En er hann ekki bara lengst úti á túni? Ásmundur er jú búfræðingur og bóndi.
Fjallað er um málið á www.visir.is og þar segir: ,,Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er"."
Ásmundur Einar berst eins og hann getur gegn ESB, m.a. með þeim rökum að að sé gert vegna íslenskra bænda, að landbúnaðurinn hrynji (sem hefur hvergi gerst), m.a. vegna innflutnings á landbúnaðarvörum.
Finnst sama Ásmundi þá allt í lagi að fluttar séu inn bandarískar landbúnaðarvörur, eða vill Ásmundur hafa samninginn þannig að HANN ákveði hvað Bandaríkjamenn mættu eða ættu að flytja hingað inn? Það væri nokkuð dæmigert fyrir íslensk stjórnmál...sem eru bara illskiljanleg á köflum.
Þetta er kannski ágætt dæmi um það!
Svo segir Ásmundur: ,,Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga," segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum."
Halló! Er ekki hægt að segja það sama um ESB og samningaviðræðurnar við það? Þar eru hindranir, en alls engin ástæða til koma í veg fyrir að sé reynt að ná hagstæðum samningi!
Sem er akkúrat það sem Ásmundur er að reyna að gera!
Er heil brú í þessu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
21.10.2010 | 21:31
Steinunn Stefánsdóttir: Er furða að traustið sé lítið?
Steinunn Stefánsdóttir skrifar góðan leiðara í FRBL í dag og fjallar þar um traust á Alþingi og hina "mögnuðu" "Ég gleymdi þessu bara"- þingsályktunartillögu Vigsdísar Hauksdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum.
Steinunn skrifar: ,,Á þriðjudag lögðu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að efna samhliða kosningunni til stjórnlagaþings til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Kosið verður til stjórnlagaþings eftir liðlega fimm vikur. Alþingi samþykkti hins vegar í sumar mótatkvæðalaust lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kveður á um að til hennar skuli gengið í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið samþykkt á þingi.
Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, Vigdís Hauksdóttir, úr Framsóknarflokki segist einfaldlega hafa gleymt þessu tímarammaákvæði laganna sem hún samþykkti sjálf fyrir aðeins fjórum mánuðum! En hún brá skjótt við og skellti í breytingartillögu á lögunum þar sem tímaramminn er rýmkaður.
Einn meðflutningsmanna Vigdísar í þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald Evrópusambandsviðræðna er Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum. Hann er líka einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að efnt verði til viðræðna um tvíhliða fríverslunarsamning við Bandaríkin."
Leiðaranum lýkur svona: ,,Báðar þessar þingsályktunartillögur eru dæmi um illa undirbúin og illa ígrunduð mál sem lögð eru fyrir þingið sem þar með þarf að verja tíma til umfjöllunar um þau. Það er líklega ekki nema von að traust íslensks almennings á Alþingi sé lítið?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2010 | 21:17
ESB-umræðan á fullu
Það er óhætt að bullandi ESB-umræða sé í samfélaginu. Spegill RÚV í kvöld var t.d. nánast alfariðum Evrópumál, með viðtölum við Eirík Bergmann og Pat Cox. Heyra hér.
Í Kastljósinu mættus þeir Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar og Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara ísland og ræddu m.a. hina meingölluðu þingsályktunartillögu sem Ásmundur og Nei-liðar standa fyrir á Alþingi. Horfa hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2010 | 18:53
Evrópuþinmgið samþykkir lengra fæðingarorlof
Fram til þessa hafa konur getað tekið að minnsta kosti fjórtán vikna fæðingarorlof í aðildarríkjunum. Í sumum aðildarríkjunum geta mæður tekið lengra fæðingarorlof, jafnvel allt að átján mánuðum. Ekki er hróflað við þeim rétti með samþykkt Evrópuþingsins heldur er aðeins verið að leggja til lágmarks fæðingarorlof."
20.10.2010 | 23:41
Össur í DV: Sveitir, sjór og ESB
Össur Skarphéðinsson, "utanríkis", skrifar grein í DV í dag um landbúnaðar og sjávarútvegsmál. Hann byrjar svona:
,,Flestir Íslendingar eru, líkt og utanríkisráðherrann, komnir af smábændum og sjómönnum. Sveitin og sjórinn eru rík í eðli okkar allra. Margir af minni kynslóð hafa verið á sjó, eða unnið í fiski. Þannig var ég sjómaður á ungum aldri á Vestfjörðum á sama tíma og sá eldri af ritstjórum DV og við slörkuðum saman í landlegum. Ég ólst líka að hálfu leyti upp innan um virðulegar og gáfaðar verðlaunakýr á Mýrunum. Allir,sem hafa sjóinn og sveitina í blóðinu, vilja hag starfsstéttanna sem þeim tengjast sem bestan. Efasemdir sumra um Evrópusambandið tengjast því. Þeir heyra sönginn úr Mogganum sem náttangt og daglangt klifar ranglega á því að fiskimiðin verði tekin af okkur, og bændastéttinni verði hent fyrir björg ef þjóðin samþykkir aðildarsamning. Hvoru tveggja er rangt, og byggt á misskilningi.
Bábiljan um ræningjaflotann
Við heyrum því oft haldið fram að gengi Ísland í Evrópusambandið liði varla dagur áður en sjóræningjaflotar frá Evrópu væru komnir inn fyrir lögsöguna að stela íslenskum fiski. Þetta er hrein bábilja, sem byggir á mikilli vanþekkingu. Engin þjóð innan Evrópusambandsins mun geta fært sannfærandi rök fyrir kröfu um aflaheimildir úr staðbundnum stofnum Íslendinga. Reglur Evrópusambandsins eru ekki þannig, og það hefur legið fyrir um árabil."
Gleðileg rest, hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir