Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Bryndís Ísfold: Vér heimskingjar!

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBendum á hvassan pistil frá Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur um ESB-málið, en hún segir m.a. ,,

,,Enginn af leiðtogum andstæðinga aðildar er nýgræðingur í pólítik  og eftirtaldir aðilar leggja nú allt kapp á að koma í veg fyrir að hægt sé að klára samningaferlið og að almenningur fái að kjósa hvort það vill ganga í ESB eða ekki.  Þetta ber bara merki um að þeir eru rökþrota – eina sem þeir geta, er að gera ferlið tortryggilegt, því málefnaleg rök gegn aðild að ESB virðast þeir ekki ráða við.

Helstu forsprakkar andstæðinga ESB:  Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson, Styrmir Gunnarsson, Jón Bjarnason, Davíð Oddsson, Bjarni Harðarsson, Páll Vilhjálmsson og bóndinn í Dölunum.  (að ógleymdum kvótaeigendum og forystu Bændasamtakanna)   Klárlega gömlu mennirnir til að taka ákvarðanir fyrir okkur hin (okkur fáfróðan almenning sem myndi bara láta plata okkur) um framtíðarmál eins og ESB.

Legg til að samhliða kosningu til stjórnlagaþings eftir tvær vikur verði kosið um að þessir menn endurreisi gamla Ísland með grunngildum þessara gömlu manna, íhaldssemi, forsjárhyggju, fortíðarhyggju, kjördæmapoti, fyrirgreiðslu og umfram allt nýtt efnahagslíf byggt alfarið á gömlu góðu séríslensku krónunni."

Allur pistill Bryndísar


Framkvæmdastjóraskipti hjá Sterkara Ísland

Elvar ÖrnÁ vef Sterkara Íslands má lesa: ,,Elvar Örn Arason er tekinn til starfa sem framkvæmdastjóri Sterkara Íslands. Hann mun leysa Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur af á meðan hún er í fæðingarorlofi.

Elvar Örn (mynd) er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og tekur við af Grími Atlasyni, en samkvæmt heimildum ES-bloggsins eru enn miklar annir hjá Grími vegna Aiwaves-hátíðarinnar (sem algjörlega sló í gegn) og sér hann sér því ekki fært að sinna störfum fyrir Sterkara Ísland að sinni. (Mynd:Hvíta húsið - ekki í USA - auglýsingastofan!)

Evrópusamtökin óska Elvari velfarnaðar í starfi - og Grími í sínu!


Össur h/f úr Kauphöll: Króna og höft hluti skýringarinnar

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:

,,Hlutabréf Össurar hf. voru afskráð í Kauphöll Íslands í dag, en þar hafa þau verið skráð síðan 1999. Gjaldeyrishöftin og krónan eru meðal ástæðna þess að viðskipti með hlutabréf í Össuri fara nú einungis fram í Danmörku...Jón segir að til lengri tíma litið sé erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil og stjórnendur Össurar hafi aldrei farið leynt með þá skoðun sína. Með gjaldeyrishöftum sé þetta síðan nánast ekki hægt."

Öll frétt RÚV


Síðustu fundir fyrir jól um Evrópumál

SamfylkinginMinnum á síðustu tvo fundi um Evrópumál á vegum Samfylkingarinnar fyrir jólin. Þeira fara fram á Sólon, í hádeginu.
Þriðjudaginn 23. nóvember
Evrópusambandsaðild og auðlindir
Aðalsteinn Leifsson lektor í viðskiptafræðideild og Kristján Vigfússon aðjúnkt í viðskiptafræðideild
Þriðjudaginn 7. desember
Endurtekur sagan sig? Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar
Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og Torfi H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum

Baldur McQueen um "tveggja-mánaða-leið" Ögmundar J.

Baldur McQueen"Tveggja-mánaða-leið" Ögmundar Jónassonar, hefur orðið mönnum umtalsefni og einn þeirra sem bloggar um hana er Baldur McQueen, búsettur í Leeds.

Hann segir;...,,auðvitað kemur hugmynd Ögmundar ekki til greina. Eina ástæðu þess má m.a. finna í tilvísuðu bréfi til Morgunblaðsins, hvar Ögmundur gefur í skyn að Íslendingar séu fórnarlömb EES og muni þurfa glíma við afleiðingar af þeim ósköpum næstu áratugina.

Sannleikurinn er að íslenskir stjórnmálamenn – stjórn og stjórnarandstaða – klúðruðu stórkostlega að kynna sér efni EES samningana og slepptu algerlega að grípa til sértækra aðgerða hvar þörfin var brýnust. Eitt skýrasta dæmi þess klúðurs má sjá þegar EES löndin Ísland og Noregur eru borin saman. Annað með Icesave á herðunum, hitt án allra slíkra áfalla því norskir stjórnmálamenn höfðu vit á að takmarka ábyrgð bankainnistæðna við norskar krónur."

Öll færsla Baldurs


MBL.is: Rýninvinnan hafin - tæknin notuð til sparnaðar

MBLMorgunblaðið skrifar greinargóða frétt um ESB-málið í dag, þar sem sagt er frá því að svokölluð rýnivinna er hafin í sambandi við umsóknarferlið:

,,Rýnifundir íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB hófust í Brussel í dag.

Á rýnifundunum er farið yfir  löggjöf beggja aðila í þeim 33 efnisköflum sem lagasafn Evrópusambandsins skiptist í til að greina hvar íslensk löggjöf er frábrugðin og hvað semja þarf um, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Á fyrsta rýnifundinum er fjallað um 5. kafla - Opinber innkaup, sem er hluti af EES-samningnum. Ísland hefur þegar tekið upp þessa löggjöf en í kaflanum er m.a að finna almennar reglur um gagnsæi, jafnræði og frjálsa samkeppni, og samræmingu reglna um gerð samninga um framkvæmdir, þjónustu og birgðakaup á vegum opinberra aðila. Markmið fundarins er að staðreyna innleiðingu löggjafarinnar og ræða framkvæmd opinberra innkaupa hér á landi.

Af hálfu Íslands sitja nokkrir sérfræðingar á þessu sviði fundinn í Brussel. Einnig gefst fulltrúum úr samningahópnum (EES I), þ. á m. fulltrúum hagsmunahópa, að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þetta er í fyrsta skipti sem fjarfundabúnaður er notaður með þessum hætti í rýnivinnu á vegum Evrópusambandsins en með því jafnframt unnt að ná fram nokkrum sparnaði."

(Leturbreyting, ES-bloggið) Öll frétt MBL.is

Í frétt á RÚV um sama mál stendur: ,,Stefán Haukur Jóhannesson , formaður íslensku samninganefndarinnar, segir þetta mikilvægan áfanga í viðræðunum en gert er ráð fyrir að hún taki allt um það bil hálft ár. Sérfræðingar úr íslensku stjórnsýslunni funda með kollegum sínum í Brussel og bera saman löggjöf á Íslandi og innan Evrópusambandsins eftir efnisflokkum. Stefán segir þetta vera mikla vinnu en nauðsynlega til að hægt verði að hefja efnislegar samningaviðræður."


Árni Þór: "Tveggja-mánaða-leiðin" algerlega óraunhæf!

Árni Þór Sigurðsson

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar telur "tveggja mánaða leið" Ögmundar Jónassonar, vegna ESB, óraunhæfa:

,,Þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Þær eru algerlega óraunhæfar og Ögmundur veit það,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um hugmyndir samflokksmanns síns, Ögmundar Jónassonar ráðherra, um að fá skjóta niðurstöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa um málið.

Frétt MBL


Vilhjálmur Egilsson um ESB-tillögu Ögmundar; "tveggja mánuða leiðina"

Frétt á Eyjunni byrjar svona: ,,Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varar eindregið við því að farin verði leið sem Ögmundur Jónasson leggur til, að semja um aðild að Evrópusambandinu á aðeins tveimur mánuðum. Vilhjálmur telur hættu á að þannig náist verri samningur fyrir Íslands hönd.

Eyjan sagði frá því í gær, að Ögmundur vill að aðildarsamningur við ESB verði kláraður á aðeins tveimur mánuðum og að slíkur samningur verði lagður fyrir þjóðina. Áætlun Íslands og Evrópusambandsins í aðildarviðræðunum gerir hinsvegar ráð fyrir því að þær taki um 18 mánuði.

Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun var Vilhjálmur Egilsson spurður um það hvort tillaga Ögmundar væri raunhæf. Hann taldi svo ekki vera, nema þá að markmiðið væri að ná sem verstum samningi fyrir Íslands hönd."

Öll frétt Eyjunnar


Jón Bjarnason!

Jón BjarnasonJón Bjarnason er duglegur við að lýsa ESB sem "kúgandi nýlenduveldi" o.s.frv. í sambandi við makrílmálin. En aðeins um 7 af 27 aðildarríkjum ESB geta flokkast sem nýlenduveldi, þ.e.a.s á meðan sú stefna var lifandi. Hún er hinsvegar löngu liðin og dauð!

Norðmenn eru líka ansi harðir í þessu máli og ekki eru þeir nýlenduveldi eða fyrrum slíkt!

Jón Bjarnason er hinsvegar ekki eins duglegur við að svara spurningum fréttamanna þegar spurningum er beint að honum.

Hinsvegar hlýtur almenningur þessa landa eiga þá sjálfsögðu kröfu gagnvart honum að hann geri það, þ.e.a.s. svari þeim spurningum sem menn spyrja hann!

Það liggur við að hann fari að tala um veðrið!

Stjórnmálamenn íslenskir, eru í vinnu fyrir íslenskan almenning! Íslensku ÞJÓÐINA!

JB segir: Það stendur ekki til að ísland gangi i ESB! Ákveður hann það? Er það ákvörðun sem tekin hefur verið í Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytinu?

Hvað með þjóðaratkvæðagreiðsluna og íslenskt lýðræði?


Enn ein greinin frá Össuri

Össur SkarðhéðinssonUtanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, ritar þarfar greinar um ESB-málið nú um stundir. Ein slík birtist í Fréttablaðinu í gær. Össur skrifar: 

,,Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands.

Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma." Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm.

Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar.

Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl."


Öll grein Össurar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband