Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
10.11.2010 | 21:57
Pressan.is: Evru-undirbúningur fljótlega eftir aðild

Samkvæmt frétt frá Bloomberg fréttastofunni þyrftu Íslendingar, sem leita hjálpar til að ná efnahagslegu jafnvægi í kjölfar bankahrunsins, að tengja krónuna við evru í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir gætu fengið aðild að sameiginlegu myntkerfi." Öll frétt Pressunnar
Eins og alþjóð veit er Ísland með gjaldmiðil í sóttkví, sem enginn þorir að snerta og enginn veit hvernig reiðir af þegar sjúkrahúsdvölinni lýkur! Algjörlega ga ga ástand!
Í raun eru gjaldmiðilsmálin afar brýn og það liggur á lausn varðandi þau.
10.11.2010 | 21:26
Eins og við manninn mælt: Úlfur, Úlfur!
Morgunblaðið sló því upp á forsíðu í dag að ESB ætlar að ,,kortleggja" Ísland (Nákvæm fyrirsögn: ESB kortleggur Ísland.) ESB ætlar s.s. að veita um einni milljón Evra í að veit Íslendingum upplýsingar um sambandið. Nokkuð sem landsmenn vilja.
Hér má lesa vefútgáfu fréttar MBL. Og það var eins og við manninn mælt; andstæðingar opinnar, lýðræðislegrar umræðu (og kannski hins opna samfélags eins og Karl Popper sagði?), risu upp á afturlappirnar og görguðu: Úlfur, Úlfur, rétt eins og í ævintýrinu gamla. Dæm um slíkt er hér og hér.
Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðild sjá rautt þegar talað er um kynningu. Reynt er eftir fremsta megni að gera þetta tortryggilegt. Sé öll frétt MBL hinsvegar lesin má lesa þetta:
,,Spurður hvort andstæðingar ESB-aðildar geti vænst þess að fá stuðning frá skrifstofunni segir Summa að nei-hópurinn eigi sinn rétt líkt og já-hópurinn. Hann leggur svo sérstaka áherslu á að ef fulltrúi ESB-andstæðinga sækir til dæmis um styrk til að kosta fyrirlestur fræðimanns þurfi að leggja jafn mikið fé til samskonar fyrirlesturs á vegum stuðningsmanna aðildar.
»Þeir þurfa ekki að deila sviðinu. Þetta þarf ekki að fara fram á sama tíma [...] Við komum eins fram við alla [...] Ef við getum styrkt já-hliðina getum við styrkt nei-hliðina því það gilda sömu reglur um alla.« - Þetta yrði því að fara fram á jöfnum grundvelli?»Já. Nákvæmlega. Það er eina leiðin sem er fær í þessum efnum.«
Summa = Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.
En þetta er aðeins byrjunin. Raddir ,,hins óbreytta ástands" munu ekki þagna. Við hverja einustu frétt þar sem minnsti grunur er á að "fé" frá ESB sé að finna verður stokkið til og látið öllum illum látum.
Andstæðingar tala um blekkingar og svik, en hverjir eru það sem neita að hlusta?
Þekking er undirstaða hins upplýsta samfélags og upplýstra ákvarðana.
Nei-sinnar virðast ekki þola það!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 21:09
Anna Pála í FRBL: Herskylda EKKI áhyggjuefni
,,Nei, það verður enginn Evrópuher með herskyldu fyrir börnin okkar. Þegar og ef Íslendingar ákveða að ganga alla leið inn í Evrópusambandið verður herskylda ekki áhyggjuefni."
Þannig byrjar grein eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur í Fréttablaðinu í dag um það sem húnkallar ,,herskyldubullið." Og hún heldur áfram:
,,Auðvitað er mjög þægilegt fyrir andstæðinga Evrópusamvinnunnar að halda fram herskyldurökum. Íslendinga skiptir almennt miklu að Ísland sé herlaust ríki. Vopnleysið er hluti af sjálfsmynd okkar svo við erum viðkvæm fyrir hugmyndum um breytingu þar á.
Á opnum umræðufundi í október, þar sem fjallað var um ESB og friðar-/hernaðarmál, var frábært að þurfa ekki að eyða púðri í að rökræða herskyldubullið.
Evrópuvakt Samfylkingarinnar stóð fyrir fundinum en til hans mætti fjöldi fólks úr mismunandi áttum. Ég hefði búist við að eyða mestum hluta umræðutímans í að ræða til dæmis hvernig leiðtogaráð ESB útskýrði á síðasta ári að Lissabon-sáttmálinn (uppfærsla á stofnsáttmálum ESB) mælir ekki fyrir um stofnun Evrópuhers. Þetta var gert í lagalega bindandi yfirlýsingu frá 19. júní 2009. Í henni kemur fram á svona sjö mismunandi vegu hvernig það getur ekki orðið, en meðal annars með þessum orðum: [S]ameiginleg öryggis- og varnarstefna ESB ... hefur ekki áhrif á öryggis- og varnarstefnu hvers aðildarríkis ... eða skyldur neins aðildarríkis." Skýrara getur það varla orðið. Öll aðildarríki ESB hafa að auki neitunarvald þegar kemur að utanríkismálum. Mörg standa utan NATO."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 10:13
Spurningar, spurningar, spurningar!

Þetta er hlutlaus síða í Evrópumál þar sem leitast verður við að svara öllum spurningum varðandi Evrópumál. Hver sem er getur sent inn spurningu og munu forráðamenn síðunnar fá svar frá bæði já og nei hreyfingunum á Íslandi. Meðal spurninga sem reynt er að svara eru;
Hvar er hægt að nálgast Lissabonsáttmálann í íslenskri þýðingu?
Hefur innganga Íslands í Evrópusambandið áhrif á atvinnustigið?
Hvað tekur langan tíma að taka upp Evruna?
Glatar Ísland fullveldinu með aðild að ESB?
Glata Íslendingar yfirráðum yfir auðlindum sínum með aðild að ESB?
Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB?
Hvar er hægt að nálgast Lissabonsáttmálann í íslenskri þýðingu?
Hefur innganga Íslands í Evrópusambandið áhrif á atvinnustigið?
Hvað tekur langan tíma að taka upp Evruna?
Glatar Ísland fullveldinu með aðild að ESB?
Glata Íslendingar yfirráðum yfir auðlindum sínum með aðild að ESB?
En sjón er sögu ríkari! Við hvetjum alla til að skoða síðuna og senda inn fyrirspurn.
10.11.2010 | 07:39
Leiðari FRBL: Staðreyndirnar eða óttinn?
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar leiðara blaðsins í dag um skýrslu til ESB vegna umsóknar Íslands að ESB. Ólafur skrifar:
,,Margt af því, sem breyta þarf í íslenzkri stjórnsýslu eigi Ísland að ganga í Evrópusambandið, þarf að breytast hvort sem er. Sumt er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem við höfum tekið á okkur vegna EES-samningsins en hafa ekki komizt í framkvæmd. Ýmislegt snýr að atriðum sem voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fyrir þá, sem eru ósammála niðurstöðum nefndarinnar um veikleika stjórnsýslunnar og telja að íslenzk stjórnsýsla beri af í evrópskum samanburði, er sú aðlögun vafalaust þungbær. En flestir aðrir ættu að fagna því að stjórnsýsluhættir hér verði lagaðir að því sem gerist í nágrannalöndunum, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir aðild að ESB.
Sumir láta eins og Evrópusambandið ætli ekkert að semja við Ísland, heldur bara krefjast þess að Ísland lagi sig einhliða að öllum reglum ESB, Þetta verður þó ekki ráðið af grein Stefans Füle, stækkunarstjóra sambandsins, hér í blaðinu í gær. Hann skrifar þar: "Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins."
Hinar eiginlegu samningaviðræður við ESB hefjast ekki fyrr en um mitt ár 2011. Fram að því mun fara fram svokölluð rýnivinna, þar sem farið verður rækilega yfir muninn á íslenzkri löggjöf og löggjöf ESB. Að því ferli loknu setur Ísland fram samningskröfur sínar og þá hefjast hinar raunverulegu samningaviðræður.
Fram að þeim tíma er í raun alveg þarflaust að komast í geðshræringu yfir hinu eða þessu, sem íslenzk stjórnvöld eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja fram í samskiptum sín á milli, en þess hefur gætt dálítið að undanförnu að orðalag í gömlum plöggum á netinu veldur uppnámi. Einkum og sér í lagi andstæðingar ESB-aðildar Íslands virðast velja vondan tíma til að fara á taugum, því að það er satt að segja ekki tímabært fyrr en hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast og samningskröfur Íslands liggja fyrir.
Fram að því þarf að fara fram rækileg upplýsingamiðlun og umræða, jafnt um galla sem kosti Evrópusambandsins og hvað Ísland geti grætt eða tapað á aðild. Eins og Stefan Füle segir er æskilegt að það ferli byggist á "staðreyndum og tölum fremur en ótta og goðsögnum".
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 07:31
ESB passar hagsmuni neytenda: Sektar flugfélög vegna samkeppnisbrota
Í frétt á visir.is kemur fram: ,,Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað ellefu flugfélög fyrir brot á samkeppnislögum.
Sektin nemur 800 milljónum evra eða um 123 milljörðum íslenskra króna. Félögin eru sökuð um að hafa komið sér saman um verðskrá í vöruflutingum á árunum 1999 til 2006. Á meðal félaga sem um ræðir eru British Airways sem þurfa að greiða 104 milljónir evra, Air-France-KLM sem fengu 340 milljónir evra í sekt og Cargolux í Lúxemburg sem þurfa að borga 80 milljónir evra. Þýska félagið Lufthansa slapp hinsvegar við sekt en félagið lét Evrópusambandið vita af samráðinu að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.
Yfirmaður samkeppnismála hjá ESB Joacin Almunia segir að samráð félaganna hefði án efa haldið áfram óáreitt hefði sambandið ekki gripið í taumana. Rannsókn á málinu hefur staðið frá árinu 2006 og sagði Almunia að samráðið hafi skaðað neytendur jafnt og önnur flugfélög."
Þetta sýnir að ESB hefur vakandi auga yfir hagsmunum neytenda.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚV greindi frá þessu í kvöld: ,,Ísland er vel í stakk búið til að uppfylla þær skyldur sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Þetta er niðurstaða skýrslu um stöðu Íslands í aðildarviðræðunum. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna í dag. Þar er farið yfir pólitísk skilyrði fyrir aðild, efnahagsleg og lagaleg. Samkvæmt skýrslunni uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði. Íslenska löggjöf þarf í mörgum tilfellum að laga að lögum Evrópusambandsins, það er að segja áður en Ísland getur formlega gengið í sambandið."
Í fréttatilkyningu á vef Utanríkisráðuneytisins segir:
,,Framkvæmdastjórn ESB birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins um aðild að ESB. Í framvinduskýrslunni, sem er hluti af föstu verklagi í stækkun ESB, er lagt mat þróun efnahags- og stjórnmála á Íslandi frá því febrúar til október 2010 og reifað hvaða málefni helst þarf að ræða í fyrirhuguðum samningaviðræðum.
Meginstöður framvinduskýrslunnar eru að Ísland uppfyllir öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði aðildar að ESB. Fram kemur á Ísland sé stöðugt lýðræðisríki með styrkar stofnanir og taki virkan þátt í baráttu fyrir mannréttindum. Í skýrslunni er lokið lofsorði á lagabreytingar í því skyni að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla hvað varðar skipan dómara, og er mikilvægi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og aðgerða embættis sérstaks saksóknara undirstrikað. Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir skiptar skoðanir á Íslandi um mögulega aðild að ESB þá fari stuðningur við samningaferlið vaxandi.
Í skýrslunni er að finna yfirlit um málefni fyrirhugaðra samningaviðræðna. Fram kemur að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB í gegnum EES-samninginn en jafnframt bent á málefnasvið sem út af standa. Þar má nefna löggjöf um náttúruvernd, takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi, auk þess sem framkvæmdastjórn ESB leggur mat á hvar styrkja þarf stofnanir til að Ísland geti axlað skyldur og notið ávinnings mögulegrar aðildar.
Hinn 15. nóvember hefst svokölluð rýnivinna þar sem sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins munu fara yfir efni hina þá 33 kafla löggjafar ESB. Í þessari rýnivinnu verður nákvæmlega skilgreint hvar löggjöf Íslands og ESB er frábrugðin, um hvað þarf að semja og að því loknu verða eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla opnaðar."
Hér má lesa skýrsluna í heild og niðurstöður hér
Hvort tveggja verður þýtt yfir á íslensku.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 19:02
Mogginn á ESB-síðunni: Eistlendingar undirbúa fyrir Evru
Á ESB-síðu Morgunblaðsins segir eftirfarandi: ,,Forsætisráðherra Eistlands, Andrus Ansip, segir að undirbúningur að upptöku evru gangi vel en Eistar taka upp evru á næsta ári. Hann gerir lítið úr efasemdaröddum sem telja að upptaka evru geti þýtt stóraukna verðbólgu í Eistlandi."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 18:54
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í FRBL: Við erum sterkari saman!

Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Hann segir m.a.:
"Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er.
Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma.
Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum."
8.11.2010 | 22:24
Þorsteinn Pálsson ræðir umsóknarferlið þann 16. nóv í Valhöll
Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir pistla sína af "Kögunarhólnum" í Fréttablaðinu.
Þar greinir Þorsteinn dægurmálin af mikill þekkingu og meitlaðri hugsun. Þorsteinn er einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB.
Þann 16.nóvember mun Þorsteinn halda hádegiserindi í höfuðstöðvum Sjálfstæðismanna, Valhöll, og hefur valið yfirskriftina: Hvernig umsóknarferlið fer fram, en hér er að sjálfsögðu átt við umsókn Íslands að ESB.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir