Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Sterkara Ísland kemur út sterkt á Norðurlandi

Á vef Sterkara Ísland má lesa:

Sterkara Ísland - Akureyri,,Sterkara Ísland hélt fund á Akureyri í Deiglunni og var hann vel sóttur og tókst í alla staði vel.

Formaður Sterkara Íslands, Jón Steindór, flutti inngangserindi en að því loknu töluðu þau Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum og Jón Þorvaldur Hreiðarsson, lektor við HA.

Bryndís fjallaði um hagsmuni neytenda í tengslum við aðild Íslands að ESB en Jón Þorvaldur fjallaði um gjaldmiðilsmálin og þá kosti sem eru í stöðunni fyrir Ísland í þeim efnum.

Fjörugar umræður urðu á fundinum.

Í lok fundarins var ákveðið að stofna undirhóp Sterkara Íslands á Akureyri og nágrenni.

Í stjórn voru valin þau:

Benedikt Ármannsson
Hans Kristján Guðmundsson
Pétur Maack Þorsteinsson
Ragnar Sverrisson
Valgerður Sverrisdóttir"

(Myndin er af stjórninni) 

Evrópusamtökin óska stjórn Akureyrar-deildar Sterkara Íslands velfarnaðar í starfi! 


Guðsteinn Einarsson: Krónan er augljóslega orðin tæki þröngra sérhagsmuna á kostnað almennings.

Guðsteinn EinarssonKaupfélagsstjórinn í Borgarnesi, Guðsteinn Einarsson (mynd), vakti nánast "heimsathygli" hér á Íslandi fyrir skömmu, vegna greinar um ESB-málið.

Nú er hann aftur mættur með aðra grein á Pressunni og þar segir hann m.a: ,,Nú er það almennt viðurkennd staðreynd að krónan krefst vaxtaálags sér til viðveru. Líklega er engin leið fær til lækkunar vaxta og afnáms vísitölutengingar lána nema með upptöku annarra myntar í stað krónunnar.

Snúa má dæmi sérfræðingahópsins um kostnað við lækkun vaxta við og segja, að kostnaður heimilanna við að hafa haft krónuna og vextina sem henni fylgja, séu þessir 240 milljarðar króna sem um er rætt í áliti þeirra.

Því blasir það við að ræða þarf í alvöru hvaða leiðir henta til þess að hægt verði að taka upp alvöru mynt sem nýtist almenningi, venjulegu fólki best."

Og síðar segir Guðsteinn:

,,Krónan er augljóslega orðin tæki þröngra sérhagsmuna á kostnað almennings.

Því er bráðnauðsynlegt að ræða aðild að ESB og í framhaldinu upptöku EVRU af alvöru. Ekki á grundvelli hræðsluáróðurs, ekki á grundvelli sérhagsmuna heldur á grundvelli hagsmunamats venjulegs fólks sem þarf að hafa fjárhagslega trygga afkomu sem ekki er kollvarpað vegna verðbólguskota og vísitöluhækkana sem hækkar lán og rýrir kjör. Verðbólguskota sem oftar en ekki, almennt launafólk ber enga ábyrgð á."


Öll greinin á www.pressan.is  (sem á einnig myndina)
 


Krónan til vandræða - Evran og ESB-aðild lausnin, segir Seðlabankastjóri, Steingrímur J. sammála.

EvraÍ Fréttablaðinu í morgun birtist frétt sem byrjar svona:

,,Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika," sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum."

Már afskrifar einhliða upptöku Evru með þessum orðum: ,,Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt."

Athygli vekur að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (Illugi er í leyfi), sagði á fundinum að menn þyrftu að velt fyrir sér kostnaðinum við að halda krónunni. Í fréttinni segir orðrétt:

,,Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér."

Einnig var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundinum og hann sagðist vera sammála greiningu Más og Illuga á málinu.

Sennilega gerir Steingrímur sér grein fyrir því að núverandi ástand heldur ekki til lengdar og hin blákalda staðreynd er sú gjaldeyrishöftin eru brot á EES-samningnum.

Við erum hreinlega í peningalegri blindgötu, Íslendingar!

Öll frétt FRBL 


Örvæntingarfullir Nei-sinnar

Ásmundur Einar DaðasonNei-sinnar í ESB-málinu eru ráðþrota. Þeir eru örvæntingafullir, vegna þess að þjóðin vill klára aðildarferlið við ESB og fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú er verið að reyna að þyrla upp ryki í augu landsmanna, en Nei-sinni "numero uno", Ásmundur Daði Einarsson,VG og formaður Heimssýnar, segir nú, meira en ári seinna að atkvæðagreiðslan um aðildarumsóknina að ESB fór fram á Alþingi (og var samþykkt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu), að Jóni Bjarnasyni hafi verið hótað í sambandi við atkvæðagreiðsluna. Jón greiddi síðan atkvæði a móti og sagði nei.

Sagt hefur verið að mönnum hafi verið gerð grein fyrir því að með því að segja nei, þá hefði fyrsta norræna velferðarstjórnin þar með fallið.

Það er alveg rétt, stjórnin hefði fallið! Þingræðisreglan hér á landi segir að ef ríkisstjórn sem njóti meirihluta, fái ekki slíkan meirihluta í atkvæðagreiðslu um sín mál á Alþingi, þá falli hún. 

Og það er alveg rétt! Þannig lítur hinn pólitíski veruleiki út á Íslandi. Hér er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum og samtöðustjórnmálum, líkt og á Norðurlöndunum.

Þá er það spurningin: Vill Ásmundur Einar láta virkilega á það reyna hvort stjórnin hafi meirihluta á þingi og þar með tefla lífi sinnar eigin stjórnar í hættu? 

Eða vill hann ekki taka hinn "lýðræðislega slag" um ESB-málið, taka hina upplýstu umræðu og leyfa svo þjóðinni að kjósa um málið. Svo virðist ekki vera. 

 


Rýnivinna vegna aðildarumsóknar hefst á mánudag

esbis.jpgSvokölluð rýnivinna vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB, hefst á mánudaginn, 15.nóvember. 

Hún felur í sér samanburð á löggjöf Íslands og ESB, en Ísland hefur nú þegar tekið upp um 70% af löggjöf ESB. Má því búast við að þessi vinna taki skemmri tíma en ef Ísland hefði ekki verið í EES.

Á þessari krækju má sjá skjal á vef Utanríkisráðuneytisins um dagskrá þessarar vinnu og hvenær hvaða atriði eru tekin fyrir.

Þetta er mjög mikilvægt skref í umsóknarferlinu hjá hverju "kandídatríki" eins og Ísland er núna. 


Um reikninga ESB og Morgunblaðið

MBLNei-sinnar láta öllum illum látum, bæði niðri á Alþingi og uppi í Hádegismóum, þ.e.a.s, bæjarendanna á milli!

Leiðari Morgunblaðsins í gær fjallaði um endurskoðun á reikningum ESB, en daginn áður voru fyrrum Mogga-mennirnir Styrmir og Björn (les: Evrópuvaktin), búnir að tæpa á þessu.

Þessir aðilar reyna s.s. að mál upp eins dökka mynd af reikningshaldi ESB og hægt er. Allt er gert til þess að gera málið tortryggilegt. Í MBL stendur að ...sambandið er orðlagt fyrir fjármálaleg lausatök, ef ekki hreint sukk. Hefur það leitt til þess að 16 ár í röð hafa endurskoðendur neitað að skrifa undir reikninga þess og hafa vísað til faglegra skyldna sinna og heiðurs. Hefur ESB ekki vílað fyrir sér að reka án haldbærra skýringa suma þessara heiðarlegu endurskoðenda. Forsprökkum ESB hafa ekki líkað hreinskilnislegar ábendingar þeirra um vafasama umgengni um stórkostlega fjármuni sem sogaðir eru út úr skattgreiðendum aðildarlandanna."

Hér bera að taka fram: Allt síðan 1994 hafa endurskoðendur sagt að bókhaldið sé "áreiðanlegt"

 Mun meiri kröfur eru gerðar hjá ESB en hjá einkageiranum, sjá hér , en á þessari síðu segir:

,,The Court of Auditors has given last year, as it did in previous years, a clean bill of health on the EU accounts. The Court confirms these accounts faithfully reflect how the EU budget was spent."

Og: ,,The EU test is much more rigorous than that of the private sector, where only book-keeping records are audited."

Í ræðu sem æðsti yfirmaður endurskoðunar ES, Vito Caldeira hélt þ. 9.11. 2010 segir hann: ,,The Court concludes that the accounts of the European Union give a fair presentation – or true and fair view - of the financial position and the results of operations and cash flows.This is now the third consecutive year that the Court has found the accounts to be free from material misstatements, and hence reliable."

Hann gefur s.s. reikningum sambandsins umsögnina "áreiðanlegir"!

Í þessu samhengi ber einnig að taka fram að stór hluti á þessum málaflokki liggur hjá viðkomandi aðildarríkjum, en ekki sjálfu ESB, eða framkvæmdastjórninni.  Þær villur sem koma upp eru því mest hjá aðildarríkjunum.

En það er staðreynd sem að Morgunblaðið er ekkert að velta sér upp úr. 

Aðalatriðið er að láta þetta líta eins illa út og hægt er!

Ps. Ritari fann eitt tilvik frá 2001, þar sem endurskoðandi var látinn fara, en það vara kona að nafni Marta Andreasen, sem taldi reikningana þá vera í ólagi. EITT TILVIK, fyrir áratug síðan! Það getur varla talist mikið hjá batteríi sem velti um 120 milljörðum Evra árið 2008. Hún situr nú á Evrópuþinginu fyrir UK Independence Party.

Eldri frétt sem tengist þessu.

 


Málþing um Norrænu löndin og Evrópusamrunann

Háskóli ÍslandsÁ vef Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands má lesa:

"Alþjóðamálastofnun stendur fyrir málþingi um norrænu samfélögin og Evrópusamrunann, föstudaginn 12. nóvember frá kl. 9 til 17 í fundarsal Þjóðarbókhlöðu. Málþingið er liður í samstarfsverkefni Oslóarháskóla, háskólans í Turku og Alþjóðamálastofnunar um viðbrögð, stöðu og
þátttöku Norðurlandanna í Evrópusamrunanum.

Málþingið er haldið á ensku og er öllum opið en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á netfang Alþjóðamálastofnunar ams@hi.is."

Dagskráin er hér


Evrópufundur í höfuðstað Norðurlands

Sterkara Ísland!Á vef Sterkara Íslans er auglýst:

Sterkara Ísland boðar til fundar til þess að ræða Evrópumál og stofna til starfs innan vébanda samtakanna á Norðurlandi.

Dagskrá:

Jón Steindór Valdimarsson formaður Sterkara Íslands
– Aðild að ESB og Sterkara Ísland

Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri
– Gjaldmiðillinn, gríðarstórt en falið vandamál

Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
– ESB og neytendur

Stofnun undirhóps Sterkara Íslands á Norðurlandi

Tími og staður:
Fimmtudagur 11. nóvember kl. 20:00
Deiglan, Listagili

Fundarstjóri:
Pétur Maack Þorsteinsson

 


Spegillin á RÚV: Stöðuskýrslan og ESB

RÚVÍ Speglinum á RÚV í gær var rætt við Kristján Vigfússon, lektor í HR, í sambandi við svokallað Stöðuskýrslu til ESB, vegna aðildarumsóknarinnar. Hlustið á viðtalið hér, en það var Jón Guðni Kristjánsson, sem ræddi við Kristján (enginn þekktur skyldleiki!).

Jón Guðni var svo með eina umfjöllun til viðbótar í kvöld og hana má hlusta á hér.


Wikipedia síða um ESB-ferlið

WikipediaMinnum á þessa síðu á Wikipedia, þar sem gefið er greinargott yfirlit yfir það ferli sem tengist ESB-umsókninni. Síðan er á ensku.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband