Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
8.11.2010 | 22:16
Sjálfstæðir Evrópumenn funda einnig!
Það er nóg að gera í Evrópumálunum, það er á hreinu. Einnig virðist áhugi á Evrópuumræðunni fara vaxandi, sem er gott.
Sjálfstæðir Evrópumenn blása til fundar á fimmtudag. Í tilkynningu segir:
Á fimmtudag 11. nóvember klukkan 17.00 verður fundur hjá Sjálfstæðum Evrópumönnum
Fundarefni: Afstaða hægri flokka í Evrópu til Evrópusambandsins
Umræðurnar hefur Árni Helgason, fv. formaður Heimdallar.
Fundarstaður: Skipholt 50a (salur Sterkara Íslands, Gallerí List niðri)
Fundartími: 17:00-18:15 fimmtudag 11. nóvember
Allir áhugamenn um Evrópuumræðu eru velkomnir!
8.11.2010 | 21:46
Evrópa fyrir Ísland? - Hádegisfundur í Evrópufundaröð á Sólon
Samfylkingin er einn flokka með sjálfstæða Evrópustefnu af íslenskum stjórnmálaflokkum. Enn einn hádegisfundurinn í fundaröð Samfylkingarinnar verður haldinn á Sólon í hádeginu á morgun.
Fundurinn ber yfirskriftina: Evrópusambandið fyrir Ísland?
Frummælendur á fundinum verða þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir (S) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki (mynd), en sú síðarnefnda er einnig virk í hreyfingunni Sjálfstæðir Evrópumenn.
Það er hópur sjálfstæðismanna, sem eru fylgjandi aðild að ESB, eða vilja að minnsta kosti að láta reyna á aðildarsamning: ,,Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitísk-um stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 19:15
Össur í DV um ESB-málið : Opið og gagnsætt samningaferli
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifar grein í DV í dag um ESB-málið:
Það er óhætt að segja, að engir samningar Íslendinga hafa verið undirbúnir með eins opnum, lýðræðislegum og gagnsæjum hætti og viðræðurnar sem nú eru hafnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó Íslendingar hafi í reynd í gegnum EES-samninginn haft eins konar aukaaðild að sambandinu síðustu fimmtán árin, er umsókn um fulla aðild stórt skref fyrir marga. Besta nálgunin fyrir alla, jafnt stjórnvöld sem almenning, er að hafa allar upplýsingar uppi á borðinu. Það er leiðin, sem við höfum valið í utanríkisráðuneytinu.
Upplýst ákvörðun
Við höfum kostað kapps um að hafa eins víðtækt samráð og hægt er á öllum undirbúningsstigum. Það gildir jafnt um almenning, Alþingi, stofnanir, sveitarfélög, hagsmunasamtök og forystu stjórnmálaflokka. Það sama mun gilda um sjálfar samningaviðræðurnar, sem ég hóf formlega fyrir Íslands hönd í júlí síðastliðnum. Alls staðar verður aðgengi almennings að upplýsingum eins mikið og kostur er, og sem mest og víðtækast samráð viðhaft. Umsókn um aðild að ESB er verkefni allrar þjóðarinnar. Þegar menn taka að lokum ákvörðun hver fyrir sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni þarf hver um sig að geta gert upp hug sinn á upplýstum forsendum staðreyndum málsins.
Víðtæk upplýsingagjöf
Ein stærsta lotan í undirbúningnum til þessa var að svara 2.500 spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hagi Íslands. Það var grunnur að mikilvægri og góðri skýrslu hennar um Ísland sem birt var á fyrri hluta þessa árs. Við ákváðum að birta allar spurningarnar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Samstundis og svörin voru til reiðu, samtals 2.600 blaðsíður auk fylgiskjala upp á 8.700 blaðsíður, voru þau einnig birt á sama stað.
Fundafrásagnir aðalsamninganefndarinnar, og samningahópanna tíu, eru sömuleiðis birtar opinberlega á vef ráðuneytisins. Þar munum við líka birta greinargerðir samningahópanna, sem unnar eru til að undirbúa svokallaða rýnifundi með Evrópusambandinu sem hefjast í nóvember. Þar er borin saman löggjöf sambandsins og okkar, og skilgreint hvað þarf um að semja. Sama mun gilda um margvíslegar sérfræði- úttektir sem verða unnar til undirbúnings samningaferlinu sem og samningaafstöðu Íslands þegar hún hefur verið afhent. Að sýna gagnsæi í verki er eitt okkar lykilverkefna í samningaviðræðunum. Þær snúast um hagsmuni Íslands og Íslendingar eiga rétt á því að fá upplýsingar og fylgjast með.
Þú getur tekið þátt!
Þessar upplýsingar, og allt um ferlið sjálft, geta allir Íslendingar skoðað á heimasíðu ráðuneytisins um viðræðuferlið, esb.utn.is. Þar er aðildarferlið sjálft útskýrt nákvæmlega. Við munum jafnframt setja á fót gagnvirka vefsíðu, sem verður opnuð innan tíðar. Í gegnum hana munu allir geta komið á framfæri ábendingum, gagnrýni, viðhorfum, eða spurningum. Við stefnum að því að gegnum vefsíðuna geti Íslendingar haft reglulega samræðu við sérfræðinga sem vinna að málinu, aðalsamningamanninn, eða ráðherrann sjálfan, þegar tilefni kvikna. Með þessu móti ætlum við að veita öllum Íslendingum, sem áhuga hafa, beina hlutdeild í umsóknarferlinu og brjóta með því blað í sögu stækkunarviðræðna Evrópusambandsins hvað varðar gagnsæi og þátttöku almennings.
Sátt og samráð
Víðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamanns Íslands, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og um hann ríkir breið samstaða. Í aðalsamninganefndina sjálfa, sem skipuð er 18 manns, var fólk valið út frá faglegum verðleikum og samningareynslu. Þar endurspeglast viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Fullkomið jafnræði er með körlum og konum, og sérfræðiþekking úr háskólasamfélaginu er á bæði borð. Ríflega 200 manns koma að samningaferlinu í gegnum starf sitt í þeim tíu samningahópum sem fjalla um einstök málefnasvið. Við skipan allra var þess vandlega gætt að hafa náið samráð við hagsmunasamtök og alls staðar leitað að okkar bestu sérfræðingum. Valið var sérstaklega vandað við forystufólkið í mikilvægustu hópunum. Aldrei var spurt, hvort viðkomandi væri með eða á móti aðild, heldur réð úrslitum hvort viðkomandi væri faglega framúrskarandi.
Mikið í húfi
Evrópusambandsaðildin snýst um stöðugleika, fullveldi og öryggi okkar Íslendinga. Verkefnið er að útrýma atvinnuleysi með því að skapa trausta umgjörð fyrir fjölbreytt atvinnulíf, treysta fullveldi Íslands með því að sitja við sama borð og aðrir, og tryggja öryggi Íslands og framtíð barna okkar með því að ganga stolt til aukinnar Evrópusamvinnu.
Ég mun gera mitt til þess að tryggja að öll gögn og staðreyndir máls séu ávallt til staðar til þess að Íslendingar geti kynnt sér kosti og galla og tekið upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.
8.11.2010 | 18:07
Benedikt Jóhannesson: Er eitthvað á Evrópusambandinu að græða?
Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar skrifar:
Er eitthvað á Evrópusambandinu að græða?
Margir virðast vissir um að Evrópusambandið sé mjög nálægt Víti. Eini bærinn á milli sambandsins og eilífrar þjáningar sé Sovétríkin og það kot er löngu farið í eyði. Jafnframt sést það oft á prenti að fylgismenn inngöngu Íslands í telji að þar með leysist öll vandamál Íslendinga. Þetta hef ég hins vegar ekki heyrt nokkurn Evrópusinna segja.
Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er bandalag um viðskipti og innbyrðis samskipti. Markmiðið er að efla viðskipti milli landa álfunnar, þannig að þau verði svo háð hvert öðru, að innbyrðis stríð sé óhugsandi. Reynslan hefur sýnt að eftir að efnahagsbandalagið, sem var forveri Evrópusambandsins, hefur einmitt það gerst sem stofnendur vildu: Frjáls viðskipti hafa vaxið þannig að nú eru þau regla en ekki undantekning. Það sem meira er: Friður hefur haldist í 65 ár.
Íslendingum finnst þetta ekkert sérstaklega merkilegt. Viðskiptafrelsi finnst þeim felast í því að íslenskar vörur eigi aðgang að öllum mörkuðum, en inn í Ísland sé aðgangur takmarkaður. Sú hugsun er mörgum framandi að við getum grætt á öðrum um leið og þeir græða á okkur. Á Íslandi hefur aldrei verið stríð og hvað varðar okkur um það þótt einhverjir útlendingar drepi hverjir aðra að gamni sínu? Ekki förum við að ganga í enn ein samtökin, bara til þess að stuðla að friði, sem við höfum hvort eð er. Veröld sumra snýst aðeins um krónur og aura.
Seðlana á borðið
Auðvitað er ekkert að því að menn velti því fyrir sér hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið hafi á sína pyngju. Þess vegna er það fagnaðarefni að Magnús Bjarnason hefur í nýlegri doktorsritgerð sinni reynt að leggja mat á það hvaða efnahagsáhrif innganga í Evrópusambandið hafi fyrir íslensku þjóðina.
Vegna þess að Íslendingar gengu í Evrópska efnahagssvæðið fyrir 16 árum njóta þeir þegar margra af kostunum sem fylgja veru í sambandinu. Magnús gerir þó ráð fyrir því að viðskipti Íslands við önnur lönd í sambandinu aukist þegar Íslendingar hafi tekið upp evru. Útreikningar um framtíðarávinning af þessu tagi verða aldrei nákvæmir, en að mati Magnúsar gæti hann numið 4-5% í aukinni vergri landsframleiðslu.
Þessu til viðbótar telur Magnús að stærsti ávinningurinn fyrir Ísland felist í breyttu landbúnaðarkerfi þar sem innflutningur á landbúnaðarvörum aukist, bændum fækki, styrkir minnki til bænda og menn fari í arðbærari störf en landbúnað. Landsframleiðslan gæti vaxið um 1-2% vegna þessa.
Nettókostnaður, þegar framlög til sambandsins eru reiknuð og styrkir sem Íslendingar fá í staðinn dregnir frá, er að mati Magnúsar um 0,2% af VLF.
Magnús bendir á það að allt muni þetta taka tíma. Íslendingar geta ekki tekið upp evru fyrr en eftir nokkur ár og landbúnaðurinn fær aðlögunartíma að nýjum aðstæðum. Samt eru útreikningar hans gagnlegir, því að þeir gefa til kynna hvaða verðmæti við afþökkum með því að standa utan Evrópusambandsins.
Við græðum meira
Í útreikningum Magnúsar er ekki tekið tillit til þess hagræðis sem Íslendingar njóta af því að fá reglur Evrópusambandsins á ýmsum sviðum. Margs af því njótum við vissulega nú þegar, en viðbótin er mikils virði. Í hruninu var það ekki síst stjórnsýslan sem brást. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins er einmitt skilvirkari stjórnsýsla.
Evran leiðir til þess að efnahagsumhverfið verður miklu stöðugra, því að langmest utanríkisviðskipti eru nú þegar við þjóðir innan Evrópusambandsins. Verðbólgan verður minni og sveiflur í efnahag meiri. Í stað þess að hafa mynt sem selst á helmingi af opinberu verði erlendis fengjum við alvörugjaldmiðil sem allir vilja.
Vaxtaálagið á krónuna hefur verið mismikið. Seðlabanki Íslands var að lækka vexti sína í 5,5% þegar þetta er skrifað. Seðlabanki Evrópu veltir því fyrir sér á sama tíma að hækka sína vexti í 1,25%. Segjum að munurinn vöxtum á bankalánum sé 3% (sem er eflaust ekki ofmat). Það þýðir að vextir af 20 milljón króna íbúðaláni eru 600 þúsund krónum lægri í evrulandi en á Íslandi. Það eru 50 þúsund krónur á mánuði eða 70 þúsund krónur fyrir skatta. Það er dálagleg kjarabót og varanlegri en einföld krónutöluhækkun með venjulegu verðbólguskoti í kjölfarið.
Aðalgróðinn af því að ganga í Evrópusambandið er sá að við verðum hluti af stórri pólitískri heild sem stendur vörð um frið, frelsi, mannréttindi og umhverfið. En við græðum líka beinharða peninga. Himnasælan biður hins vegar síðari tíma.
(Upprunalega birt í Iðnaðarblaðinu)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 21:09
Bjarni Ben heldur að engin meining sé að baki ESB-umsókn!
Í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun hélt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins því fram að ísland ,,meini ekkert" með umsókninni að ESB.
Meinar Bjarni virkilega það sem hann er að segja? Meinar hann að Samfylkingin meini ekkert með Evrópustefnu sinni, en flokkurinn er sá eini sem er með Evrópustefnu á Íslandi.
Hverskonar "sagnfræði" er Bjarni að reyna að búa til? Að umsókninni hafi bara verið hent inn í hálfkæringi? Eyjan er með frétt um þetta.
7.11.2010 | 20:49
Færeyjar: Vilja ekki í ESB, en eru í raun með Evru
Færeyski stjórnmálamaðurinn Högni Hoydal var gestur í Silfri Egils í dag og átti þar áhugavert spjall við Egil Helgason. Horfa má á viðtalið hér.
Færeyjar eru ekki í ESB, þó landið sé í sambandi við Danmörku (er með heimastjórn). Heldur ekki í EFTA, m.a. vegna þess að Sviss er á mót því.
Hann viðraði m.a. hugmynd um sameiginlegt bandalag Norðmanna, Íslands, Færeyja og Grænlands. M.a. vegna þess að þetta eru lönd sem byggi afkomu sína á náttúruauðlindum.
Það má hinsvegar gagnrýna þessa hugmynd Högna, ekki síst vegna þess að t.d. hér á Íslandi hafa tekjur í þjónustugreinum og ferðamannaiðnaði aukist verulega og "mynstrið" þvú breyst.
Sjávarútvegur á Íslandi stendur fyrir um 6% af þjóðarframleiðslu hér á Íslandi, en í kringum sjávarútveg skapast síðan margvísleg hliðaráhrif.
Vera má að Ísland og Færeyjar séu líkar þjóðir að mörgu leyti, en það sem skilur á milli í efnahagslegu tilliti eru m.a. gjaldmiðilsmálin. Færeyjar eru jú með danska krónu og hún er jú beintengd Evrunni. Færeyingar eru því með stöðugan gjaldmiðil.
Það sést kannski best í vaxta og verðbólgutölum, sem eru mun lægri í Færeyjum en hér. Viðskiptablaðið skrifaði m.a um þetta hér (á sínum tíma).
Hér má t.d. skoða verðbólgutölur hjá Hagstofu Færeyja og bera saman við Ísland á www.hagstofa.is
Hér má svo lesa skýrslu frá 2007 um hlutdeild sjávarútvegsins hér á Íslandi.
Bendum einnig á eldri frétt um Færeyjar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2010 | 16:40
Útvarp Saga og ESB: Nei eða Já?
Almenningur er sífellt að auglýsa eftir og biðja um, UMRÆÐU, um ESB-málið.
Á Útvarpi Sögu er að finna þáttinn ESB: Nei eða Já. Þar eru Evrópumálin rædd og stjórnað af Frosta Sigurjónssyni og Andrési Jónssyni.
Hér má heyra nýjasta þáttinn en ÚS hefur byggt upp netsvæði sitt, þannig að nú er hægt að hlusta á þættina hjá þeim.
Gestir í þessum þætti voru Anna Margrét Guðjónsdóttir og Páll Vilhjálmsson.
Eldri þætti má nálgast hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 16:08
Bendikt Jóhannesson í Iðnaðarblaðinu og á www.heimur.is
Á vef Sterkara íslands má lesa:
Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er bandalag um viðskipti og innbyrðis samskipti. Markmiðið er að efla viðskipti milli landa álfunnar, þannig að þau verði svo háð hvert öðru, að innbyrðis stríð sé óhugsandi. Reynslan hefur sýnt að eftir að Efnahagsbandalagið, sem var forveri Evrópusambandsins, hefur einmitt það gerst sem stofnendur vildu: Frjáls viðskipti hafa vaxið þannig að nú eru þau regla en ekki undantekning. Það sem meira er: Friður hefur haldist í 65 ár.
Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, m.a. í nýjasta tölublað Iðnaðarblaðsins.
Verðbólgan verður minni og sveiflur í efnahag meiri. Í stað þess að hafa mynt sem selst á helmingi af opinberu verði erlendis fengjum við alvörugjaldmiðil sem allir vilja.
Greinina má lesa í heild sinni í Iðnaðarblaðinu.
Annar pistill sem við viljum vekja athygli á er á www.heimur.is og þar skrifar Benedikt:
,,Ég sé að Ögmundi líst ekki á það ef Ísland er í aðlögun að ES. Jón Bjarnasyni líst ekki á það heldur og Mogginn hræðir okkur með því á hverjum degi. Ég man hins vegar eftir því að Davíð Oddsson fræddi okkur á því á sínum tíma að ein reglugerð eða lagasetning hefði komi frá Evrópusambandinu á dag allt frá því að við gengum í Evrópska efnahagssvæðið. Ég reikna með því að það hafi haldið áfram og hafi ekki verið bundið við stjórnartíð Davíðs.
Enginn spyr um það í hverju aðlögunin er fólgin. Ég sá að Ásmundur Einar Daðason sagði það í sjónvarpinu um daginn að mestur hluti af þessari aðlögun væri ágætur. En hann vildi ekki hrinda breytingunum í framkvæmd vegna þess að þær kæmu frá Evrópu. Hann sjálfur mun hafa lagt til að Íslendingar tækju upp fríverslun við Bandaríkin.
Allt er betra en Evrópa."
Og síðar segir Benedikt: ,,Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, var spurður um það þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu hvort Maltverjar hefðu ekki þurft að fara í aðlögun áður en þeir gengu í Evrópusambandið.
Borg kvað það satt vera. Sérstaklega hefði margt þurft að laga í landbúnaði. Þeir hefðu ákveðið að skoða vandlega hvað það væri sem helst væri að og byrjað á breytingum sem blasti við að þeir þyrftu að gera hvort sem þeir færi í ES eða ekki. Það voru býsna mörg atriði. Landbúnaður er lítill hjá okkur, sagði Borg, eitthvað milli eitt og tvö prósent af vergri landsframleiðslu, en það var mjög margt að. Þess vegna var þetta kærkomið tækifæri til þess að breyta hlutunum, hvernig sem aðildarumsóknin færi.
Á Íslandi vita starfsmenn Landbúnaðarráðuneytisins ekki um hvað aðlögunin snýst, því að ráðherrann hefur bannað þeim að kynna sér það. Öld upplýsingarinnar er ekki runnin upp hjá Jóni Bjarnasyni.
En væri ekki rétt hjá Jóni og rifja upp sögu sem hann þekkir örugglega um kerlinguna sem datt niður stigann og lærbrotnaði? Þegar hún var lent sagði hún: Ég ætlaði ofan hvort eð var.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er talað um að nauðsynlegt sé að bæta stjórnkerfið á Íslandi. Stjórnsýslan sé ein af meinsemdum þjóðfélagsins og nauðsynlegt sé að bæta hana. Nú býðst Evrópusambandið til þess að gefa okkur fjóra til fimm milljarða króna til þess að sníða ýmsa ágalla af. Einmitt það sem við þurfum að gera. Við megum velja hvað við lögum fyrst. En á Íslandi er besti heimur allra heima og fulltrúar VG vilja engu breyta. Þó að það sé til bóta viljum við það ekki ef það er líka í Evrópu.
Hvers vegna vilja íslenskir bændur vera áfram í vernduðu umhverfi? Landbúnaðarforystan vill ekki láta breyta stjórnkerfi landbúnaðarins vegna þess að þá missir hún spón úr aski sínum. Ekki bændastéttin heldur forystan."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 16:02
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Sterkara Ísland
6.11.2010 | 19:30
Fréttablaðið um IPA-styrki ESB
Fréttablaðið birti í dag góða heilsíðufréttaskýringu um svokallað IPA-styrki, sem standa Íslandi til boða vegna aðildarumsóknarinnar að ESB. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa allir ráðherrar Samfylkingar ákveðið að nýta sér þessa styrki, en ráðherrar VG hafa ýmist neitað (Jón Bjarnason) eða eruð með málið í bið (t.d. Ögmundur Jónasson, sem hefur sagt þetta vera ,,sérlega ógeðfellt" og hefur hann líkt þessu við mútur). En hvað eru IPA-styrkir?
,,IPA-styrkir eiga að auðvelda umsóknarríkjum samvinnu við ýmis verkefni, svo sem milli sérfræðinga og opinberra starfsmanna. Meðal annars milli stofnana umsóknarríkisins og evrópskra stofnana svo sem Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, Fjárfestingabanka Evrópu og Evrópska seðlabankans. Að bæta eða mynda getu fjárhagsstofnana umsóknarríkisins.
IPA-styrkir eiga einnig að stuðla að umræðu í samfélaginu, sem er hluti af áðurnefndu markmiði um þróun borgaralegs samfélags. Í því felst að stutt er við frumkvæðisrétt almennra borgara (e: civic initiative). Einnig á að styrkja fólk til að heimsækja stofnanir ESB til að bera saman bækurnar, auka þekkingu og ræða um góðar venjur, væntanlega í stjórnsýslu. Þá er minnst á styrki til borgaralegra samtaka." Heimild FRBL er heimasíða ESB um stækkunarmál.
Í Fréttaskýringunni segir: ,,Utanríkisráðuneytið segir að meginhluti aðstoðarinnar verði nýttur í að styrkja íslenska stjórnsýslu, svo hún sé í stakk búin til að takast á við aðild að ESB, en íslensk stjórnsýsla þykir ekki sérlega burðug um þessar mundir, eins og lesa má í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Með styrkjum og sérfræðiaðstoð á meðal annars að efla faglega áætlanagerð til lengri tíma séð. Fram kemur í samningsramma ESB og Íslands að íslensk stjórnsýsla þurfi að starfa vel og vera stöðug, byggð á skilvirku og óhlutdrægu opinberu kerfi og sjálfstæðu og skilvirku dómskerfi. Þar er og minnst á innlenda hagsmunaárekstra, en framkvæmdastjórn ESB hefur gert þá að umræðuefni, í ljósi smæðar íslenska kerfisins og náinna tengsla viðskipta- og stjórnmálalífs."
Og síðar segir: ,,Sérstaklega þarf að undirbúa stjórnsýsluna fyrir þátttöku í atvinnu- og byggðaþróunarsjóði ESB. Gera skal áætlun um að styrkja verkefni á öllu landinu. Þá á að undirbúa þátttöku í félags- og vinnumarkaðssjóði ESB, gera áætlun um að styrkja verkefni til að "efla íslenskan vinnumarkað og vinna gegn atvinnuleysi", segir ráðuneytið. Í þessu felast ýmsar aðgerðir til að draga úr brottfalli úr skóla og mennta ófaglærða á vinnumarkaði.
Þetta markmið byggir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga 2007, segir ráðuneytið, enda sé leitast við að tengja IPA-styrkina við "viðfangsefni og vandamál sem eru á döfinni óháð ESB-aðild"..."Utanríkisráðuneytið bendir á að IPA snúist að miklu leyti um sérfræðiaðstoð. Títtnefnt meirihlutaálit (Utanríkismálanefndar Alþingis, innskot, ES-blogg) gangi út frá því "að íslensk stjórnvöld myndu hafa sér til halds og trausts erlenda ráðgjafa sem hafa reynslu á þessu sviði [...
] Af þessu verður ekki annað ráðið en að ljóst hafi verið að leitað yrði eftir sérfræðiaðstoð erlendra aðila í umsóknarferlinu og beinlínis til þess ætlast"."
Lesa má alla fréttaskýringuna hér (Mynd:DV)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir