Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Ólafur Stephensen nýr ritstjóri Fréttablađsins

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, fyrsti formađur Evrópusamtakanna, hefur veriđ ráđinn ritstjóri Fréttablađsins. Eins og kunnugt er var Ólafi sagt upp störfum sem ritstjóra Morgunblađsins fyrir um hálfu ári síđan, vegna ţess ađ skođanir hans og nýrra eigenda á Evrópumálum fóru ekki saman.

Sem kunnugt er hefur Morgunblađiđ tekiđ U-beygju í Evrópumálum eftir tilkomu Davíđs Oddssonar og Haraldar Jóhannesonar og berst nú hatrammlega gegn ađild.

Evrópusamtökin óska Ólafi til hamingju međ nýtt starf og óska honum velfarnađar í ţví.


Loksins: ESB mćlir međ viđrćđum!

ebs-flagga,,Framkvćmdastjórn Evrópusambandsins mćlir međ ţví viđ leiđtoga sambandins ađ hafnar verđi viđrćđur viđ Íslendinga um ađild ađ sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrđi ađildar en verđi ađ breyta löggjöf sinni varđandi sjávarútveg, landbúnađ og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé ađ bankarnir hafi veriđ einkavinavćddir á sínum tíma."

Svo hefst frétt á www.visir.is. Evrópusamtökin fagna ţví ađ ţetta ferli sé loksins ađ hefjast. Í lok mars verđur ţessi tillaga ađ öllum líkindum samţykkt og í framhaldi af ţví hefjast svo hinar eiginlegu samningavirćđur Íslands og ESB. Ţeim lýkur međ vćntanlegum ađildarsamningi, sem gengiđ verđur til ţjóđaratkvćđis um.

Hér eru ýmsar fréttir sem tengast málinu:

http://frettir.ruv.is/frett/ossur-segir-esb-vilja-island

http://frettir.ruv.is/frett/ymsu-tharf-ad-breyta-fyrir-inngongu

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/24/islenska_yrdi_opinbert_esb_mal/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/24/island_vel_undir_adild_buid/

Eyjan

Eyjan 2

Pressan


Enn um krónuna...

KrónurJón Kaldal, ritstjóri Fréttablađsins skrifar leiđara um gjalmiđilsmál okka Íslendinga í gćr. Ţar segir hann m.a.:

,,Nánast hvert einasta heimili og fyrirtćki landsins hefur orđiđ fyrir verulegum búsifjum af völdum ţessa minnsta sjálfstćđa gjaldmiđils heims. Bćđi ţau sem eru međ verđtryggđ lán og hin sem skulda í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verđbólgan hlađiđ stórfelldri og óafturkrćfri hćkkun á höfuđstóli lána. Í ţví síđara hafa í mörgum tilfellum skuldir og afborganir tvöfaldast.

Krónan er sérstakt fyrirbrigđi međal gjaldmiđla heimsins ađ öđru leyti en ađ vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvćr myntir. Annars vegar óverđtryggđa krónan, sem kemur inn á launareikningana okkar, og hins vegar verđtryggđa krónan, sem hvílir á húsakynnum okkar og hćkkar í takt viđ verđbólguna ólíkt hinni."

Lesa má leiđarann hér


Sagan segir sína sögu!

Fransico FrancoFróđlegt er ađ líta á stöđu ţeirra ríkja, sem er mest talađ um innan ESB um ţessar mundir vegna ţess sem sumir kalla veikleika Evrunnar. Sagan getur sagt okkur margt:

Grikkland:  Gekk í ESB áriđ 1981, átta árum eftir ađ herforingjastjórn landsins lćtur af völdum. Lýđrćđi er komiđ á ađ nýju. Borgarastriđ geisađi á Grikklandi frá 1946-1949, en í ţví létust um 20.000 manns. Ţađ er ţví í raun mjög stuttur tími liđinn frá ţví lýđrćđiđ sigrađi á Grikklandi.

Spánn og Portúgal: Gengu í ESB áriđ 1986. Bćđi ríkin höfđu haft einsrćđisstjórnir, Spánn alveg frá 1939-1975, eđa 36 ár, eđa ţar til Juan Carlos tók viđ og fćrđi landiđ til lýđrćđis. Í Portúgal á líka langa sögu alrćđis, eđa frá 1932-1974, eđa ţar til lýđrćđisöflin  náđu yfirhöndinni.

Ítalía: Á sennilega skrautlegasta "stjórnmálaferil" ţessara landa, en eftir fall fasistaleiđtogans Mussolinis og stjórnar hans í lok seinni heimsstyrjaldar, hafa hátt í 40 ríkisstjórnir veriđ viđ völd í landinu. Ítalía er eitt ţeirra ríkja sem stofnađi ţađ sem nú er ESB.

Írland: Var eitt af fátćkustu ríkjum Evrópu áriđ 1973, ţegar landiđ gekk í Evrópubandalagiđ, forvera Evrópusambandsins.  Viđ inngöngu var Írland vanţróađ landbúnađarsvćđi, en var áriđ 2008 í 31.sćti hvađ varđar ţjóđarframleiđslu (samkvćmt lista Alţjóđabankans.) Ísland var í 99. sćti, Spánn í ţví 10., Grikkland í 27. sćti, Portúgal í 35.sćti og Ítalía í ţví sjöunda.

Af ţessu má ţví ráđa ađ öll ríkin hafa annađhvort veriđ ađ brjótast undan: a) alrćđi eđa b)fátćkt, nema hvort tveggja sé!


Krónan,Krónan,Krónan,Krónan!

NautaatStyrmir Gunnarsson, fyrrum-Moggaritstjóri, tók viđ um helgina, ţar sem Davíđ Oddssonlét stađar numiđ í Reykjavíkurbréfi í byrjun mánađarins. En ţá var DO ađ berja á Evrunni. SG tekur s.s. viđ keflinu um helgina og finnur Evrunni allt til foráttu. Viđ Íslendingar séum svo ljónheppnir ađ hafa gömlu verđtryggđu krónuna, ađ hér hreinlega blómstri allur rekstur, sama hvort ţađ er fiskur eđa ađ flytja ferđamenn til ađ skođa Gullfoss, Geysi og bađa sig í Bláa Lóninu. Viđ lestur pistils Styrmis má ţví ráđa ađ viđ Íslendingar séum lukkunnar pamfílar ađ hafa krónuna.

  

Krónu, sem sökk eins og steinn ţegar bankahruniđ skall á og tvöfaldađi (ađ minnsta kosti) allar erlendar skuldir lands og ţjóđar! Krónu, sem menn voru ađ leika sér međ rétt eins og Matador-peninga fyrir hrun, taka stöđu međ eđa á móti o.s.frv. Og fyrir ţetta borgar almenningur brúsann, ,,Nonni á móti” međ gjaldeyrislániđ á ,,Landkrísernum”, sem fór úr 6 milljónum í 12! Svona eins og hendi vćri veifađ! ,,Sigga og Matti,” en gjaldeyristryggđa húsnćđislániđ ţeirra er komiđ yfir 100 milljónir, úr 45!

  

Styrmi ţykir greinilega sú króna sem sökkti okkur fyrst, nú vera bjarghringurinn. Og Evran er rót alls ills ţar sem hún er notuđ, atvinnuleysiđ á Spáni er t.d. allt henni ađ kenna samkvćmt SG. En hann tekur t.d. ekki međ inn í reikninginn ađ reglur varđandi brottrekstur eđa uppsagnir á vinnumarkađi eru mjög strangar ţar og eru m.a.undirrót ţess mikla atvinnuleysis sem ţar ríkir. Nei, ţađ verđur ađ hafa skýringarnar einfaldar!

  

En hvađ međ gjaldmiđil til FRAMTÍĐAR? Styrmir segir ekkert um ţađ, ţađ er núiđ sem gildir. Ćtlum viđ Íslendingar ađ halda áfram ađ halda úti minnsta sjálfstćđa gjaldmiđli heims? Berja okkur á brjóst ađ hćtti víkinga, slá hnefum í borđ og segja; ,,Sjálfstćđ skal krónan vera, hvađ sem raular og tautar!” Er krónan virkilega ađ mati Styrmis sá gjaldmiđill sem íslenskt efnahagslíf og  fyrirtćki eiga ađ byggja á til framtíđar, gera sína rekstraráćtlanir á o.s.frv.?

  

Eđa er t.d. eitthvađ sem segir ađ fyrri hegđun geti ekki endurtekiđ sig hér á landi? Viđ erum nefnilega svolítiđ gjörn á ađ gleyma, mannskepnan! Og er íslenskur Seđlabanki sá bakhjarl sem er bestur? Hvađ gerđist hér? Hvernig virkađi sjálfstćđi íslenski Seđlabankinn ţegar á reyndi? Var ekki harla lítil virkni í bremsuborđunum?

  

Bankakerfiđ, sem spratt upp úr afbeislun ţess gamla, óx eins og naut á sterum,varđ ađ jötni sem ekki var ráđiđ viđ og sprakk svo ađ lokum međ miklu dúndri! Hefđi ţetta gerst međ sterkari gjaldmiđli og Seđlabanka Evrópu sem bakhjarl? Ţađ vantađi allavega slatta af monní til ađ geta bakkađ upp allt drasliđ, ekki satt! Enda fór sem fór.

  Rétt eins og nautiđ sér rautt í hringnum hjá Matadornum, sér Styrmir rautt ţegar hann sér Evruna. Hann og Davíđ.  

 


Svanborg um umhverfismál á STERKARA ÍSLAND

Svanborg SigmarsdóttirSvanborg Sigmarsdóttir skrifar áhugaverđan pistil á STERKARA ÍSLAND um umhverfismál og ESB. Hún segir m.a.:

,,Ég er reyndar á ţeirri skođun ađ ćstustu stuđningsmenn ađildar ćttu ađ vera umhverfissinnar – sérstaklega ţeir sem huga ađ umhverfisvernd í stóru samhengi en ekki í ţrengra samhengi náttúruverndar.  Ef tala má um Lissabon sáttmálann sem “stjórnarskrá” ESB, ţá hefur ţar langţráđur draumur umhverfissinna rćst, ţar sem mikilvćgi umhverfismála er áréttađ međ afar skýrum hćtti. Umhverfisvernd orđin stjórnarskrárvarin ef svo má segja. Enda evrópskir (sérstaklega miđ-evrópskir) grćningjar međal sambandsins dyggustu stuđningsmanna."

Restin er hér


Af stórhćttulegu ESB og pasta

PastaGrímur Atlason, sveitastjóri, skrifar skemmtilega fćrslu á blogg sitt um Evrópumál. Ţar segir hann frá manni nokkrum sem er andstćđingur ESB og vill banna innflutning á pasta!

Lesiđ: http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2010/02/19/bonnum-pasta/


Enn af Grikkjum - SVD

Carl B HamiltonÓhćtt er ađ segja ađ Grikkland sé í ,,fókus" um ţessar mundir og margir sem leggja orđ í belg. Carl B. Hamilton, formađur viđskiptanefndar sćnska ţingsins og Olle Schmidt, ţingmađur á Evrópuţinginu skrifa grein í Sćnska dagblađiđ (SVD), en báđir eru félagar i sćnska Ţjóđarflokknum. Ţar segja ţeir m.a.:

,,Ekki er hćgt ađ skella skuldinni vegna vandamála Grikklands á Evruna. Léleg stýring á fjármálum hins opinbera leiđir til vandrćđa, skiptir ekki máli um hvađa gjaldmiđil er ađ rćđa. Ef Evran vćri ekki til stađar vćru vandamálin enn verri. Ţá vćrum viđ ađ glíma viđ spámennsku og gengisfellingar um 20 gjaldmiđla, til ţess ađ auka samkeppnishćfni ţeirra. Fjármál hins opinbera vćru ennţá verri. Ţrátt fyrir sína galla hefur ,,stöđugleikapakkinn" hjá ESB leitt til meira ađhalds í opinberum fjármálum."


Af ESB og flengingum

RassskellingŢađ virđist vera í tísku núna hér á Íslandi ađ tala um Grikki og erfiđleika ţeirra. Og stundum er nćstum eins og hlakki í mönnum vegna ţess ađ ţađ hrikti nú í Evrunni.

Eitt nýjasta dćmiđ um slíkt er frétt um Grikkland sem birtist á www.visir.is í dag og er skrifuđ af Óla Tynes. Undir fyrirsögninni Evrópusambandiđ flengir Grikki. Fréttin er nánast bein ţýđing á frétt eftir blađamanninn Ambrose Evans-Pritchard. Sá skrifar oft um ESB og er tónninn í skrifum hans yfirleitt neikvćđur. Bloggarar hér á landi sem nánast hata ESB eins og pestina vitna oft í hann.

Viđ lestur ţýđingar Óla Tynes fćr lesandinn ţá tilfinningu ađ nú ćtli ESB sko ađ sýna ţessum vandrćđagemlingum í Grikkandi í tvo heimana, flengja ţá og hvađeina, ,,ekki sleppa ţeim af króknum,“ gera ţá ađ kotbýlingum í ESB o.s.frv.

Engin tilraun er gerđ, hvorki í grein AEP eđa ÓT til ţess ađ greina frá hinu raunverulega vandamáli Grikkja, sem er t.d. óheiđarleiki og yfirhylmingar gagnvart ESB, ,,fegrun“ á tölum um opinberan efnahag landsins og svo framvegis.

Ţá segir orđrétt í frétt/ţýđingu Óla Tynes; ,, Evrópusambandiđ neitar enn ađ upplýsa á hvern hátt ţađ gćti hugsanlega komiđ Grikklandi til ađstođar.“ Í frétt Daily Telegraph segir: ,, The EU has still refused to reveal details of how it might help Greece raise €30bn (Ł26bn) from global debt markets by the end of June.” Hér sleppir ÓT mjög mikilvćgu orđi, sem er ,,smáatriđi” eđa ,,details”.

Er ţađ ekki eđlilegt ađ ESB neiti ađ gefa upp smáatriđ í ţeirri áćtlun ađ ađstođa Grikkland í ađ afla 30 milljarđa Evra á alţjóđlegum fjármálamörkuđum fyrir lok júní á ţessu ári? Kannski er máliđ bara ekki klárađ, enda enginn smá-pakki á ferđinni!

En sé frétt ÓT lesin má hinsvegar skilja ađ hiđ vonda ESB segi bara nei,nei,nei um ţađ hvernig ţađ ćtli ađ ađstođa ESB!Annađ í sambandi viđ Grikkland og vandrćđi landsins er sú stađreynd ađ Grikkland hefur ekki lagt fram formlega beiđni til ESB um hjálp!

Núverandi (og ný) ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi er stađráđin í ţví ađ glíma viđ sín vandamál, sem hún fékk í arf frá fyrri stjórn (hljómar ţetta ekki kunnuglega?). Ţađ má sjá og heyra af samtölum viđ gríska ráđmenn á alţjóđlegum sjónvarpsstöđvum.

Evrópuumrćđan á Íslandi ţarf ađ vera upplýst og góđ.

Eldri umfjöllun um Grikkland


Mćlt međ viđrćđum Íslands og ESB

Jóhanna-BarrosoFram hefur komiđ í fréttum í dag ađ framkvćmdastjórn ESB hyggst mćla međ ţví á fundi í lok nćstu viku ađ hafnar verđi ađildarviđrćđur viđ Ísland. Ţá sendir ESB frá sér álit, ţar sem mćlt er međ viđrćđum Frá ţessu er m.a. sagt á www.ruv. og www.mbl.is 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband