Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
5.7.2010 | 16:37
Belgar við stýrið á ESB
Belgar tóku við "stýrinu" á ESB um síðustu mánaðarmót, af Spánverjum. Hér er "dagskrá" Belga, ein eitt af því sem þeir stefna á að ná í gegn er sameiginlegt evrópskt einkaleyfi (patent).
Um slíkt hefur verið rætt um lengi, en þetta myndi þýða að þar væri nóg fyrir fyrirtæki að fá einkaleyfi í einu ESB-landi, þá þyrfti það ekki að sækja um í öllum hinum. Þetta gæti því sparað fyrirtækjum umtalsverðan kostnað.
Enn hefur ekki tekist að stofna ríkisstjórn í Belgíu eftir síðustu kosningar, en það kemur þó ekki í veg fyrir að landið taki við formennsku ESB.
5.7.2010 | 07:16
Mikill skortur á upplýsingu um ESB
Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúps eru um 60% þjóðarinnar á móti aðild að ESB, en 25% vilja aðild. Um 14% eru óákveðnir. RÚV birti frétt um málið og í henni sagði m.a. :
"Minnstur er áhuginn hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt nýju könnuninni og í báðum flokkum eru þrír af hverjum fjórum á móti aðild. Heldur fleiri eru hlynnt aðild í kjósendahópi Vinstri grænna þó andstaðan sé þar afgerandi. Þveröfug hlutföll birtast hjá Samfylkingarmönnum þar sem tæp 70% eru ákveðið hlynnt aðild.
Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.
Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildarþáttum í útvarpi og sjónvarpi." (Leturbreyting - ES blogg)
Því er ekki úr vegi að benda á þetta, hér er margt ágætt að finna.
http://www.ruv.is/flokkar/stjornmal/evropusambandid
Hlaðvarp: http://www.ruv.is/podcast (leitið að "Ísland og Evrópusambandið")
www.evropa.is (Greinar um Evrópumál frá Evrópusamtökunum)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 06:35
Sænskir bændasynir sleppa við herskyldu
Nú geta sænskir bændasynir andað léttar, því í framtíðinni munu þeir sleppa við herskyldu! Sem og synir sænskra málara, leigubilstjóra, flugmanna og lækna!
Að öllu gríni slepptu, hversvegna? Jú, herskylda var afnumin í landinu í síðustu viku. Þetta samkvæmt ákvörðun sem sænska þingið tók í fyrra.
Herskylda var ráðandi í Svíþjóð frá árinu 1904, en frá og með nú geta sænskir ríkisborgarar, eldri en 18 ára, sótt um að gegna herþjónustu, vilji þeir það.
Sænski herinn er lítill á alþjóðavísu, alls um 27000 manns, þar af 8500 sem voru í herskyldu (árið 2007).
Svíar taka þátt í allskyns alþjóðaverkefnum í dag, í fjölmörgum löndum og landssvæðum, m.a. í Kosovo, Indlandi og Pakistan, Afganistan, Mið-austurlöndum, Súdan og Sómalíu.
Á heimasíðu sænska hersins segir að verkefni hans séu fyrst og fremst til þess að skapa frið og halda friði.
Þarmeð fækkar þeim herjum um einn í Evrópu, sem eru með herskyldu!
Grein í SVD um afnám herskyldunnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 21:13
Af hverju Evrur?
Afar athyglisverð frétt birtist á vef Viðskiptablaðsins í fyrradag, en þar kemur fram að Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV), hafi hagnast um tæpan milljarð í fyrra.
Það kemur einnig fram að VSV hafi nýtt sér heimild til þess að gera upp í Evrum og sá hluti fréttarinnar er einkar áhugaverður, en þar segir:
"Aðalfundur samþykkti nú að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum. Eigið fé VSV var tæplega 30 milljónir evra í lok árs 2009 og eiginfjárhlutfall tæp 33%. Ef sömu reikningar félagsins hefðu verið færðir í íslenskum krónum væri eigið fé þess neikvætt um 872 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið neikvætt um 8,7%.
Í tilkynningunni segir einnig: Nær allar tekjur VSV eru í erlendum myntum og skuldir sömuleiðis. Staða og afkoma VSV er því skólabókardæmi sem álitsgjafar og skoðanahönnuðir í opinberri umræðu um skuldastöðu sjávarútvegsins geta velt vöngum yfir og vonandi dregið nokkurn lærdóm af, kæri þeir sig um."
(Leturbreyting:ES-blogg)
Í framhaldi af þessu vakna spurningar:
1) Af hverju velur íslenskt útgerðarfyrirtæki að gera upp í Evrum, í stað krónunnar?
2) Hvaða lærdóm má draga af þessu?
3) Ber þetta vott um traust VSV gagnvart krónunni?
Svari þeir sem svara vilja....
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2010 | 20:35
Matvælaverð á Íslandi 4% lægra en í Evrópu?
Hún er nokkuð athyglisverð umræðan um könnun Eurostat á matvælaverði í Evrópu. Niðurstaða hennar var sú að Ísland væri aðeins 4% dýrara en meðaltal Evrópu. En það er hængur á, eins og segir í ágætri bloggfærslu Hjámtýrs V. Heiðdals, kvikmyndaverðamanns:
"Ríkisútvarpið segir að könnun Hagstofunnar sýni að íslenska matarkarfan hafi lækkað um 60% og sé einungis 4% dýrari en í ESB að meðaltali.
Þetta hafa andstæðingar ESB gripið á lofti og bætt í vopnabúr sitt. Sem er yfirfullt af röksemdum um hversu ESB sé vondur kostur fyrir okkur Íslendinga.
Við lestur fréttarinnar kemur fram að Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengi krónunnar miðað við evru..
Þetta segir okkur sem sagt að ef við fáum laun okkar í evrum þá getum við hoppað alsæl út í búð og keypt það sem okkur listir.
En hinn venjulegi Íslendingur fær greitt í krónum (sem er með axalbönd, belti og nálgunarbann) og mjólkurpotturinn hefur heldur betur hækkað í krónum þótt hrap krónunnar gagnvart evru sé þvílíkt að það vegur þyngra.
Erlendir ferðamenn geta því keypt ódýru (og góðu) íslensku mjólkina en ekki venjulegir launaþrælar hér heima.
Við þessa miklu sælu Íslendinga (að geta boðið erlendum gestum ódýrar innlendar vörur) bætist launaskerðing og atvinnumissir að hluta eða að fullu. Sniðught a Izlandi!"
Í framhaldi af þessu má velta upp eftirfarandi: Verð á innfluttum matvælum hefur hækkað um 60% frá 2008, vegna hruns krónunnar. Voru þá ekki matvælin bara næstum ókeypis í landinu?
Íslendingar munu alltaf verða undirseldir sveiflum í verði á innfluttum vörum og bjöguðu verðskyni, eins og t.d. sýnt hefur sig með ,,bensínverðssirkusinn." Þetta fylgir því að hafa jó-jó gjaldmiðil á borð við krónuna.
Sjá krónu gagnvart dal hér
Ps. Önnur áhugaverð færsla Hjálmtýs er hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 09:42
Andi hinnar upplýstu umræðu?
Það er með eindæmum að lesa sumar aðsendar greinar í Morgunblaðinu um Evrópumál. Rangfærslurnar og útúrsnúningarnir eru með ólíkindum.
Eins slík grein birtist í dag og er eftir Gústaf Adolf Skúlason, smáfyrirtækjaeiganda. Grípum niður í grein hans, þar sem hann segir þetta:
"Umsóknarferlið er því ekkert annað en pólitískt spil stórvelda, þar sem tekist er á um Ísland, auðlindir landsins og eigur landsmanna." Og þetta:
"Ríkisstjórnin einblínir svo á inngönguna í ESB-klúbbinn, að orkuauðlindir landsmanna, fiskur hafsins, fyrirtæki og menning duga varla sem aðgangseyrir."
Svo virðist sem Mogganum sé alveg sama þó blaðið birti greinar þar sem sannleikurinn er aukaatriði og menn geta bara sagt það sem þeim dettur í hug!
Þetta virðist vera sá raunveruleiki, sem hið (einu sinni) borgaralega dagblað, Morgunblaðið, ætlar að miðla okkur, þó að um grein einstaklings sé að ræða. Er þetta í anda upplýstrar umræðu?
Ekki kæmi á óvart að það birtust greinar í Morgunblaðinu þar sem staðhæft er að jörðin sé flöt!
Og að lokum, Gústaf: Þú þarft hvorki að vera hræddur um orkuna, fiskinn, eignir þínar eða menningu, Svíar éta enn sínar kjötbollur, Finnar dansa sinn tangó og Þjóðverjar klæðast leðurbuxum!
4.7.2010 | 08:02
Bretar skera - niður!
Bretar berjast við mikinn fjárlagahalla, sem er 11% af þjóðarframleiðslu landsins (væri því um 150 milljarðar hér á Íslandi). Landið er eitt hið skuldugasta í heimi. Segja má að hveitibrauðsdagar David Cameron hafi verið engir.
Breska blaðið The Independent skrifar um þetta í dag og hér má lesa umfjöllun blaðsins. Talað erum allt að 40% niðurskurð hjá sumum ráðuneytum.
3.7.2010 | 21:29
Guðmundur Gunnarsson: Þrælabúðir krónunnar
Guðmundur Gunnarsson er ekkert að skafa af því á Eyjunni er hann skrifar:
"Ekkert land í Evrópu hefur orðið fyrir jafnmiklu kerfistjóni og Ísland, það er vegna hruns krónunnar. Ekkert Evruríki hefur orðið fyrir jafnmiklu tekjutapi og hér, það er vegna hruns krónunnar. Tekjustofnar ríkissjóðs hafi hrunið um tugi prósenta og er í raun stærsta vandamálið sem Alþingi þarf að glíma við. Ísland er rúið efnahagslegu trausti, það er vegna krónunnar.
Ef þjóð býr við stöðuglan gjaldmiðil verður rekstur fyrirtækja og hins opinbera reistur á traustum grunngildum í stöðugu umhverfi og leiðir jafns vaxtar og skapar störf. Þetta blasir við okkur ef við lítum t.d. til Danmerkur, og það er vegna þessa að þjóðir leita inn í ESB og til að tryggja fullveldi sitt. Það rekur engin fyrirtæki til langframa með bókhaldsblekkingum Ebita blekkingum.
Íslenskt atvinnulíf getur ekki endurfjármagnað sig, það er vegna krónunnar. Lönd sem eru með Evru eru ekki í sömu vandræðum. Hvergi á norðurlöndunum eða í vestan-verðri Evrópu hefur kaupmáttur fallið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar.
Vextir hér eru hærri vegna krónunnar. Vextir leiða til hærra verðlags. Óstöðugur gjaldmiðill leiðir til enn hærra verðlags. Það eru aðstæður og skilyrði sem ákvarða hvort fyrirtæki vaxa og dafna. 25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku."
Lesa meira hér
3.7.2010 | 10:19
Árni Þór: Eigum ekki að þagga umræðuna um ESB
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður VG, ritar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Við skulum grípa nokkra mola úr greininni:
"Ísland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykktar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkismálanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðunum. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá framkvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu."
Ennfremur segir:
"Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræðunni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu.
Við myndum núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihlutavilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnarflokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginatriðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá samþykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langrar framtíðar.
Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Þá skrifar Árni:
"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."
Og að lokum segir Árni:
"Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og landbúnaður, eiga að fagna tækifærinu til að takast á um sína hagsmuni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfismál, félagsleg réttindi og gjaldmiðilsmál, verða líka að fá gaumgæfilega umfjöllun.
Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmótun íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efnahagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýðingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök, fjölmiðlar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði.
Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir."
(Mynd: Pressan)
2.7.2010 | 20:31
Siv Friðleifs ósátt við Gunnar Braga og ESB-tillögu hans
Ég er mjög ósammála þeirri tillögu. Ég studdi það á síðasta sumri, í anda samþykktar á flokksþingi okkar, að Ísland sækti um aðild og að þjóðin fái að greiða atkvæði um samninginn. Það var meirihluti fyrir því á þingi í fyrra, en ég veit ekki hvað gerist í haust, sagði Siv í síðdegisútvarpi Rásar 2, en hún var þar ásamt Eyþóri Arnalds, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og félaga í Heimssýn."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir