Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
12.7.2010 | 06:35
Hannes Pétursson og "staksteinninn"
Hannes Pétursson, skáld, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið þann 10. júlí, undir fyrirsögninni Staksteinn. Þar fjallar hann m.a. um það sem hann kallar "blágræna þverpólitík" og á þar við spyrðinguna á hægri og vinstri í andstöðu sinni við ESB. Hannes skrifar m.a.:
"Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi reigingslegi þjóðarmetnaður" sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum." Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 20:50
Liðast EES í sundur?
Fréttablaðið skrifar eftirfarandi:
"Íslendingum verður væntanlega kastað út af Evrópska efnhagssvæðinu verði aðildarumsókn að Evrópusambandinu dregin til baka. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir að best væri fyrir Íslendinga að segja upp EES samningnum ef umsóknin verður dregin til baka."
Og síðar segir ennfemur:
"Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að verði umsóknin dregin til baka muni EES samningurinn rakna upp þar sem Íslendingar uppfylla hann ekki nú þegar vegna gjaldeyrishafta.
Það stendur beinlínis í honum að það sé skylda framkvæmdastjórnar ESB að ef eitthvert ríki uppfyllir ekki samninginn eins og við gerum ekki að einum fjórða hluta til þá beri framkvæmdastjórninni að segja upp þeim hluta samningsins."
Lesa meira hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
10.7.2010 | 18:33
KREPPA!
"Það sem gerðist á Íslandi í október 2008 á sér enga hliðstæðu í heimssögunni. Hið litla efnahagskerfi varð fyrir gríðarlegu áfalli þegar þrír stærstu banka þessu hrundu."
Þannig byrjar tilkynning frá ALDE, sem er bandalag frjálslyndar og demókrata á Evrópuþinginu, en á vegum þeirra verður haldin bókakynning á bókinni KREPPA, sem fjallar um kreppuna á Íslandi.
Það eru þau Diana Wallis, Daniel Gros og Alda Sigmundsdóttir sem skrifa bókina og fer kynningin fram í Evrópuþinginu þann 14. júlí n.k.
Umræðustjórnandi verður Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel og formaður íslensku samninganefndarinnar gagnvart ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 22:07
Morgunbændablaðið lesið við mjaltir?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í viðtali í "sumarhefti" Bændablaðsins og endurtekur þar boðskap sinn um að íslandi sé betur borgið utan ESB og allt heila klabbið sem samþykkt var á landsfundi flokksins. Þar með talið að draga umsóknina að ESB til baka, ef flokkurinn komist til valda.
Það er annars athyglisvert að velta því fyrir sér hvenær formaður þessa flokks birtist í heilsíðuviðtali í Bændablaðinu! Man það einhver?
Mogginn birtir svo frétt um þetta og "krækju" inn á Bændablaðið. Þetta sannar það að blöðin eru í miklu samstarfi, gegn aðild að ESB og eru í raun að bergmála sama áróðurinn.
Mogginn er í einkaeigu, en hverjir eiga Bændablaðið? Hvaðan koma tekjur þess? Hverjir borga eða fjármagna Bændablaðið?? Er skattfé almennings notað til reksturs blaðsins?
Það er ekkert óeðlilegt að spurningar sem þessar vakni í framhaldi af þessu.
Það er líka deginum ljósara hvaða "öxul" er verið að mynda á milli þessara tveggja fjölmiðla og lesenda þeirra.
Það á að TRYGGJA það að skoðanir lesenda þeirra á ESB verði aðeins með einum hætti, og það er að vera á móti aðild og öllu sem tengist ESB!
8.7.2010 | 19:04
DV: Ritskoðun á Mogganum?
DV birti frétt í dag sem hefst svona:"Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hélt því fram á fésbókarsíðu sinni um helgina að könnun sem unnin var fyrir Moggann um skoðanir Íslendinga á Evrópusambandsaðild hefði verið ritskoðuð í meðförum blaðsins."
Í fréttinni er gefið í skyn að spurt hafi verið um aðild að ESB ef hagstæður samningur næðist í sjávarútvegsmálum og að þá hafi um 71% sagst vera fylgjandi aðild.
Það liggur ljóst fyrir að sjávarútvegsmálin verða lykilmálið í samningaviðræðum Íslands og ESB og því óneitanlega mest spennan í kringum þann málaflokk.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.7.2010 | 18:55
Heimilin að gera upp í Evrum? Nei!
Pressan birtir afar athyglisverða frétt í dag og vitnar í viðtal í Viðskiptablaðinu. Þar segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ það vera ,,eðlilegt að nokkur af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins geri upp í erlendri mynt. Tekjur og lán séu í erlendri mynt og sveiflur á gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á skuldir fyrirtækjanna."
Eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópublogginu eru útgerðarfyrirtækin farin að gera upp í Evrum, það er svo mikið hagstæðara, jú vegna þess að þeirra lán og tekjur eru í erlendri mynt, oftar en ekki Evrum.
En hvað með heimilin í landinu, almenning? Er hann bara einhver afgangsstærð, sem á að sitja uppi með krónuna, en um hana segir Friðrik: ,,Krónan hefur sína kosti og galla. Það er hagstjórnin hverju sinni sem ræður því hvernig henni vegnar."
Þetta geta jú allir sagt, en raunveruleikinn hefur löngum verið þessi: Sjávarútveginn vantar meiri tekjur => gengið fellt => almenningur tekur skellinn!
Þetta er ekki heilbrigt!
Einnig segir segir á Pressunni: "Í Viðskiptablaðinu í morgun er sagt frá því að átta af tíu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins eru farin að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt. Þar af gera sex af tíu stærstu fyrirtækjunum upp í evrum."
Í framhaldi af þessu vaknar spurningin: Eru sumir "jafnari" en aðrir á Íslandi?
Hvað með öll hin fyrirtækin áÍslandi, hvað með heimilin, hvað með hagkerfið í heild sinni?
(Mynd: DV)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2010 | 23:09
Á að hoppa á Kína núna?
Blogg þetta hefur margoft auglýst eftir því hvað Nei-sinnar vilja virkilega gera, þegar kemur að samskiptum við útlönd, þ.e.a.s. hin löndin í heiminum!
Evrópusinnar vilja styrkja enn frekar tengsl okkar Íslendinga við Evrópu, sem er jú okkar næsti granni og við Íslendingar erum jú Evrópubúar.
Því vakti það athygli ritara þegar hugmyndir Nei-sinna birtust í MBL í gær. Eigandi hugmyndanna er Eyþór Arnalds, Sjálstæðsmaður, poppari og stjórnarmaður í s.k. Suðurlandsdeild Nei-samtaka Íslands.
Hann ritar s.s. grein í MBL og beitir þar lýðfræðilegri nálgun með spá um samsetningu þjóðanna í Evrópu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Taka ber fram að þetta eru engin algild vísindi, heldur spá um þróun.
Eyþór segir útlitið dökkt í ESB, en gott fyrir Ísland og USA. Hann segir ESB glíma við gjaldmiðilsvanda, "sem sér ekki fyrir endann á." Í framhaldi af þessu er hægt að benda honum á annað land sem gerir slíkt hið sama og er í enn veri málum, nefnilega Ísland, með haftakrónu, sem öll almennileg fyrirtæki reyna að forðast eins og heitan eldinn!
Rúsínan í pylsuendanum er svo þetta:"Tækifæri Íslands liggja í að virkja sjálfstæðið betur og má vel sjá fyrir sér betri samskipti við Bandaríkin, aukin viðskipti við Kína og bein samskipti við lönd eins og Noreg og Þýskaland. Aðild að ESB hefur að mínu viti alltaf verið verri kostur en að standa utan sambandsins."
Utanríkisverslun Íslands við USA er í kringum 20%, eða minna og í sambandi við Kína er athyglisvert að velta fyrir sér tölu: Þangað voru fluttar út vörur fyrir um 11 milljarða árið 2009, en bara til Bretlands voru fluttar út vörur fyrir 63 milljarða á sama tíma.
Gerir Eyþór sér grein fyrir hvað það tæki langan tíma að byggja upp markaði í Kína, eða vill hann fara út í vöruskipti?
Til Noregs var flutt út fyrir 30 milljarða 2009 og Þýskalands fyrir 56 milljarða. Bæði löndin í Evrópu!
Í framhaldi af þessu er eðlilegt að spyrja sig, hvaða markaði og tengsl er best a rækta?
Að auki er margt sem bendir til þess að á komandi árum og áratugum muni Kína snúa sér í auknum mæli að framleiðslu fyrir innanlandsmarkað og verði því minna háð innfluttum vörum.
Allt tal um að Kína sé lausnin fyrir okkur Íslendinga ber því að gaumgæfa vel og skoða í ljósi sögunnar. Viðskipti okkar við Evrópu eiga sér hinsvegar laaaanga sögu!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (138)
7.7.2010 | 08:55
Fordæmalaus sérlausn til handa íslenskum vörubílstjórum
Athyglisverð frétt birtist í Fréttablaðinu í dag, en hún snýr að reglum um hvíldartíma vörubílstjóra. Samkvæmt henni hefur Ísland fengið undanþágu frá þeim reglum, sem gilda um alla Evrópu, eru alltsvo ESB-löggjöf.
Nei-sinnar hamra sífellt á því að ekkert tillit sé tekið til smáþjóða, engar sérlausnir sé að fá, en þetta er einmitt dæmi um hið gagnstæða.
Í fréttinni segir: "Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ákvað að taka málið upp árið 2008 í kjölfar óska frá Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og Starfsgreinasambandinu. Óskaði ráðuneytið eftir undanþágu þar sem aðstæður hér á landi væru að mörgu leyti frábrugðnar því sem gerist á meginlandinu.
Ráðherra segir undanþágur sem þessar fordæmalausar gagnvart öðrum EES-ríkjum og að svo virðist sem að nú sé viðurkennt að á Íslandi séu aðstæður með þeim hætti að réttlætanlegt sé að undanþágur séu gefnar frá aksturs- og hvíldartímareglum." (Leturbreyting, ES-blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2010 | 08:49
Baldur Þórhallsson: Hvað varð um vestræna samvinnu?
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprofessor, skrifar hugleiðingu í Fréttablaðið í gær um vestræna samvinnu og örlög hennar. Baldur skrifar:
"Á kaldastríðsárunum bar vestræn samvinna, sem byggði á grunngildum lýðræðis, mannréttinda og friðar, sigurorð af alræðisstjórnum í Mið- og Austur-Evrópu. Samvinna lýðræðisríkja innan NATO og ESB lagði grunninn að þessum sigri. Samvinna Evrópuþjóða innan Evrópusambandsins hefur í dag tekið við því hlutverki sem vestræn samvinna gegndi svo giftusamlega í um hálfa öld. Samvinna þjóða innan ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, markaðshagkerfis og réttláts ríkisvalds."
6.7.2010 | 21:36
Össur í Króatíu
RÚV greindi frá því að Össur Skarphéðinsson hefði hitt króatíska starfsbróður sinn í dag, sem og forseta Króatíu. M.a. ræddu þeir aðildarmál að ESB, orkumál og fleira:
"Bæði utanríkisráðherra og forseti Króatíu lýstu áhuga á samstarfi við Íslendinga í jarðhitamálum en fyrirhuguð jarðhitaverkefni í Króatíu bjóða upp á talsverða möguleika að nýta íslenska reynslu og þekkingu. Var utanríkisráðherra í dag viðstaddur undirritun samings verkfræðistofunnar Eflu og Energy Institute Hrovje Poža-stofnuninnar um ráðgjöf í jarðhitamálum."
Það er mikið hugvit og þekking í orkubransanum á Íslandi, þar getum við aldeilis látið ljós okkar skína! Um alla Evrópu, ef því er að skipta, því það er víðar hiti í jörðu en bara á Íslandi.
Í þessu felast tækifærin, auknum samskiptum á milli landa!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir