Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
2.7.2010 | 20:20
Fálkinn týnir fjöðrunum!
DV greinir frá því í dag að þungaviktarmenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi sagt sig úr flokknum, eftir hina fordæmislausu niðurstöðu landsfundar flokksins, þar sem samþykkt var að draga beri umsóknina að ESB til baka.
DV skrifar: "Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 63 ára starf með flokknum. Hann staðfestir þetta í samtali við DV og segist hafa sagt sig úr flokknum vegna óánægju með Evrópustefnuna sem samþykkt var á landsfundi flokksins fyrir viku.
Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, hefur einnig sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar samþykktar landsfundarins. Einar telur að samþykkt landsfundarins um að slíta beri viðræðum um aðild Íslands að ESB hreki áhugafólk um Evrópusamstarf úr flokknum og hann verði smám saman jafn stór öðrum hægriflokkum í nágrannalöndunum."
Það fækkar s.s. fjörðum fálkans!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2010 | 20:09
Jónas K. um Evrópu, Evruna og krónuna
Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri, lætur fátt fram hjá sér fara á bloggi sínu. Að undanförnu hefur hann birt slatta af færslum um Evrópumál. Við skulum kíkja á nokkrar þeirra, en Jónas skrifar stuttan og hnitmiðaðan texta. Þetta eru ýmist heilar færslur eða brot:
"Það er von, að við elskum krónuna og hötum evruna. Fall krónunnar minnkaði kaupmátt okkar um þriðjung. Von, að við elskum krónuna og hötum evruna. Fall krónunnar hækkaði verðtryggðar skuldir um 100% og gerði marga gjaldþrota. Von, að við elskum krónuna og hötum evruna. Fall krónunnar er alfa og ómega þeirra vandamála, sem þjóðin hefur við að glíma. Krónan er svo sveigjanleg, segja excel-fræðingar með ástúð í röddinni. Evran hins vegar er afleit, hún hindrar hrun kaupmáttar, hindrar tvöföldun skulda. Tekur vandann af fólki og setur hann á herðar stjórnvalda. Fáheyrt. Það er von, að við hötum evruna."
"Til að bjarga vonlausri þjóð er nauðsynlegt að kalla í Evrópusambandið. Aðild að sambandinu er eina leiðin til að halda Íslandi byggilegu í trássi við þjóðina. Sem ævinlega tekur ranga ákvörðun."
"Flott er, að Evrópusambandið styrkir okkur um meira en milljarð á ári til að laga ónýta stjórnsýslu. Hún hefur ætíð verið í skralli, nánast skrípaleikur. Allt frá því er íslenzkir embættisdurgar vörðust framförum og mannréttindum, er komu frá Danakóngi. Stjórnsýsla Evrópusambandsins er gróin í góðum hefðum Frakklands og Þýzkalands. Hef kynnst henni, hún er vönduð og öguð. Sérlega ógeðfellt er að heyra Ögmund Jónasson þjóðrembing kvarta yfir þróunaraðstoð Evrópusambandsins."
"Fjöldi manna hér á landi trúir, að evran og Evrópusambandið séu á fallanda fæti. Mikla fyrir sér fréttir af vandræðum Grikklands og vantrausti manna á greiðslugetu nokkurra fleiri ríkja. Þetta eru ríki, sem voru sárafátæk, áður en þau fengu inngöngu. Voru óvön lífsgæðum sambandsins og ætluðu sér um of. Eru því í erfiðleikum eins og ýmis ríki utan Evrópusambandsins. Kjarni sambandsins í Þýzkalandi og Frakklandi, Belgíu og Hollandi er í góðum málum. Engin ástæða er að ætla, að Evrópusambandið lendi í erfiðleikum af okkar tagi. Engin ragnarök eru fyrirsjáanleg í Evrópu, þótt Grikkland sé í vanda."
2.7.2010 | 19:36
Ályktun Sjálfstæðra Evrópumanna frá 30. júní
Almennur fundur Sjálfstæðra Evrópumanna miðvikudaginn 30. júní 2010 samþykkir eftirfarandi ályktun:
Styrkja þarf pólitískan bakhjarl aðildarumsóknar að Evrópusambandinu
Síðar á þessu ári hefjast formlegar samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið um fulla aðild að sambandinu. Mikilvægt er að þjóðin gangi til þeirra viðræðna sem styrkust til þess að tryggja heildarhagsmuni sína. Breið pólitísk samstaða er líklegust til að skila góðri niðurstöðu fyrir Ísland. Þjóðin er nú í alvarlegustu kreppu sem hún hefur lent í á lýðveldistímanum og því skiptir miklu að hún kanni til hlítar allar leiðir sem geta tryggt stöðugleika í framtíðinni.
Því harma Sjálfstæðir Evrópumenn samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál. Hún felur í sér áhrifaleysi flokksins í einhverjum mikilvægustu samningum sem Ísland hefur gengið til á þýðingarmesta tíma samningagerðarinnar. Hún er einnig andstæð þeirri eðlilegu lýðræðiskröfu að fólkið í landinu fái úrslitavald um niðurstöðu málsins.
Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins varaði á sínum tíma við því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna. Sjálfstæðir Evrópumenn taka undir þessa skoðun.
Við svo búið er brýnast að styrkja og breikka svo sem verða má pólitískan bakhjarl aðildarumsóknarinnar til sóknar og varnar íslenskum hagsmunum. Fundurinn felur stjórn samtakanna að vinna að því markmiði með öllum þeim málefnalegu ráðum sem best þykja duga meðan samningaviðræður standa. Endanleg afstaða til aðildar verði síðan tekin þegar ljóst verður hvað í mögulegum samningi felstEvrópumál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 17:13
DV bloggið: Jóhann Hauksson með hvassa færslu!
Og meira úr DV: Jóhann Hauksson, verðlaunablaðamaður, skrifar hörku færslu um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópumálin á blogg sitt. Jóhann er með hvössustu pennum landsins og honum ratar oftar en ekki satt orð í munn.
Jóhann skrifar m.a.:
"Sjálfstæðisflokkurinn hefur stimplað sig út úr vestrænu samstarfi með samþykkt landsfundarins fyrir síðustu helgi um að slíta beri viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.
Forstokkaðir lýðskrumarar innan flokksins hafa með hjálp manna eins og Ögmundar Jónassonar og Ásmundar Daða Einarssonar í ystavinstrinu hjá VG talið meirihluta þjóðarinnar trú um að Evrópusambandið, einkum Hollendingar, Bretar og Svíar, séu helstu óvinir þjóðarinnar.
Þessi vanþekking og þetta lýðskrum er stórhættulegt, ekki aðeins fyrir efnahagslega uppbyggingu heldur öryggi þjóðríkisins.
Lengi hefur verið ljóst, að ríkjandi stjórnmálaflokkar eru nær allir klofnir um grundvallaratriði nútímavæðingar íslensku þjóðarinnar; samvinnuna við aðrar þjóðir, skynsamlega og sjálfbæra nýtingu orkulindanna, upptöku nýs gjaldmiðils og um aukið frelsi og samkeppni í sjávarútvegi.
Í ráðandi armi Sjálfstæðisflokksins líkt og hjá ystavinstrinu í VG lifir fortíðar-, þjóðernis- og einangrunarhyggja. Hún er í eðli sínu er ekkert annað en forstokkuð sérhagsmunagæsla um óbreytt ástand, hvort heldur er í sjávarútvegi eða landbúnaði. Í raun og veru er skemmra á milli sjónarmiða Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar annars vegar og Ögmundar Jónassonar og Ásmundar Daða Einarssonar hins vegar en milli grundvallar stefnumiða jafnaðarmanna og VG í ríkisstjórnarsamstarfinu. Reyndar er það þyngra en tárum taki hversu djúpt ystavinstrið í VG er sokkið í heimsku og barnaskap með rækt sína við þjóðernishyggju og þjónkun við íhaldið."
2.7.2010 | 17:06
DV: Þorgerður sögð heit fyrir nýju hægri-afli
DV skrifar í dag að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé mjög heit fyrir nýju hægri-afli í íslenskum eftir úthýsingu Evrópusinna á síðasta landsfundi, en þá varð öllum ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki bolmagn eða umburðarlyndi til að hafa Evrópumál innanborðs.
Frétt DV er stutt, svo við tökum okkur það bessaleyfi að birta hana alla, vonum að DV fyrirgefi okkur:
"Sjálfstæðismenn hafa af því miklar og rökréttar áhyggjur að klofningur blasi við í framhaldi af því að Evrópusinnar voru reknir út á gaddinn með landsfundarsamþykkt um að aðildarviðræðum við ESB skyldi þegar í stað hætt.
Á fundi Evrópusinna innan flokksins mátti sjá þingkonurnar Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þungbúnar vegna stöðunnar. Ekki er talið ólíklegt að báðar muni þær ganga til liðs við nýtt, frjálslynt stjórnmálaafl ef til kemur.
Ragnheiður þykir vera ólíkindatól og til alls vís. Þorgerður Katrín hefur aftur á móti engu að tapa innan Sjálfstæðisflokksins þar sem frami hennar er á enda. Hermt er að hún sé sjóðheit fyrir því að komast í oddvitastöðu hjá nýju hægraafli."
2.7.2010 | 16:53
Árni Páll: Evran nauðsyn fyrir fjölbreytt atvinnulíf
Árni Páll Árnason, ráðherra félagsmála, ritaði fína grein í Fréttablaðið í gær um gjaldmiðilsmál. Hann segir m.a.:
"Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju?
Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver.
Sumir nefna nú sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 08:57
Eystrasaltslöndin ná sér á strik, Pólland land tækifæra
Í viðskiptahluta sænska dagblaðsins birtist í gær heilsíðugrein um Eystrasaltslöndin og efnahagshorfur þar. Notast er við skýrslu sem Swedbank-bankinn í Svíþjóð gerir á hverju ári, en í henni er einnig að finna umfjöllun um Úkraínu og Noreg.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að það versta sé yfirstaðið fyrir þessi lönd og í það heila spáir skýrslan jákvæðum hagvexti í Eistlandi,Lettlandi og Litháen, sem og Póllandi. Pólland hefur reyndar farið best í gegnum kreppuna og var með jákvæðan hagvöxt undanfarin ár, en bankinn spáir um 3% hagvexti þar á næsta ári.
Aðalhagfræðingur Swedbank, Cecilia Hermansson, bendir á að Pólland sé mjög heppilegt fyrir sænsk fyrirtæki á komandi árum og að þar séu viðskiptatækifæri.
Pólland gekk í ESB árið 2004 og stefnir á að taka upp Evruna 2015,Eistland tekur hana upp um næstu áramót, en Lettland og Litháen stefna á að uppfylla skilyrðin árið 2012 og að upptöku árið 2014.
Skýrslan bendir á að nú sé mikilvægt fyrir löndin að snúa sér að ýmsum efnahagslegum umbótum, bæta viðskiptaumhverfið, sem og að auka samkeppnishæfni sína.
En það er ljóst að svæðið í kringum Eystrasaltið er að ná sér á strik.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2010 | 17:26
Mogginn og Krugman
Mogginn gerir sér (mogga)mat úr blogg nóbelverðlaunahafans Paul Krugman á N.Y.Times, en þar ræðir hann það sem hann kallar sjálfur ,,one of the great economic disaster stories of all time" og á þar við Ísland.
Mogginn tekur bestu bitana úr bloggfærslunni, en í henni segir Krugman ranglega að íslenska krónan ,,hafi verið látin falla" (Iceland devalued its currency massively and imposed capital controls) og sett hafi verið á gjaldeyrishöft.
Málið er að íslenska krónan ,,var ekkert látin falla," hún hreinlega hrundi, af því hún gat ekkert annað!
Fór niður á botn og marar þar (þrátt fyrir smá styrkingu undanfarið) og mun sennilega gera það næstu misseri. Enginn veit jú hvað gerist þegar gjaldeyrishöftunum verður lyft!
Annað sem Mogginn sleppir er inngangurinn í bloggfærslu Krugman. Hann er svona á ensku:
"Iceland is, of course, one of the great economic disaster stories of all time. An economy that produced a decent standard of living for its people was in effect hijacked by a combination of free-market ideology and crony capitalism; one of the papers (pdf) at the conference I just attended in Luxembourg shows that the benefits of the financial bubble went overwhelmingly to a small minority at the top of the income distribution:"
Hér segir Krugman að það sem viðgekkst á Íslandi sé það sem á íslensku gæti kallast ,,skúrka-kapítalismi," í skjóli frjálshyggju. Hann segir einnig að efnahagskerfinu hafi verð ,,rænt" og að gróði góðærisins hafi lent í höndum fámenns hóps einstaklinga. Sjá meira hér.
Þá er það spurningin, hversvegna valdi Mogginn að sleppa fyrstu málsgrein úr bloggfærslu Krugmans? Einhverjar tillögur??
Annars er meginpunktur Krugmans sá að skelli á kreppa, sé best að hafa hana nógu skrambi slæma, svo að ríki..."fari ekki að þiggja ráð af þeim sem vilja halda því fram að því meiri sársauka sem fólk þarf að þola því fyrr batni fólki,..."svo vitnað sé í frétt MBL.
Mogginn telur sjálfsagt að við séum með besta gjaldmiðil í heimi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2010 | 09:22
Matís leiðir fjölþjóðaverkefni - styrkt af ESB. Mikil viðurkenning!
Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum. Talsverður hluti verkefnanna verður unninn á starfsstöðvum Matís á landsbyggðinni, enda byggjast þau meðal annars á góðu samstarfi Matís við fyrirtæki um allt land. Meistara- og doktorsnemendur munu starfa að verkefnunum."
Þetta kemur fram á heimasíðu MATÍS og þar er einnig rætt við Sjöfn Sigurgísladóttir um verkefnin:
"Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, segir að verkefnin tvö og stuðningur ESB við þau séu góð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag og viðurkenning fyrir Matís:
Rannsóknarstyrkir ESB eru afar eftirsóttir og mikil samkeppni er um þá. EcoFishMan hlaut 14 stig af 15 mögulegum í mati fagnefndar ESB, sem er frábær árangur og skilaði verkefninu í hús hjá Matís og samstarfsaðilum. Með þessu festum við okkur enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi og svo er auðvitað sérstakur fengur að því fyrir Íslendinga að fá nú verulega fjármuni inn í samfélagið erlendis frá á þessum samdráttar- og niðurskurðartímum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir