Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

ESB í gömlu Moggahöllinni með VG!

Gamla MBL-höllinVefmiðillinn Smugan greinir frá því, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að sendiskrifstofa ESB hafi tekið húsnæði í gömlu Moggahöllinni (í Aðalstræti, Rvík) til leigu undir starfsemi sína. Og ekki nóg með það, heldur er VG líka með flokksskrifstofur sínar.

Þetta er fyrirtaks lausn fyrir VG. Því styttra í upplýsingar um ESB, því betra fyrir VG. Ekki veitir af!

Hver veit nema VG-liðar verði eins og gráir kettir hjá ESB í Moggahöllinni!

 


Össur um hagsmuni Íslendinga í DV

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, "Utanríkis" skrifar grein í DV um ESB-málið. Hann gerir að umtalsefni þá sérkennilegu tillögu andstæðinga ESB að draga umsóknina til baka. Um þetta segir Össur:

"Tillagan er stórskaðleg fyrir hagsmuni Íslendinga. Hún rýrir orðstír Íslands sem þjóðar, og gæti komið í veg fyrir að Ísland ætti kost að sækja aftur um aðild á næstu áratugum. Hún lokar því mikilvægum björgunarleiðum fyrir íslensku þjóðina. Háskaleikurinn er ekki síður atlaga að afar dýrmætum möguleikum fyrir fyrirtæki, fjölskyldur, að ógleymdu ríkinu, sem kunna að felast í aðild að Evrópusambandinu. Einn þeirra var reifaður af körskum kaupfélagsstjóra í Borgarnesi sem skrifaði á dögunum pistil á Pressuna. Sá vakti þjóðarathygli. Þar bar hann saman kostnaðinn við 20 milljóna króna íbúðarlán á Íslandi, þar sem gjaldmiðillinn er langveikur, og í öðru Evrópulandi. Niðurstaðan var sú, að á 25 árum þyrfti Íslendingurinn að borga 31,6 milljónum meira en Evrópubúinn. Það kostar sem sagt unga Íslendinginn í dæmi kaupfélagsstjórans 105 þúsund krónum meira á mánuði að koma sér upp húsnæði en jafnaldra hans í Evrópu."

Síðan talar Össur um atvinnumál:,, Aðild snýst ekki síst um að skapa ný störf. Í febrúar voru um 15 þúsund manns án atvinnu. Á næstu árum þarf að fjölga störfum um 2–3 þúsund
á ári. Á næstu tíu árum þurfum við því 30–35 þúsund störf til að tryggja að allir hafi atvinnu á Íslandi...Störfin þurfa að verða til í iðnaði, ferðaþjónustu og ekki síst í nýsköpunar- og sprotageiranum. Umhverfi Evrópusambandsins tryggir stöðugt og öflugt rekstrarumhverfi fyrir þessi sólrisufyrirtæki framtíðarinnar, sem þegar í dag skapa fjórðung gjaldeyristeknanna.Tillaga Davíðs og Heimssýnar lokar þessu tækifæri, sem gæti fætt af sér tugþúsundir starfa."

Að lokum snýr Össur sér að gjaldmiðilsmálum:

,,Forystumenn í atvinnulífi kynntu fyrir nokkrum misserum útreikninga, sem sýndu, að tækju Íslendingar upp evruna gætu þeir sparað sér samanlagt í vaxtagreiðslur á ári á annað hundrað milljarða króna. Á ári! Drýgstur hluti sparnaðarins yrði hjá fyrirtækjum, eða yfir 100 milljarðar miðað við þáverandi stöðu. eimilin gætu einnig sparað sér tugi milljarða. Þá er ótalinn vaxtasparnaður skuldsetts ríkissjóðs. Tillaga Davíðs og Heimssýnar hindrar að skuldsett þjóð í vanda geti með þessum hætti sparað sér upphæðir, sem á einu ári gætu numið töluvert hærri upphæðum en Icesave-samningurinn kynni að kosta ríkissjóð á núvirði. Hin besta og varanlegasta kjarabótin til framtíðar kann því að liggja um Evrópusambandið."  


Óskhygga Evrópuvaktarinnar um SI

SIAndstæðingar ESB á Evrópuvaktinni reyna nú eftir fremsta megni að láta líta út svo út að Samtök Iðnaðarins séu að breyta um stefnu í Evrópumálum, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, Orra Haukssonar.

Orri er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær og þar m.a. um Evrópumál. Þar kemur fram að stefnan í Evrópumálum, en SI er fylgjandi aðild Íslands að ESB, sé mótuð á hverju Iðnþingi.

Það er því í raun ekki framkvæmdastjórans að ákveða um af eða á varðandi Evrópustefnu samtakanna. Er hann ekki sá aðili sem sér um daglegan rekstur samtakanna, rétt eins og aðrir framkvæmdastjórar? Sem er jú mikilvægt hlutverk!

Orri segist vilja líta ,,raunsæjum" (pragmatískum) augum á Evrópumálin og hann segir að það sé ákveðinn ferill í gangi í þessu. Sem er alveg rétt hjá honum.

Hann ítrekar að hans hlutverk sé að vernda hagsmuni aðildarfélaganna og í viðtalinu er hann spurður hvort það muni verða blaktandi Evrópufánar á næsta Iðnþingi, eins og síðustu ár?

Þessu svarar Orri þannig: ,,Eins og ég sagði áður mun stefna þessara samtaka ekki breytast við komu nýs framkvæmdastjóra," segir Orri og brosir"

Ritari sér enga stefnubreytingu í þessum orðum.

Er þetta þá ekki bara óskhyggja ESB-andstæðinga? Það hlýtur að vera.

Bendum einnig á leiðara SI frá því í lok ágúst, en hann skrifar Helgi Magnússon, formaður samtakanna.

Fyrirsögn leiðarans er: NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI og þar segir m.a.:

,,Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Þess er vænst að hagsmunaaðilar og stjórnvöld taki höndum saman um að vanda allan undirbúning vegna samningaviðræðnanna með það að markmiði að ná sem hagkvæmustum samningi við ESB. Mikilvægt er að ljúka því ferli sem hafið er með hagstæðum samningum fyrir allar atvinnugreinar og almenning á Íslandi þar sem hagsmuna Íslendinga verði gætt í hvívetna.

Einhverjir stjórnmálamenn hafa látið sér til hugar koma að heppilegast væri fyrir Íslendinga að draga aðildarumsóknina til baka og hverfa frá því samningsferli sem hafið er. Það væri afar óskynsamlegt og yrði ekki til annars en að rýra álit á landsmönnum á alþjóðavettvangi enn frekar en orðið er.  Íslendingar yrðu sér til minnkunar með slíku framferði enda verður því tæplega trúað að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega muni halda slíku fram þegar á reynir.

Stjórnmálamenn, stjórnsýslan og fulltrúar hagsmunaaðila á ýmsum sviðum þjóðfélagsins þurfa að sýna ábyrgð, sameina krafta sína og standa saman um að ná sem hagstæðustum samningi við Evrópusambandið.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu mun svo þjóðin hafa síðasta orðið.

Eru unnendur lýðræðis nokkuð hræddir við það?"

Evrópusamtökin taka heilshugar undir þessi orð Helga.

 

 


ESB léttir tollum af vörum frá Pakistan

ESBRÚV birti frétt í dag þess efnis að ESB hefði aflétt tollum á vörum frá Pakistan, en landið glímir nú við skelfilegar afleiðingar flóða, sem dundu yfir það fyrir skömmu.

Í fréttinni segir: "Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu á fundi sínum í Brussel í dag að afleggja eða lækka tolla á helstu útflutningsvörur Pakistana til Evrópusambandsríkja. Reuters og AFP fréttastofurnar hafa þetta eftir heimildarmönnum innan sambandsins. Þetta er gert til að hjálpa Pakistönum í þeim hörmungum sem orðið hafa í landinu vegna gríðarmikilla flóða í sumar."

Öll fréttin 


Viðbrögð Össurar vegna ummæla forsetans

Ólafur Ragnar GrímssonUmmæli Ólafs Ragnars hafa vakið viðbrögð utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar. Á www.visir.is segir: ,,Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn."

Öll fréttin


Forsetinn - ESB - Kína 1989 og Halldór í Fréttablaðinu

Innkoma forsetans um ESB-málið, frá Kína(!) hefur vakið athygli. Halldór Baldursson skopteiknari Fréttablaðsins kom með skemmtilegan vinkil á þetta í morgun, sem sést hér

Fyrirmynd Halldórs er hinsvegar ein frægasta fréttamynd síðustu aldar. Hún er tekin þegar Alþýðuher Kína braut á bak aftur þá frelsisbylgju sem gekk yfir Kína og Peking sumarið 1989.

En hverskonar klúbbur er ESB eiginlega? Jú, um er að ræða sjálfviljugt samband frjálsra lýðræðisríkja í Evrópu. Þar sem frelsi, mannréttindi og lýðræði eru í hávegum höfð.

Tank

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Jeff Widener


Jón B og ráðherraábyrgðin

Anna Margrét GuðjónsdóttirAnna Margrét Guðjónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því fyrir sér hvort Jón Bjarnason ,,...sé að brjóta lög um ráðherraábyrgð með því að neita að taka þátt í undirbúningi að mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu." Þetta kemur fram í frétt á Vísi.is í dag.

Í fréttinni segir einnig: ,,Anna Margrét vék að þessu í ræðu sinni í dag þar sem fjallað var um skýrslu þingmannanefndarinnar sem lauk störfum um síðustu helgi. Hún sagðist ekki vilja dæma um lögbrot Jóns sjálf, en sagðist leiða hugann að því.

„Í svari við fyrirspurn minni í síðustu viku um það hvort hann og ráðuneyti tækju þátt í að undirbúa ísland undir hugsanlega þáttöku að ESB," sagði Margrét, „staðfestir hann (Jón Bjarnason innsk.blm) að ráðuneytið sem hann fer fyrir hafi ákveðið að taka ekki þátt í þeim undirbúningi.

Hún segist því velta því fyrir sér, að ef til aðildar komi á endanum, og að ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar hafi staðfastlega neitað að taka þátt í undirbúningsferlinu, hvort fólk í þessum geirum muni ekki standa langt að baki öðrum stéttum í landinu.

„Ég spyr því, er tilefni til að hafa áhyggjur af því að ráðherra gangi á svig við aðra og fjórðu grein laga um ráðherraábyrgð eða er ráðherrum í sjálfsvald sett að ákveða samkvæmt eigin geðþótta að málefnið henti þeim ekki og því geti þeir haldið sínum málaflokkum utan við eðlilega þróun?"

Þá er Eyjan einnig með frétt um sama mál.


Öfgavefurinn AMX ánægður með Ólaf forseta

Hægri-öfgavefurinn AMX er ánægður með forseta Íslands, sem sagði í dag að Íslendingar spyrðu sig þeirrar spurningar ,,hvernig klúbbur ESB væri" í framhaldi af hegðun Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi í Icesave-málinu (sem er vont mál, engum blöðum um það að fletta).

AMX telja ESB vera kúgunarbatterí og nýlenduseggi. Það er hinsvegar staðreynd sem AMX-liðar eru ekkert að flagga að ESB er það fyrirbæri sem gefur mest í þessum heimi til mannúðar og þróunaraðstoðar.

ESB traðkar ekki á smáríkjum, þó AMX haldi það (og reynir að flagga því við hvert tækifæri) og ESB er í raun samband smáríkja. Það má segja margt um Breta og Hollendinga, en þetta eru bara tvær af 27 þjóðum ESB.

Icesave hefði aldrei gerst, ef Ísland hefði verið aðili að ESB og hér hefði verið heilbrigt bankakerfi. Það gerðist hinsvegar og er magnað klúður. Sem verður að leysa!


ESB/Evrusvæðið: Iðnaðurinn í góðu formi - "kúrvan" bendir upp

Eurostat birti í dag tölur um iðnaðarframleiðslu í ESB og á Evrusvæðinu. Miðað við sama tíma í fyrra jókst iðnaðarframleiðslan í ESB um 6.8% og á Evrusvæðinu um 7.1%. Tölurnar eiga við um júlí 2009 vs. 2010.

Á grafi sem fylgir með fréttatilkynningunni sést vel hvaða ,,dýfa" kemur vorið 2008, en nú er Evrópa að vinna sig út úr öldudalnum, það er greinilegt.

Iðnaðarframleiðsla jókst um 27% í Eistlandi í júlí í ár miðað við í fyrra,  tæp 18% í Lettlandi og um 15% í Svíþjóð. Minnst aukning varð á Spáni, Portúgal og Danmörku.

Lesa allt


Ríkir Norðmenn borga og berjast gegn kynþáttafordómum í samvinnu við ESB. Ísland með.

Gamla Norge

Af því að við erum að tala um Nossarana, þá er áhugaverð frétt um þá á EuObserver. Þar segir að Norðmenn hafi tekið að sér að fjármagna í samstarfi við ESB og ýmis mannúðarsamtök (NGO's) í baráttu þeirra gegn kynþáttafordómum (akkúrat í umræðunni hér á landi líka þessa dagana!).

Fram kemur að Ísland leggi einnig fram fé í þetta verkefni, en það sé bara brot, því olíuþjóðin Noregur leggur fram 97%

Menn þykjast sjá aukningu á kynþáttafordómum á undanförnum misserum og það er að sjálfsögðu tengt þeim efnhagshremmingum sem hinn vestræni heimur hefur gengið í gegnum.

Frétt EuObserver : http://euobserver.com/9/30801


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband