Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
14.9.2010 | 07:21
Landið í austri og fyrrum heimsveldi
Morgunblaðið í dag leitar sér stuðnings í ESB-andstöðu sinni í Noregi - og Bretlandi. Þar sýnir könnun að Norðmenn eru mjög andvígir aðild að ESB. Norðmenn felldu aðildarsamning 1972 og 1994 og sköpuðu sér því ,,sérstöðu" í Evrópumálum.
Þá er ákveðinn hluti almennings í Bretlandu einnig andsnúinn ESB. Það er ekkert nýtt. Bretland var einu sinni stórveldi (British Commonwealth) og teygði anga sína víða. Svo er ekki lengur. Getur verið að það skýri, að minnsta kosti að hlluta til, andúð Breta á ESB?
David Cameron og utanríkisráðherrann, William Hague (íhaldsmenn!) hafa sagt að samtarf Breta og ESB muni ekki breytast.
Svo eru önnur nágrannaríki okkar sem eru hæstánægð með ESB, t.d. Danir og Svíar. Um 75% Dana eru ánægðir innan ESB og yfir helmingur Svía. Finnar eru á fullu með í ESB, með Evruna og allan pakkann.
Norðmenn eru því kannski það sem kallað er ,,the odd man out" og þurfa að taka við löggjöf frá ESB, án þess að hafa nokkuð um hana að segja, rétt eins og við Íslendingar, í gegnum EES-samningin.
T.d. hafa menn lýst því á skondin hátt hvernig norskir ráðamenn hafa þurft að læðast á eftir mönnum, eftir fundi á vegum ESB, til þess að fá upplýsingar, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki með.
Það sama gildir okkur. Þetta heitir að vera á hliðarlínunni!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.9.2010 | 22:52
Hjálmar Sveinsson veltir málunum fyrir sér....
Hjálmar Sveinsson birtir áhugaverðan pistil frá Berlín á heimsíðu sinni sem byrjar svona:
"Við Maybachufer í hverfinu Kreuzberg í Berlín er grænmetismarkaður á þriðjudögum og föstudögum. Markaðurinn er stundum kallaður Tyrkjamarkaður vegna þess að Tyrkir eru í miklum meirihluta sölufólks. Þetta er stærsti grænmetismarkaður borgarinnar og teygir sig þrjú til fjögurhundruð metra með Landwehr-kanalnum. Það er mjög gaman að versla þarna. Stemningin frábær, grænmetið brakandi ferskt og öll matvaran svo einstaklega girnileg. Plómur, ferskjur, döðlur og fyllt vínblöð frá Tyrklandi, ólívur og fetaostur frá Grikkland, fiskur úr norðursjónum, hungang frá bændum umhverfis Berlín, fairtrade-kaffi frá Afríku. Þarna er líka mikið af textílvöru frá Tyrklandi og litrík efni frá Afríkuríkjum. Víða eru seldir smáréttir, kaffi, te og nýpressaðir ávaxtasafar. Í einum sölubásnum er tvær konur frá Gahna að matbúa bragðgóðan hrísgrjónarétt með grilluðum kjúklingavængjum og djúpsteiktum banönum. Við austurenda markaðarins er lítið torg. Þar er fjöldi manns í mjög góðu skapi í sólskininu að hlusta á hippaleg amerísk ungmenni spila klezmer-tónlist."
Síðan segir Hjálmar:
"Ég var þarna fyrir þremur dögum og fór að hugsa um umræðuna á Íslandi á meðan ég sötraði tyrkneskt te og gæddi mér á djúpsteiktum banana frá Gahna. Þeir sem þekkja til í Evrópu vita að mjög víða má finna svipaða stemningu. Í Evrópu búa hundruð þúsunda tyrkja og Afríkumanna að ekki sé nú minnst á alla sígaunana. Þótt ýmis vandamál komi upp og sum þeirra séu vissulega alvarleg gengur sambúðin í hinum evrópsku fjölmenningarríkjum ágætlega.
Á Íslandi er samt oft fullyrt að Evrópusambandið sé einangurnarsamband sem útiloki fátækt fólk frá gnægtarbúi evrópska markaðarins. Það er svolitið að undarlegt að hlusta á þetta þegar haft er í huga ekkert land hefur byggt jafn háa múra í kringum sinn landbúnað og Ísland. Og það munu vera fá lönd þar sem niðurgreiðslur til landbúnaðar eru jafn háar."
Ps. Söguáhugamönnum er einnig bent á þætti HS um Prússland, sem er að finna á www.RUV.is/podcast
Evrópumál | Breytt 14.9.2010 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2010 | 22:32
Samfylkingin heldur fundaherferð um Evrópumál
Á vefsíðu Samfylkingarinnar er þetta að finna:
"Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Óskar Guðmundsson rithöfundur ríður á vaðið þriðjudaginn 14. september og fjallar um tengsl Íslendinga við umheiminn og spyr hvort Ísland hafi ávallt verið afskipt og einangrað. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.
Evrópuvaktin hefur staðið fyrir Evrópuskólum og fræðslufundum innan Samfylkingarinnar og stendur nú fyrir opnum hádegisfundum udnir yfirskriftinni Ísland í Evrópu. Markmið fundanna og Evrópuskólans eru þau sömu, þ.e. að stuðla að aukinni þekkingu á stöðu Íslands, samvinnu þjóða í Evrópu, ákvarðanatöku og stofnunum ESB og helstu málaflokkum þess.
Var Ísland ávallt afskipt og einangrað? Tengsl Íslendinga við umheiminn
Óskar Guðmundsson rithöfundur
Landsbyggðin lifir í Evrópu
Anna Margrét Guðjónsdóttir alþingismaður og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna
ESB: Stærsta friðarbandalagið eða hernaðarbandalag?
Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
Evra eða króna?
Kristján Guy Burgess aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Evrópusambandið fyrir Ísland?
Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður
Evrópusambandsaðild og auðlindir
Aðalsteinn Leifsson lektor í viðskiptafræðideild og Kristján Vigfússon aðjúnkt í viðskiptafræðideild
Endurtekur sagan sig? Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar
Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og Torfi H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum.
13.9.2010 | 20:19
Tyrkir samþykktu stjórnarskrárbreytingar
Tyrkir samþykktu um helgina breytingar á stjórnarskrá landsins, sem miða að því að minnka áhrif hersins í landinu. Um 58% Tyrkja sögðu já á móti 42% sem sögðu nei.
Breytingarnar eru sagðar vera skref til þess að auðvelda mögulega aðild Tyrklands að ESB. Landið fékk formlega ,,kandídatstatus" árið 2005, en Tyrkir sóttu um aðild að ESB árið 1987.
Hinsvegar er mjög margt sem Tyrkir þurfa að bæta áður en aðild kemur til greina og ESB fylgist mjög vel með málinu.
EuObserver greindi frá þessu, en hér má lesa yfirlit yfir aðildarumsókn Tyrkja.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.9.2010 | 20:12
RÚV: Efnahagshorfur í Evrópu batna
RÚV sagði frá þessu í kvöld:
,,Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár. Efnahagsástandið í ESB ríkjunum á öðrum fjórðungi ársins var betra en búist hafði verið við.
Samkvæmt hinni nýju spá gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur í Evrópusambandsríkjunum 27 verði 1,8%. Fyrri hagvaxtarspáin gerði einungis ráð fyrir 1% vexti. Þá er útlit fyrir að hagvöxtur í evruríkjunum 16 verði 1,7% en ekki 0,9% eins og áður hafði verið áætlað."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 12:16
Bændur verða að kynna sér ESB!
Fréttablaðið birtir í dag viðtal/frétt um ESB og sænska bændur. Þar er rætt við Mats Persson, sem vinnur hjá sænsku bændasamtökunum.
Í fréttinni segir: ,,Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB," segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. "
Og í lokin segir þetta: ,,Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á," segir hann."
Hvað segir bændaforystan um þetta og jafnvel Bændablaðið? Það blað er jú fullt af ,,Nei-fréttum" og ,,Nei-umfjöllun" um ESB í hverju einasta tölublaði.
Að auki hafa Bændasamtökin (sem eru ríkisrekin) unnið með Nei-samtökunum, Heimssýn. Gengur það upp?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
10.9.2010 | 19:48
ESB / S-Kórea: Fríverslunarsamningur undirritaður eftir helgi?
Frá því er greint á EuObserver að fríverslunarsamningur milli ESB og S-Kóreu sé nánast í höfn.
Það helsta sem er óklárað snýr að ítölsku Fiat-verksmiðjunum, sem framleiða bila, en S-Kóreumenn eru einnig miklir bílaframleiðendur.
Náist samningur er honum lýst sem tímamótasamningi (,,landmark agreement). S-Kórea var í fyrra 15. stærsta hagkerfi heimsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2010 | 15:34
Guðmundur Gunnarsson í MBL: Krónan og launamenn
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands skrifaði grein í MBL í vikunni undir fyrirsögninni Krónan og launamenn. Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum launafólks og hann skrifar:
,,Krónan hjálpar augljóslega ekki Íslandi, þegar gengið er skráð svona lágt er verið að búa til gríðarlegan skuldavanda með allt of lágu gengi, kemur í veg fyrir hagvöxt og heldur Íslandi á botninum. Gjaldmiðillinn er rúinn trausti erlendis sem innanlands, Ísland er því í risavaxinni skuldakreppu samhliða gjaldmiðlakreppu. Í raun er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og veldur því að stærstur hluti lána fyrirtækja er í erl. gjaldmiðli og eykur því skuldavandann gífurlega. sbr. stöðu OR, sem er dæmigerð. Sama á við um sveitarfélög og einstaklinga. Allt of lágt gengi, skapar meiri verðbólgu en ætti að vera, og því miklu hærri vexti en ættu að vera, sem aftur hamlar því að gerlegt sé að taka lán til framkvæmda. Krónan er eins og korktappi úti á reginhafi hinna öflugu heimsmynta, sem birtist vel þegar fjárfestar hafa verið að spila á þessa örmynt okkar. Danir eru með sína krónu, en yfirlýsing Evrópska seðlabankans um að hann muni tryggja stöðu hennar styrkir dönsku krónuna gagnvart fjárglæframönnum, með aðildarviðræðum er möguleiki að við kæmumst í var undir Grænuhlíð með korktappann."
Síðan segir Guðmundur:
,,Það er klárt að við munum aldrei ná okkur upp frá botninum til framtíðar með krónunni. Við verðum að taka til og það duglega hvort sem við göngum í ESB eða ekki. En það er ljóst að ef við stefnum markvisst að ESB munum við komast í var og fá stuðning til þess að mynda nauðsynlegan stöðugleika. Danskir launamenn eru ekki í sömu stöðu og við. Íslenskum launamönnum er í kjarabaráttu sinni gert að hlaupa á hlaupbretti þar sem stjórnmálamenn stýra hraðanum. Við hlaupum sem best við getum, en erum nánast alltaf á sama stað. Búin að semja um tæplega 4.000% launahækkanir á meðan danskir launamenn hafa samið um 330% og ganga fram örugglega, án þess að vera gert að standa á hlaupabrettinu, til vaxandi kaupmáttar við stöðugleika og lága vexti með eignir sínar varðar í stöðugu hagkerfi á meðan 24 þús. íslensk heimili liggja í valnum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2010 | 14:38
Mogginn og makrílinn
Það kemur s.s. ekkert á óvart að Morgunblaðið segi í frétt í dag að deilur um makríl geti hindrað aðild Íslands að ESB, Mogginn reynir að gera sér mat úr öllu sem blaðið telur að geti hindrað aðild Íslands að ESB, enda þar innanborðs menn með megnustu andúð á ESB.
Hinvegar hittir bloggarinn Stefán Júíusson, í Berlín, sennilega naglann á höfuðið í sambandi við þennan fréttaflutning þegar hann skrifar á bloggi sínu:
"Alex Salmond segir að það sem hann gerir muni hafa áhrif.
Hvaða stjórnmálamaður segir annað í fjölmiðlum heimamanna?
Svo er þetta frétt á Íslandi.
Kannski að fjölmiðlar hér hafi gott samstarf við héraðsdagsblöð úti í heimi.
Annað segir þessi frétt okkur ekki.
En um inngöngu Íslands í ESB segir þessi frétt okkur ekki neitt."
Svo birtist reyndar önnur frétt um þetta mál, þar sem fyrri fréttin er höfð með.
En þetta makrílmál verður varla það mál sem mun ráða úrslitum um aðild Íslands að ESB eða ekki. Þar verða önnur og stærri mál sem ráða úrslitum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 16:01
Evrópuvaktin og Evran
Það er nokkuð skondið hvernig Evrópuvaktin "vinklar" frétt EuObserver um stöðu evrópskra banka, sem birtist í morgun. Látið er í veðri vaka að Evran sé í hremmingum, en þetta snýst fyrst og fremst um alvarlega stöðu nokkurra banka, m.a. í Portúgal og Anglo Irish Bank. Um er að ræða sjálfstæðar fjármálastofnanir.
Svo kemur reyndar fram í fréttinni að Grikkir séu á góðu róli varðandi aðhaldsaðgerðir og að fullt traust ríki gagnvart stjórnvöldum á Írlandi til að leysa það sem fyrir liggur þar.
Fjármálakerfi heimsins hafa gengið í gegnum eld og brennistein undanfarin misseri. Bandaríkjamenn pumpuðu hrikalegum summum inn í sitt bankakerfi, en það dugði ekki til og bankar fuku, t.d. Lehmans.
Fjármálakrísan er ,,enn að," fyrir skömmu fór HQ bankinn í Svíþjóð á hausinn.
En Evran er ekki ,,farin á hausinn" eins og margir úrtölumenn sögðu. Og íslenska krónan féll í dag gagnvart flestum gjaldmiðlum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir