Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
,,Hagsmunir Íslands munu ráða för," sagði Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður íslands gagnvart ESB á opnum fundi hjá Ungum jafnaðarmönnum í kvöld. Þar fór hann yfir stöðu málsins og lýsti skilmerkilega því ferli sem nú þegar er að baki og því sem er framundan, þ.e.a.s. samningaviðræður við ESB, sem leiða eiga til aðildarsamnings, sem Íslendingar fá síðan að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á fundinum var rætt vítt og breitt um ýmis mál sem tengjast þessu ferli og voru t.d. sjávarútvegsmál mönnum hugleikin.
Stefán sagði það vera á kristaltæru að aðrar þjóðir hefðu ekki veiðiréttindi við Ísland, því hér hefðu engir aðrir verið að veiða í yfir 30 ár! Hann sagði þetta mæta skilning innan ESB og að framkvæmdastjórnin myndi t.d. ekki styðja kröfur Spánverja um fiskveiðiréttindi hér við land. ,,Enginn annar en við eigum rétt hér við land," sagði Stefán á fundinum.
Þá sagði hann að ESB hefði enga hagsmuni af því að leggja íslenskan landbúnað í rúst, eins og heyrst hefur í umræðunni. Mest að sjálfsögðu frá Bændasamtökunum, sem eru á móti aðild.
Stefán sagði hinsvegar að landbúnaðurinn þyrfti að kljást við breytingar, en hann sagðist vera fullviss um að það væri hægt að ná hagstæðum lausnum og vísaði þar m.a. til aðildarsamnings Finna (og Svía, það gleymist oft) í þessu sambandi.
Stefán sagði það m.a. vera metnaðarmál hjá ESB að halda svæðum í byggð og að efla þar atvinnuþróun og nýsköpun.
Hann benti einnig á þá augljósu staðreynd að ESB er ekki bara fiskur og landbúnaður, heldur annað og meira, s.s. menning, viðskipti og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt.
7.9.2010 | 19:03
Met í athugasemdum!
Met hefur verið slegið í athugasemdum hér á Evrópublogginu, en við færsluna AÐILD TEKUR TÍMA, hafa verið skrifaðar 100 athugasemdir (þegar þessi orð eru sett á ,,prent").
Það er afar ánægjulegt að hægt sé að hafa þessar athugasemdir, en á helstu vefjum NEI-sinna er ekki hægt að skrifa athugasemdir.
Svo mikil er lýðræðisástin....
7.9.2010 | 18:47
Bryndís Ísfold: Þú ert að niðurgeiða krónuna!
Framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, skrifar áhugaverða hluti á Eyjunni um gjaldmiðilsmál og setur þá upp í punkta. Kíkjum á þá:
- Af því að við Íslendingar höfum kosið að vera með minnsta sjálfstæða gjaldmiðilinn i heiminum borgum við fyrir tvær íbúðir þegar við kaupum eina ólíkt því sem við myndum gera ef við hefðum aðgang að sömu kjörum og t.d. í Danmörku, eða í öðrum Evrópusambandsríkjum.
- Það er vegna krónunnar fyrst og fremst sem matvælaverð hefur í áraraðir verið hér dýrara en í ESB ríkjum og þó kannanir sýni nú að matvælaverð sé hér lægra en það var fyrir hrun, þá er það bara lægra fyrir þann sem fær laun í evrum eða öðrum svipuðum gjaldmiðli. Auk þess sem veiking krónunnar hefur ekki enn skilað sér í lækkað matvælaverð eins og hagfræðingur ASÍ benti á í fréttum í gær.
- Það er vegna krónunnar sem heimilin í landinu eru skuldsettari en nokkurn óraði fyrir að hægt væri, vegna þess almenningur niðurgreiðir kostnaðinn við krónuna í gegnum verðtrygginguna svo ekki sé talað um kostnaðinn við hrun krónunnar fyrir þá tóku erlend lán.
- Það er vegna krónunnar sem flest stór fyrirtæki á Íslandi sem eru með tekjur í erlendri mynt eru löngu hætt að nota krónuna, meira segja hörðustu andstæðingar aðildar útgerðarkóngarnir viðurkenna að myntin er ónýt og ekki hægt að treysta á hana.
- Það er nefnilega vegna krónunnar sem fyrirtæki hér á landi sem eiga í einhverjum viðskiptum við útlönd, hvort sem er inn- eða útflutningur geta engan veginn treyst því að áætlanir gangi upp sveiflukennd krónan hefur sett ófá fyrirtæki á hausinn.
- Það er nefnilega ekki af ástæðulausu sem verkalýðsforystan segist vilja fá laun í alvöru gjaldmiðli fólkið í landinu er búið að kosta tilveru krónunnar nógu lengi.
,,Væri nú ekki gaman að geta borgað bara einu sinni fyrir fasteignirnar okkar, geta verslað í matinn án þess að þurfa að telja hverja verðlausu krónuna og að forsendur þess hvernig fyrirtækjum vegnaði væri hvernig þau væru rekinn ekki hversu óheppinn eða heppinn fyrirtækin með sveiflur á krónunni.
Lánastofnanir eru með belti og axlarbönd, stærstu fyrirtækin eiga í fullu fangi með að geta rekið sig í núverandi ástandi þó þau geti mörg hver rekið sig að mestu með að nota erlenda mynt. Lítil og meðalstór fyrirtæki og almenningur í landinu niðurgreiðir krónuna á hverjum degi.
Hvers vegna í ósköpunum að halda þessari vitleysu áfram?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og kunnugt er, eru margir kjarasamningar lausir, eins og það heitir. Tími kjarasamninga er því að renna upp. Morgunblaðið fjallar um þetta í fréttaskýringu Ómars Friðrikssonar, eins reyndasta blaðamanns MBL.
Í fréttaskýringunni er vitnað í pistil formanns verkalýðsfélagsins Eflingar, en umbjóðendur hans eru hluti hinna vinnandi stétta Íslands:
,,Í nýjum pistli á heimasíðu Eflingar stéttarfélags segir Sigurður að stjórnvöld hafi á undanförnum áratugum notað krónuna til þess að lækka kaupmátt og skaða kjör og gerða kjarasamninga. Við það verði ekki unað lengur. »Eðlilegast væri að launafólk gerði þá kröfu í komandi kjarasamningum að launamenn fengju greidd laun í alvöru gjaldmiðli. Þar liggur beinast við að miða við evruna sem er aðalviðskiptagjaldmiðill okkar Íslendinga."
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, byrjar annars pistil sinn svona á heimasíðu félagsins:
,,Nú í aðdraganda samningaviðræðna um kjarasamninga á vinnumarkaði vaknar eðlilega spurningin um félagslegt réttlæti í landinu. Kjarasamningar eru í eðli sínu tæki til að bæta lífskjör og jafna kjör í þjóðfélaginu.
Á einu vetfangi haustið 2008 breyttust kjör á Íslandi úr því að vera bærileg í það að verða óþolandi. Kaupmáttur féll eins og steinn í vatni, lán almennings í landinu hækkuðu mánuð eftir mánuð þannig að fólk horfði á eignir sínar brenna upp í verðbólgu sem engu eirði. Stjórnvöld stóðu vörð um sparifé landsmanna en hugsuðu minna um hina sem horfðu á eftir íbúðum sínum og húseignum í eld verðbólgunnar. Fjöldi manna sem bar ábyrgð á hruninu og tókst að komast undan með kúlulán og jafnvel hundruða milljóna hagnað í bankaviðskiptum er ennþá frjálst ferða sinna."
(Leturbreyting, ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2010 | 07:05
FRBL: Krónan og kjörin
Í leiðara FRBL í dag tekur Ólafur Stephensen fyrir krónuna og gjaldmiðilsmálin. Hann segir:
,,Stundum er eins og menn loki algjörlega augunum fyrir því að krónan hrundi. Á dögunum birtust til dæmis niðurstöður könnunar, sem sýndu að verðlag á mat og drykk á Íslandi væri orðið svipað og að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þóttu ýmsum vinum krónunnar og andstæðingum ESB-aðildar góð tíðindi og þeir héldu því fram að þarna væri ein meginröksemd aðildarsinna, að ESB-aðild myndi lækka matarverð, rokin út í veður og vind. Þeir sem tala svona gleyma að taka með í reikninginn að matur og drykkur á Íslandi er eingöngu ódýrari fyrir þann sem fær launin sín í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Íslenzkt launafólk, sem hefur verið svipt kaupmætti sínum með lækkun krónunnar, er verr sett en áður.
Allar tilraunir til að gera fjármagnskostnað íslenzks almennings sambærilegan við það sem gerist í nágrannalöndunum eru sömuleiðis dæmdar til að mistakast á meðan við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í vefritinu Pressunni eftir Guðstein Einarsson, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Hann reiknar út muninn á greiðslum af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenzkum krónum, verðtryggðu með fimm prósenta vöxtum í 25 ár og hins vegar af sambærilegu láni hjá evrópskum banka á evrópskum vaxtakjörum. Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár," segir Guðsteinn og færir þannig rök fyrir því að skatturinn, sem krónan leggi á fjármögnun íslenzkrar fjölskyldu á meðalstóru húsnæði, sé um það bil þrjátíu milljónir króna."
Og síðan segir: ,,Þeir, sem vilja tryggja kjör íslenzks almennings til frambúðar og stemma stigu við hinum gamla vítahring víxlhækkana launa og verðlags, verða að bjóða trúverðuga lausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Er hún til án aðildar að Evrópusambandinu?"
6.9.2010 | 21:39
Stefán Haukur á opnum fundi
Vekjum athygli á þessu:
Ungir Jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi með Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni Íslands við ESB næstkomandi þriðjudag kl.20:00 í húsakynnum Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1.
Allir eru velkomnir en aðildarviðræðurnar við ESB er engum óviðkomandi hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt aðild að ESB.
Léttar kaffiveitingar verða til staðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2010 | 20:32
Makrílhnútur! Barist um bitana!
Annar Eyjubloggari, Guðmundur Gunnarsson, fjallar um krónuna í nýjasta pistli sínum. Hann skrifar:
,,Með lágri skráningu krónunnar er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og viðhalda henni. Jafnfram því er komið í veg fyrir hagvöxt og Íslandi haldið niður við botninn. Íslenska krónan er rúinn trausti erlendis. Erlendir fjárfestar forðast landið og okkur standa ekki til boða erlend lán. Sama viðhorf ríkir hér heima útgerðarfyrirtæki hafa verið að skipta yfir í Evru, allmörg tæknifyrirtæki hafa þegar skipt yfir í Evru og greiða út laun í evrum."
Og síðar þetta: ,,Króna heldur vöxtum um 5% hærri en þeir þyrfti að vera. Vöruverð er hátt, lyfjaverð er of hátt og öllum er gert erfitt fyrir. Ef þú kaupir þak yfir fjölskylduna ertu að greiða vegna krónunnar tvöfalt verðið til baka, ef þú kaupir t.d. 30 millj.kr. íbúð ertu að greiða um 100 þús. kr. aukalega á mánuði."
6.9.2010 | 20:21
Andri Geir um kosningar í Svíþjóð
Eyjubloggarinn Andri Geir Arinbjarnarson skrifaði nýlega pistil um komandi kosningar í Svíþjóð. Hann segir m.a.:
,,Í þessum mánuði ganga Svíar til þingkosninga. Stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð mælist nú Moderaterna, velferðarflokkur hægra megin við miðju sem styður ESB samstarf og aðild.
Eins og í Danmörku eru sósíaldemókratar ekki lengur stærsti stjórnmálaflokkurinn, kjósendur fylkja sér nú um flokka hægra megin við miðju sem setja velferð, atvinnu og ESB samstarf á oddinn.
Kjósendur í þessum löndum vita að aðeins með öflugri hagstjórn sem skilar hæstu mögulegum þjóðartekjum á mann er hægt að halda uppi sterku norrænu velferðarkerfi.
Í Danmörku og Svíþjóð bjóða stjórnmálaflokkar upp á 21. aldar praktíska hugmyndafræði. Þessir flokkar endurnýja sig í takt við tímann en eru ekki fastir í 20. aldar úreltri hugmyndafræði sem skilar engu nema stöðnun."
Restin er hér
6.9.2010 | 20:13
Styrmir og Spartverjarnir
Þær eru stundum vægast sagt skrýtnar, hugmyndirnar sem birtast á síðum Morgunblaðains þessa dagana. Nýtt slíkt dæmi er pistill Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra blaðsins og ESB-andstæðings í blaðinu um helgina. Styrmir skrifar undir fyrirsögninni: ,,Alltof mikil yfirbygging á fámennu samfélagi" :
,,Þeim fer fækkandi sem tala um hið nýja Ísland enda fáar vísbendingar um að það sé að verða til. En það þýðir ekki að þörfin fyrir umbætur og í sumum tilvikum byltingarkenndar umbætur sé ekki lengur til staðar. Þvert á móti. Hún er fyrir hendi. En það skortir pólitíska forystu til þess að leiða samfélagið inn á nýjar brautir.
Þjóðin missti stjórn á sjálfri sér um skeið. Nú er kominn tími til spartanskra lífshátta, bæði einstaklinga og þjóða. Þetta skilja landsmenn vel enda almúgamaðurinn yfirleitt raunsærri en þeir sem stjórna."
Spartanskir lífshættir? Eru það ekki evrópskir lífshættir? Spartverjar komu frá því svæði sem nú er Grikkland Makedónía og áttu Spartverjar sér glæsta sögu, enda voru þeir miklir stríðsmenn.
Styrmir slær á strengi þjóðernistilfinninga, eins og hans er von og vísa (og Morgunblaðsins). Það er rómantískur undirtónn í þessu og gefið er í skyn að þeir sem stjórni séu í fílabeinsturni og úr tengslum við almúgann.
Kannski vill Styrmir ekki bara að við snúum til ,,spartanskra lifnaðarhátta," heldur vill hann kannski bara snúa aftur til gamla landbúnaðarsamfélagsins og sjálfsþurftabúskapar?
Eða hvað vill eiginlega Styrmir? Fyrir komandi kynslóðir?
(Feitletrun: ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir