Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ögmundur: Höldum viðræðum áfram - telur ESB vera "stórríki" !

Ögmundur Jónasson(Verðandi) Innanríkisráðherra Íslands, Ögmundur Jónasson (VG) var síðasti gesturinn í Silfri Egils í dag. Undir lok viðtalsins spurði Egill Helgason Ögmund hvort hann vildi hætta aðildarviðræðum við ESB. það vill Ögmundur ekki. Hann vill að þjóðin fái að kjósa. Hann fær plús fyrir það.

Svo fór hann hinsvegar að tala um ESB sem ,,stórríki" og missti sig þá alveg. Þ.e.a.s. að hér myndi ESB taka yfir t.d. landbúnaðinn og sjávarútveginn. Sem er að sjálfsögðu rangt.

Misskilur Ögmundur ESB, hvað það er? ESB er samband 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem hafa sameinast um að fylgja ákveðnum sameiginlegum reglum, á ákveðnum sviðum.

En stjórnar ESB t.d. finnskum landbúnaði? Nei, Finnar gera það sjálfir. Stjórnar ESB fiskveiðum Maltverja? Nei, þeir gera það sjálfir? Eða fiskveiðum Svía? Nei, svo er ekki.

Væri ekki lag að Ögmundur myndi t.d. hringja til Köben og spyrja þar starfsbróður sinn hvort Danir séu aðilar að STÓRRÍKI!! Vakna, Ögmundur!

Íslendingar eru rétt að byrja í samningaferli, þar sem m.a. verður tekist á um landbúnað og sjávarútveg. Það veit Ögmundur. Til eru ýmsar hugmyndir og útfærslur í því efni.

Svo verður kosið um niðurstöðu aðildarsamninga.

Eyjan fjallar hér um Ögmund

Einnig Visir.is


Aðild tekur tíma!

esbis.jpgAndstæðingar ESB-aðildar á Evrópuvaktinni gera sér mat úr skrifum Þorsteins Pálssonar í FRBL í dag, en þar segir hann að ...,,Möguleikarnir á því að þetta mikilvæga mál verði til lykta leitt á starfstíma þessarar stjórnar hafa því dvínað."

Í dag er 2010 (langt komið) og aðildarviðræðurnar sjálfar ekki hafnar. Þær hefjast á næsta ári, kannski um mitt ár. Talið er að þær geti tekið eitt og hálft til tvö ár. Síðan þarf að kjósa, breyta stjórnarskrá og svo framvegis.

Þetta er ferli sem tekur sennilega á bilinu 3-5 ár, frá því að samningaviðræður hefjast.

Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar nær til 2012. Og þá er bara að reikna!

Eða var einhver að tala um að klára dæmið fyrir 2014, gera þetta í "einum grænum" eins og Íslendinga er síður?

Hér er hægt að lesa nákvæmlega um það hvernig AÐILDARFERLI gengur fyrir sig.


Þakkir til lesenda Evrópubloggsins

evropusamtokin2b.jpgRitstjórn Evrópubloggsins vill nú í lok sumars, þakka notendum bloggsins fyrir samfylgdina síðustu misserin.

Undanfarið ár hefur umferðin um Evrópubloggið aukist sem nemur hundruðum prósenta. Daglega fara hundruð manna inn á bloggið.

Hér hafa verið og eru líflegar umræðum um Evrópumál, nokkuð sem andstæðingar aðildar eru ekki með á síðum sínum, hvorki Heimssýn né Evrópuvaktin. Segir það sína sögu.

Evrópuumræðan þarf og á að vera opin og lýðræðisleg. Upplýst þjóð getu tekið upplýstar ákvarðanir.

Þess vegna segir það meira en þúsund orð að hatrömmustu andstæðingar aðildarviðræðna vilja hætta við allt saman og draga umsóknina til baka. Vilja þeir ekki að þjóðin kynni sér málið og taki afstöðu?

Maltverjar drógu +a sínum tíma umsókn sína að ESB til baka. Það voru mestu mistök sem Maltverjar gerðu í því ferli!

Maltverjar eru nú innan ESB og ekkert heyrist í Nei-sinnum. M.a. fór RÚV þangað og leitaði að fulltrúa þeirra, en sá aðili fannst ekki!

Grunnspurningin er þessi: Ætlar ísland að verða þjóð meðal þjóða, eða lifa samkvæmt landfræðilegri legu sinni, sem eyþjóð, langt úti í hafi?

Umræðan heldur áfram....


Enn af "gjörgæslukrónu" (FRBL)

oli_kr_armansson.jpgÓli Kristján Ármannsson, skifar leiðara FRBL í dag og fjallar um gjaldmiðilsmál, þ.e.a.s. krónuna, sem enn er á gjörgæslu, þar sem enginn veit hvernig henni kemur til með að reiða af einni og óstuddri. Óli skrifar:

"Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning.

GjörgæslaForsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Eftir stendur þá spurningin um hvort hún geti nokkurn tímann verið stöðug. Sérfræðingar efnahagsmála telja fæstir að svo geti orðið nema þá að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið. Ef hins vegar stefnan er tekin á að skipta út krónunni fyrir evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu og sýnt fram á hvernig það muni gert, er líklegt að krónan nái einhverri heilsu og fái jafnvel að verða aflögð með sæmd, í stað þess að þurfa að þola einhvern harmkvæladauðdaga." (Leturbreytingar, ES-blogg)

Allur leiðarinn 

 


Tvær greinar: Þórir og Eiður

Sr.Þórir StephensenViljum benda lesendum á tvær góðar greinar um ESB-málið. Hin fyrri er eftir Sr. Þóri Stephensen og í henni segir Þórir m.a.:

"Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna.

Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag.

Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín:"

Öll greinin

ELDFLAUGASKOTPALLAR!!

Eiður GuðnasonEiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, skrifar einnig grein í FRBL um ESB-málið, ERTU MEÐ EÐA Á MÓTI? Hann kemur í grein sinni m.a. inn á hinar ótrúlegu bullhugmyndir og rangfærslur sem er að finna í umræðunni um ESB. Eiður skrifar:

"Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið?

Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum.

Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram:

1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið.

2. Ýjað var að því að „Stórráð" (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi."

Restin er hér

 

 


Af þingálsyktunartillögu og velvilja...

IS-ESB-2Á ESB-síðu morgunblaðsins er að finna fréttaskýringu eftir Egil Ólafsson, þar sem fram kemur að litlar líkur séu á að þingsályktunartillaga sem nokkrir þingmenn ætla að leggja fram um að draga umsókn Íslands að ESB til baka, verði EKKI samþykkt.

DV hefur líka komist að þeirri niðurstöðu, eins og fram hefur komið og verið greint frá hér á blogginu.

Annars er nokkuð fyndið að lesa tillögu fjórmenningana, en í lokin segja þeir: "Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins."

Það er bara alls ekkert fyrirsjáanlegt! Margt og mikið getur gerst á þeim tíma sem líður fram að þeim tímapunkti þar til aðildasamningur liggur fyrir og íslenska þjóðin fær tækifæri til þess að KJÓSA um hann.

Fjórmenningarnir sem leggja fram tillöguna, Unnur Brá Konráðsdóttir (S), Ásmundur Einar Daðason (VG,formaður Nei-sinna), Gunnar Bragi Sveinsson (Framsókn) og Birgitta Jónsdóttir (Hreyfingin), vilja ekki að þjóðin fái möguleika á að greiða atkvæði um þetta.

Og svo er það þetta með velviljann. Norðmenn hafa fellt aðild tvisvar og ættu því samkvæmt þessu að njóta alveg sérstaklega lítils velvilja hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins.

En er það svo? Nei, aldeilis ekki. Norðmenn geta sótt um aftur, ef þeir vilja og þeir eru alveg örugglega velkomnir í ESB!

Tillagan er tímaskekkja.


Þorsteinn Eggertsson í MBL: Sjálfstæði Íslands?

Þorsteinn EggertssonÞað er alltaf gama að heyra í nýjum röddum um Evrópumál. Þorsteinn Eggertsson, rithöfundur og söngvaskáld kveður sér hljóðs um í Morgunblaðinu í dag. Grein hans ber heitið Sjálfstæði Íslands? Þorsteinn skrifar:

"Þegar íslenski landbúnaðarráðherrann talar um Evrópusambandið segir hann að við höfum ekkert „þangað“ að gera. Hvað meinar maðurinn? Heldur hann að málið snúist um að flytja alla íslensku þjóðina suður á Jótlandsheiðar? Eða heldur hann kannski að við komum til með að vera áhrifalaus hjörð innan sambandsins? Er hann kannski þeirrar skoðunar, eins og reyndar fleiri en hann, að Reykjavík hætti að verða höfuðstaður Íslands? Höfuðstaður okkar er og verður Reykjavík, á sama hátt og Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur, London höfuðstaður Englands, París höfuðstaður Frakklanda og Róm höfuðborg Ítalíu. Samt eru allar þessar þjóðir í Evrópusambandinu.
Fámennasta ríki Evrópusambandsins í dag er Lúxemborg (sem einnig hefur sína eigin höfuðborg). Sambandið hefur gert mikið fyrir þá litlu þjóð sem var næstum búin að tapa tungumáli sínu í lok síðustu aldar. Þá talaði fólkið þar annaðhvort frönsku eða þýsku og götunöfn voru ýmist frönsk eða þýsk. Nú hefur Evrópusambandið hjálpað Lúxemborgurum að endurvekja tungumál sitt og það með sérlega góðum árangri. Lítið þarlent þorp, við landamæri Þýskalands og Frakklands, varð allt í einu heimsfrægt þegar þar var gerður mikilvægur milliríkjasamningur. Þorpið heitir Schengen og þar búa ekki nema nokkur hundruð manneskjur. Svo er hægt að benda á að Lúxemborgarar hafa ekki aðeins fulltrúa á Evrópuþinginu, og í ýmsum stofnunum Evrópusambandsins, heldur kom það til tals, fyrir nokkrum misserum, að Lúxemborgari yrði næsti forseti Evrópusambandsins."

Og síðar skrifar Þorsteinn: "Að vilja standa utan við Evrópusambandið finnst mér vera svipað og ef maðurinn í minnsta húsi götunnar vill alls ekki nota sama rafmagn og allir hinir íbúarnir nota, en hefur í staðinn fengið sér olíukyntan rafmagnsmótor og framleiðir sitt eigið rafmagn úr honum. Fyrir bragðið getur hann ekki eldað kvöldmat og horft á sjónvarp á sama tíma öðruvísi en að eiga það á hættu að það slái út.

Við Íslendingar búum á nokkuð stórri en fámennri eyju lengst norður í Atlantshafi. Það er þó ekki þar með sagt að við þurfum endilega að líta á okkur eins og við séum öll einhvers konar Bjartur í Sumarhúsum."

 


Sterkara Ísland: Sameiginleg gagnrýni Morgunblaðsins og Heimssýnar – leiðrétt

Sterkara Ísland!Eftifarandi grein er að finna á www.starkaraisland.is

Hjálparsveit staðreyndavaktarinnar þykir stundum erfitt að skilja andstæðinga aðilda að ESB en mun ekki láta það stoppa sig við að reyna sitt besta til að koma þeim til aðstoðar þegar þeir renna út af staðreyndasporinu.

Heimssýn og Staksteinar Morgunblaðsins sameinast í því að gagnrýna það að ný könnun sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland skuli vera borin saman við könnun sem gerð var í upphafi sumars af MMR fyrir Andríki.is.   En  þeirri könnun var einmitt hampað mikið af bæði Morgunblaðinu, Heimssýn og öðrum andstæðingum enda sýndi hún að mikill meirihluti vildi hætta við umsókn Íslands að ESB í byrjun júní.

Nýja könnunin sem birtist í gær og var gerð í lok ágúst, sýnir hins vegar að núna hefur fjölgað mikið í hópi þeirra sem eru hlynntir samningsferlinu við ESB sem er nýhafið og fækkað í hópi þeirra sem eru andvígir samningaferlinu.

Það er rétt að spurningarnar voru ólíkar, en það stafar af því að þegar fyrri könnunin var gerð var samningaferlinu við ESB einfaldlega ekki hafið og við enn umsóknarríki – og því var fólk spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að láta draga umsóknina til baka.  Núna var einfaldlega spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvíg aðildaviðræðum, þar sem viðræðurnar eru nú formlega hafnar.

Eins og alltaf er gert þegar nýjar kannanir eru kynntar eru þær bornar saman – við þá síðustu sem gerð var um sama mál  til að rýna í hvaða breytingar eru að verða í áliti almennings.  Við vitum að fyrir ári síðan voru fleiri hlynntir því að sótt væri um aðild að ESB en nú eru fylgjandi aðildaviðræðum.

En við vitum einnig að núna er þessi þróun að snúast aftur við því á þrem mánuðum eru fjöldi þeirra sem eru hlynnt aðildaviðræðum 39% en voru 24% í byrjun sumars, andvígir eru enn 45,5% en voru tæp 60% í byrjun sumars – þetta er mikil breyting milli mánaða. Þrátt fyrir að á sama tíma og nýja könnunin var gerð hafi andstæðingar haldið því ranglega fram m.a. á forsíðu Morgunblaðsins að hér væri eitthvað allsherjar ,,aðlögunarferli” í gangi en ekki hefðbundið samningsferli eins og önnur ríki sem sótt hafa um ESB hafa gengið í gegnum.  Það hefur þegar verið leiðrétt hér hjá okkur hjá Staðreyndavaktinni.

Það er eðlilegt að andstæðingar ESB aðildar mótmæli því að fleiri vilji skoða aðild að ESB af fullri alvöru og skiljanlegt að þeim líki ekki niðurstaðan. Gagnrýni þeirra er hins vegar ekki réttmæt, breytingin á viðhorfi almennings til samningaviðræðanna er augljós.

Niðurstaða nýju könnunarinnar staðfestir að flestum er orðið það ljóst að þjóðin á rétt á því að velja sjálf hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki, þegar samningurinn liggur fyrir.

Við hjá Sterkara Ísland treystum þjóðinni fyllilega til að taka réttu ákvörðun á endanum fyrir land og þjóð.

Góða helgi!


Áhugavert frá Borgarnesi!

Guðsteinn EinarssonGuðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi skrifar mjög áhugaverða grein í Skessuhorn, héraðsblaðið í Borgarnesi. Greinin er síðan einnig birt á Pressan.is

Guðsteinn segir meðal annars:

,,Umræðan um ESB aðild kosti hennar og galla virðast vekja upp hræðslu við breytingar, þjóðernisrembing og  ofsafengin viðbrögð sérhagsmunahópa.  Hvaða hag við hefðum að samstarfi við önnur Evrópulönd kemst varla eða ekki að.  Helstu markmið þeirra sem ekki vilja láta reyna á samninga virðast vera að tryggja óbreytt ástand í efnahags-og stjórnmálum þjóðarinnar, nú þegar breytt vinnubrögð, stjórnmálamanna, fyrirtækja og einstaklinga er þörf, hvort sem er á sviði reksturs, efnahagsmála, starfshátta stjórnmálaflokka eða lífsstíls fólks...........Íbúðarlán hjá evrópskum banka  20 milljónir til 25 ára með nú 3,79% til  4,24% vextir, en mjög fjölbreytileg kjör eru í boði og finna mátti hagstæðari kjör en þessi.


Endurgreiðsla, vextir og annar kostnaður kr. 32,6 milljónir króna.  Engar verðbætur...Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár. 
Halda má því fram, með ofangreindum rökum, að skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni sé ca. 30 milljónir króna umfram það sem gerist í okkar nágrannalöndum...Þennan mismun gætu heimilin haft til annarra nota, sparnaðar, neyslu eða fjárfestinga og þannig væri efnahagslífið sterkara um leið og heimilin væru betur sett fjárhagslega....Það  er líklega mesta kjarabót sem íslenskum heimilum gæti staðið til boða, ef á yrði látið reyna að ná hagfelldum ESB samningi og í framhaldinu upptöku Evru sem myntar."

(Leturbreyting ES, bloggið)

Evrópusamtökin fagna þessari grein enda dregur hún skýrt fram þá efnahagslegu kosti sem geta fylgt aðild að ESB. Við hvetjum því allt hugsandi fólk að ræða þessa grein við vini og kunningja, börn og foreldra, frændur og frænkur og í raun alla þá sem vilja að á Íslandi ríki sambærileg lífskjör og í nágrannalöndum okkar.

Hægt er að lesa greinina í heild hér

 



Jón Steindór kosinn formaður samtakanna Sterkara Ísland

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson var einróma kosinn formaður samtakanna Sterkara Ísland, á aðalfundi þeirra, sem haldinn var í kvöld. Einnig voru ný lög félagsins samþykkt, sem og framkvæmdaráð samtakanna.

Samtökin eru regnhlífarsamtök sem berjast fyrir aðild Ísland að Evrópusambandinu, en innaborðs eru m.a. hópurinn sem stóð að SAMMÁLA.IS á sínum tíma, Evrópusamtökin, Ungir Evrópusinnar og Sjálfstæðir Evrópumenn.Fullt var út úr dyrum á aðalfundinum.

Evrópusamtökin óska Jóni til hamingju!

dsc01548.jpg

 

 

 

 

dsc01550.jpg

 

 

 

 

dsc01551.jpg

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband