Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
2.9.2010 | 15:47
Fundaröð um Evrópumál hefst
Við vekjum athygli ykkar á fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál. Fyrsti fundurinn er á morgun föstudaginn 3. september og þar mun Dr. Maximilian Conrad flytja erindi sem ber titilinn "The Missing Link in EU Democracy?" Fundurinn mun fara fram kl. 12 í stofu 103 á Háskólatorgi og er öllum opinn.
Maximilian Conrad, nýráðinn lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjallar um lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Lengi hefur verið fjallað um takmarkað vald kjörinna fulltrúa Evrópuþingsins þar sem helstu valdastofnanir sambandsins hafa verið ráðherraráðið og framkvæmdastjórnin. Með innleiðingu Lissabon-sáttmálans voru völd þingsins þó aukin umtalsvert. Þrátt fyrir þessi auknu umsvif þingsins telur Dr. Conrad að lýðræðisvæðing sambandsins sé óhugsandi án skýrrar skilgreiningar um hvað lýðræði innan Evrópusambandsins táknar. Eða með öðrum orðum, er til svokallað "ESB-lýðræði"?
Hér er svo krækja inn á dagskrá vetrarins:
2.9.2010 | 15:39
Aukinn stuðningur við aðildarviðræður
Dreifipóstur Evrópusamtakanna í dag hljómar svona:
"Í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18 - 25 ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.
Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.
Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka, en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum. Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.
Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir.
Samantekt:
* Fleiri styðja aðildarviðræður var 24,3% í júní er nú í lok ágúst 38,8%
* Færri eru andvígir aðildarviðræðum var 57,6% í júní er nú í lok ágúst 45,5%.
* Það fjölgar í hópi þeirra sem vill taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar upplýst umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn liggur fyrir."
Ögmundur Jónasson, nýskipaður dómsmálaráðherra (og verðandi Innanríkisráðherra) skrifar grein í dag í Fréttablaðið og er hún í framhaldi af umræðunni um umdeilda grein hans í Morgunblaðinu fyrir skömmu, ,,Virkisturn í norðri."
Grein Ögmundar í dag er einnig svar við grein Sr. Þóris Stephensen í FRBL þann 21.ágúst.
Ögmundur gerir að umtalsefni svokallað IPA-styrki, sem lönd í aðildar og samningaferli gagnvart ESB geta fengið til að undirbúa mögulega aðild (burtséð frá því hvort hún verður samþykkt eða ekki!).
Hann talar m.a. um mörg ríki Austur-Evrópu, sem gengu í ESB árið 2004 og 2007. En það er þessi málsgrein sem vekur athygli ritstjórnar ES-bloggsins:
"Nú ber að hafa í huga að hvað snertir Austur-Evrópuríki sem gengu inn í ESB, að þau voru með innviði og stjórnkerfi sem var mjög frábrugðið ESB. Þau voru fjárvana og veitti án efa ekki af stuðningi við aðlögun að stjórnkerfi sambandsins. Sumt hefðu þau eflaust þurft að gera óháð aðlögun að ESB. Annað var beinlínis nauðsynlegt til að innlimun gæti átt sér stað."
Hvað er Ögmundur eiginlega að segja? Að þessi ríki hafi verið INNLIMUÐ í ESB? Það er einfaldlega algerlega út í hött. Öll þessi ríki SÓTTU um aðild að ESB, í kjölfar hruns þessa samfélagskerfis sem heitir kommúnismi!
Hvað myndu ráðmenn og almenningur í t.d. ríkjum Eystrasaltsins segja um þessi orð Ögmundar? Þessi ríki hafa nefnilega upplifað alvöru INNLIMUN, af hendi NASISTA og SOVÉTRÍKJANNA, í seinni heimsstyrjöldinni. Og þetta er dimmasti kaflinn í sögu þessara þjóða. Ögmundur veit það sjálfsagt.
Þetta er því ekkert annað en blaut tuska framan í þessar þjóðir og í raun sögutúlkun út í hött!
Bendum Ögmundi á að lesa um INNLIMUN OG HERSETU Sovétríkjanna í Eystrasaltinu t.d. hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2010 | 07:51
FRBL: Stuðningur eykst við aðildarviðræður
Fréttablaðið birtir í dag frétt þess efnis að stuðningur við aðildarviðræður við ESB haf aukist umtalsvert, en fréttin er svona:
" Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18. - 25. ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.
Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.
Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka, en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum. Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.
Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir," segir í tilkynningu frá Sterkara Íslandi"
Stuðningsmenn aðildarviðræðna og aðildar að ESB hljóta að fagna þessum niðurstöðum, en undanfarið hefur verið mikill þrýstingur frá Nei-sinnum um að draga umsóknina til baka. Og þar með TAKA FRÁ þjóðinni þann lýðræðislega valkost að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar þar að kemur.
1.9.2010 | 17:41
Jón Baldvin fór mikinn á Rás-2
Jón Baldvin Hannibalsson var gestur Morgunþáttar Rásar 2 í gærmorgun og ræddi þar Evrópumál af miklum krafti - eins og honum einum er lagið!
Hér má hlusta á þetta (er í miðjum "fælnum").
Fréttablaðið birti í morgun frétt sem tengist þessu, hér er hún Þar segir:
"Ísland semur ekki um undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins, heldur verður farið fram á sérlausnir, líkt og fordæmi eru fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gær.
Samningsstaða Íslands í sjávarútvegsmálum er mjög einföld. Efnahagslögsaga Íslands er algjörlega aðskilin efnahagslögsögu landanna við Norðursjóinn. Fiskveiðistofnarnir sem við nýtum eru að 85 prósentum algjörlega aðskildir og staðbundnir." Hann kveður aðeins farið fram á að íslenska efnahagslögsagan verði gerð að sérstöku fiskveiðistjórnunarsvæði.
Það er út af fyrir sig engin undanþága frá fiskveiðistjórnunaraðferðunum, sem eru að verða mjög svipaðar hjá báðum aðilum. Við segjum bara að út frá fordæmum sem eru til, bæði frá Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, að Ísland verði með sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði."
Það sama segir Jón uppi um landbúnað. Þar verður örugglega lögð höfuðáhersla á að fá svipaða niðurstöðu og Svíar og Norðmenn sem stunda landbúnað við erfiðar aðstæður."
1.9.2010 | 17:33
DV: Alþingi vill halda viðræðum áfram
DVhefur kannað hug þingmanna Íslands til aðildarviðræðna við ESB og er frétt um þetta í blaðinu í dag. Þar segir:
"Að minnsta kosti 36 þingmenn eru hlynntir því að halda áfram aðildarumsókn að ESB til enda og greiða því atkvæði gegn þingsályktunartillögu um að draga umsóknina til baka. Samkvæmt úttekt DV eru 24 fylgjandi tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka.
Í röðum stjórnarliða er jafnvel talið að enn fleiri séu hlynntir því að fylgja eftir aðildarumsókninni og vísa til væntanlegra hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar.
Að minnsta kosti 7 þingmenn stjórnarandstöðunnar hafna tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, Unnar Brár Konráðsdóttur og fleiri, um að draga umsóknina til baka. Þetta eru Þór Saari, Margrét Tryggvdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir, Þráinn Bertelsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir."
1.9.2010 | 17:28
Valgerður Bjarnadóttir: Er Evrópuumræðan bara karp?
Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar áhugaverða grein á bloggi sínu á eyjan.is um Evrópumál. Valgerður bjó lengi í Brussel og þekkir þessi mál mjög vel.
Fyrirsögn greinarinnar er: Er Evrópuumræðan bara karp?
Hún segir meðal annars:
,,Evrópusamstarfið byggir á hugsjónum um frið, frelsi og lýðræði. Efnahagslegt samstarf, sem byggir á frjálsum markaði en segir ekkert um eignarhald hefur skilað þjóðunum sem þar eru miklum hagvexti. Þjóðir vilja vera hluti af þessu samstarfi af því það kemur þeim vel bæði efnahagslega og einnig ástæðum sem á tillidögum er gjarnan teknar fram yfir efnahag sem sagt frelsi og lýðræði. Eins og ég sagði í upphafi þessara skrifa er mér illskiljanlegt hvers vegna fólk vill ekki vita með hvaða skilyrðum við gætum tekið fullan þátt í því samstarfi."
Valgerður svarar einnig þremur spurningum í grein sinni:
1) Hvað bendir til að við fáum sérlausnir eða díl í sjávarútvegi og landbúnaði?
2) Hvað hefur Ísland við evruna að gera þegar AGS segir að krónan bjargi landinu í þrengingunum nú.
3) Getur ESB bjargað sér út úr efnahagskrísunni verður fjárlögum aðildarríkjanna miðstýrt frá Brussel.
Til að sjá svör Valgerður geta menn lesið greinina í heild sinni á þessari slóð:
http://blog.eyjan.is/valgerdur/
1.9.2010 | 17:02
Sterkara Ísland með nýtt blogg
Sterkara Ísland hefur opnað nýtt blogg: http://sterkaraisland.blog.is/blog/sterkaraisland/
Bendum s.s. á það!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir