Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
14.1.2011 | 16:00
ÁFRAM ÍSLAND!
14.1.2011 | 08:56
Aðeins einn sannleikur á Bændablaðinu: ESB er vont! - Forysta bænda ritskoðar blaðið!
Rás tvö birti í gær afar athyglisvert viðtal við fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins, Þröst Haraldsson, en hann sagði upp störfum fyrir nokkrum vikum, vegna ritskoðunar formanna Bændasamtakanna og framkvæmdastjóra.
Þröstur, sem hefur tæplega 40 ára reynslu af blaðamennsku, sagði einnig í viðtalinu að "línan" sem lögð var hafi síðan verið sú að Bændablaðið skyldi skrifa GEGN ESB og ekkert annað.
DV skrifar frétt um málið og þar segir m.a: "Formaður bændasamtakanna og framkvæmdastjóri vildu fá að lesa allt efnið fyrirfram áður en það var birt.
Það urðu ýmsar deilur um það. Málið er ég held að þetta hafi verið óöryggi nýs framkvæmdastjóri til einhvers sem hann þekkti ekki. Hann getur ekki lifað við þá óvissu að það standi eitthvað í blaðinu annað en hann það sem hann vill, sagði Þröstur í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 í dag.
Þröstur sagði að sú stefna hefði verið sett að bændablaðið ætti að halda uppi málstað bænda gagnvart Evrópusambandinu. Það var beinlínis gerð sú krafa til okkar að við værum komnir í stríð gegn Evrópusambandinu og finna allt neikvætt um það, segir Þröstur og bætti við að forystumenn samtakanna hefðu sagt að það væru nóg af öðrum fjölmiðlum til að finna það jákvæða við Evrópusambandið. Þröstur segist ekki hafa verið sáttur við þennan þrýsting."
Þröstur segir að sú krafa hafi komið fram að blaðið yrði hreint áróðursblað með þessu markmiði; að tala bara neikvætt um ESB. Þessu neitaði Þröstur og ritstjórnin fylgdi honum að málum.
Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Bændasamtökin fá árlega um 500 milljónir frá Ríkissjóði til síns reksturs og á vegum þess starfa um 60 manns.
Sem er hlutfallslega miklui hærra en hjá ESB, en þetta myndi samvara því að uum 90.000 manns ynnu hjá sambandinu. Árip 2008 voru 37.000 manns á launaskrá hjá ESB og þjóna um 500 milljónum manna.
Nýr ritstjóri er tekinn við á Bændablaðinu, en það verður áhugavert að sjá hvernig hann "tæklar" þetta.
(Leturbreyting í DV tilvitnun - ES blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.1.2011 | 17:39
Evrópuvika hjá Þróunarfélagi Austurlands
Hugmyndin með Evrópuvikunni er að bjóða Austfirðingum upp á fræðslu, umræður og ráðgjöf um Evrópumál og Evrópustyrki. Ólíkum hagsmunaðilum var boðin þátttaka, ekki náðist að skipuleggja málþing með Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum,það verður haldið og auglýst síðar.
Mánudagur 17. janúar kl. 17-19, ÞNA Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.Fræðslufundur um Samningaviðræður við Evrópusambandið, helstu málaflokkar,staða viðræðna og næstu skref kynning frá fulltrúa utanríkisráðuneytisins og umræður.Miðvikudagurinn 19. janúar kl. 13 18. ÞNA Vonarlandi, Egilsstöðum.
Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi.Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkjaog samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana (www.evropusamvinna.is). Kjöriðtækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar, æskulýðsstarfs og atvinnulífs.
Dagskrá:13:00 13:10 Evrópusamvinna.is 13:10 - 13:55 Menntaáætlun EvrópusambandsinsComenius leik-, grunn- og framhaldsskólar Grundtvig fullorðinsfræðsla e-Tvinning rafrænt skólasamstarfLeonardo starfsmenntun. 13:55 14:25 Evrópa unga fólksins Kaffihlé 15:00 15:30 Evrópumenning 15:30 16:00 7. rannsóknaáætlun ESB, Euraxess evrópska rannsóknastarfatorgið. 16:00 16:30 NPP norðurslóðaáætlunin og NORA Norður-Atlantshafsnefndin 16:30 18:00 Fulltúar áætlananna verða til staðar fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.Fimmtudagurinn 20. janúar kl. 20 - 22 hjá ÞNA Vonarlandi Egilsstöðum.
Spurt og svarað um Evrópumálin - STERKARA ÍSLAND, hreyfing Evrópusinna
Á fundinum gefst tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við
aðildarviðræður og aðild að ESB.
Austurland í ESB - hvers má vænta?
Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur og stjórnarmaður í Sterkara Íslandi.
Tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB.
Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns.
Er austfirsk þekking útflutningsvara?
Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands.
Í lok fundarins verður stofnaður undirhópur fyrir Sterkara Ísland á Austurlandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2011 | 16:39
Teitur Atlason (í Svíþjóð) um sænskan landbúnað, ESB og kjúklinga
Hinn vinsæli DV-bloggari, Teitur Atlason, bloggar um sæsnkan landúnað og ESB, í nýjustu færslu sinni. Teitur segir:
"Fyrsta kúltúrsjokkið sem ég fékk eftir að ég flutti til Svíþjóðar, voru gæðin á matnum hérna. Búðirnar hérna eru æðislegar. Meir að segja "bónusinn" í Svíþjóð (sem heitir Willy´s) er dúndur-flottur. Flottustu búðirnar heita ICA og Hemköp.
En kjötið hérna. Maður minn góður. Það er æðislegt. Sænskur landbúnaður er sterkur og vörurnar eru frábærar. Alveg sama hvar maður treður niður. Smjör, ket, mjólkurvörur, kjúklingar.
Svíþjóð er í ESB eins og margir vita, en tala lítið um, og verandi í þessum ágæta samstarfi, þá verða Svíar að opna markaðinn sinn fyrir landbúnaðarvörum frá öðrum evrópuþjóðum. það innifelur í sér t.d danska kjúklinga sem eru sirka 30% ódýrari en þeir sænsku.
En hvernig bregðast sænskir kjúklingabændur við þessum ódýru kjúklingum. Jú það er gert með upplýsingum.
Það kom inn um lúguna bæklingur sem vakti athygli á muninum á kjúklingum frá á fyrirtækinu Kronfågel og ódýrum kjúklingum frá Danmörku (oftast þaðan)
Það er hamrað á því að sænskar kröfur eru harðari en þær í ESB og að eftirlit sé betra. það eru tiltekin mannúðarsjónarmið varðandi ræktun og slátrun og minnt á að salmonellusýkingar eru mikið fátíðari í sænskum kjúklingum en þeim ódýru frá Danmörku. Svo er það orðið á götunni sem er á eina lund. Þegar maður steikir danskan kjúkling, rýrnar hann um svona 30% en ekki sá sænski. þar með er verð-trompið Dananna fokið ofan í Eyrarsund.
Þetta gerir það að verkum að um 70% allra kjúklinga sem keyptir eru í Svíþjóð, eru sænskir."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2011 | 16:29
Ríkisskuldabréf rokseldust á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Jákvætt teikn, segja sérfræðingar
Portúgal tókst í gær og Spáni og Ítalíu í dag, að selja ríkisskuldabréf í stórum stíl.
Spánn seldi bréf fyrir 3 milljarða Evra í dag og var eftirspurnin meiri en menn höfðu vonað.
Ítalía seldi ríkisskuldabréf fyrir 6 milljarða Evra. Við þetta stigu markaðir í Róm og Madríd og Evran styrktikst gagnvart dollar.
Allt þetta eru talin jákvæð teikn þess að ákveðinn stöðugleiki sé að komast á í hagkerfum Evrópu.
Financial Times fjallar m.a. um þetta.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2011 | 16:14
Hvað eru Nei-sinnar eiginlega að lesa?
Á heimsíðu Nei-sinna eru stutt "frétt" um að aðildarviðræður í Króatíu sé að valda ólgu í landinu og stuðningur við aðild sé lítill, eða eins og segir í "fréttinni": ...,,ein könnun segir 38 prósent þjóðarinnar fylgjandi en önnur 26 prósent..."
Hvaða kannanir eru Neis-sinnar eiginlega að lesa? Í könnun sem ES-bloggið hefur lesið segir hinsvegar að stuðningur sé VAXANDI við aðild í landinu, eða eins og segir í frétt:
"Support among Croatians for European Union membership has significantly grown in the past months, according to a poll released Thursday.
Some 76 percent of those polled said they would participate in a referendum on Croatia's EU membership; 64 percent of respondents said they would cast a 'Yes' vote, showed the survey conducted by the Ipsos Plus agency.
The numbers are 12 percent higher then those from one of the previous polls done in June, results showed."
ÞETTA ER KÖNNUN FRÁ ÞVÍ Í DESEMBER, en þarna kemur fram að 64% muni segja JÁ við aðild að ESB!
Og um er að ræða 12% aukningu frá könnun í júní í fyrra.
Könnunin er gerð af franska fyrirtækinu Ipsos.
Þá er að spurningin, hvaða kannanir eru Nei-sinnar að lesa? Kannanir meðal Nei-sinna kannski?
13.1.2011 | 15:54
Twitter-málið á dagskrá Evrópuþingsins-óskað eftir skýringum frá BNA
Hið svokallað "Twitter-mál" hefur vakið athygli, en bandarísk yfirvöld vilja t.d. fá að komast í Twitter-virkni og gögn Birgittu Jónsdóttur, alþingiskonu.
Það eru þingmannahópur frjálslyndra á Evrópuþinginu (ALDE), sem hefur lagt fram munnlega fyrirspurn um málið, en frá þessu er sagt á vefsíðunni www.thinq.co.uk
Vilja þingmennirnir m.a. fá úr því skorið hvort Bandarísk stjórnvöld hafi brotið evrópska löggjöf um friðhelgi einkalífsins, með aðgerðum sínum.
Í tilkynningu frá ALDE-þingmannahópnum segir: "The EU should as a matter of urgency ask the US authorities for clarifications on the subpoenas imposed on Twitter and most probably on other private companies to provide personal information and communications of persons - including EU citizens - they consider to be related to Wikileaks. The Commission should explain if EU data protection rules have been violated and if the US authorities have jurisdiction to impose the lifting of EU citizens' privacy rights."
Hér er s.s. farið fram á að ESB óski eftir skýringum á þessu máli og þeirrar spurningar spurt hvort bandarísk yfirvöld hafi í raun vald til þess að ganga framhjá evrópsku einkalífslöggjöfinni í þessu sérkennilega Twitter-máli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eistland tók upp Evru um áramótin og verður mjög fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Þetta hefur farið vel af stað og í Baltic Business News er fjallað um þetta í leiðara. Þar segir að útlitið sé gott:
"One indication of euro's positive impact is the stock market. In four days when Estonia has been in the eurozone, share prices in Tallinn have gone yup by 8.5% with respectable turnover. There are many local Estonian investors among the people who are now investing in shares.
Many were surprised to read at the beginning of this year that Tallinn was one of the best-performing stock markets last year and saw its share index go up 75% during a year. Also stock analysts are fairly optimistic about 2011."
S.s. fjárfesting í hlutabréfum tók kipp, og markaðurinn í Tallin var einn af þeim bestu á síðasta ári.
Í Fréttablaðinu í dag er Eistland einnig til umfjöllunar og í frétt segir:
"Eistland Útflutningur frá Eistlandi nam 860 milljónum evra (132,4 milljörðum króna) í nóvember síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum eistnesku hagstofunnar. Aukning frá fyrra ári nemur 48 prósentum að því er fram kemur í umfjöllun Baltic Business News.
Í umfjöllun Bloomberg fréttastofunnar segir að vöxtinn sé helst að rekja til aukinnar eftirspurnar í Svíþjóð og Finnlandi, en þar sé að finna helstu markaði Eistlands, sem tók upp evru í þessum mánuði. 69 prósent útflutnings Eista eru til landa Evrópusambandsins.
Haft er eftir Hagstofu Eistlands að útflutningur hafi aldrei áður verið meiri í einum mánuði. Fram kemur hjá Bloomberg að hagkerfi Eista, sem er það næstminnsta í ESB á eftir Möltu, hafi skroppið saman um nærri fimmtung árin 2008 og 2009 vegna áhrifa af sprunginni eignabólu og fjármálakreppu heimsins. Nú geri spár hins vegar ráð fyrir 3,9 prósenta árlegum hagvexti á þessu ári og næsta, eftir 2,5 prósenta vöxt í fyrra."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2011 | 17:50
Hefur Árni Þór kúvent?
Önnur frétt sem vakti athygli í dag var forsíða Fréttablaðsins þar sem sagði: "ESB-viðræðunum kann að verða slitið þyki ástæða til" og þar segir: "Ekki er fullvíst að viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði lokið með samningi sem borinn verður undir þjóðina. Áður en af því getur orðið kann sú staða að koma upp að Alþingi endurmeti aðildarumsóknina. Þetta er mat Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
"Það getur vel verið að þær aðstæður komi upp að það þurfi að ræða það í þinginu hvort við eigum að halda þessu ferli áfram. Að við þurfum á einhverjum tímapunkti að meta okkar hagsmuni upp á nýtt í ljósi þeirrar þróunar sem verður í viðræðunum. En sá tímapunktur er ekki kominn," segir Árni Þór."
Í frétt á Pressunni er haft eftir Bjarna Benediktssyni að þetta sé kúvending hjá Árna Þór. En hvar er kúvendingin? Það væri fróðlegt að heyra það frá Árna sjálfum, sem hefur tekið á málinu af miklu raunsæi. Hann hleypur ekki á eftir hagsmunum einhverra Nei-hreyfinga, heldur vinnur hann eftir samstarfssamkomulagi ríkisstjórnarflokkanna, sem eru sammála um að vera ósammála í ESB-málinu, en að hefja aðildarviðræður og leggja málið í dóm kjósenda.
Það eru hinsvegar margir sem sjá RAUTT við þá tilhugsun að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning að ESB!
Okkur á ES-blogginu sýnist frétt FRBL vera einhverskonar fræðilegar pælingar um það sem mögulega geti gerst, ef þannig aðstæður skapist!
Þær hafa hinsvegar ekki skapast og ekkert sem segir að þær muni yfirhöfuð skapast!
En ESB-málið er RÆKILEGA á dagskrá!
12.1.2011 | 15:21
Nei-sinnar algerlega að fara á límingunum! Enda styttist í aðildarviðræður! Mögnuð "frétt" MBL!
Það er heldur nöturlegt að sjá hvernig andstæðingar aðildarviðræðnanna við ESB eru gjörsamlega að fara á límingunum, nú þegar styttist í upphaf SAMNINGAVIÐRÆÐNA Íslands og ESB.
Við erum að tala um forsíðu Morgunblaðsins í dag, þar sem sagt er frá því sú staða geti komið upp að samninganefnd ESB muni slíta viðræðunum! Orðrétt segir í frétt Agnesar Bragadóttur, undir fyrir fyrirsögninni Óttast örg viðbrögð ESB:
"Ákveðnir viðmælendur Morgunblaðsins telja, að verði skilyrði Íslands í samræmi við greinargerð meirihluta utanríkismálanefndar, sem hljóti að teljast eðlileg krafa, geti sú staða komið upp, að samninganefnd ESB slíti viðræðunum við Íslendinga."
Hverjir eru þessir "ákveðnu viðmælendur" ? Hvaða véfréttadæmi er þetta eiginlega? Af hverju getur Morgunblaðið ekki komið eins og það er klætt til dyranna?
Trúverðugleikinn er ekkert rosalega hár í svona fréttum.
Og heldur Agnes virkilega að samningamenn ESB muni fara á límingunum þegar þeir sjá kröfur Íslendinga? Hreint kostulega hugmynd.
Sennilega er að finna vönustu samningamenn Evrópu innan Evrópusambandsins, sem á undanförnum árum hafa samið við fjöldamörg ný aðildarlönd, sem hvert og eitt hefur verið með sínar kröfur og hugmyndir.
Samningamenn ESB kalla því ekki allt ömmu sína í þeim efnum og það ætti jú ritstjóri MBL að vita!
Kröfur og markmið okkar Íslendinga hafa verið þekkt lengi, eins og bent var á hér á blogginu í gær.
INNIHALD FRÉTTAR MBL. ER ÞVÍ EKKI-FRÉTT!
Hér er því aðeins um að ræða enn eina tilraun Morgunblaðsins til að slá ryki í augu fólks í sambandi við ESB-málið. Allir vita jú hvaða "hagsmunir" eru að baki Morgunblaðinu!
Eigum við að hlæja eða gráta?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir