Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
11.1.2011 | 21:49
Evran í Speglinum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 21:35
Næst: Skilyrði um að veðrið verði gott?
Á RÚV segir í frétt: "Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri Grænna segir orðið tímabært að setja fram samningsskilyrði Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu. Hún segir að á fundi þingflokks VG í gær hafi verið farið yfir stöðuna í umsóknarferlinu, auk þess sem fjallað hafi verið um sjávarútvegsmál."
Hvað kemur næst? Skilyrði um að veðrið verði gott?
Hverskonar umræða er þetta? Eða heldur Lilja að Íslendingar muni ganga eins og villuráfandi sauðir til samninga við ESB?
Eða er hún kannski að segja að stilla eigi ESB upp við vegg? Setja afarkosti?
Umræðan um ESB-málið er ansi skrýtin á köflum, það verður bara að segjast eins og er. Einu sinni var til orð, "Kremlarlógía". Þetta er svipað.
Til upplýsingar: Hverjum samningahópi gagnvart ESB var fært svokallað ERINDISBRÉF, þar sem MARKMIÐ í hverjum málaflokki eru tíunduð. í sambandi við sjávarútvegsmál segir t.d. þetta:
"Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar (137. löggjafarþing, þingskjal 249) skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett í samningaviðræðunum: Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Þá skulu samningahópur EES II og samningahópur um sjávarútvegsmál hafa með sér samráð að því er varðar fjárfestingar í sjávarútvegi og nýtingu sjávarspendýra."
Hægt að lesa allt hér!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 17:34
Snilldarmynd Gunnars Karlssonar í FRBL um helgina
Teiknari Fréttablaðsins, Gunnar Karlsson, átti hreint stórkostlega mynd um helgina. Látum myndina tala:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 17:18
Líður að upphafi kynningarmála um ESB á Íslandi
Hægt og sígandi líður að upphafin hinna eiginlegu samningaviðræðna Íslands og ESB, en áætlað er að þær hefjist í marsmánuði, eða eftir 7-8 vikur.
Í Fréttablaðinu í morgun stóð:"Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum.
Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?" skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember.
Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu."
11.1.2011 | 16:25
Vísbending: Er aðlögun að Evrópu hættuleg?
Í myndarlegu jóla og áramótahefti Vísbendingar var stórum hluta blaðsins varið í góða Evrópuumfjöllun. Þar er m.a. að finna þessa grein: ER AÐLÖGUN AÐ EVRÓPU HÆTTULEG?
Eitt af því sem talað er um vegna aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið er að krafist sé aðlögunar Íslands að reglum þess. Ekki þarf að efast um að Íslendingar munu þurfa að laga sig að Evrópusambandinu ef samningar nást. Það gleymist hins vegar í umræðunni að þjóðin hefur verið í aðlögun að Evrópusambandinu í sextán ár, eftir að ákveðið var að ganga inn í Evrópska efnahagssvæðið. Á sínum tíma upplýsti Davíð Oddsson um að Íslendingar hefðu að meðaltali tekið upp eina reglugerð, lög eða tilkynningu frá Evrópusambandinu frá því að þjóðin gekk í EES.
Enginn spyr um það í hverju aðlögunin nú er fólgin. Ásmundur Einar Daðason sagði það í sjónvarpinu í nóvember 2010 að mestur hluti af þessari aðlögun væri ágætur. Hann nefndi reyndar engin dæmi um hið gagnstæða. En hann vildi ekki hrinda breytingunum í framkvæmd vegna þess að þær kæmu frá Evrópu. Hann mun hafa lagt til að Íslendingar tækju upp fríverslun við Bandaríkin. Allt er betra en Evrópa.
Á sínum tíma var annar vinstri maður, Halldór Laxness, óhræddur við að Íslendingar löguðu sig að ákveðnum siðum útlendinga. Hann vildi sem sé að þeir tækju upp á því að þvo sér og bursta tennurnar. Sem betur fer löguðum við okkur flest að þessum evrópsku siðum áður en baráttan gegn útlendum venjum komst í tísku á ný.
Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, var spurður um það þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu hvort Maltverjar hefðu ekki þurft að fara í aðlögun áður en þeir gengu í Evrópusambandið. Borg kvað það satt vera. Sérstaklega hefði margt þurft að laga í landbúnaði. Þeir hefðu ákveðið að skoða vandlega hvað það væri sem helst væri að og byrjað á breytingum sem blasti við að þeir þyrftu að gera hvort sem þeir færi í ES eða ekki.
Það voru býsna mörg atriði. Landbúnaður er lítill hjá okkur, sagði Borg, eitthvað milli eitt og tvö prósent af vergri landsframleiðslu, en það var mjög margt að. Þess vegna var þetta kærkomið tækifæri til þess að breyta hlutunum, hvernig sem aðildarumsóknin færi.
Á Íslandi vita starfsmenn Landbúnaðarráðuneytisins ekki um hvað aðlögunin snýst, því að ráðherrann hefur bannað þeim að kynna sér það. Það hefur verið gagnrýnt harðlega af Bændasamtökunum að ráðuneytið beiti sér ekki af krafti í samningaviðræðunum og tefli fram færustu sérfræðingum.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er talað um að nauðsynlegt sé að bæta stjórnkerfið á Íslandi. Stjórnsýslan sé ein af meinsemdum þjóðfélagsins og nauðsynlegt sé að bæta hana. Nú býðst Evrópusambandið til þess að gefa okkur fjóra til fimm milljarða króna til þess að sníða ýmsa ágalla af. Einmitt það sem við þurfum að gera. Við megum velja hvað við lögum fyrst. En margir láta eins og á Íslandi er besti heimur allra heima og engu megi breyta, þó að það sé til bóta. Landbún- aðarforystan segist ekki vilja breyta stjórnkerfi landbúnaðarins. Kannski er það vegna þess að þá missir hún spón úr aski sínum. Starfsmenn Bændasamtakanna eru um 60, miklu fleiri en hjá sambærilegum hagsmunasamtökum sem vinna fyrir mun stærri stéttir. Ein af breytingunum sem Íslendingar eiga þegar að vera búnir að hrinda í framkvæmd skv. EESsamningnum er að færa hagskýrslugerð um landbúnað yfir í Hagstofuna. Þá yrðu tölur frá Íslandi sambærilegar við tölur annars staðar í Evrópu.
Íslendingum bjóðast nú styrkir frá Evrópusambandinu til þess að gera umbætur á stjórnkerfi sínu. Jafnvel umbætur sem falla undir EES-samninginn. Sumir þeir sem hæst tala um hve dýrt umsóknarferlið sé eru jafnframt harðastir á því að þiggja ekki styrki til þess að gera það sem yrði þjóðinni til framdráttar. Í raun eru menn að hafna fundnu fé, því að flestar breytingarnar verða eflaust gerðar hvort sem er, því að íslenska stjórnsýslan er gölluð um svo margt eins og menn urðu áþreifanlega varir við í hruninu. Þess vegna væri rétt að fagna aðlögunarferlinu sem umbótaferli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 15:00
Evrópusamvinna - kynning
Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 13. janúar 2010 kl. 15-17.30.
Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs. Einnig verða kynntar nokkrar norrænar áætlanir.
Í febrúar eru helstu umsóknarfrestir Leonardo áætlunarinnar. Samhliða sameiginlegu kynningunni verður sérstök kynning á Menntaáætlun ESB kl. 16 á Háskólatorgi, 3ju hæð, herbergi HT303.
Áhugasamir vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupóst til lme@hi.is
Vefsíða: www.evropusamvinna.is
Sjá einnig á RANNÍS, en þar segir: "Íslendingar hafa aðgang að fjölda Evrópuáætlanna í gegnum EES samninginn og hafa verið mjög virkir í Evrópusamstarfi allt frá því hann tók gildi. Í gegnum samstarfsáætlanir Evrópusambandsins er hægt að sækja styrki og stuðning innan flestra sviða menntunar og atvinnulífs og má þar telja áætlanir á sviði menntunar á öllum stigum, menningar, rannsókna og vísinda, jafnréttis, vinnumiðlunar og fyrirtækjasamstarfs. Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 14:18
Eurovision nálgast!
Söngvakeppnin sem margir elska að elska og margir elska að hata, nálgast: Eurovision!
Keppnin verður að þessu sinni haldin í Þýskalandi, en Þjóðverjar unnu í fyrra með laginu "Satellite"
RÚV hefur opnað heimasíðu, en við verðum með í ár: http://vefir.ruv.is/songvakeppnin/
Þar er að finna helling af poppmúsik, sem er jú frá Evrópu!
Fyrir áhugamenn er svo hér síða á Wikipedia;
http://en.wikipedia.org/wiki/Eurovision_Song_Contest_2011
Besti árangur Íslands er annað sætið, það "vantaði herslumuninn" eins og Bjarni Fel hefði sagt!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 13:58
Vorfundaröð Samfylkingarinnar um Evrópumál hafin
Þrátt fyrir að reynt sé eftir fremsta megni (af andstæðingum ESB og nei-sinnum) að lýsa ESB-málið dautt, er svo ekki raunin. Umræðan í fjölmiðlum um síðustu helgi er bara gott dæmi þess að ESB-málið er sprelllifandi!
Samfylking stóð fyrir fínni herferð um Evrópumál fyrir áramót í hádeginu á Sólon (Bankastræti) á þriðjudögum og heldur því áfram. Um að gera að hamra járnið meðan það er heitt!
Í dag ræddu Dagur B. Eggertsson og Óttar Proppé um möguleikana fyrir borgir og sveitarfélög í ESB-samstarfi.
Á næsta fundi, eftir hálfan mánuð verða það Halldór Hermannsson, skipsstjóri að Vestan og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sem ræða málin.
Á þessari krækju er að finna dagskrá vorfunda Samfylkingarinnar um Evrópumál.
Gott mál, Samfylking!
10.1.2011 | 13:30
Guðmundur Andri: Öflugir liðsmenn
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skrifar "sterkan" pistil í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Fyrirsögnin er: Öflugir liðsmenn. Guðmundur Andri skrifar:
"Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur.
Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.
Atlamál
Þó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi.
Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar."
Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu.
Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi."
Allur pistill Gunðmundar Andra
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2011 | 16:32
Guðbjörn Guðbjörnsson á Eyjunni: Hvað vitum við?
Guðbjörn Guðbjörnsson skrifar ítarlegan pistil um ESB-málið á Eyjubloggi sínu og segir þar m.a.:
"Að mínu mati vita hinir hefðbundu íslensku stjórnmálaflokkar því að stóru leyti hvaða samningur bíður okkar. Þessari vitneskju um ESB og sumu um samninginn við AGS hefur verið dreift til ákveðinna þingmanna og ráðherra. Í forkönnunarviðræðum Ingibjargar og Össurar hefur þegar komið í ljós að við munum fá sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði auk sérlausnar fyrir íslenskan landbúnað. Ég er því algjörlega sammála Eiríki Bergmanni Einarssyni enda búinn að lýsa svipuðum hugmyndum á bloggi mínu nýlega að nýlegar hugmyndir Seðlabankans eru ekkert annað en vegvísir í átt að myntbandalaginu og upptöku evru og það sama má segja um stefnu ríkisstjórnarinnar Ísland 2020″. Að auki fullyrði ég að hugmyndir Seðlabanka Íslands varðandi peningamál hefðu aldrei verið settar fram án samráðs við Seðlabanka Evrópu. Að mínu mati liggur fyrir samkomulag milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu um framkvæmd þeirrar stefnu, sem þar er tilgreind og gæti sú samvinna hafist fyrr en seinna. Ef grunur minn reynist réttur og að í raun sé svo í pottinn búið að þegar sé búið forsemja um erfiðustu málin þótt að sjálfsögðu eigi eftir útfæra mörg mikilvæg atriði þá erum við svo sannarlega á réttri leið hvað mörg mál varðar.
Máli mínu til stuðnings bendi ég á að Geir Hilmar Haarde hafi varla gert tilraun að snú Sjálfstæðisflokknum í átt að ESB aðild í byrjun árs 2008, ef hann hefði ekki vitað hvað var í boði að hálfu ESB. Ég hef jafn litla trú á að Steingrímur J. Sigfússon og forusta VG sé til í að leggja framtíð flokksins að veði til að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum, nema að þau viti í grófum dráttum að samningurinn verður okkur hagstæður og að VG og þjóðin muni að lokum samþykkja hann. Á sama hátt má útskýra hversu róleg Samfylkingin er þótt á móti hafi blásið. Þessa ró er aðeins hægt að útskýra með því að þau telja sig nokkuð örugg um mjög góðan samning. Það verður að líta á andstöðu ýmissa þingmanna innan VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þ.e. sérhagsmunagæsluliðsins fyrir landbúnað og sjávarútveg í því ljósi, að þessir þingmenn viti meir en þeir mega eða vilja gefa upp. Heimssýnar þingmönnum er ljóst að samningurinn verður góður og af þeim sökum er reynt að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um hann. Heildarhagsmunir þjóðarinnar skipta þessa þingmenn minna máli en eigin hagsmunir og sérhagsmunir lítils hluta þjóðarinnar. Það er einmitt þessi litli hluti þjóðarinnar, sem tryggir Heimssýnar þingmönnum þingsætin með atkvæðum sínum og fjárframlögum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir