Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

ESB-málið er rækilega á dagskrá - sterk öfl vilja taka það af dagskrá

esbis.jpgÍ öllum spjallþáttum helgarinnar; Vikulokunum-R1, Sprengisandi Bylgjunnar og Silfri Egils-RÚV, var ESB-málið mjög fyrirferðamikið, sennilega um 65-70% þess tíma sem var í boði.

Nei sinnar reyna að draga úr mikilvægi málsins á sínum vefsíðum, "Nei-sinna-þingmenn" leggja fram tillögur um að draga málið til baka og hefta þannig framgang þess. Oftar en ekki með fáránlegum rökum, eins og að atkvæðagreiðslan um umsóknina hafi verið "ósannfærandi." 

Það mætti nú breyta ýmsum atkvæðagreiðslum í stjórnmálasögunni ef farið væri eftir svona léttvægum rökum.

Stjórnmál snúast að miklu leyti um málamiðlanir og samkomulag og það er akkúrat það sem er í gangi í sambandi við ESB-málið. Það er samkomulag um það á milli VG og Samfylkingar að láta ESB-málið vera í þeim farvegi sem það er í!

Það geta bara sumir einstaklingar alls ekki sætt sig við.

ESB-málið er það mikilvægasta sem stjórnmálamenn og landsmenn munu glíma við, eftir að "kreppuaðgerðum" sleppir! 

Afstaðan til Evrópu er lykilspurning íslenskrar þjóðar. 

Viklulokin

Sprengisandur 

Silfur Egils 

 


Hallur Magnússon um ESB-málið

Hallur MagnússonFramsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, gerir ESB-máilið að umfjöllunarefni í pistli á Eyjunni. Ýmsir hafa verið að reyna að draga í efa og gera lítið úr samþykktum Framsóknarflokksins um Evrópumál, þ.á.m. Evrópuvaktin. Hallur skrifar: " Ég rataði á radar Evrópuvaktarinnar í kjölfar þess að ég birti skýra stefnu Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið á blogginu, en sú skýra stefna hefur farið afar illa í aðstandendur Evrópuvaktarinnar. Evrópuvaktin er vefmiðill harðra andstæðinga Evrópusambandsins.

Það skemmtilega er að fyrirsögn fréttarinnar er „ESB-framsóknarmenn gera hosur sínar grænar fyrir stjórnarflokkunum“ og með fylgir mynd af Halli Magnússyni!

Reyndar segir Evrópuvaktin „Framsóknarbloggarinn Hallur Magnússon, sem sagði sig að vísu úr Framsóknarflokknum 1. desemer 2010, segir á vefsíðu sinni 7. janúar að aðildarviðræður að Evrópusambandinu ættu ekki að trufla Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn, þótt þær trufli vinstri græna.“

Allt satt og rétt.

Evrópuvaktin reynir að færa rök fyrir því að hlutar skýrar ályktunar Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við ESB – sem hefst á orðunum: „Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. “ – gangi ekki lengur."

Síðar skrifar Hallur: "Aðstandendur Evrópuvaktarinnar ættu að vita að eiginlega samningaviðræður við ESB hefjast núna í marsmánuði – hingað til hefur vinnan falist í greiningarvinnu – hvað liggi klárt fyrir eftir 15 ára aðlögunarferli Íslands á grunni samningsins um Evrópska efnahagssvæðið – og hvað þurfi að semja um.

Ríkisstjórnin ætti að sjálfsögðu að fara eftir ályktun Framsóknar og leita nú þegar eftir að það verði: „…gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.“

Mögulega hefur slíkt þegar verið rætt – allavega byggir nýsamþykkt stefnumótun ríkisstjórnarinnar á aðgerðum sem miða að upptöku evru."


Allur pistill Halls 


"Skessuhornið" á Sprengisandi Bylgjunnar

smeÍ þætti Sigurjóns M. Egilssonar (mynd), Sprengisandi, í dag var svokallað "Skessuhorn" en þar mættur Unnur Brá Konráðsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Mósesdóttir. Þar var m.a. rætt um ESB-málið og þá tillögu Unnar að leggja fram tillögu (aftur) um að draga umsóknina til baka. Unnur segir þetta vera gamla tillögu og því er þetta eins og sagt er; "endurtekið efni"!

En athyglisvert var að í samband við nýja Framtíðarsýn  og 2020-áætlun ríkisstjórnarinnar, sem m.a. inniheldur ákveðna hluti sem sagðir eru líkjast Maastricht-skilyrðum ESB um upptöku Evru, sagði Unnur Brá að Maastricht-skilyrðin séu bara "ágæt"!

Samt vill hún vinna gegn því að þeim verði náð, þar sem aðild að ESB er m.a. eitt "verkfærið" til þess! 

Ólína Þorvarðardóttir sagði um þessa "draga-umsókn-til-baka-tillögu" Unnar: "Pólitískt glapræði."

Varla er hægt að vera meira sammála Ólínu!

Veið bendum ENN OG AFTUR á þau mistök sem Malta gerði, en það var einmitt að frysta umsókn sína að ESB, en það frost stóð í um tvö ár. Menn eru sammála um að þetta hafi verið mikil mistök! 

Látum ekki þetta henda okkur!

Heitar umræður voru í "Skessuhorninu", vægast sagt, m.a. um sjávarútvegsmál. 


Gylfi Zoëga: Hugleiðingar um peningamálastefnu

gylfi-zoegaNý grein eftir Dr. Gylfa Zoëga, um efnahagsmál, hefur vakið athygli margra. Ágrip greinarinnar hljómar svona: 

"Í ritgerð þessari er umgerð stjórnar peningamála árin 2001-‐‑2008 lýst, farið yfir þá veikleika sem komu í ljós á þessum árum og lagðar til breytingar sem ætlað er að koma í veg fyrir að stjórnvöld missi stjórn á efnahagslífinu aftur. Lagt er til að bæði stjórntækjum og markmiðum Seðlabankans verði fjölgað. Þannig muni hann leitast við að hemja aukningu útlána bankakerfisins og skuldsetningu einkaaðila í framtíðinni auk þess sem hann reyni að ná verðbólgumarkmiði sínu. Gerðar verði breytingar á húsnæðislánakerfinu þannig að vextir á húsnæðislánum verði háðir vöxtum Seðlabankans og útlán í erlendri mynt til aðila sem hafa tekjur í krónum verði bönnuð. Jafnframt hækki yfirvöld peningamála lágmark eiginfjárhlutfalls viðskiptabanka ef þeir eru orðnir svo stórir að fjármálastöðugleika er ógnað eða hafa stækkað of ört; unnt sé að skattleggja stutt lán viðskiptabanka og einnig leggja skatt á lántökur einstaklinga og fyrirtækja og/eða umbuna þeim sem greiða niður skuldir sínar;lækka hámarkshlutföll lána af kaupverði fasteigna í uppsveiflu og Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaði til þess að jafna gengissveiflur. Jafnframt er lagt til að viðskiptabönkum verði bannað að reka fjárfestingastarfsemi."

Hægt er að lesa alla greinina hér, á vef Vilhjálms Árnasonar, "róttæks vinstrisinna" eins og hann kynnir sig sjálfur. 


Þorsteinn Pálsson um gjalmiðilsmál frá Kögunarhólnum

Þorsteinn PálssonÍ helgarpistli sínum af Kögunarhóli, ræðir Þorsteinn Pálsson m.a. um leiðir í gjaldmiðilsmálum og talar um nokkrar leiðir í þeim efnum:

"Færar leiðir eru nokkrar. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir í nýlegri fræðigrein að líklegast sé að tvö kerfi standi af sér áföll: Annars vegar krónan í skjóli gjaldeyrishafta og hins vegar evra með aðild að Evrópusambandinu. Þetta hlýtur þó að fara nokkuð eftir því hvaða markmið menn setja sér. Minni áhersla á stöðugleika fjölgar leiðunum en eykur líkur á áföllum.

Stöðugleikamarkmiðið er helsta kappsmál launþega. Atvinnufyrirtækin horfa á stöðugleika og samkeppnisstöðu. Fyrir hrun var ekkert tillit tekið til samkeppnishæfni venjulegra fyrirtækja við framkvæmd peningastefnunnar. Fyrir þá sök sætti hún gagnrýni frá talsmönnum þeirra og launþega. Hins vegar voru hluthafar í eignarhaldsfélögum og bönkum afar ánægðir meðan ævintýrið stóð sem hæst.

Króna með gjaldeyrishöftum getur tryggt stöðugleika. Hún dregur á hinn bóginn úr hagvexti og rýrir kjörin. Þremur árum eftir að hrun krónunnar fór af stað eru enn engar horfur á útflutningshagvexti. Eigi að tryggja stöðugleika með krónu án beinna hafta þarf gífurlega öflugan gjaldeyrisvarasjóð og margs konar takmarkanir á bankaviðskiptum og útlánastarfsemi ásamt með mun harðari aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum. Við getum þá þurft að velja milli gjaldeyrisvarasjóðs og mikilvægra velferðarviðfangsefna.

Evran krefst einnig viðvarandi aðhaldssemi í stjórn peningamála og í ríkisbúskapnum. Hún kallar þó ekki á að velferðarverkefnum verði fórnað fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Á hinn bóginn þarf vinnumarkaðurinn að sýna fram á sveigjanleika þegar breytingum á samkeppnisstöðu verður ekki mætt með gengislækkunum.

Öllum leiðum fylgja þrautir. En hjá valinu verður ekki komist. Þrautirnar verða mestar ef þegja á málið í hel með staðhæfingum um að önnur mál séu nú brýnni. Þeir sem þannig tala segja ekki satt og ráða ekki heilt."

Allur Kögurnarhóll Þorsteins 


FRBL: Krónan og kaupmátturinn

FRBLÍ leiðara FRBL í gær var fjallað um krónuna og kaupmáttinn og þar skrifar Ólafur Þ. Stephensen:

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að líklega hefðu launamenn hvergi í heiminum farið verr út úr bankahruninu en Íslendingar. Hann benti jafnframt á þá staðreynd að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunarinnar er vegna hruns krónunnar; það þurrkaði upp 15 prósent af dagvinnulaunum fólks. Vegna minni atvinnu hafa ráðstöfunartekjur heimilanna minnkað enn meira en sem því nemur, eða um rúmlega tuttugu prósent.

Í umræðum um bankahrunið er stundum talað eins og það sé raunhæft markmið að koma lífskjörum almennings fljótlega aftur í sama horf og þau voru árið 2007. Það er því miður aðeins óskhyggja. Þau lífskjör byggðust á útblásnu bóluhagkerfi og hátt skráðum gjaldmiðli. Það mun taka langan tíma að ná aftur sama kaupmætti og það viðurkennir forseti Alþýðusambandsins. Hann segir að fyrir millitekjufólk, sem hefur orðið fyrir enn meiri kaupmáttarskerðingu en fólk með lágar tekjur, taki sennilega áratug að vinna upp skerðingu síðustu ára."

Allur leiðarinn 


Á hvaða plánetu er Ásmundur Einar?

Asmundur-Kastljós 5-1-2001Í þættinum Vikulokin á Rás1 í dag var ESB-málið mikið til umræðu. Í þættinum voru foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason (einnig þingmaður), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður.

Gjaldmiðilsmálin voru rædd, en það sem vakti athygli ritara var umræða Ásmundar um þessi mál. Hann sagði s.s. fullum fetum í þættinum að Ísland gæti alveg tekið upp aðrar myntir og nefndi þar DOLLAR, Sænska krónu og NORSKA krónu! Einnig að við gætum tekið upp evruna EINHLIÐA.

Veit Ásmundur Einar ekki að Norðmenn hafa ALGJÖRLEGA ÚTILOKAÐ upptöku norskrar krónu hér á landi! Hvar hefur Ásmundur verið? Á MARS eða? 

Bendum Ásmundi á þessa frétt Morgunblaðsins, en í henni segir m.a.:

"Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir því að taka upp norska krónu og hann fái því ekki séð að mikil alvara liggi að baki slíkum hugmyndum. Íslendingar hafi ekki mikil viðskipti við Noreg og það geti auðvitað dregið úr áhuganum. Norðmenn hafi ekki eytt miklum tíma í að hugleiða þetta og sjálfur treysti hann sér ekki til að taka afstöðu til þess að óyfirveguðu máli." (Leturbreyting, ES-blogg)

Þetta er svo ruglingslegur málflutningur hjá Ásmundi Einari að það vart hlustandi á þetta!

Er hann kannski á leiðinni til Stokkhólms eða Washington í gjaldmiðlaviðræður? Hverskonar stefna er þetta eiginlega?

Hafa Nei-sinnar ekkert bitastæðara fram að færa? Svarið er NEI! 


Evruskilyrði - markmið?

Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá nýjum efnahags og þróunarmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í frétt á Eyjunni segir einnig: " Eiríkur Bergman segir að þau efnahags og þróunarmarkmið sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun vera skýra vísbendingu um að stefnt sé að því að taka upp evru á næstu árum. Þetta kom fram í kvöldfréttum sjónvarps fyrr í kvöld.

Eiríkur segir að þrjú af fimm efnahags- og þróunarmarkmiðum sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun sem hluti af stefnumótuninni Ísland 2020, séu svo lík þeim skilyrðum sem sett eru fyrir upptöku evru að vart geti um tilviljun verið að ræða."

Peningamál í Speglinum - Arnór Sighvatsson

Arnór SighvatssonHér er að finna viðtal við Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands um peningastefnu Íslands. Það er Jón Guðni Kristjánsson, sem vann viðtalið:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4537554/2010/12/20/1/  

Mynd: VB MYND/BIG (Viðskiptablaðið) 


Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið í ESB-málinu?

EyjanÞað er merkilegt hvernig Nei-sinnar reyna að snúa upp á raunveruleikann í umfjöllun sinni um ESB-málið.

Það er farið að minna á þá þekktu setningu að í stríði sé sannleikurinn fyrsta fórnarlambið

Þetta er skrifað vegna skrifa Eyjunnar um könnun á mikilvægum verkefnum ríkisstjórnarinnar á árinu sem nú er gengið í garð og var birt fyrir áramót. 

Í könnuninni kemur fram að þeir sem svara telja aðildarviðræður við ESB þriðja mikilvægasta mál þessa árs.

En, takið eftir því;ÞETTA ER EKKI SPURNING UM AFSTÖÐU TIL AÐILDAR, ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ SPYRJA UM ÞAÐ. Þannig setja Nei-sinnar þetta hinsvegar upp á vef sínum.

Aðildarviðræðurnar eru taldar mikilvægari en bæði, takið eftir; skuldavandi fyrirtækjanna og lausn Icesave!

Svona leit þetta út á vef Eyjunnar:

Atvinnuuppbygging 45,1% 
Skuldavandi heimilanna 33,3% 
Aðildaviðræður við Evrópusambandið 7,6% 
Skuldavandi fyrirtækjanna 3,5% 
Lausn Icesave deilunnar 2,6% 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband