Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
7.1.2011 | 16:01
Jóhann Hauksson í DV: AÐ VINNA RÉTTU BARDAGANA
Í helgarblaði DV, sem kom út í dag, er að finna snjallan pistil, sem Jóhann Hauksson, blaðamaður, skrifar. Birtum við hér allan pistil Jóhanns, með leyfi höfundar:AÐ VINNA RÉTTU BARDAGANA
Ungur Dalamaður á þingi leggst í víking gegn Evrópusamvinnu og heimtar Bandaríkjadollar sem þjóðarmynt. Hann dundar sér við það í fjárlaganefnd að útdeila milljarðastyrkjum til bænda sem hann selur svo tæki og tól til búrekstrar í gegnum fyrirtæki sitt. Vill enga styrki frá ESB og fer á fund nei-hreyfingarinnar í Noregi.
Reyndur verkalýðsfrömuður úr sama flokki vill að hver þingmaður sé sinn eigin stjórnmálaflokkur og gengur inn og út úr ríkisstjórn eftir því hvernig vindar blása. Reisir þjóðernisvígi gagnvart Evrópuþjóðum þegar þær vilja ekki lána íslenskum óreiðumönnum fé refjalaust eða þegar þær fara fram á að þeir borgi skuldir sínar. Hann er búinn að uppgötva merkingu orðsins ,,samstaðaog sýnir óvinum formanns síns opinberan stuðning í nafni samstöðu.
Hagfræðidoktor úr sama flokki skorar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á hólm og hefur í heitingum verði menn ekki við óskum þingmannsins um að slíta samvinnunni við þennan útsendara frjálshyggjunnar og kapítalismans.
Lögfræðingur úr sama flokki undrast að menn skuli kalla þennan hóp villiketti um leið og hann talar í Moggagrein gegn hjarðhegðun sem hann telur hafa orðið þjóðinni dýrkeypt fyrir hrun.
Þrjú þeirra fara með heift gegn fjárlögum ríkisstjórnar og þingmeirihluta og tala um forræðishyggju og foringjaræði.
Ríkir verða ríkari
Á meðan þessu vindur fram í íslenskum afdölum heldur Bernie Sanders, þingmaður lýðræðissósíalista í Vermont, varnarræðu fyrir bandarískan almenning sem hann telur vera að tapa stríðinu við ríka fólkið. Varla nema von þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti framlengir skattaívilnanir fyrir auðmennina eftir harðsvíraða og rándýra baráttu þeirra fyrir forréttindum sínum. Sem þeir láta aldrei af hendi átakalaust.
Sanders bendir á eftirfarandi: Á áttunda áratug síðustu aldar átti ríkasta eina prósent bandarísku þjóðarinnar 8 prósent þjóðarauðsins. Þetta eina prósent átti meira af þjóðarauðnum en fátækari helmingur þjóðarinnar samanlagt. Á níunda áratugnum átti ríkasta eina prósentið 14 prósent þjóðarauðsins.
Á tíunda áratugnum átti ríkasta eina prósentið 19 prósent af þjóðarauði Bandaríkjanna. Nú eiga ríkustu Bandaríkjamennirnir, sem mynda þetta eina prósent, 23,5 prósent þjóðar- auðsins eða jafnmikið og fátækari helmingur þjóðarinnar samanlagt.
Guðs eigið land í vanda
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kvakaði fagurlega árum saman um dýrð þess frelsis sem bandarískir auðmenn hafa notfært sér til að raka til sín þjóðarauðnum. Hversu mjög brauðmolarnir myndu falla af borðum auðmanna til fátæklinganna aðeins ef stjórnvöld stilltu sig um að hafa eftirlit með þeim, vöruðust að anda ofan í hálsmál þeirra og íþyngdu þeim ekki með sköttum og óþarfaforræðishyggju. Þetta dýrðarríki Hannesar hrundi í fyrstu viku októbermánaðar árið 2008.
Milljónir bandarískra heimila eiga á hættu að fara undir hamarinn. Meira en 20 borgir eru gjaldþrota eða því sem næst. Mikilvægasta vígi frjálsa framtaksins, Kalifornía, er á hausnum og nýtur ekki lánstrausts. Þar eru skattar helst aldrei hækkaðir því kjósendur greiða atkvæði gegn slíku í tíðum almennum atkvæðagreiðslum. Vandi Kaliforníu er meiri en samanlagður efnahagsvandi Portúgals og Grikklands.
Einkennileg stjórnmál
Allt hefur þetta orðið til þess að bandarískir valdamenn sjá ofsjónum yfir velgengni í norðanverðri Evrópu. ESB hleypur undir bagga með Írlandi með 13 þúsund milljarða króna láni. Rússar vilja ólmir skipta við Þjóðverja; þeir hafa allt sem Rússa vantar og Rússar hafa orku og stækkandi markað fyrir þá og aðrar ESB-þjóðir.
Fréttir berast af því að Kínverjar vilji flytja hluta af gjaldeyrisforða sínum úr dollurum yfir í evrur. Þeir vilja einnig aukin viðskipti við Þjóðverja. Þeir kaupa ríkisskuldabréf á Spáni og í Portúgal og styrkja þannig evruna. Ástæðan er þverrandi trú Kínverja á Bandaríkjadollar, en 70 prósent gjaldeyrisforða þeirra eru nú í þeirri mynt.
Svo gæti farið að Bandaríkin, skuldugasta ríki veraldar, neyðist sjálf til að leita á náðir AGS. Sæta þeim aga sem meðal annars Íslendingar, Grikkir og Ungverjar hafa þurft að beygja sig undir eins og óþekk skólabörn með skertan vasapening vegna skammarstrika.
Hvernig væri að íslenskir villikettir legðust nú á sveif með almenningi, eins og Sanders, í stað þess að vera eins og lamandi eitur í beinum þingmeirihlutans sem reynir að endurreisa efnahagslífið eftir sérhagsmunasukkið?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2011 | 21:10
Samninganefnd Íslands sækir um tvo styrki til ESB
Stöð tvö greindi frá í í kvöld að samninganefnd Íslands gagnvart ESB hefði ákveðið að sækja um styrki sem í boði eru til að búa Ísland aðild að ESB.
Sótt er um tvo styrki á sviði landbúnaðar, en landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur neitað að sækja um þessa styrki. Sem og Ögmundur Jóanasson, nú Innanríkisráðherra.
Markmið þeirrar aðstoðar sem um ræðir er að gera "kandídatlönd" eins og Ísland betur undirbúin undir aðild, ef af verður. ESB krefur ekki styrki þessa til baka.
6.1.2011 | 21:01
Steinunn Stefánsdóttir um díoxín-málið í FRBL
Á það hefur vissulega verið bent að þrátt fyrir þetta hafi stórlega dregið úr losun díoxíns út í andrúmsloftið undanfarin ár. Það er auðvitað gott og blessað en samt sem áður ekki ásættanlegt að í nokkrum sveitarfélögum hér á landi sé losun díoxíns, eða hefur til skamms tíma verið, tugfalt yfir viðmiðunarmörkum."
Síðar skrifar Steinunn: "Til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga reglur EES uppruna sinn í frumkvæði Íslendinga. Í fréttaskýringunni kemur fram bæði hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland hafi í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro 1992 átt frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla, ekki síst vegna hagsmuna fiskútflytjenda. Magnús segir: Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar reglur voru settar hjá Evrópusambandinu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum reglum sem við börðumst fyrir að yrðu settar."
6.1.2011 | 20:54
Spaltmetrar MBL í VG!
Hún er athyglisverð umfjöllun Morgunblaðsins í dag um FUNDINN hjá VG. Stóra aðal-fyrirsögnin á forsíðu er UMRÆÐUNNI EKKI LOKIÐ.
Þetta hlýtur að vera í samræmi við óskir Morgunblaðsins, en það er afar áhugavert (ef hægt er að nota það orð), hvernig "ysta hægrið" og "ysta vinstrið" hefur sameinast í andstöðu sinni við ESB.
Það er sennilega langt síðan VG og mál því tengd hafa fengið jafn mikla umfjöllun og raun ber vitni síðustu daga hjá Morgunblaðinu.
Spyrja má líka: Fékk gamla Alþýðubandalagið einhvertímann svona mikið pláss í gamla "kalda-stríðs-Mogganum" ?
Sennilega ekki, sennilega ekki!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 16:13
Spegillinn um rýrnun krónunnar (frá 22.des 2010)
Vekjum athygli á þessari umfjöllun Spegilsins hjá RÚV um rýrnun krónunnar. Þetta er viðtal við Katrínu Ólafsdóttur, hagfræðing.
http://dagskra.ruv.is/ras1/4537555/2010/12/21/1/
6.1.2011 | 16:00
Garðarshólmi um VG - ESB - Hvass!
Bloggarinn "Garðarshólmi" lét hressilega í sér á síðasta ári með fáar en öflugar færslur um þjóðmálin, m.a. ESB-málið.
Nú er komin ný færsla og þar er ESB-málið og VG m.a. til umfjöllunar. Í færslunni segir:
"Það er einkennileg þráhyggja hjá andstæðingum aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið innan Vinstri grænna að halda því til streitu að hætta beri viðræðunum. Sú krafa er að sjálfsögðu ekkert annað en krafa um stjórnarslit.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 10. maí 2009 sem samþykkur var í stofnunum stjórnarflokkanna segir:
Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.
Þetta getur ekki verið skýrara. Það á að sækja um, það á að ná samningsniðurstöðu og það á að leggja þá samningsniðurstöðu fyrir þjóðina. Báðir flokkar áskilja sér rétt til að mæla með eða á móti aðild, EN EKKI AÐ LEGGJAST GEGN VIÐRÆÐUNUM.
Það er því óþolandi fyrir alla að þurfa að hlusta á endalaust suðið í formanni Heimssýnar og þingmanni Vinstri grænna um að hætta beri aðildarviðræðunum. Röfl um aðlögun að sambandinu er móðgun við almenna skynsemi.
Eðlilegt samningaferli
Það er eðilegt, bæði af hálfu ESB og Íslendinga, að líta svo á að umsókn um aðild sé sett fram af alvöru. Það er því jafnframt eðlileg krafa að hálfu ESB að viðsemjandinn sýni fram á áætlanir um hvernig hann ætlar að framkvæma þær breytingar sem hann verður að gera á stjórnsýslu sinni og lögum, leiði samningarnir til aðildar. Annað væri fásinna og hráskinnaleikur. Og það er einmitt við þetta atriði sem hörðustu andstæðingar aðildarinnar innan Vinstri grænna móðga skynsemina.
Andstæðingar aðildarinnar ættu að sjálfsögðu að sökkva sér ofan í samningsferlið og á þeim nótum mæla gegn því að aðild verði samþykkt. Það er ekkert að því. Það er hins vegar helber dónaskapur og pólitískur loddaraháttur að stilla sér upp fyrir aftan íslensku samningamennina og garga í eyrun á þeim að hætta viðræðunum.
Það fylgir því ýmis kostnaður að fara í alls kyns greiningu á einstökum málaflokkum í tengslum við viðræðurnar og ESB býður styrki til að mæta þeim kostnaði. Hefur boðið þá styrki um nokkurt skeið til allra þjóða sem sækja um aðild. Það er nákvæmlega ekkert að því að þiggja þá styrki. Og það er beinlínis ömurlegt að horfa á sjávarútvegs- og lándbúnaðarráðherrann þvælast þar fyrir eins og staðið ruglað hross. Jón Bjarnason fer fyrir mikilvægustu ráðuneytunum í viðræðunum við ESB, þar sem hagsmunirnir eru mestir. Ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar ætti að kappkosta að ná fram sem bestum samningi fyrir íslenska þjóð, því þótt hann sé á móti aðild, vill hann væntanlega ekki að þjóðin sitji uppi með vondan samning í þessum málum, samþykki hún samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það er eins og ungbóndanum Ásmundi Daða Einarssyni og gamla brýninu Jóni Bjarnasyni sé fyrirmunað að sjá út fyrir bæjarhelluna heima hjá sér, hvað þá út fyrir sveitina þeirra."
(Skáletrun, ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 20:06
Ásmundur Einar virtist svekktur
Það var greinilegt á viðtali í Kastljósi nú í kvöld að foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason, hafði ekki náð sínu fram á fundi VG í dag.
Hann ræddi mikið ESB-málið, enda tilneyddur, hann er jú foringi Nei-sinna þessa lands.
En allt sem hann sagði var í véfréttastíl, hann sagði t.d. að "margir væri farnir að efast um málið" og þá er spurningin hverjir eru þessir "margir"? Það væri áhugavert að heyra það frá Ásmundi!
Hann talaði um "aukinn kostnað", en lagði ekki fram nein haldbær rök fyrir máli sínu og það er ekkert sem bendir til þess að kostnaður sé að aukast við málið. Og Ásmundur nefnir aldrei tölur þegar hann malar þetta, takið eftir því.
Hann málaði það síðan upp sem neikvætt að breyta þyrfti íslenskri stjórnsýslu. En hægt er að spyrja Ásmund hvort hann hafi ekki lesið Rannsóknarskýrslu Alþingis um HRUNIÐ og síðan þingmannaskýrsluna, sem báðar fella mjög alvarlega dóma yfir íslenskri stjórnsýslu.
Hún getur orðið miklu betri og hér er margt sem má bæta, en það virðist Ásmundur Einar EKKI vilja gera!
Ásmundur virtist nokkuð svekktur á skjánum og telur að þessi fundur sé ekki lokafundur eins og hann orðaði það heldur upphafsfundur.
Það er fínt að ræða málin, en Ásmundur vill aðeins ræða ESB-málið á sínum forsendum og forsendum Nei-sinna, en þær kveða á um að draga það til baka og taka þar með af þjóðinni þann kost að í; fyrsta lagi að kynna sér hvað ESB sé og í öðru lagi að taka LÝÐRÆÐSLEGA afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir.
Aðildarumsókn var einnig samþykkt af meirihluta lýðræðislega kjörins Alþingis. Þetta er staðreynd sem Nei-sinnar virðast bara ekki geta sætt sig við.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2011 | 15:51
Ragnar Önundarson um fiskveiðimál í MBL
Í sama Morgunblaði og sagt er frá í færslunni hér á undan ritar Ragnar Önundarson grein um fiskveiðimál og fiskveiðistjórnun. Hann kemur inn á ESB-málið og segir:
"Lengi hefur verið í gildi regla um að gamla 12 mílna línan umhverfis landið loki strandsvæðum, flóum og fjörðum fyrir togveiðum. Þetta er »strandhelgi« byggðanna. Frá þessari reglu eru ýmsar mikilvægar undantekningar (snurvoð, minni togskip, o.fl.). Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinni breytingu á þeim, enda hafa menn lengi getað gengið út frá þeim í sínum rekstri. Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái smám saman aukna strandhelgi. Togveiðar þoki utar í fyrirfram þekktum og varfærnum skrefum á nokkurra ára tímabili. Útgerðin fái að vita stefnuna og skrefin, svo hún geti aðlagað sig. Hluti togaraútgerða mundi sjá sér hag í að breyta starfsemi sinni, og hasla sér völl við ströndina. Flestar mundu þó áfram stunda útgerð stærri skipa, en þoka utar. Um leið og smábátum yrði tryggð aukin strandhelgi ætti að takmarka sókn þeirra utan hennar í hliðstæðum skrefum. Yrðu þá minni árekstrar milli veiða með mismunandi veiðarfærum. Ísland væri um leið að skapa staðbundna reglu, helst lögbundna, um strandhelgi. Þá reglu yrði ESB að virða, ef við gerumst aðilar. Þjóðerni hluthafa fyrirtækjanna við ströndina skiptir litlu máli, en atvinna fólksins miklu....Þetta er mikilvægt og brýnt mál, bæði með hliðsjón af atvinnuleysinu og til að grundvalla reglu sem hald er í til lengri tíma litið gagnvart ESB. (Leturbreyting - ES-blogg)
Í framhaldi af þessu má benda á þá staðreynd að í væntanlegum aðildarviðræðum við ESB skiptir hefðin og veiðireynsla Íslendinga á fiskimiðunum lykilmáli.
Í skjóli reglunnar um "hlutfallslegan stöðugleika" fengju ekki önnur ríki sjálfkrafa aðgang að fiskimiðum Íslendinga, hér myndi ekki allt "fyllast af útlendum togurum" eins og Nei-sinnar, sem neita að horfast í augu við staðreyndir, hamra stöðugt á.
Og þar að auki verður það að teljast afar ólíklegt að Íslendingar myndu nokkurn tímann gangast undir slík skilyrði. Það myndi maður sennilega kalla að "semja af sér!"
Til þess hefur verið of mikið barist fyrir 200 mílna lögsögu landsins!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 15:46
Sá sem allt veit best
Það er athyglisvert að lesa leiðara Morgunblaðsins í gær, en hann virðist skrifa maður, sem veit allt best og hinir vita ekki neitt!
Umfjöllunarefnið er Evran og vitnað er í menn sem leiðarahöfundur kallar "sérfræðinga", sennilega vegna þess að þeir eru á móti Evrunni.
Annars afgreiðir sami leiðarahöfundur ávallt einstaklinga með sérþekkingu á Evrópumálum sem "Evrópusérfræðinga" innan gæsalappa.
En hvað um það, í leiðaranum segir: "Eitt nýtt dæmi um efasemdir um evruna kemur frá sérfræðingum hugveitunnar Centre for Economics and Business Research, CEBR. Sérfræðingarnir telja að 20% líkur séu á að evran verði enn í óbreyttri mynd eftir áratug. Í spá sem CEBR gaf út fyrir næsta ár er fyrst nefnt að vænta megi annarrar kreppu evrunnar í vor, eða jafnvel fyrr, þegar Spánn og Ítalía þurfi að fjármagna samtals 400 milljarða evra af skuldabréfum. Vitaskuld er ástæða til að vona að betur fari, en enginn getur leyft sér að horfa fram hjá spádómum af þessu tagi eða annarri umfjöllun af sama meiði um framtíð evrunnar."
Farið maður hinsvegar inn á heimasíðu CEBR, kemst maður fljótt að því að þeim er ekki beint vel við Evruna. Í nýrri grein þessara bresku manna um Írland segir orðrétt á heimasíðunni: "Cebr has never been a great fan of the euro an attempt led by politicians to shoehorn divergent economies into a single economic system. We always suspected that it would break up over time..."
Þeir hafa s.s. aldrei verið hrifnir af Evrunni og þá "grunar" að Evran muni líðast í sundur.
Horfa verður því á þessa 20% tölu í því ljósi. Nú, fyrst þeim líkar ekki við Evruna, af hverju ganga þeir þá ekki alla leið og segja bara núll?
Varla eru þetta hlutlausir sérfræðingar!
Segðu þeir núll, þá yrði leiðarahöfundur Mogga örugglega hoppandi glaður og myndi sjálfsagt skrifa heilt Reykjavíkurbréf um málið!
Í lok leiðara MBL segir svo: "Það er ömurlegt að núverandi ráðamenn á Íslandi skuli ekki enn hafa áttað sig á því sem sérfræðingar í efnahagsmálum og ráðamenn í öðrum löndum vita, að evran á við mikinn vanda að stríða og að framtíð hennar er afar óviss. Hér er enn talað eins og eitthvert vit sé í að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu til að taka upp evru. Hér eru ráðamenn alveg í eigin heimi, fullkomlega ólæsir á það sem gerist í kringum þá."
Að sjálfsögðu er það hinn fullkomlega "læsi" einstaklingur sem skrifar leiðarann, sá eini sem skilur málið!
4.1.2011 | 15:42
Funi brennur á mönnum!
Eitt (fun)heitasta umræðuefnið núna (fyrir utan VG kannski) er sorpbrennslustöðin Funi við Íslafjörð. Ristjóri Fréttablaðsins, Ólafur Þ. Stephensen, gerir þetta að umræðuefni í leiðara blaðsins í dag og skrifar:
,,Í gær upplýsti Fréttablaðið að mæling á mengun frá Funa, sem gerð var árið 2007, hefði sýnt að eitrið díoxín hefði verið tuttugufalt meira í reyknum frá sorpbrennslunni en leyfilegt er í útblæstri frá nýjum sorpbrennslum. Íbúum í nágrenni sorpbrennslunnar virðast ekki hafa verið kynntar þessar niðurstöður, að minnsta kosti finnast ekki gögn um slíkt og nágrannarnir kannast ekki við að þessari vitneskju hafi verið komið á framfæri við þá. Það er ekki fyrr en Mjólkursamsalan lætur gera mælingar, vegna fyrirspurna frá íbúum, sem hið sanna kemur í ljós.
Í blaðinu í dag kemur fram að Umhverfisstofnun, sem lét gera mælinguna, hafi látið umhverfisráðuneytið vita af henni. Ekkert virðist þá hafa gerzt í málum Funa, enda segir forstjóri Umhverfisstofnunar að hendur hennar hafi verið bundnar vegna undanþágu sem Ísland fékk frá reglum Evrópusambandsins um sorpbrennslur, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Ekki var því hægt að svipta brennsluna starfsleyfi."
Og Ólafur spyr: "Hverjum bar að upplýsa íbúana um mengunarmælingarnar? Áttu þeir ekki rétt á að fá að vita af þeim? Hvaða ábyrgð báru sveitarfélagið og opinberar eftirlitsstofnanir í málinu? Hvers vegna þótti ástæða til að sækja um undanþágu frá alþjóðlegum reglum, sem settar eru til að vernda umhverfið og heilsu almennings? Voru hagsmunir sveitarfélaga af því að geta haldið áfram sorpbrennslu ríkari en hagsmunir íbúanna af því að búa við hreint og ómengað umhverfi? Hvernig stóð á þessu undarlega pukri með upplýsingar um hversu skaðleg mengunin frá Funa var í raun? Ísfirðingar og margir fleiri hljóta að bíða í eftirvæntingu eftir svörum."
Bara svona til að minna á: Umhverfismál, núna (og til framtíðar) eru eitt af lykilverkefnum ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir