Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
4.1.2011 | 13:20
Andrés Pétursson: Að fara í manninn!
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er iðinn við kolann þessa dagana og ritar enn eina greinina um ESB-málið í Fréttablaðið í dag. Yfirskriftin er: AÐ FARA Í MANNINN!
Andrés veitti ES-blogginu góðufúslega leyfi til að birta greinina í heild sinni:
AÐ FARA Í MANNINN!
Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan.
Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna.
Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð.
Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu.
Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur.
Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu.
Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga.
Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi.
Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum.
Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum.
Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt!
Flestir kannast við það að finna ekki RÉTT hleðslutæki fyrir farsímann og leita og leita! Nú hafa 14 framleiðendur farsíma komið sér saman um að framleiða EITT hleðslutæki.
Frá þessu er greint í Ny Teknik, sem gefið er út í Svíþjóð. Þeir framleiðendur sem eru með eru: Apple, Emblaze, Mobile, Huawei, LGE, Motorola, Nec, Nokia, Qualcomm, RIM (Blackberry), Samsung, Sony Ericsson, TCT (Alcatel), Texas Instrument og Atmel.
Framkvæmdastjórn ESB átti frumkvæði að málinu, en sumarið 2009 komu framleiðendur sér saman um málið.
Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn fyrir neytendur, er umhverfisvænt og hefur jákvæð áhrif fyrir símaiðnaðinn, er haft eftir Antonio Tajani, sem hefur iðnaðarmál á sinni könnu innan framkvæmdastjórnar ESB, í samtali við Ny Teknik.
Uppfærsla: Fréttablaðið birtir einnig frétt um málið í dag, 5.1.
Evrópumál | Breytt 5.1.2011 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2011 | 22:58
Svar við áramótagetraun: Davíð Oddsson
Áramótagetraun Evrópusamtakanna hljómaði svona:
Hver sagði þetta: "Mín skoðun er sú að hvað sem öðru líður verði helsta pólitíska prófraun okkar á næstu árum hvernig við gætum okkar eigin hagsmuna í breytilegum heimi; við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd að meirihlutinn af viðskiptum okkar er við Evrópubandalagið; ég hef opinberlega lagt til að við sækjum um aðild.
Rétt svar er: Davíð Oddsson, en ummælin eru úr bók sem kom út í Svíþjóð árið 1990 og bar heitið "Arfurinn frá Þingvöllum" (Arvet från Thingvellir).
Davíð er annar núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem berst hatrammlega gegn aðildarumsókn og hugsanlegri aðild að ESB.
2.1.2011 | 18:27
Nýja árið á Rás 1: Áhugaverð umræða í byrjun árs.
Í þættinum Nýtt ár, nýtt ár, nýtt ár... á Rás 1 spjallaði Eiríkur Guðmundsson við þau Matthías Johannessen, Sigríði Þorgeirsdóttur og Sr.Gunnar Kristjánsson.Farið var "yfir sviðið" og m.a. velt fyrir sér nýju ári, eins og nafn þáttarins ber með sér.
Margt áhugavert bar á góma, m.a. Evrópumál, umhverfismál og fleira.
Hlustið hér:http://dagskra.ruv.is/ras1/4568077/2011/01/01/
2.1.2011 | 17:29
Ungverjar taka við "ESB-keflinu"
Ungverjaland tók nú um áramótin opinberlega við leiðtogahlutverkinu í ESB, af Belgum.
Á krækjunum hér að neðan má lesa um áherslur Ungverja. Ungverjar gengu í ESB árið 2004, í "austurstækkuninni" svokölluðu.
Um mitt þetta ár tekur svo Pólland við af Ungverjum.
http://www.eu2011.hu/priorities-hungarian-presidency
1.1.2011 | 10:21
Eistland 17. Evruríkið: "Lítið skref fyrir myntbandalagið - stórt skref fyrir Eistland"
Eistland varð á miðnætti 17. ríkið til þess að taka upp Evruna sem gjaldmiðill. Það var forsætisráðherra landsins, Andrus Ansip, sem tók út fyrstu Evrurnar.
Upptaka Evrunnar (í stað eistnesku krónunnar), þykir staðfesta að Eistland hafi nú endanlega slitið böndin við arfleifð Sovéttímans og komið til "vestursins."
Ansip sagði að Eistlendingar þyrftu nú ekki að óttast gengisfellingar framar og landsmenn sínir gætu nú tekið lán á kjörum sem ekki hefðu þekkst áður.
Einnig eru vonir bundnar við að Evran auki erlendar fjárfestingar í landinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir