Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Ólafur Stephensen í FRBL um matvælaverð og umræðu því tengdu

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, gerir matvælaverð að umtalsefni í leiðara í dag, þetta þetta tengist líka ESB-málinu á þann hátt að talið er að matvælaverð getir lækkað umtalsvert við aðild. Ólafur skrifar:

"Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), vakti í síðustu viku hér í Fréttablaðinu máls á fyrirvörum samtakanna við stefnu stjórnvalda í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þar sem markmiðið er sagt vera að raska stuðningi við landbúnaðinn sem allra minnst.

Erna benti þannig á að yrði ekki dregið úr hinum gífurlega háu tollum, sem lagðir eru á erlendar búvörur, myndi matarverð ekkert lækka. Engir tollar eru á viðskiptum með vörur á milli ríkja ESB. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu fyrir hálfum öðrum áratug lækkaði matarverð umtalsvert. Lækkun matarverðs er hagur greinar á borð við ferðaþjónustuna, sem vill geta boðið ferðamönnum upp á ódýrari mat og er að sjálfsögðu einnig hagur hins almenna neytanda.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að tollverndin væri þvert á móti hagsmunamál fyrir neytendur. Án hennar hefðu bændur og aðrir aðilar á markaði hækkað verð til neytenda um sextíu prósent, í takt við hækkanir á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008.

Við þessa röksemdafærslu er eitt og annað að athuga. Haraldur gefur sér væntanlega að ef ofurtollanna hefði ekki notið við, hefðu erlendar búvörur náð hér umtalsverðri markaðshlutdeild og veitt innlendri búvöru raunverulega samkeppni. Um leið og þær hefðu hækkað í verði, hefði svigrúm innlendra framleiðenda til að hækka verðið hjá sér aukizt. Þetta getur verið rétt, ef menn horfa á mjög þröngan tímaramma, en um leið er þá horft framhjá þeim hag, sem neytendur hefðu haft til lengri tíma af ódýrum innflutningi og þeirri samkeppni, sem hann hefði veitt innlendri búvöru. Og eins mætti segja að niðurfelling tolla nú gæti tekið til baka umtalsverðan hluta þeirrar kjaraskerðingar, sem neytendur urðu fyrir við fall krónunnar."

Allur leiðari Ólafs 


Fundaröð um samningaferlið gagnvart ESB hjá Mími - öllum opið!

Á www.mimir.is segir: 

"Fræðandi fundaröð um samningaferlið vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Aðalsamningamaður Íslands og fulltrúar úr samningahópum munu skýra frá ferlinu og kynna helstu málaflokka í viðræðum Íslands og ESB. Fundirnir verða haldnir í Ofanleiti 2 á Þriðjudögum frá kl. 20:00 til 21:15. Dagskrá 8. febrúar Almennt um samningaferlið og verkefnin framundan Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við ESB. 15. febrúar Sjávarútvegsmál Ævar Rafn Björnsson, lögfræðingur og starfsmaður samningahóps um sjávarútvegsmál. 22. febrúar Landbúnaður Harald Aspelund, varaformaður samningahóps um landbúna›armál. 1. mars Byggðamál Ragnheiður Elfa þorsteinsdóttir, formaður samningahóps um byggða- og sveitastjórnamál. 8. mars Gjaldmiðilsmál Ólafur Sigurðsson, fulltrúi í samningahópi um gjaldmiðilsmál."

Krækja á fundaröðina

Tilkynningin hjá Mími 


70% frá síðustu öld?

MBLÞegar fjallað er um sögu er hægt að fara með það fyrirbæri á ýmsan hátt; það er hægt að falsa söguna, það er hægt að segja "hálf-sannleika" og bjaga söguna á ýmsan hátt, það er hægt að draga úr og ýkja. 

SAGAN er full af dæmum um þetta og hægt í þessu samhengi að benda á mjög skemmtilega bók sem fjallar um þetta, THE USES AND ABUSES OF HISTORY

Í þessu samhengi er áhugavert að lesa síðasta leiðara Morgunblaðsins um ESB og Evruna, sem birtist í gær. Þar segir í byrjun: "Þýska vikuritið Der Spiegel sem er áhugavert rit hefur oftast verið mjög eindregið í stuðningi sínum við evruna, eins og reyndar drýgstur hluti hinnar þýsku pressu. Hún hefur nær öll fylgt stjórnmálalegum rétttrúnaði í því og þess vegna verið mjög á skjön við afstöðu þýsku þjóðarinnar.  En nýjustu kannanir sýna að um 70 prósent Þjóðverja vilja nú markið aftur og evruna á bak og burt.  (Leturbreyting ES-bloggið)

Takið eftir þessu síðasta: Notað er orðið "kannanir" en ekki hefur Morgunblaðið fyrir því að segja hvaðan þessar kannanir eru fengnar.

Þetta má hinsvegar lesa í The Daily Mail frá því í desember í fyrra: 

"The latest poll for the ARD TV broadcaster also showed that 66 percent of Germans fear that the current financial crisis will torpedo their savings.

While 57 percent want the D-mark back, only 32 percent said they found anything positive about the common currency.

The last euro survey earlier in the year - before Greece and Ireland meltdowns - showed 51 percent wanting the mark back.

And seventy five percent believe that it is the financial markets and not the politicians who will decide the eventual fate of the troubled euro.

This is the highest percentage of Germans wanting the D-mark to return since several polls in the 1990's showed close to 70 percent of them wanted to retain the currency of the 'economic miracle."

Hér kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun ARD sjónvarpsstöðvarinnar eru 57% sem vilja þýska markið aftur og er þetta það hæsta síðan kannanir á 9.áratugnum (!) sýndu að 70% vildu fá markið aftur (eða halda því, þar sem þetta voru sennilega kannanir áður en Evran var formlega tekin í notkun). Þetta er því langt frá því að vera 70% í nýrri könnun ARD, skeikar bara 13%!

EvraOg þá vaknar spurningin: Eru þau 70% sem Morgunblaðið talar um sem "nýjustu kannanir" virkilega einhvertímann frá síðustu öld? Er söguleg nákvæmni Morgunblaðsins ekki meiri en þetta?

Í annarri frétt um sömu könnun segir svo þetta: "A large majority of Germans, 60 percent, support the euro despite a crisis that will see them guarantee debts of other countries, according to a poll released on Friday by ARD television.

The poll also found that 36 percent of Germans would rather bring back the deutschemark, an icon of Germany's post-war economic success....Among Germans who had pursued their studies, only 17 percent wanted the former money back, while 80 percent said the euro should stay."

Hér kemur fram að um 60% þeirra sem svöruðu STYJÐI Evruna og aðeins 36% vilja þýska markið til baka. Í hópi fólks með framhaldsnám er stuðningurinn við Evruna um 80% samkvæmt könnuninni.

Að lokum: Er Spiegel á skjön við þýsku þjóðina? 


Damanaki vill nýja stefnu gegn brottkasti - Benyon vill hindra viðræður

Maria DamanakiÍ The Guardian er sagt frá því að Maria Damanaki (mynd), yfirmaður fiskveiðimála hjá ESB, hyggist beita sér fyrir því að unnið verði gegn brottkasti á fiski innan ESB, en þetta er vandamál þar. Hún segir að það sé þörf á nýrri stefnu í þessum málum. Fréttin er hér.

Í annarri frétt segir frá því að sjávarútvegsráðherra Bretlands, Richard Benyon, vilji hindra eða stöðva aðildarviðræður Íslands að ESB vegna makrílsins. Benyon segir að Ísland og Færeyjar verði að setjast niður við samningaborðið í stað þess að taka sér kvóta einhliða.

Líklegt er að það verði gert. En þetta sýnir ef til vill ágætlega að sjávarútvegsmálin verða þýðingamikið viðfangsefni í SAMNINGAVIÐRÆÐUM Íslands og ESB, sem hefjast á næstum vikum. 


Allt ESB að kenna!

Úr MBL.

Við spyrjum: Er þetta frétt? Eða bara til þess að segja okkar hvað ESB er vont?

"Lúxusjeppinn Land Cruiser 200 verður ófáanlegur nýr í ár, eflaust einhverjum til armæðu. Um er að kenna reglum Evrópusambandsins um mengunarvarnir en hert var á þeim um áramót. Vél jeppans uppfyllir ekki kröfur þeirrar reglugerðar. Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi hefur þó ekki miklar áhyggjur, enda sala á Land Cruiser 200 ekki mikil miðað við sölu á Land Cruiser 150 en biðlisti er eftir honum.

Mengunarstaðaðallinn sem um ræðir nefnist Euro 5 og vélar bifreiða verða að uppfylla hann til að selja megi þá nýja í Evrópu. Staðallinn tekur við af Euro 4 sem Land Cruiser 200 uppfyllir. Aðrir bílar sem Toyota á Íslandi selur uppfylla Euro 5-staðalinn." (Leturbreyting, ES-bloggið).

Fram kemur í fréttinni að sölustjóri Toyota á Íslandi hafi ekki áhyggjur af þessu og tekur fram að Toyota sé að breyta vélinni til að uppfylla kröfur ESB um mengunarmál. Þá komi þeir til með að selja þennan bíl aftur hér á landi.

Þær eiga nú væntanlega eftir að verða fleiri "fréttirnar" af þessum toga í MBL!

Ps. MBL hefði mátt lesa yfir fréttina áður en blaðið fór í prentun, eða hvað þýðir þetta: "Mengunarstaðaðallinn" ? 

 


Timo Summa: Tími fyrir samstöðu

Timo SummaTimo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, hélt áhugavert erindi á fundi í Háskólanum á Akureyri í gær. Þar svaraði hann ýmsum bábiljum varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Hann fjallaði meðal annars um ,,aðlögunarumræðuna". Einnig sagði hann að nú væri kominn tími fyrir íslensk stjórnvöld að sýna samstöðu í þessum aðildarviðræðum. Annað gæti tafið aðildarumsóknina. Vikudagur birtir góða frásögn af fundinum. Þar segir m.a:

,,Summa var spurður um það á fundinum hvort ekki væri í raun hafið aðlögunarferli að ESB en ekki bara aðildarviðræður, t.d. vegna krafna um breytta stjórnsýslu varðandi hagtölur í landbúnaði. Sagði hann þetta vera þrætubók sem fyrst og fremst hefði gildi í pólitískum átökum hér á Íslandi. Hinn almenni skilningur og sjónarmið ESB væru að aðlögun íslenskra stofnana og verkferla myndi hefjast þegar atkvæðagreiðslu um aðildarsamning væri lokið hér og landsmenn samþykkt þann samning. Þá tæki við visst aðlögunarferli sem gæti verið misjafnlega langt eftir aðstæðum en slíku ferli lyki svo með formlegri aðild. Sumar þjóðir hafi ákveðið að undirbúa slíka aðlögun fyrr en aðrar og því sett upp aðgerðaráætlanir sem færu í gang ef samningur yrði samþykktur og ef slíkur undirbúningur væri fyrir hendi myndi aðlögunartímabilið milli þjóðaratkvæðagreiðslu og aðildar vera styttra. Ef enginn slíkur undirbúningur færi fram yrði þetta aðlögunartímabil einfaldlega eitthvað lengra. Ákvarðanir um slíka áætlanagerð væru hins vegar pólitískar ákvarðanir stjórnvalda í hverju landi fyrir sig og væru ekki mál sem ESB skipti sér að. "

Hægt er að lesa frásögn af fundinum á slóðinni hér að neðan.

http://www.vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=7585
 


Börnin og ESB - hádegisfundur

Næsti hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar verður haldinn næstkomandi þriðjudag 8. febrúar og er umræðuefnið ”Hvaða tækifæri felast í ESB aðild fyrir börn?”

Frummælendur eru þeir Ásgeir Beinteinsson skólastjóri og Eystein Eyjólfsson upplýsingafulltrúi.

Að loknum framsöguerindum verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt.

Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. 

Ísland er stór þáttakandi í fjölmörgum Evrópuáætlunum varðandi menntamál og langflestir sem fara í nám erlendis, fara til Evrópu. 

Sjá t.d. hér: http://erasmus.is/ 


Mogginn, "lygin" og ESB-málið -- Eiður Guðnason: "Þetta er til ódrengilegt og til skammar"

MBLHrokinn og ósmekklegheitin streyma úr Hádegismóum og leiðari blaðsins í dag er ágætis dæmi um það.

Umfjöllunarmálið er ESB-málið.

Í leiðaranum segir: "Öllum er ljóst að Össur Skarphéðinsson segir ósatt þegar hann lætur sig hafa að fullyrða að Íslendingar séu í aðildarviðræðum við ESB en ekki aðlögunarviðræðum."

Hér vænir blaðið utanríkisráðherra Íslands um að bera ósannindi á borð fyrir þjóðina.

En blaðið lætur ekki staðar numið og heggur næst að aðalsamningamanni Íslands, Stefáni Hauki Jóhannessyni og samverkamönnum hans: 

"Enginn gerir neitt með það þó að utanríkisráðherrann fari viljandi með ósannindi og blekkingar. Þetta sé bara Össur og þetta sé hans háttur. Töskuberar hans, jafnvel úr öðrum flokkum, fara aðeins hjá sér en láta yfir sig ganga og skeyta ekki um skömm né heiður. Og því miður er risið á þeim embættismönnum sem í hlut eiga ekki hótinu betra, þótt þeim sé að lögum skylt að gæta meginreglna og gefa réttar og óbrenglaðar upplýsingar til almennings í landinu og eftir atvikum til erlendra viðsemjenda." (Feitletrun: ES-blogg) 

Hér vænir blaðið embættismennina líka um ósannindi. Getur Morgunblaðið komið með einhver alvöru dæmi máli sínu til stuðnings? Er blaðið ekki alveg komið að mörkum þess sem getur kallast fagleg blaðamennska?

Eiður GuðnasonEiður Guðnason fyrrum sendiherra og fjölmiðlamaður gerir þetta að umtalsefni á bloggi sínu og segir:  

"Enn ræðst Morgunblaðið að embættismönnum utanríkisþjónustunnar í nafnlausum leiðara. Enn færir blaðið í málflutningi sig nær hinu gamla málgagni íslenskra kommúnista , Þjóðviljanum , þegar hann var sem verstur. Morgunblaðið beinir í dag spjótum sínum að Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og leiðarahöfundur beitir orðbragði götustráks. Gamli Þjóðviljinn uppnefndi líka þá sem hann taldi andstæðinga sína. Þeir sem þekkja Stefán Hauk vita að hann er vandaður embættismaður og vammlaus. Hann hefur á ferli sínum sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi, sem aðrar þjóðir hafa falið honum.

Morgunblaðið getur skammað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að vild. Hann getur svarað fyrir sig og gerir það. Hann er stjórnmálamaður. Morgunblaðið ræðst hinsvegar á embættismenn vegna þess að sá sem, leiðarann skrifar veit að þeir geta ekki svarað fyrir sig með sama hætti og stjórnmálamenn. Þetta er blaðinu til skammar. Þess vegna er ráðist að þeim. Aftur og aftur. Þetta er ódrengilegt."

ES-bloggið er sammála Eiði, gæðablöð skrifa ekki svona, svo einfalt er það! 


Allur pistill Eiðs 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband