Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Finnsk stígvél fyrir finnska fætur!

StígvélAð gefnu tilefni:

Finnskur ostur fyrir finnsk brauð!

Finnskur skógur fyrir finnska álfa!

Finnskt loft fyrir finnsk lungu!

Finnskt vodka fyrir finnska vodkadrykkjumenn!

Finnskir kallar fyrir finnskar konur!

Finnskar konur fyrir finnska kalla!

Finn ekki meira...!


Finnar styðja aðstoð við Portúgal, en setja skilyrði

RÚVÁ RÚV segir: "Finnar styðja lánafyrirgreiðslu Evrópusambandsins til Portúgals. Jyrki Katainen, leiðtogi Samstöðuflokksins og verðandi forsætisráðherra Finnlands, lýsti þessu yfir nú síðdegis vegna þess að samkomulag hefði náðst við jafnaðarmenn um málið. "

Öll frétt RÚV

 


Þýskur útflutningur á svakalegum snúningi!

ÞýskalandFram kemur í fréttum að útflutningur Þýskalands gengur glimrandi. Þjóðverjar fluttu út vörur í mars fyrir samtals um 100 milljarða Evra.

Það samsvarar um það bil tífaldri þjóðarframleiðslu Íslands! Um var að ræða rúmlega 7% aukningu frá febrúarmánuði!

Þetta er mettala varðandi útflutning, en Þýskaland er næstmesti vöruútflytjandi heims, á eftir Kína.

Galdurinn á bakvið þetta er einfaldlega talinn vera að Þjóðverjar framleiði einfaldlega vörur sem svokölluð "vaxandi efnahagskerfi" þurfi á að halda.


Viðtal FRBL við Önnu Margréti Guðjónsdóttir, Evrópumann ársins.

Fréttablaðið birti í dag viðtal við Evrópumann ársins, Önnu Margréti Guðjónsdóttur. Viðtalið birtist hér með góðfúslegu leyfi blaðsins. 

Anna Margrét GuðjónsdóttirAnna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður Samfylkingar var nýlega valin Evrópumaður ársins 2010 en viðurkenninguna hlýtur Anna Margrét fyrst kvenna. Evrópusamtökin völdu Evrópumann ársins í sjöunda sinn frá stofnun samtakanna en þau eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu.

Áhugi Önnu Margrétar á samstarfi Íslands við önnur Evrópuríki kviknaði fyrir alvöru árið 2006 þegar hún flutti til Brussel og stóð að opnun skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar í borg. Hún gegndi starfi forstöðumanns skrifstofunnar allt þar til hún flutti heim árið 2009. Í Brussel kynntist hún Evrópumálunum af eigin raun en sú reynsla vó þungt í þeirri ákvörðun Önnu Margrétar að skella sér í pólitíkina. Anna Margrét er landfræðingur að mennt og hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. 

"Jú, það er ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu sem setur um leið líka á mig skyldur - að halda áfram að miðla reynslu minni og þekkingu og um leið sannfæringu minni um mikilvægi aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ég held einnig að það skipti ekki síður máli að kona skuli hljóta þessa viðurkenningu í fyrsta sinn, það er mikilvægt að konur eigi sér fyrirmyndir í umræðunni, " segir Anna Margrét.

Viðurkenningin er meðal annars veitt fyrir starf Önnu Margrétar við að deila þekkingu sinni á málaflokknum, í ræðu og riti, en hún situr meðal annars í stjórn Evrópuvaktar Samfylkingarinnar og stjórn Já-hreyfingarinnar. 

"Þetta er mikið baráttumál í mínum huga, ekki síst eftir að hafa unnið og starfað við þetta, og kynnst á eigin skinni hvernig það er að standa fyrir utan Evrópusambandið en taka samt upp gerðir þess. Ég reyndi það í mínum daglegu störfum hvernig það er að vera aldrei inni í herberginu þar sem ákvarðanirnar eru teknar og það sannfærði mig endanlega, " segir Anna Margrét.

Formlegar aðildarviðræður Íslands í Evrópusambandið hefjast í júní. Anna Margrét segir sér vera hvað efst í huga þessi misserin að Íslendingar tefli fram öllu sína besta fólki, á hverju sviði, til að ná fram besta mögulega samningi. 

"Ég vona að menn átti sig á því að við verðum að nýta það fólk sem býr yfir mestri þekkingu í viðræðurnar sjálfar og undirbúning þeirra. Allar stofnanir og hagsmunasamtök þurfa að leggja fram sínar óskir og þekkingu til að samninganefndin geti farið fram með ákveðin skilaboð og þar skiptir miklu að það ferli sé unnið af heiðarleika hér heimafyrir. Í raun er það versta sem getur gerst að einhverjir hópar dragi lappirnar í aðildarviðræðum og sitji svo upp með það að þjóðin samþykki aðild sem ekki felur í sér bestu mögulegu kosti í viðkomandi málaflokki."

Hver sem niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild verður er umræðan um Evrópusambandið, kosti þess og galla, gott innlegg í umræðuna að mati Önnu Margrétar. "Menn geta rætt þetta fram og aftur, spáð í hvort Evrópusambandið sé góð viðbót eða ekki og umræðan öll verður upplýstari og faglegri."


Evróvisjón / Júróvisjón!!

evrovisjon.jpgÍ dag hefst keppnin sem margir hreinlega elska og margir elska að hata: Söngvakeppni Evrópskra sjónavarpsstöðva! Ísland er með og stígur söngfokkurinn Vinir Sjonna á stokk á morgun, með lagið "Coming Home" í Düsseldorf í Þýskalandi. Við óskum þeim góðs gengis!

Hér má lesa allt um keppnina: http://www.eurovision.tv/page/dusseldorf-2011


Björgvin G. Sigurðsson á Pressunni: Kosið um ESB 2013?

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, ritar pistil um ESB-málið á www.pressan.is og segir þar: "Lengd umsóknarferils er misjanlega langt sé litið til aðildarsögu ríkjanna 27 sem mynda sambandið. Allt frá fjórum árum upp í tíu þar til samningur liggur á borðinu og þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.
Því má við bæta við að mörg ríki hafa þurft að bíða árum saman frá umsókn þar til viðræður hefjast eða ná raunverulegu flugi. Til dæmis um það eru Tyrkland og ríki gömu Júgóslavíu. Þar ræður mestu að engin ríki nema lýðræðisleg markaðssamfélög sem virða mannréttindi koma til greina sem aðildarríki.
Gangurinn í viðræðum Íslands og ESB er góður og vel innan þess sem má hugsa sér sem eðlileg tímamörk á jafn stóru máli. Tvö ár inn í ferlið er rýnivinnu lokið og samingar um kaflana 34 að hefjast eftir mánuð eða núna í júní.

Samningur eftir ár

Færa má rök fyrir því að samingur liggi fyrir eftir rúmlega ár. Þá hefjst kynning á honum og undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Það væri þá líklega einn stysti ferill frá umsókn nokkurrar þjóðar um aðild að ESB þar til kosið er um aðildarsamning."
Og Björgvin gerir þá að umtalsefni sem reyna að tortryggja ferðlið sem mest þeir mega, en segir síðan: "Staðreyndin er sú að ferlið gengur vel og hratt fyrir sig. Eiginlegir samningar um einstök mál hefjast fyrr en varir og líkur væntanlega á næsta ári. Betur og hraðar getur það ekki gengið nema menn vilji kasta höndunum til þessa mikilvægasta samnings í sögu þjóðarinnar um áratugaskeið.

Mestu skiptir fyrir okkur öll er að ná sem allra bestum samningi um aðild að ESB. Samningi þar sem hagsmuna landbúnaðar, gjaldmiðilsmála og sjávarútvegs er gætt til hins ítrasta. Um það á að sameinast í stað þess að grafa sífellt undan umsóknarferlinu með því að gera það tortryggilegt með tiltækum ráðum og draga þannig úr þeim ítrustu hagsmunum Íslendinga að ná eins góðum samningi og völ er á. Samningi sem síðar er kosið um af þjóðinni."
Allur pistill Björgvins  (Mynd af Pressunni)


ESB fjármagnaði Írland þegar aðrir vildu ekki lána!

Andrea PappinAndrea Pappin, formaður Írsku Evrópusamtakanna, var gestur Spegilsins í kvöld og það var Gunnar Gunnarsson, sem ræddi við hana. Hún segir meðal annars að fullveldi Íslands muni aukast við aðild og að aðild Íra að Evrunni hafi þýtt stórkostlegar framfarir fyrir Íra í gjaldmiðilsmálum. Hér er viðtalið við Andreu Pappin, en í því kemur einnig fram að smáþjóðir hafi mikil áhrif innan ESB.


MBL greinir frá vali Evrópumanns ársins

Morgunblaðið greinir í dag frá valinu á Evrópumanni ársins, sem að í þetta sinn (og það fyrsta!) er kona, Anna Margrét Guðjónsdóttir. Hér er frétt MBL.

Dagur Evrópu í dag, 9.maí

ESBEvrópusamtökin óska vinum Evrópu til hamingju með Evrópudaginn (Schumann-daginn), sem er í dag, 9. maí.

Evrópudagurinn er rakinn til svokallaðrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samrunaferli Evrópu væri hafið.

Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópuþjóðir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland ákváðu þá að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum.

Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sífelldri þróun og mótun og í dag eru 27 lönd í Evrópu aðilar að Evrópusambandinu.

Aðildar- og samningaviðræður Íslands og ESB hefjast fyrir alvöru eftir nokkrar vikur, í lok júní, að lokinni svokallaðri rýnivinnu.

Meira um Evrópudaginn

Catherine Ashton, yfirmaður utanríkismála ESB, á Youtube um Evrópudaginn.


Þorsteinn Pálsson og forystan í Evrópumálunum

Þorsteinn PálssonÍ sínum fasta dálki í Fréttablaðinu skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra um Evrópumálin og byrjar svona:

"Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.

Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkisstjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikilvægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgarahreyfingin gufaði upp og Framsóknarflokkurinn sneri við blaðinu.

Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er verulegur við aðildarumsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um framgang þess.

Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkisstjórninni og stefnubreyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópuandstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undirtökunum um framhald málsins.

Á miklu veltur hvernig stuðningsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkisráðherra hefur veitt aðildarviðræðunum örugga og ábyrga forystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleikamerki eru á forystuhlutverki Samfylkingarinnar."

Allur pistillinn

Nú þegar málið er að fara á almennilegt skrið er mikilvægt að það sé unnið af festu, ábyrgð og að vandað sé til verka.

ESB-umsókn er ekki eitthvað sem maðaur bara "hespar af" þó sumir haldi það greinilega. Ekki nema menn vilji sleppa því að vanda til verka. Þetta er hinsvegar of stórt mál til þess að slá hlutunum upp í kæruleysi, hagsmunir íslensks almennings eru of miklir til þess að handvömm ráði för!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband