Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Stjórnarmenn Evrópusamtakanna um RÚV og ESB-málið

Andrés PéturssonTveir stjórnarmenn í Evrópusamtökunum, Andrés Pétursson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifa grein í Fréttablaðið í dag um RÚV og ESB-málið. Í greininni velta þeir fyrir sér hlutverki RÚV sem "fjölmiðils í þágu almennings" varðandi þetta mikilvæga mál. Þeir benda á að RÚV hefur ákveðnar skyldur samkvæmt lögum að fjalla um mál sem snerta málefni lands og þjóðar, en segja svo: ´

 "Nú er hægt að slá því föstu að ESB-málið er mál sem snertir ,,málefni lands og þjóðar sérstaklega,“  og ásamt EES-samningnum árið 1995 og aðild Íslands að NATO árið 1949, er þetta eitt mikilvægasta málið sem er á ,,dagskrá“ hjá þjóðinni.

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonVald fjölmiðla til að setja mál á dagskrá er óumdeilt. Almenningur talar um þau mál sem komast í fjölmiðla og eru þar til umfjöllunar.Þessvegna er hlutverk RÚV í ESB-málinu gríðarlega mikilvægt. Að upplýsa almenning um kosti og galla aðildar, framleiða efni um ESB og þess háttar hlýtur því að falla undir hlutverk RÚV sem almannafjölmiðils, fjölmiðils fyrir alla íslensku þjóðina.

Það er okkar von, sem ritum þessa grein að RÚV rækti skyldur sínar við landsmenn í þessu mikilvæga máli og geri það á þann hátt að almenningur geti myndað sér skoðun út frá bestu mögulegu forsendum.  Opin, málefnaleg, og hreinskilin umræða hlýtur að teljast vera eitt af helstu einkennum lýðræðisins.

ESB-málið verður svo að lokum lagt í dóm þjóðarinnar, þegar aðildarsamningur er tilbúinn. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggja fyrir mun íslenska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja annaðhvort JÁ eða NEI.

Alla greinina má lesa hér.


Össur Skarphéðinsson: Aðild að ESB öllum aðildarríkjum til góðs

Össur SkarphéðinssonÁ Eyjunni stendur: "Í öllum ríkjum sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu hefur verið deilt um hvort aðildin sé jákvæð eða neikvæð, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti Alþingi árlega skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál í dag.

“En enginn deilir lengur um þá staðreynd, að aðild varð öllum þessum ríkjum til farsældar og hagsbóta,“sagði Össur.

Hann sagði að fjárfestingar hefðu alls staðar aukist verulega við aðild og sums staðar tvöfaldast í þeim smáríkjum sem síðast gengu inn í ESB; fyrir Eistland, Lettland, Litháen, Slóveníu, Möltu og Slóvakíu. Þær fjárfestingar hafi fyrst og fremst komið úr öðrum ESB-ríkjum.

„Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði,“ sagði Össur. Íslendingar þurfi sjálfir að fá að kjósa um hvort þeir vilji standa innan ESB eða utan.

„Menn tala um að fullveldi tapist við aðild,“ sagði utanríkisráðherra og fannst greinilega lítið til þeirrar staðhæfingar koma því að hann hélt áfram og sagði:  “Herra trúr! Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?“

Öll Eyjufréttin og skýrsla Össurar til Alþingis um utanríkismál og alþjóðamál.


Andrea Pappin formaður írsku Evrópusamtakanna í Silfri Egils

apappin1Andrea Pappin formaður írsku Evrópusamtakanna, var gestur í Silfri Egils í dag og hér má horfa á viðtalið í heild sinni.

Hún segir meðal annars að Írar myndu ekkert græða á að losa sig við Evruna og að áhrif Íra innan ESB séu umtalsverð, þrátt fyrir að landið telji aðeins 4 milljónir.

Mjög áhugavert viðtal.


Björgvin G. Sigurðsson: Vel unnt að ná góðum samningi fyrir íslenskan landbúnað

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, ritar grein í Bændablaðið um landbúnaðarmál og ESB og fer vítt yfir sviðið. Hann bendir á að ýmsa athyglisverða hluti, svo sem að bændum hér á landi hefur fækkað um 25% á áratug (án þess að landið sé í ESB, innskot, ES-blogg), og að þetta sé mun hraðari þróun en á hinum Norðurlöndunum.

Hann talar um ótta bænda vegna mögulegrar aðildar og segir: "Það sem margir bændur óttast við aðild að ESB er niðurfelling tollverndarinnar frekar en breytingar á framleiðslutengdum beingreiðslum. Sumum greinum landbúnaðar myndi breytt fyrirkomulag stuðnings örugglega gagnast vel, til dæmis greinum á borð við ferðaþjónustu, hrossarækt og skógrækt.

Breytingarnar hafa mest áhrif á kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu vegna niðurfellingar tolla, en þó er ekki allt sem sýnist þar. Einn gamalreyndur svínabóndi hefur bent á að allt eins gæti aðild að ESB falið í sér mikil tækifæri fyrir hans grein þar sem ESB styrkir að mestu út á landnotkun og landnýtingu á hvern hektara. Því myndu styrkir til kornræktar vegna fóðurframleiðslu snarlækka verð á fóðri og greinin því verða samkeppnishæf við evrópska svínaframleiðendur."

Í lok greinarinnar bendir Björgvin á að miklir möguleikar eru á að finna sérlausnir til handa íslenskum landbúnaði: "

Fyrir það fyrsta blasir við að Ísland yrði skilgreint sem harðbýlt svæði. Það er skilgreining sem kennd er við 62. breiddargráðu og var tekin upp í samningum við Finna og Svía.

Það heimilar þeim að styrkja landbúnaðinn beint úr eigin ríkissjóði burt séð frá reglum ESB að öðru leyti. Þannig má mæta ágjöf vegna niðurfellingar tolla. Þá er heimild í regluverki ESB að styðja sérstaklega við fjarlæg svæði langt utan markaða meginlandsins.

Nefna má svæði á borð við Azor-eyjar sem er um margt sambærilegt við Ísland. Ekki síst þar sem staðbundnir annmarkar á borð við legu lands og veðurfar hafa mikil áhrif hér og meiri en á þeim eyjaklasa.

Rökin fyrir þessum undanþágum og viðurkenningu á sérstöðu eru þau að viðhalda samkeppnishæfi landbúnaðarins og koma í veg fyrir að hún raski búsetu og búgreinum í landinu.

Opnum sóknarfærin

Við blasir að vel er unnt að ná góðum samningi fyrir íslenskan landbúnað þó að alltaf verði breytingar, sérstaklega út af niðurfellingu tollverndar.

Þeim breytingum má mæta með ýmsum hætti, sem tryggir að greinarnar fari ekki halloka en sjálfsagt þarf að berjast hart fyrir því í viðræðuferlinu.

Þvert á móti má leiða líkur að því að við aðild opnist fjöldi sóknarfæra fyrir landbúnaðinn þótt gæta þurfi vel að stöðu einstakra greina við breytingarnar.

Að þessi markmið náist er ein helsta forsenda þess að þjóðin samþykki samning um aðild Íslands að ESB.

En auk hinna afmörkuðu hagsmuna greinarinnar er bændum þó eins og öðrum atvinnurekendum nauðsyn þess að fá nothæfan gjaldmiðil og stöðugt efnahagsumhverfi í formi lágra vaxta, afnámi verðtyggingar og án sífelldra sveiflna í gengi."

(Mynd: www.pressan.is - pistlar Björgvins þar)

 

 


Dollar, Evra og öfgar!

Í vikunni birtist áhugaverð grein í Financial Times, hvers kjarnapunktur er að ef til vill sé dollarinn í mun meiri hættu heldur en Evran nokkurntímann.

Höfundurinn Axel Merk færir sannfærandi rök fyrir því að skuldastaða Evruríkjanna sé mun viðráðanlegri og framtíðar horfur þeirra sé betri heldur en staða dollarans.

Þá gerir hann að umtalsefni umfangsmikla seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna, sem megin-aðferð til að glíma við vanda dollarans.

Hér heima keppast svo hatursmenn ESB að spá andláti Evrunnar og mála það upp sem sína "óska-sviðsmynd."

Öfgamenn sem meðal annars líkja ESB við heróin-sala (Staksteinar, 13.5), fá pláss í blöðum á borð við Morgunblaðið, þar sem svo virðist vera sem að því öfgafullri sem þú ert, því greiðari aðgang eigir þú að blaðinu!

Svo vitnað sé beint í Staksteina MBL: "Lítil lönd sem lenda á heróíni elítu Evrópusambandsins eiga sér litla von," hefur Morgunblaðið eftir helsta hatursmanni ESB á Íslandi, sem þó bjó 25 ár í ESB-ríkinu Danmörku!


ESB á góðri leið efnahagslega

Olli RehnOlli Rehn, sem fer með efnahagsmál innan ESB, segir að staðan sé nú að nálgast það sem var fyrir kreppuna, þ.e.a.s. haustmánuði árið 2008.

Mjög "sterkar" hagvaxtartölur komu í vikunni frá Þýskaland, Frakklandi og einnig er líka hagvöxtur í Grikklandi.

Þýskaland er nú með hagvöxt upp á um 5% á ársgrundvelli.

Samkvæmt nýrri efnahagsspá ESB er gert ráð fyrir hagvexti á bilinu 1,8-1,9% innan ESB á næsta ári.

Gagnvirkt kort


Sannir Finnar ekki með í finnsku stjórninni

Timo SoinaSannir Finnar verða ekki með í ríkisstjórn Finnlands, en verða stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þetta kom fram í finnskum fréttum fyrr í dag.

Finnskur stjórnmálafræðingur sagði þetta létti fyrir finnsk stjórnmál, þar sem innan flokks Sannra Finna væru einstaklingar sem sýndu kynþáttafordóma með opnum hætti.

Sannir Finnar segja að stuðningurinn við Portúgal hafi skipt sköpum og að þeir geti ekki verið með í því samkomulagi.


Sorpið og mengunin lönd og leið! Til hvers að fara eftir reglum?

FRBLHún er afar athyglisverð, fréttaskýringin eftir Svavar Hávarðsson í FRBL í dag, um díoxín-málið og fleira. Í raun snýst hún um það hvernig Ísland fær undanþágur, meira að segja frá eigin baráttumálum, fer ekki eftir reglum og fær svo allt til baka tvöfalt í "andlitið."

Um er að ræða undanþágur vegna mengunarlosunar og undanþágur frá reglum ESB er varða litlar sorpsstöðvar, eins og t.d. á Ísafirði og í Vestmannaeyjum.

Einnig er fjallað um hvernig stjórnsýslan brást í þessu máli. Fréttaskýringin er byggð á skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið, en hana má finna hér.

Orðrétt segir í grein Svavars: "Árið 2007 var díoxínlosun mæld hjá þremur af þeim fjórum sorpbrennslustöðvum sem þá störfuðu samkvæmt undanþágu frá tilskipun ESB. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að losunin væri langt yfir þeim mörkum sem sett eru í tilskipuninni. Engu að síður fylgdu hvorki Umhverfisstofnun né umhverfisráðuneytið þessum mælingum eftir. Þá sá Umhverfisstofnun ekki til þess að díoxínlosun frá fjórðu stöðinni, á Svínafelli, væri mæld.

Ríkisendurskoðun bendir á að þær sorpbrennslustöðvar sem undanþágan tekur til hafi ítrekað brotið gegn ákvæðum reglugerða sem um þær gilda og að þrátt fyrirað Umhverfisstofnun hafi krafið stöðvarnar um úrbætur hafi ekki verið nóg að gert. Ekki hafi verið lagðar á dagsektir eða þær sviptar starfsleyfum, eins og hún geti gert að vissum skilyrðum uppfylltum.

Ríkisendurskoðun telur því að alvarlegir misbrestir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með sorpbrennslum sem féllu undir undanþágu frá tilskipun ESB um brennslu úrgangs. Árum saman lét eftirlitsaðilinn, Umhverfisstofnun, það líðast að rekstaraðilar þeirra færu ítrekað á svig við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglugerðum, segir í skýrslunni.

Hagsmunir fólksins í landinu

Ríkisendurskoðun kveður einna þyngst að orði þar sem rætt er um hagsmuni almennings í skýrslunni. Þar segir að hagsmunir sveitarfélaganna hafi vegið þungt í allri ákvörðunartöku. Ekki hafi verið metið hvaða áhættu undanþágan hefði í för með sér fyrir umhverfi og mannlíf í nágrenni þeirra stöðva sem féllu undir hana.

"Þá höfðu umhverfisyfirvöld ekkert frumkvæði að því að kynna niðurstöður díoxínmælinga sem gerðar voru 2007 fyrir íbúum viðkomandi sveitarfélaga eða almenningi almennt," segir í skýrslunni."


Eru tækifæri fyrir íslenskan landbúnað í ESB?

LambÍ forsíðufrétt FRBL í dag segir: "Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann.

Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað."

Getur verið að það séu TÆKIFÆRI fyrir íslenskan landbúnað í ESB?

Er ekki alltaf verið að básúna það að ESB-aðild muni RÚSTA íslenskum landbúnaði?

Hvað segir þetta um þann málflutning?


Ísland fyrirmynd í nýju fiskveiðikerfi ESB?

fish_Atlantic_codMorgunblaðið greinir frá: "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að taka upp kvótakerfi í sjávarútvegi þannig að skip fái úthlutað veiðikvóta til að minnsta kosti 15 ára.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggja fram tillögu þessa efnis í júlí. Þar er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi árið 2013.   

Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur verið í gildi í 28 ár. Henni er ætlað að tryggja að veiði úr fiskistofnum sé innan sjálfbærra marka en gagnrýnendur halda því fram, að áhrifin séu þveröfug.

Eitt helsta markmið nýju tillagnanna er sagt vera að útrýma brottkasti með því að taka upp kvótakerfi þar sem úthlutun kvóta byggi á því hve mörgum fiskum sé landað en ekki á því hve margir séu veiddir." 

Frétt um sama mál á RÚV , BBC er með ítarlega fréttaskýringu hér og hér má lesa sjálfa tillöguna frá ESB


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband