Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
7.6.2011 | 18:26
Króatar á leið í ESB

Fréttastofa Reuters hafði eftir ónefndum heimildarmanni í dag að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist á föstudag mæla formlega með að aðildarríki lykju viðræðum við Króatíu, en það er mikilvægur áfangi í aðildarferlinu. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, gaf auk þess í skyn að Króatar hefðu gert nóg til að fullvissa stjórnina um að komið væri að lokaáfanga viðræðnanna."
Aðild Króatíu tryggir enn betur varanlegan frið á Balkan-skaga.
7.6.2011 | 14:52
Bryndís Ísfold um Íra og Evruna
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um Írland og Evruna. Hún segir meðal annars:
"Írskur fræðimaður Anthony Coughlan kom hingað til landsins fyrir skömmu í boði andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er þekktur í sínu heimalandi sem harður andstæðingur evrunnar og ESB. Áratuga gömul spá hans um að endalok Evrópusambandsins séu á næsta leiti er fræg í heimalandi hans. Enn lifir Evrópusambandið þó góðu lífi en nú vill Coughlan meina að vegna evrunnar sé Írland í vondum málum.
Írska þjóðin er þó á allt annarri skoðun því þegar írskur almenningur er spurður um stuðning við evruna og evrusamstarfið kemur í ljós að í 80% tilfella styður almenningur bæði evruna og evrusamstarfið. Ekki nóg með það heldur telja 77% Íra að aðild að ESB frá árinu 1973 hafi bætt hag landsins.
Efnahagsvandinn sem Írar glíma við er fyrst og fremst vegna ofþenslu hagkerfisins, eignabólu og svipaðra efnahagsmistaka og gerð voru hér á landi. Enginn heldur því fram að efnahagshrun hefði ekki orðið þótt við Íslendingar hefðum verið með evruna – en margir vilja meina að skellurinn hefði orðið miklu minni. Sama gildir um Írland en munurinn er sá að við sitjum núna uppi með verðlausa krónu í gjaldeyrishöftum."
6.6.2011 | 18:01
"Báknið" !!
Um helgina birtist í Fréttablaðinu grein um framkvæmdastjórn ESB eftir Klemens Þrastarson, blaðamann.
Í henni ber hann meðal annars saman starfsmannafjölda ESB við önnur ríki og stofnanir. Eitt af því sem andstæðingar ESB segja er að þetta sé risastórt skrifræðisbákn. Klemens kemst hinsvegar að öðru:
"Samkvæmt upplýsingum...starfa í framkvæmdastjórninni um 32.000 manns. Þetta fólk vinnur í um fjörutíu stjórnarsviðum og deildum og er það sem kalla mættiríkisstarfsmenn ESB. Þetta er lunginn úr starfsmannafjölda ESB, sem er um 40.000 manns. Nefna má til samanburðar að tvær milljónir starfa hjá bandaríska ríkinu og um 22.000 manns hjá því íslenska. Um 80.000 manns starfa í breska varnarmálaráðuneytinu. Ráðuneyti aðildarríkja ESB sjá um að framfylgja ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar að nokkru leyti og skýrir það að hluta starfsmannafæðina, auk þess sem aðildarríkin tíma einfaldlega ekki að ráða fleiri starfsmenn til ESB. Alla jafna eru um 300 starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa í stjórnsýslu aðildarríkjanna en í stofnunum ESB starfa einungis 0,8 opinberir starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa."
Þetta er nú allt báknið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.6.2011 | 11:54
FRBL - Þorvaldur Gylfason um gjaldeyrishöft
Aukin þyngd virðist vera að færast í umræðuna um gjaldeyrishöftin, enda nánast samdóma álit allra að þau séu efnahagslífinu ekki til framdráttar. Haftabúskapur rímar mjög illa við opið flæði fjármagns, vöru og þjónustu á milli landa, þ.e. frjálst markaðshagkerfi!
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um þetta, bæði í fréttum sem og leiðara blaðsins. Sagt er frá grein eftir Dr. Þorvald Gylfason, sem hann birtir á www.voxeu.org undir nafninu "Houston, we have a problem, Iceland's capital controls."
Í leiðara FRBL, eftir Óla Kr. Ármannsson, segir: "Fleiri hafa orðið til að benda á skaðsemi viðvarandi gjaldeyrishafta, þótt fáir mótmæli því að nauðsynlegt hafi verið að koma þeim á til að ná tökum á efnahagsþróuninni eftir hrunið. Í nýrri grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors á síðu efnahagsvefritsins Vox (www.voxeu.org) bendir hann á að þótt efnahagsbati Íslands eftir eitt mesta hrun sem nokkurt ríki hafi orðið fyrir þá standi gjaldeyrishöftin nú áframhaldandi efnahagsbata fyrir þrifum. Lífeyrissjóðir geti ekki fjárfest erlendis, útflutningsfyrirtæki flytji ekki gjaldeyri heim og rýrir fjárfestingarkostir ýti undir fjárfestingu á fasteignamarkaði."
Í framhaldi af þessu má spyrja grunnspurningar: Af hverju eru Íslendingar (einir þjóða í að minnsta kosti hinum vestræna heimi, ef ekki heiminum öllum) með gjaldeyrishöft?
Jú, gjaldmiðillinn, krónan, hrundi haustið 2008, með hrikalegum afleiðingum fyrir almenning og atvinnulíf. Og hefur verið síðan þá á gjörgæslu. Ástand sem gengur ekki til lengdar, lausn á þessum vanda er brýn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.6.2011 | 15:45
Það hlaut að koma að því!
Það var aðeins tímapursmál þar til "nojan" í sambandi við gúrkurnar næði til íslenskra Nei-sinna og að þeir færu að skella skuldinni á ESB í sambandi við þetta. En það hefur nú gerst á bloggi Nei-sinna.
En það hefur eitthvað skolast til (kannski baktería?) því á blogginu er fullyrt að þessi baktería komi úr grænmeti. ÞAÐ ER HINSVEGAR EKKI RÉTT, enginn veit í raun hvaðan hún kemur.
Meira að segja Morgunblaðið matreiðir málið með þeim hætti. Bloggari Nei-sinna ætti nú að kíkja á Moggann áður en vaðið er út með órökstuddar fullyrðingar, sem eru út í loftið!
Í frétt MBL segir: "Uppruni sýkingarinnar er enn ófundinn en talið hefur verið að bakterían berist með menguðu grænmeti." TALIÐ HEFUR VERIÐ!
Umræða Nei-sinna gengur út að að hræða fólk upp úr skónum, en ekki ræða málefni!
Og bara svo þið Nei-sinnar vitið það, að þá eru aðildarríki ESB 27 talsins! Króatía verður sennilega það 28. og Ísland e.t.v. það 29.!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.6.2011 | 09:51
Kanadadollar lausnin? Hver er að ræða við hvern - í umboði hvers?
Í Fréttatímanum í dag er opnugrein um það sem kallað er Tillaga að efnahagsaðgerðum og eru það fimm karlmenn sem blaðið hefur fengið til þess að "kasta á milli sín hugmyndum."
Þar er fjallað um gjaldmiðilsmál og lagt til að tekinn verði upp Kanadadollar. Rökin eru þau að atvinnulíf Kanada endurspegli helst íslenskt atvinnulíf (hvað ætli Kanadamönnum finnist um það?).
Þá er sagt að Kanada eigi fyrir höndum langt hagvaxtarskeið og að myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota.
Í greininni segir einnig orðrétt: "Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja." En á Evran undir högg að sækja? Það er kannski vert að minna á að hjá 14 Evruríkjum er ástandið þannig að allt gengur eðlilega fyrir sig; viðskipti, verslun, atvinnulíf.
Grikkland, Írland og Portúgal eru vissulega í vanda. Grikkir fölsuðu tölur til að komast inn í Evruna. Er það Evrunni að kenna? Írland skuldsetti sig stórkostlega og írsk stjórnvöld ákváðu að halda írsku bönkunum gangandi. Er það ESB að kenna? Portúgal glímir við mikinn skuldavanda, en er það ESB eða Evrunni að kenna?
Þýskaland er stærsta Evruríkið og þar blómstrar allt. Holland er með Evruna, engin vandræði. Sama má segja um Austurríki og fleiri ríki sem nota Evruna.
Og aftur að þessu með Kanadadollar: Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttum við vörur út til Kanada í fyrra fyrir um 2.4 milljarða króna. Fyrir um 78 milljarða til Þýskalands!
Um 70% af öllum íslenskum útflutningi fer til Evrópu.
Þá kemur fram í greininni að rætt hafi verið við stjórnvöld í Kanada um þetta og að þeim lítist vel á þetta.
Þá vaknar spurningin: Hver er að tala við hvern og í umboði hvers?
Lýsir þetta kannski best ringulreiðinni í íslenskum gjaldmiðilsmálum?
Á vef DV bregst Ólafur Ísleifsson við þessu og segir þar: "„Við þurfum að taka upp erlendan gjaldmiðil, þar sem við höfum aðgang að gjaldeyrisvarasjóðum í þeirri sömu mynt og við þurfum að gera það í samstarfi við þá sem standa að baki þeirri mynt...„Þar að auki eru viðskipti okkar í kanadískum dal afar takmörkuð og val á slíkri mynt fyrir okkur væri, af viðskiptaástæðum og efnahagslegum ástæðum, afar sérkennileg.“
Honum finnst þó sjálfsagt að auka viðskipti við Kanada og það er sjónarmið út af fyrir sig.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
2.6.2011 | 13:18
Viðbrögð við "heimkomu" Ásmundar - Hallur Magnússon á Eyjunni
"Heimkoma" Nei-foringjans Ásmundar Einars Daðasonar, til Framsóknarflokksins hefur vakið athygli. Af þessu má draga þá ályktun að Ásmundur hafi í raun ávallt verið framsóknarmaður og hreinlega verið í kolvitlausum flokki!
Hallur Magnússon, Eyjubloggari (mynd), fyrrum framsóknarflokksfélagi og stofnandi Evrópuvettvangsins (EVA), bregst við þróun mála í pistli og segir:
"Forysta Framsóknarflokksins hefur valið að feta nýja leið. Frá frjálslyndum Framsóknarflokki Steingríms Hermannssonar sem tók mjög virkan þátt í alþjóðastarfi frjálslyndra flokka í Evrópu og á heimsvísu – þótt Steingrímur væri á móti því að Ísland tæki þátt í EES samstarfinu árið 1993 þar sem hann taldi réttilega að í þeim samningi fælist fullveldisframsal.
Ný leið forystu Framsóknarflokksins virðist vera leið stjórnlyndis, ósveigjanleika, einangrunarhyggju og eldfimrar þjóðernishyggju.
Áratugahefð Framsóknarflokksins sem samvinnuflokks í víðasta skilnings þess orðs þar sem Framsókn var brúarsmiðurinn og límið í stjórnmálunum vegna þess frjálslyndis og sveigjanleika sem flokkurinn sýndi virðist vera fyrir bí. Þótt einstaka þingmaður sýni slíka tilburði – þá kafna þeir tilburðir í háværum einstrengingshætti og upphrópunum annarra þingmanna.
Hið fyrra umburðarlyndi Framsóknarflokksins virðist einnig vera að fjara út hjá stuðningsmönnum hinnar nýju leiðar flokksins sem í athugasemdakerfum bloggheima láta gamminn geysa margir með svívirðingum, jafnvel heift, gegn þeim sem hafa aðra nálgun á málin."
Hallur sér þó möguleika í þessu og segir að innganga Ásmundar skapi mögulega grunn fyrir ..."nýtt, frjálslynt stjórnmálafl sem getur meðal annars tileinkaða sér umburðarlynd, sáttfýsi og frjálslynda félagshyggju Steingríms Hermannsonar.
Staðreyndin er nefnilega sú – sem ég hef oft bent á – að frjálslyndi hluti Framsóknarflokksins, frjálslyndi hluti Samfylkingar og frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokks eiga oft á tíðum meira sameiginlegt með hver öðrum en með öðrum hópum sömu flokka.
Vegferð Framsóknarflokksins undanfarið og innganga Ásmundar Einars hefur losað verulega um flokksbönd fjölda frjálslyndra Framsóknarmanna við Framsóknarflokkinn." Allur pistill Halls
Í útvarpsviðtali í gær sagði formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð að ESB-áherslur innan Samfylkingarinnar væru trúarbrögð. Í dag þverneitar hann svo að andstaða gegn ESB innan Framsóknar séu trúarbrögð!
Já, það eru kannski einhver allt önnur lögmál sem gilda um hlutina í Framsókn?
Í framhaldi af þessu öllu má svo velta því fyrir sér hver áhrif Ásmundar innan Framsóknarflokksins verða? Og hvað gerist ef hann verður óhress með hlutina? Verður þá eitthvað "næsta stopp?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
1.6.2011 | 17:32
Kominn "heim" í heiðardalinn?
Foringi Nei-sinna á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknarflokkinn í dag. Og sagði þar með endanlega skilið við VG, enda hefur hann rekið hægt og sígandi, eins og fley rekur undan vindi, frá félögum sínum í VG.
Þá vaknar spurningin hvort bóndinn Ásmundur, sé loksins kominn heim? Í hlýjuna hjá Framsóknarflokknum?
Það má einnig spyrja hvort Ásmundur þoldi ekki hið lýðræðislega samkomulag milli Samfylkingar og VG um t.d. ESB-málið, það er að vera sammála um að vera ósammála um ESB!
Ásmundur vill nefnilega draga ESB umsóknina til baka og þar með rétt þjóðarinnar til þess að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir. Þjóðin vill það hinsvegar ekki.
Spurning hvort það smitast yfir í formann Framsóknar, sem virðist vera að breyta Framsóknarflokknum í hefðbundin Nei-flokk?
Með því að Ásmundur gangi í Framsókn verður rödd bænda sterkari innan flokksins, en það eru t.d. aðal-rök nei-sinna að með aðild að ESB muni íslenskum landbúnaði verða rústað!
Það hefur hinsvegar hvergi gerst. Sjónarmið af þessu tagi færast nú frá VG yfir í Framsókn með tilkomu Ásmundar.
Það er við hæfi að framsóknarvefurinn Tíminn greindi fyrstur frá þessu.
"Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó.
Kominn heim að heilsa mömmu, kominn heim í leit að ró.
Kominn heim til að hlusta á lækinn sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó."
Kannski verður Ásmundur hamingjusamur í Framsókn, það er bara fínt!
Viðbrögð: MBL, Eyjan, Vísir, DV
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
1.6.2011 | 10:29
Áhugavert frá utanríkisráðherra Póllands í MBL
Utanríkisráðherra Póllands, Radoslaw Sikorski, skrifar áhugaverða grein í MBL í dag um þróun mála í Norður-Afríku, en Pólland tekur við formennsku í ESB í byrjun júlí og gegnir henni í hálft ár.
Hann ber saman þá hluti sem nú eiga sér stað í N-Afríku við atburðina í A-Evrópu í lok áttunda áratugar síðusta aldar og falls kommúnismans í A-Evrópu. Radoslaw segir:
"Við þekktum eymd kommúnismans í Mið-Evrópu. Um leið vissum við hvað við vildum að kæmi í staðinn – kerfi byggt á nútímalegum, evrópskum gildum lýðræðis og markaðar. Það kostar tíma, aga, sársauka og þolinmæði að smíða innviði lýðræðis, en það borgar sig. Í júlí mun Pólland taka forsæti í Evrópusambandinu í fyrsta skipti; við höfum unnið fyrir þeirri ábyrgð að hafa forustu í málefnum Evrópu næstu sex mánuði.
Pólland lærði af reynslunni að það er mun auðveldara að krefjast breytinga og bjóða kúgurum byrginn en að setja fram og innleiða skýra og skynsamlega áætlun um betri framtíð. Kröfur almennings um frelsi ganga ekki alltaf eftir: í ringulreiðinni geta öfl afturhalds látið til skarar skríða. Fall keisarans í Íran hafði hrikalegar afleiðingar þar í landi. Hvíta-Rússland fékk sjálfstæði 1991, en frá 1994 hefur Alexander Lukashenko forseti kinnroðalaust hampað táknum kommúnismans – og aðferðum – til að halda völdum. Þar á Evrópa óunnið verk."
Síðan rekur Radoslaw atburði í heimsókn til Líbýu fyrir skömmu og segir meðal annars að Pólland sé tilbúið að miðla af reynslu sinni, eftir falls kommúnismans þar í landi. Hann segir vera þörf á raunverulegum pólitískum umbótum á svæðinu, en að löndin þurfi einnig að finna eigin lausnir, þó að Evrópa hafi vissulega mikið að bjóða. Síðan segir Radoslaw:
"Við skulum nálgast þetta verkefni í besta anda evrópskrar einingar, en einnig af ákveðinni auðmýkt. Fyrrverandi kommúnistaríki Evrópu geta komið með sérstakt framlag til umbótanna í Norður-Afríku. Fyrst og fremst skiljum við að varanlegar umbætur krefjast þess að orka eigin þjóðar verði virkjuð og að ekki er hægt að reiða sig á vel meinandi en ómarkvissa aðstoð að utan.
Pólland er tilbúið að taka forustu bæði á eigin vegum og í forustuhlutverki í ESB. Lech Walesa, fyrrverandi forseti, heimsótti til dæmis nýlega Túnis og var það hluti af pólskri áætlun til að aðstoða Túnisbúa við að koma á traustum stjórnarskrárumbótum og kosningalögum."
Pólland gekk í ESB árið 2004 og í landinu búa um 38 milljónir manna. Er Pólland því eitt fjölmennasta ríki ESB.
1.6.2011 | 08:48
ESB bannar eiturefni í pelaflöskum
Frá og með deginum í dag er efnið Bisfenol A bannað í pelum sem notaðir eru til þess að gefa ungabörnum að drekka. Efni er með þeim eitraðri sem notað er í harðplast. Það getur smám saman lekið úr pelanum og í næringu barnanna. Efnið kemur einnig fyrir í öðrum ungbarnavörum og tekur bannið á því líka.
Bisfenol A er talið trufla hormónastarfsemina í mannslíkamanum og er meðal annars talið geta haft neikvæð áhrif á frjósemi.
Fulltrúi ESB sagði að þetta væri góðar fréttir fyrir foreldra innan ESB, en bann þetta hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Bisfenol A.
Á krækjunni má lesa um efnið en uppfæra þarf textann miðað við bannið sem nú hefur tekið gildi.
Ekki er ólíklegt að bann þetta nái til Íslands í gegnum EES-samninginn, tíminn leiðir það í ljós!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir