Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
5.1.2012 | 22:06
Staðlausir stafir andstæðinga ESB um "milljarða umsókn" - stjórnsýslan alls ekki á hvolfi!
Hún var athyglisverð fréttin á RÚV um kostnað vegna ESB-umsóknarinnar, en í henni kom fram að kostnaður vegna ESB-umsóknar er alls ekki talinn í milljörðum, eins og sumir hafa kastað vanhugsað fram og til þess eins gert að þyrla ryki í augu fólks!
Og stjórnsýslan er langt í frá á "hvolfi" eins og kemur fram í fréttinni. Nokkuð sem andstæðingar ESB hrópa hátt opinberum vettvangi! Í fréttinni segir: "Í umræðu um kosti og galla umsóknar Íslands að Evrópusambandinu hefur alls kyns rökum verið varpað fram. Meðal þess sem andstæðingar ESB aðildar hafa sagt er að kostnaður við umsóknina hlaupi á milljörðum og að stjórnsýslan sé undirlögð af vinnu við umsóknina. Af þessum sökum sendi fréttastofa RÚV öllum ráðuneytum fyrirspurn um beinan og óbeinan kostnað þeirra af viðræðum um aðild Íslands að ESB.
Fyrirspurnin var send undir lok október og spurt var um kostnað ráðuneytanna fyrstu 9 mánuði ársins. Svör hafa nú borist frá öllum ráðuneytum.
Hjá 6 ráðuneytum fengust þær upplýsingar að enginn beinn kostnaður félli til vegna viðræðna við Evrópusambandið ."
Síðar segir: "Í utanríkisráðuneytinu nemur bókfærður kostnaður 101,6 milljónum króna, þar af eru laun starfsmanna 20 milljónir og ferðakostnaður 65 milljónir. Samkvæmt fjárlögum var 150 milljónum króna varið til þessara viðræðna allt síðasta ár. Fullyrðingar þess efnis að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum virðast því ekki standast skoðun.
En það hefur ekki bara fallið til beinn kostnaður. Laun embættismanna, sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að viðræðunum eru líka kostnaður en eru þó ekki bókfærð þannig. Í utanríkisráðuneytinu hafa um 30 starfsmenn komið að viðræðunum en 20 í fjármálaráðuneytinu. Færri starfsmenn hafa komið að málum, með einum eða öðrum hætti í hinum ráðuneytunum en í langflestum tilfellum er þetta lítið hlutfall starfa þeirra enda sinna embættismennirnir þessu meðfram öðrum störfum. Það virðist ofmælt að stjórnsýslan sé undirlögð af þessu verkefni því í velferðarráðuneytinu er áætlað að um sé að ræða rúmlega 6 mánaða vinnu eins manns, en í innanríkisráðuneytinu er um tveggja mánaða vinnu að ræða. (Leturbreyting, ES-bloggið)
Andstæðingum ESB finnst gaman að hrópa úlfur, úlfur! Og gera það óspart!
5.1.2012 | 09:57
Vopnabúrið kostar!
Í fréttum hefur komið fram að Seðlabanki Íslands er kominn með digran varasjóð, sem Már Guðmundsson kallar sjálfur "vopnabúr." Í hefðbundnum skilningi eru vopnabúr notuð til þess að: a) Undirbúa eða geta framkvæmt árás eða b) Verja sig.
Líklegt verður að teljast að vopnabúrið (sem er um 1000 milljarðar króna, meira en hálf þjóðarframleiðsla!) verði notað til að verja gengi krónunnar, þegar höftunum verður aflétt og krónunni sleppt lausri.
Er þetta ekki enn eitt dæmið um kostnaðinn við krónuna?
Í viðskiptablaðinu má lesa frétt sem tengist þessu og í henni segir: "Seðlabankinn áætlar að vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og bankans muni nema 33 milljörðum króna á þessu ári. Á móti koma vaxtagreiðslur vegna ávöxtunar forðans.
Seðlabankinn greindi frá því morgun að hann hafi fullnýtt lánin frá Norðurlöndunum sem samið var um í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Heildarlánveitingar Íslands nema nú 753 milljörðum króna í því skyni að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Forðinn nemur nú í heildina 1.030 milljörðum króna og er hann allur skuldsettur."
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir: "Vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands eru áætlaðar 33 ma.kr. á þessu ári. Á móti þessum vaxtagreiðslum koma vaxtatekjur vegna ávöxtunar forðans, en áætlað er að hreinn vaxtakostnaður af forðanum sé um 3-4%, en það samsvarar um 1½-2% af landsframleiðslu.
Í ljósi óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í ljósi áforma um losun gjaldeyrishafta er mikilvægt fyrir Ísland að vera með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir þrátt fyrir umtalsverðan kostnað við forðahaldið. Þegar aðstæður breytast er vonast til að hægt verði að minnka gjaldeyrisforða jafnframt því sem unnið verður að því að draga úr skuldsetningu hans."
Til samanburðar má geta þess að áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala er um 50 milljarðar og þetta er um það bil áttföld framlög á fjárlögum 2011 til Umhverfisráðuneytisins!
Bendum einnig á pistil Friðriks Jónssonar um málið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.1.2012 | 22:53
Egill Helgason fjallar um áhugaverða grein í Financial Times
Egill Helgason, segir í færslu í Silfri Egils á Eyjunni, frá athyglisverðri grein í Financial Times um ESB og Evrópu.
Færsla Egils hefst svona: "Á tíma þegar í tísku að tala illa um Evrópusambandið tekur Financial Times upp hanskann fyrir það í leiðara.
FT segir að Evrópusambandi sé merkasta tilraun heimsins í ríkjasamvinnu. Falli Evrópusambandið væri það mikið áfall fyrir samvinnu milli ríkja.
Í leiðaranum segir að stærstu mál samtímans séu alþjóðleg: Fjármálakreppan, óstöðugleiki gjaldmiðla, loftslagsbreytingar, útbreiðsla kjarnorkuvopna og fólksflutningar.
Ekkert af þessum málum sé þess eðlis að einstök ríki geti leyst þau."
Svo segir Egill: "Aðferð Evrópusambandsins sé að fara í miklar og þess vegna flóknar alþjóðlegar samningviðræður um svona mál. Stundum séu samningarnir of óljósir og götóttir til að duga.
FT segir að auðvelt sé að hæðast að þessari aðferði, en valkosturinn sé verri að láta vandamáli grafa um sig þar til þau eru jafnvel orðin tilefni stríðsátaka.
Því beri að hlúa að Evrópuhugmyndinni og ekki bara vegna Evrópu."
3.1.2012 | 09:16
Evrópudagurinn 12. janúar
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra og norrænna samstarfsáætlana.Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
Áætlanir sem kynntar verða á Háskólatorgi eru:
Menntaáætlun ESB
7. rannsóknaráætlun ESB
Evrópa unga fólksins
Menningaráætlun ESB
EURES - Evrópsk vinnumiðlun
Enterprise Europe Network
Norðurslóðaáætlun
Euroguidance
eTwinning - rafrænt skólasamstarf
Nora
Europass
Almannavarnaáætlunin
COST
MEDIA
Evróvísir
Samkeppnis og nýsköpunaráætlun ESB
Euraxess Rannsóknarstarfatorg
Espon
Norrænt samstarf
ALLIR VELKOMNIR!
3.1.2012 | 08:39
Moggi kemst í feitt - fann 99% spádóm um upplausn Evrunnar!
Það hljóp á snærið hjá Morgunblaðinu í gær, en þá fann blaðið spádóm þess efnis að 99% líkur væru á upplausn Evrunnar og að hún liðist í sundur innan áratugs.
Þetta samkvæmt einhverju bresku spáfyrirtæki. En hvenær myndi breskt spáfyrirtæki spá einhverju öðru?
Völva, sem ES-bloggið hafði samband við, telur vera um 99% líkur á því að allt sem Mogginn muni skrifa á árinu um ESB, verði á neikvæðu nótunum!
Við bíðum spennt eftir næsta spádómi sem Mogginn kemst yfir!
2.1.2012 | 16:40
Pawel Bartoszek um "draum um einsemd" í FRBL
Pawel Bartoszek, stærfræðingur, skrifar mjög áhugaverða grein um EES-samninginn og Evrópumál þann 31.12 og hefst hún svona:
"Margt virðist benda til að þrátt fyrir að fjármálakrísan sé alþjóðleg hafi umfang hennar á Íslandi mest með innlendar ákvarðanir að gera.
Margt virðist benda til að þrátt fyrir að fjármálakrísan sé alþjóðleg hafi umfang hennar á Íslandi mest með innlendar ákvarðanir að gera. Vöxtur bankanna var eins og hann var og aðgerðir stjórnvalda til að halda honum í skefjum voru eins og þær voru. Hafi frelsi í fjárfestingum milli landa þannig haft einhver áhrif þá voru það fremur fjárfestingar Íslendinga erlendis sem komu okkur í vanda heldur en fjárfestingar útlendinga á Íslandi.
En í allri þeirri bylgju þjóðernisgeðshræringar sem nú ríður yfir er hætta á því að auðvelt verði fyrir menn á kössum með gjallarhorn að hrópa niður öll tengsl okkar við útlönd. Þeir sem vilja veg Íslands á alþjóðavísu meiri en minni þurfa því að hafa sig alla við við að verja það samstarf sem við tökum þátt í, að ekki sé nú minnst á einhvers konar dýpkun eða útvíkkun þess."
Öll greinin (Mynd: www.xd.is)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2012 | 16:30
Danir teknir við ESB - áherslur birtar 6.janúar
Eins og fram hefur komið, taka Danir við formennsku í ESB þessa dagana. Það kemur fram fram á heimasíðum sem kynna þessi mál að stefnu atriði Dana verða kynnt þann 6. janúar. Evrópuráðherra, Nicolai Wammen segir í tilkynningu, sem er birt hér á ensku:
"I'm happy about the support to mark that Denmark assumes the Presidency. The next six months Denmark has the opportunity to put fingerprints on the EU agenda. The Presidency is also a good occassion to put focus on the EU co-operation in Denmark - a cooperation that benefit citizens and businesses every day."
Snarað: Á næstu mánuðum geta Danir sett mark sitt á málefnaskrá ESB, að þessi tími setji Evrópusamvinnuna á dagskrá í Danmörku og að Evrópusamvinnan komi almenningi og fyrirtækjum til góða.
Vefsíða: http://eu2012.dk/en
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir