Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
20.12.2012 | 21:24
Morgunblaðið og kókalauf
"Smástopp í Brussel virðist virka á Össur Skarphéðinsson eins og sagt er að kókablöð geri á aðra menn."
"En séu menn hátt uppi um langt skeið og heilahvolfið löðrandi í örvunarefnuunum sem þeir eru orðnir háðir sýnir reynslan að fáir bíða þess bætur."
Þetta eru tvö dæmi úr enn einum "pirringsleiðaranum" í Morgunblaðinu um ESB-málið og eru þeir orðnir ansi margir síðan ritstjórskiptin urðu þar á bæ.
Sá sem þessi skapstirðu orð ritar er fyrrum forsætis og utanríkisráðherra Íslands.
Á köflum er orðfærið í MBL um ESB-málið svo úrillt og pirrað að með ólíkindum má teljast. Svo er reynt að flétta inni í þetta húmor a la Útvarp Matthildur, sem var menntaskólagríntríó, sem leiðarahöfundurinn var félagi í.
Það er einmitt oftar en ekki á því plani sem umræðan um ESB-málið; menntaskólaplaninu!
Svo tekur Agnes Bragadóttir undir, setur rjóma á rjómann, með því að kalla Stefan Füle, Stefán Fúla.
Ha, ha, ha, við erum að rifna úr hlátri!!!
20.12.2012 | 19:49
Jón um Guðna
Bendum á áhugaverða grein eftir Jón Kristjánsson, fyrrym alþingismann, á Pressan.is um Evrópumálin, þó aðallega þá fullyrðingu Guðna Ágústssonar í grein í MBL um að búið sé að "hreinsa" Framsóknarflokkinn af "ESB-draumnum":
"Mér brá þegar ég las grein eftir Guðna Ágústsson, flokksbróður minn og fyrrverandi samstarfsmanns í áratugi, í Morgunblaðinu hinn 18. desember. Þar segir svo:
Ég fagna því að t.d. Framsóknarflokkurinn er búinn að hreinsa sig af ESB "draumnum" en flokkurinn var grátt leikinn af þeim átökum sem geisuðu um að Brussel yrði æðsta stefnumark flokksins. Búið er að rétta kúrsinn af og þingmenn sem studdu aðildina ákveða að hætta.
Ég er einn af þeim sem telja rétt að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, ljúka þeim og leggja síðan niðurstöðuna fyrir þjóðina. Ég hygg að sú sé einnig afstaða þeirra þingmenna flokksins sem nú hafa ákveðið að hætta þingmennsku. Um afstöðu mína í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu fer eftir því hvaða niðurstöðu grundvallarmál varðandi auðlindamál þar á meðal í sjávarútvegi og landbúnaði fá í þessum viðræðum."
20.12.2012 | 19:31
Árni Páll um "krampakennd viðbrögð"
Í ágætu viðtali á MBL.is tjáir Árni Páll Árnason, alþingismaður, sig um hina undarlegu tillögu sem dúkkaði upp í utanríkismálanefnd Alþingis fyrr í vikunni um ESB-viðræðurnar. Í viðtalinu kemur meðal annars fram sú skoðun hans að hér á landi séu öfl sem vilja koma í veg fyrir að skoðaðir verði möguleikar í Íslands þágu, á óvissutímum.
Þá kemur einnig fram að Jón Bjarnason hafi tafið ESB-málið verulega á meðan ráðherradómi hans stóð.
20.12.2012 | 16:37
Urmas Paet: Evra þýddi stöðugleika og öryggi
Hinn ungi utanríkisráherra Eistlands, Urmas Paet, var hér í opinberri heimsókn í vikunni og ræddi aðild landsins að ESB, en Eistland gekk inn árið 2004. Almennt má segja að reynsla Eistlands af aðild hafi verið góð og um 80% þjóðarinnar styðja nú aðild. Mest andstaðan var meðal landsbyggðarfólks og bænda, en það hefur nú gjörbreyst.
Stöð tvö birti áhugaverða frétt um þetta og Spegillinn ræddi einnig við Urmas.
20.12.2012 | 16:30
Munurinn á lánakjörum milli Svíþjóðar og Íslands
Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar.
Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar.
Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin."
20.12.2012 | 16:27
Írar (ein smáþjóðin í ESB!) tekur við leiðtogakeflinu um áramótin
Á vef Já-Íslands segir: "Þann 1. janúar 2013 tekur Írland við formennsku í ráðherraráði ESB, af Kýpur, sem hefur farið með formennskuna síðasta hálfa árið, en Írland mun gegna þeirri stöðu til 30. júní 2013. Á sama tíma halda Írar upp á þann merka viðburð að hafa verið aðildarríki Evrópusambandsins í 40 ár."
Heimasíða írsku formennskunnar: http://www.eu2013.ie/
19.12.2012 | 10:12
Össur og Füle í Speglinum
19.12.2012 | 10:02
DV.is: Engin ESB-aðild með gjaldeyrishöft
Þetta segir Stefan Fühle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, en í dag voru opnaðir nokkrir þeir kaflar í aðildarviðræðum Íslands og ESB sem erfiðast er talið að ná samkomulagi um. Þar á meðal eru kaflarnir um efnahags- og peningamál, umhverfismál og byggðastefnu og annars. Með opnun þessara kafla hefur verið opnað á 27 af 33 köflum alls í viðræðununum."
Höftin verða að fara.
19.12.2012 | 09:55
UTN: Stór áfangi náðist í ESB-viðræðum
Í ávarpi sínu í morgun fagnaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því að nú væru samningaviðræður hafnar um mikilvæga málaflokka á borð við evrusamstarfið, byggðamálin, fríverslunarsamninga og utanríkisviðskipti, sem allt væru grundvallarhagsmunamál fyrir Íslendinga. Hann sagði upphaf viðræðna um málaflokka sem stæðu alfarið utan EES-samstarfsins vera til marks um að senn sæist til lands enda væru nú 4/5 allra samningskafla á borðinu. Framundan væri að hefja viðræður um útistandandi kafla svo sem landbúnað og sjávarútveg. Þegar samningum er lokið fengi íslenska þjóðin að greiða atkvæði um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Utanríkisráðherra sagðist sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi þjóna hagsmunum Íslands. Efnahagslegur stöðugleiki og traust ytri umgjörð myndi bæta lífskjör Íslendinga og samvinna við önnur Evrópuríki myndu tryggja fullveldi landsins. Yfirstandandi efnahagserfiðleikar krefðust meiri samvinnu allra ríkja, ekki minni, og evrusamstarf sem byggði á auknum aga og aðhaldi væri fýsilegur valkostur fyrir Ísland. Í lok ávarps síns þakkaði utanríkisráðherra samningaliði Íslands og þeim fjölmörgu hagsmunaaðilum, félagasamtökum og sérfræðingum á Íslandi sem lagt hafa hönd á plóginn á undanförnum misserum og lagt grunninn að góðri framvindu í viðræðunum.
Utanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en í henni voru einnig Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, Björg Thorarensen, varaformaður samninganefndar Íslands, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, Högni S. Kristjánsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Auðunn Atlason, ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum, Harald Aspelund, skrifstofustjóri Evrópumála í utanríkisráðuneytinu og Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahóps um EES..
Samningaviðræður Íslands og ESB snúast um 33 samningskafla í löggjöf á mismunandi sviðum. Alls hafa 27 kaflar verið opnaðir og er samningum lokið um 11 þeirra. Sjá nánar um stöðu viðræðna. Næsta ríkjaráðstefna fer fram í mars á næsta ári og verður sú fyrsta undir formennsku Íra."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2012 | 08:59
Meira af ríkjaráðstefnunni...
Eftir ríkjaráðstefnuna var staðfest að viðræður hæfust nú um sex samningskafla og að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um einn kafla. Þannig hafa viðræður hafist um 27 kafla af 33 og samkomulag náðst um ellefu þeirra. Á meðal þeirra sem bættust við að þessu sinni eru kaflarnir um umhverfismál, byggðastefnu og efnahags- og peningamál."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir