Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

ESB fékk friðarverðlaun Nóbels

ESB-jolaskrautEvrópusambandið, ESB, hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels, við hátíðlega athöfn í Osló í dag. Í umsögn dómnefndar segir (afsakið enskuna) : "The EU’s most important achievement, according to the committee, has been "the successful struggle for peace and reconciliation and for democracy and human rights".

The work of the EU represents "fraternity between nations" and amounts to a form of the "peace congresses" cited by Alfred Nobel as criteria for the Peace Prize in his 1895 will."

Hér má sjá upptöku af athöfninni í Osló.

 


Bolli Héðinsson um gjaldmiðilsmálin í FRBL: Krónan er átakavaldur

Bolli HéðinssonBolli Héðinsson, hagfræðingur, skrifaði áhugaverða grein um gjaldmiðilsmálin í Fréttablaðið þann 7.desember.Hún hefst svona:

"Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán" til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd.

Nefna má „Sigtúnshópinn" sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti.

Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.

Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni

Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar."


Ósvífni Nei-sinna engin takmörk sett!

Samtök Nei-sinna, vilja sjá VG-hverfa af Alþingi, á þeim forsendum að VG hafi svikið kjósendur sína í ESB-málinu. Þetta kom fram á bloggi samtakanna.

Hatur Heimssýnar á bæði VG og Samfylkingu er grímulaust. Hjá Nei-samtökum Íslands er ekkert pláss fyrir málamiðlanir, samtökin eru gott dæmi um harðlínusamtök af gamla skólanum, eins og gamall ryðgaður kommúnista eða þjóðernissinnaflokkur, þar sem flokkslínan er keyrð, sama hvað það kostar.

Með þessum hætti birtist líka vel ,,lýðæðisást“ samtakanna, þ.e. að hér verði fjölbreytt flóra stjórnmálaafla, fyrir kjósendur að velja úr. Nei, samtök Nei-sinna vilja með þessu draga úr valmöguleikum kjósenda og þar með draga úr íslensku lýðræði. Þar með afhjúpa samtökin sig sem and-lýðræðisleg og mjög veik fyrir einræði.

Er þetta yfirlýst stefna samtakanna, var þetta samþykkt af stjórn þeirra, eða er þetta bara sólóleikur? En þetta er að minnsta kosti ósvifni.

Það er ljóst að flokksmenn í VG, sem viðhafa hófsama skynsemisnálgun varðandi ESB-málið, eins og t.d. að standa svið samninga sem menn gera sín á milli, eigi enga samleið með þessu fyrirbæri, sem er eins og þröngsýnin holdi klædd.

Enda eru fyrirferðamestu mennirnir í þessum samtökum einstaklingar sem lifðu og hrærðust í andrúmslofti kalda stríðsins, þar sem veröldin skiptist í „góða gæja“ og ,,vonda gæja“.

Veröldin hefur breyst en sumir standa bara enn í stað.


Blómlegur landbúnaður í Tékklandi og Slóvakíu

Ritari var að vafra um netið og var að lesa nýja samningsafstöðu er varðar matvælaöryggi í sambandi við ESB-umsóknina, sem birt hefur verið á www.vidraedur.is Hún er um margt áhugaverð en þar kemur t.d. fram skýlaus krafa Íslands um bann við innflutningi á fersku kjöt.

Samningsafstaðan er vel rökstudd og um margt áhugaverð lesning fyrir þá sem t.d. vilja fræðast um sögu sjúkdóma í dýrum á Íslandi, fjárkláða og annað óskemmtilegt.

Að lestri loknum datt svo ritari inn á netsíðu Bændablaðsins og fann þar á leiðarasíðu hefðbundið nöldur varðandi ESB-umsóknina.

Þar má sennilega lesa þann tón sem væntanlega mun heyrast á Alþingi Íslendinga, ef ákveðnum flokkum gengur vel í ákveðnum kjördæmum, en eins og kunnugt er skipar formaður Bændasamtakanna og leiðararitari Bændablaðsins, annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi.

Annars var það áhugaverð grein um landbúnað í Slóvakíu og Tékklandi sem vakti athygli.

Bæði þessi lönd gengu í ESB árið 2004 og samkvæmt dómsdagsspám Bændasamtakanna ætti landbúnaður beggja landanna nú þegar að vera rjúkandi rúst!

En það er öðru nær, því fyrirsögn greinarinnar er: MIKILL OG ÖFLUGUR LANDBÚNAÐUR Í SLÓVAKÍU OG TÉKKLANDI.

Ja, hvur andsk.....!

Ps. Annars er það t.d. að frétta af íslenskri mjólkurframleiðslu að MS hefur nú alfarið hætt mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum og nú er mjólk/mjólkurvörur aðeins framleidd/ar á fjórum stöðum landinu; á Selfossi, Akureyri, sem og tvær sérhæfðar litlar stöðvar í Búðardal og á Egilsstöðum. Framleiðsla í Reykajvík verður lögð niður á næstunni. Þetta þýðir m.a. að starfsfólki hefur fækkað í þessari grein.

Það kemur svo fram í viðtali, sem er á krækju hér að ofan að flutt hafa verið út um 400 tonn af skyri til Finnlands. Hinsvegar  er ekki hægt að flytja meira þangað út vegna þess að meiri útflutningskvóti er ekki til, vegna þess að Ísland er ekki í ESB og fær því ekki að flytja meira en 400 tonn út!


Össur í FRBL í framhaldi af heimsókn Görans Perssons: Ljúkið aðildarviðræðum við ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði grein í FRBL, þann 5.des í framhaldi af heimsókn Görans Perssons, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar hingað til lands á dögunum.

Grein Össurar hefst svona: "Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt.

Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum."


..."eigum ekki að vera of upptekin af forminu..."

Það var verulega ,,fróðlegt“ viðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi, þann 2. desember.  Þar var Bjarni spurður út í fjölmargt í sambandi við stjórnmálin og hvað hann vill gera ef hann kemst til valda.

Gjaldeyrishöftin voru meðal annars rædd og um þau sagði Bjarni að þau ,,væru ekki vandamál í framtíðinni,“ að því gefnu að við gætum flutt meira út en inn.

En hvað með fjárfestingar erlendra aðila? Hinn danski Lars Christiansen sagði á fundi í vikunni að hann hefði hitt aðila erlendis sem voru að spá að fjárfesta hér, en hefðu snarlega hætt við það vegna haftanna. Það sjá náttúrlega allir að kerfi sem þetta er mönnum ekki bjóðandi.

Það er ekki bjóðandi þjóð sem vill kalla sig þjóð meðal þjóða.

Og það hlýtur að teljast furðulegt að heyra þetta frá formanni flokks sem vill ótakmarkað FRELSI í viðskiptum.

Bjarni viðurkenndi í viðtalinu að við ættum við gjaldeyriskreppu að glíma, en aðspurður um peningamálastefnu Íslands eyddi hann hvað mestum tíma í tala um það ESB hefur verið að gera!

Hann sagði að við ...ættum ekki að vera of upptekin við að horfa á formið...“ og átti þar við hvort við værum t.d. með krónuna eða Evruna, tækjum upp einhliða gjaldmiðil, eða myndum tengjast öðrum gjaldmiðli með einhverjum hætti.

Skiptir það þá bara engu máli? Gætum við þá þessvegna bara tekið upp eða tengst t.d. rússnesku rúblunni eða S-Afríska randinu? Er þetta með gjaldmiðilinn þá bara í raun minniháttar atriði? Ummæli sem þessi frá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins hljóta að vekja fólk til umhugsunar.

Bjarni vill stöðugleika ( vill samt hafa krónuna, sem veldur óstöðugleika!) og talaði mikið um hvernig núverandi ríkisstjórn að hans mati leggur litla áherslu á að reka ríkissjóð með afgangi.

Minnið getur stundum farið illa með okkur, en bara til að hafa það á hreinu, að þá fór Ísland næstum lóðbeint á hausinn haustið 2008, skellur sem kostaði okkur fleiri hundruð milljarða og lokareikningurinn í raun ekki enn á hreinu, því ENGINN veit hvað HÖFTIN kosta nákvæmlega, en ALLIR vita að þau kosta okkur stórar upphæðir. Höftin eru í raun eins og opinn tékki á íslenskt efnahagslíf!

Bjarni sagði að hér á landi ...,,væru sóknarfæri á hverju strái...“ en falla svona ummæli ekki um sjálf sig þegar dæmin raðast upp um aðila sem ekki vilja fjárfesta hér t.d. vegna gjaldeyrishafta?

Allar meiriháttar ákvarðanir í íslenskum utanríkismálum á lýðveldistímanum hafa verið teknar með aðkomu Sjálfstæðisflokksins á einhvern hátt.

Í sambandi við aðildarmálið hafa menn bent á að við aðild hefur utanríkisverslun ríkja aukist um 5 – 15%. Það myndi muna um minna fyrir þjóð eins og Ísland.

ESB er, þrátt fyrir krísuna, stærsta viðskiptaveldi heims, . Með samstilltu átaki væri mjög líklega hægt að nýta sér aðild á margan hátt fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta vita sjálfsagt þeir sem stunda viðskipti og margir þeirra eru jú í Sjálfstæðisflokknum, eða styðja hann.

En ráðamenn stærsta flokks landsins vilja loka þeirri hurð.


RÚV:Meira af IPA-styrkjum - til að styrkja stjórnsýsluna

Á RÚV segir: "Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að styrkja embætti tollstjóra, Fjármálaeftirlitið og Hagstofuna um 1,8 milljarða króna á næsta ári. Meira en helmingur fjárins fer í að byggja upp nýtt rafrænt tollkerfi.

Um svokallaða IPA styrki er að ræða en þá veitir Evrópusambandið þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu til að styrkja stjórnsýslu þeirra og gera þau betur í stakk búin til að takast á við umsóknarferlið.

Undanfarin tvö ár hefur íslenska stjórnsýslan þegið hátt í fjögurra milljarða króna styrki, ýmist til að styðja stofnanir eða undirbúa þátttöku í uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins."


Metsektir vegna samráðs í raftækjabransanum

Framkvæmdastjórn ESB hefur sektað nokkra af stærstu framleiðendum raftækja fyrir ólöglegt samráð og halda þannig verði uppi. Um er að ræða meðal annars Philips, LG, Panasonic, Toshiba og Samsung.

Hafa fyrirtækin verið sektuð um sem nemur einum og hálfum milljarði Evra, eða rúmlega 240 milljörðum ÍSK.

Upp komst um málið árið 2007 og talið að háttsettir menn frá fyrirtækjunum hafi átt með sér svokallaða "græna fundi" sem fram fóru á golfvöllum.

Framkvæmdastjórnin telur brotin vera mjög alvarleg.

ESB stendur með neytendum!


Lofsvert framtak

Samstaða um þjóðarhagsmuniEins og fram hefur komið hélt hópur fólks fund í Hörpunni í gær undir yfirskriftinni "Samstaða um þjóðarhagsmuni."

Hópurinn hvetur til fordómalausrar umræðu (og án upphrópana) um stóru málin í samfélaginu og þá kannski heitasta deilumálið, aðildarumsókn Íslands að ESB.

Fjölmörg góð og áhugaverð erindi voru flutt á fundinum, um allt frá nýsköpun, til Schengen og málefna norðurslóða, ásamt, að sjálfsögðu, málefnum sem snúa að ESB.

Virkilega lofsvert framtak og vonandi að framhald verði á.


Göran Persson í Viðtalinu á RÚV

Göran PerssonEins og fram kom í fréttum, var Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, staddur hér á landi fyrir skömmu og hélt vel sóttan fyrirlestur.

RÚV (les: Bogi Ágútsson) tók við hann VIÐTAL, þar sem Persson, fór víða, ræddi stöðu máliu í Evrópu, sem og hér heima. Hann ræddi meðal annars verðtrygginguna, og sagði hana t.d. vera verðbólguvald, en að lausnin væri ekki einföld.

Fróðlegt og "greinandi" viðtal.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband