Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Verðtryggingin, enn einu sinni!

Elvira MendezÍ Silfri Egils þann 2. desember var ítarlegt viðtal við Dr. Elviru Mendez (mynd), um stöðu mála á Spáni, verðtryggingu hér heima og fleira. Þetta viðtal vakti á ný umræðu um verðtryggingu íslenskra lána, sem menn (og konur) hafa ýmsar skorðanir á. Elvira vill meina að verðtryggingin stangist t.d. á við Evrópureglur um upplýsingar til lántakenda.

Dr. Ólafur Ísleifsson, kom t.d. í viðtal á Bylgjunni þann 3.des og var ekki að skafa af því, hann sagði meðal annars að ...,,þetta kerfi hefur gjörsamlega gengið sér til húðar...." og átti þar við verðtrygginguna. Hann sagði einnig að í landinu væru í raun tveir gjaldmiðlar: Verðtryggði króna sem fólk tekur lánin sín í og óvertryggð króna, sem það borgar lánin með. Ólafur sagði þetta kerfi vera gjörsamlega misheppnað.

Í raun má líkja lýsingu Ólafs á kerfi verðtryggingarinnar við rússneska rúllettu, opinn tékka eða bara hvort tveggja!


Guðmundur í Brimi: Óskynsamlegt að slíta aðildarviðræðum - eigum að kjósa!

Eyjan skrifar: "Guðmundur Kristjánsson forstjóri Útgerðarfélagsins Brims, sem er eitt stærsta útgerðarfélag landsins, segir að það væri mjög óskynsamlegt að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu nú. Klára eigi viðræðurnar og meta svo afraksturinn sem þjóðin fái tækifæri til að kjósa um.

Þetta kom fram í máli Guðmundar á fjölmennum fundi í Norðurljósasal Hörpu í dag sem þverpólitískur hópur fólks efndi til í því skyni að ræða lífskjör þjóðarinnar og leiðir til að auka þau við núverandi aðstæður gjaldeyrishafta og efnahagsþrenginga.

Almennt hefur verið álitið að útgerðin í landinu sé alfarið á móti aðild að Evrópusambandinu og því má segja að málflutningur Guðmundar veki töluverða athygli.

Guðmundur sagði að það hljóti að vera sameiginlegt markmið allra Íslendinga að hér á landi verði hægt að bjóða upp á sambærileg lífskjör og bjóðist í helstu nágrannalöndum okkar."


Fullveldishjal meira í orði en á borði?

Venja hefur verið fyrir því að samtök Nei-sinna hafi haldið upp á fullveldið frá 1.des 1918, með einhverskonar samkomu þess efnis.

Okkur sem ritum þetta blogg, er hinsvegar ekki kunnugt um að slíkt hafi gerst í ár.

Hva, engin stemning fyrir fullveldinu?

Er fullveldishjal Nei-sinna meira í orði en á borði? Gleymdu Nei-sinnar fullveldinu í ár?


Svana Helen Björnsdóttir í FRBL: Hvað er best fyrir Ísland?

Svana Helen Björnsdóttir, formaður stjórnar Samtaka Iðnaðarins, skrifaði góða grein í Fréttablaðið þann 30. nóvember síðastliðinn um Evrópumálin. Sem hefst svona:

"Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða.

Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það."

Í lokin segir Svana: "Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus.

Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."


Dæmi um "hina hræðilegu aðlögun" !

MBLMBL.is segir frá: "Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi gerðu í dag tímamótasamning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við SAFT verkefnið til ársloka 2014.

Samningurinn var undirritaður í morgun við athöfn í Langholtsskóla og snýr að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi. Markmið SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Barist er gegn ólöglegu efni á netinu og börnum og ungmennum veitt aðstoð í gegnum hjálparlínu. Mikið er lagt upp úr samstarfi við önnur lönd á Norðurlöndum og jafnframt er verkefnið hluti af netöryggisáætlun Evrópusambandsins sem nær til allra landa á Evrópska efnahagssvæðinu."

Hér heima byrjaði SAFT sem lítið verkefni, með stuðningi Evrópusambandsins. Dæmi um HINA SKELFILEGU AÐLÖGUN, ekki satt?

Nánar um SAFT:

"SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmdastjórn ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Embætti landlæknis og Barnaheill – Save the Children Iceland.

SAFT er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og spornar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar."


Samstaða um þjóðarhagsmuni - í Hörpunni þriðjudaginn 4.des kl. 17.00

Í byrjun október tók sig saman hópur fólks undir yfirskriftinni "Samstaða um þjóðarhagsmuni" og kynnti áherslur um efnahags og stjórnmál. Sá sem fer fyrir þessum hópi er Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna.

Nýr fundur þessa hóps verður haldinn í Hörpunni næstkomandi þriðjudag, kl. 17.00. Í tilkynningu segir:

"Samstaða um þjóðarhagsmuni

Opinn fundur þriðjudag 4. desember kl. 17 - 18 í Norðurljósasal Hörpu.

Stutt erindi Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Landssambands verslunarmanna
 Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, Brim hf.
 Hugrún Dögg Árnadóttir, framkvæmdastjóri KronKron
 Jóhann R. Benediktsson, frkvstj. HBT
 Jónína Bjartmarz, fv. ráðherra

Fundarstjóri Benedikt Jóhannesson

 Allir velkomnir."


SVÞ biður um aðkomu að starfshópi um landbúnaðarmál vegna ESB-málsins

Á vef Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) segir:

"Samtök verslunar og þjónustu hafa sent utanríkisráðherra erindi þar sem þess er farið á leit að samtökin fái aðild að starfshópi um mótun samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarviðræðum í tengslum við aðildarviðræður við ESB.

Sjá samtökin sig knúin til að beina athyglinni aftur að þessu máli í ljósi umræðu undanfarna daga og er athygli ráðherra vakin á því að á sínum tíma þegar starfshópur um mótun samningsafstöðu í landbúnaðarmálum var skipaður gerðu samtökin strax athugasemdir við að þeim var ekki gefinn kostur á að skipa fulltrúa í hópinn.

Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar hreyft við þessu máli á ný innan samtakanna og það hversu mjög það skýtur skökku við að verslunin hafi ekki fulltrúa í starfshópnum. Þrátt fyrir að verslunin hafi afar mikilla hagsmuna að gæta í þessum málaflokki og er sú atvinnugrein sem er í mestum tengslum við heimilin í landinu. Því á verslunin að mati samtakanna ekki síðri hagsmuni en t.d. bæði ferðaþjónusta og iðnaður, en fulltrúar þeirra atvinnugreina beggja hafa átt sæti í starfshópnum frá upphafi."

Á undaförnum árum og (jafnvel áratugum) hefur verið mikill vöxtur í verslunar og þjónustugreinum hér á landi, ekki síst því sem er tengt aukinni ferðamennsku. Árið 2006 stóð t.d. ferðaþjónustan fyrir um 13% útfltningstekna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband