Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Meira um gjaldmiðilsmál - Björgvin G. á Pressunni

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, ræðir gjadmiðilsmál í nýjum pistli á Pressunni og segir þar meðal annars:

"Samfylkingin hefur einn flokka svarað því hvert hún stefnir í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af því er okkar markmið og eini sjáanlegi valkosturinn við núverandi stöðu.

Um þetta munu næstu kosningar snúast að miklu leyti og þessu áttar almenningur sig á. Það skýrir held ég að meirihlutinn vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá samninginn í þjóðaratkvæði í stað þess að slíta viðræðum og búa áfram við það ástand sem ríkir.
Yfirspenntur og allt of sterkur gjaldmiðill var birtingarmynd á kerfisbresti sem hlóð upp skelfilegum aðstæðum sem enduðu með ósköpum eftir nokkurra ára falskt góðæri. Hagfræðingar hafa lengi haldið því fram að það þurfi að lágmarki 3-4 milljónir manna til að standa undir kostnaði við eigin gjaldmiðil. Án þess baklands sé sjálfstæð mynt í alþjóðlegu hagkerfi undirseld hverskonar braski spákaupmanna. Á kostnað hins almenna skuldara og sparifjáreiganda.
Þetta eru staðreyndirnar sem blasa við okkur eftir dýrkeypta reynslu. Hverjar eru leiðirnar út? Eftir áralanga umræðu um einhliða upptöku annarra þjóða mynta liggur svarið fyrir: innganga í ESB og upptaka evru eða króna í höftum og verðtryggingu.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs svaraði því afdráttarlaust í upphafi árs 2009 hvort Íslandi stæði til boða að taka upp norsku krónuna. Nei, sagði hann. Evran er myntsamstarf Evrópuþjóða sem kjósa eða þurfa á samstarfi við aðrar þjóðir að halda um gjaldmiðilinn. Einhliða upptaka er ekki valkostur."

Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor: Fastagengisstefna forsenda stöðugleika

gylfi-zoegaFrétt í FRBL hefst svona: "Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu.

Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum.

„Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar."

Umræðan um gjaldmiðilsmál er mjög lifandi, enda mál sem þarf að ræða vegna falls og óstöðugleika krónunnar.


Frjálshyggja á myntmarkaði?

Karl-MarxKarl Marx (mynd) var mikill hugsuður og einn af þeim áhrifameiri í sögunni. Ein af hugmyndum Marx var sú að menn ættu í raun að geta unnið þau störf, sem þeim datt í hug, þegar þeim datt það í hug! Læknir í dag, flugstjóri á morgun o.s.frv.

Þessi hugmynd gekk að sjálfsögðu ekki upp, því sérhæfing er nokkuð sem einkennir líf mannanna. Læknir verður góður læknir því lengur sem hann vinnur sem slíkur, hann safnar upp reynslu, sem hann byggir sífellt ofan á. Sama má segja um húsasmið.

Nú hefur einn helsti forsprakki Nei-hreyfingarinnar stungið upp á að gera Ísland að "fjölmyntasvæði" þar sem hinir ýmsu gjaldmiðlar yrðu notaðir, í ýmsum tilgangi. Ein rökin eru þau að þar með fengi krónan samkeppni! Og að opna fyrir hingaðkomu erlendra banka!

Er um stefnubreytingu að ræða hjá Nei-sinnum, sem hingað til hafa ekki mátt heyra á minnstan þann möguleika að hafa einverja aðra gjaldmiðla en blessuðu (verðtryggðu) (sveiflu) krónuna? Og hvað með Evruna? Fær hún að vera með, annar helsti alþjóðlegi gjaldmiðill heims?

Nú á sem sagt bara allt í einu að opna allt upp á gátt og koma hér á óheftri samkeppni milli hinna ýmsu gjaldmiðla!

Heitir það ekki frjálshyggja? Og hvernig myndi krónan klára sig í þessu umhverfi? Hverjar yrðu lífslíkur hennar í þessu umhverfi?

Eða eru Nei-sinnar bara með þá og þá stefnu sem hentar hverju sinni, rétt eins þegar Marx hélt að menn gætu bara unnið það sem þeim datt í hug, þegar þeim datt það í hug?


Nýr "súpersjóður" í burðarliðnum?

Der Spiegel segir frá hugmyndum um evrópskan "súper-sjóð" sem mögulega er í burðarliðnum. Tala sem nefnd hefur verið er um 1500 milljarðar Evra. Meðal annars er hugmyndin sú að IMF, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komi að þessum sjóði líka.

Markmiðið er að sjálfsögðu að snúa hagskerfum Evrópu til góðs vaxtar að nýju. Þetta kemur í kjölfar fundarins í Davos í Sviss, þar sem fjöldi áhrifamanna hittist á hverju ári til að bera saman bækur sínar.

Sýnir þetta einnig að þrátt fyrir kreppu og vandræði er gríðarlegt magn af fjármunum til í "kerfinu."


Góður stuðningur við "sunnudagssamkomulagið" í Svíþjóð

Fredrik ReinfeltSvíar styðja það samkomuleg sem náðist í Brussel á sunnudagskvöld um aðgerðir Evruríkjanna í ríksifjármálum. Reinfelt segir í viðtali við ensku fréttasíðuna The Local, að þessar aðgerðir séu góðar fyrir sænskan útflutning, en mikið af sænskum vörum streyma til ESB.

Svíar fá að sitja samráðsfundi um ríkisfjármál Evruríkjanna, þó Svíar séu ekki með Evruna. Sú niðurstaða að aðildarríki ESB sem ekki hafa Evru sem gjaldmiðil geta tekið þátt í fundum a.m.k. einu sinni á ári og jafnframt fundum Evruríkja þar sem ákveðin málefni er snerta ríki utan Evrunnar (t.d. samkeppnishæfni, breyttar reglur fyrir Evrusvæðið, áhrif hnattvæðingar) verða til umfjöllunar, er á þá lund sem Svíar lögðu upp með.

Reinfeldt sagði eftir fundinn að því fleiri fundir sem Svíþjóð gæti tekið þátt í því betra. Hann sagði það miklu skipta fyrir Svíþjóð að vera með þar sem verið væri að ræða og ákveða skipan efnahagsmála í Evrópu.

Þá kemur fram á sömu síðu að flokkur jafnaðarmanna er hættur við að vera á móti þessu samkomulagi, en í byrjun var það afstaða þeirra!

Staðan er því þannig að bæði ríkssitsjórn Svía og stærsti stjórnarandstöðuflokkur styðja samkomulagið, sem verður undirritað í byrjun mars.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband