Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
8.2.2012 | 07:25
"Ísland - sögueyjan" - í Evrópuþinginu
7.2.2012 | 21:00
Noregur: Of mikil völd ESB af hinu góða?
Mogginn komst i feitt í hinu pínulitla dagblaði Nationen í Noregi (upplag: um 15.000 eintök, minna en Mogginn!) en þar var sagt frá könnun þess efnis að um 40% þátttakenda í könnun þykir ESB hafa of mikil áhrif í Noregi (sem er ekki í ESB).
Í sama blaði (Nationen) má hinsvegar lesa frétt þess efnis að framkvæmdastjórn ESB gruni að hið stóra norska orkufyrirtæki NordPool hafi brotið samkeppnisreglur!
Kannski bara gott að ESB hafi "allt of mikil völd" í Noregi?
7.2.2012 | 20:45
Meira af Fésbókarfréttum!
ESB-málið er uppspretta lýðræðislegrar umræðu í öllum tegundum fjölmiðla. Meðal annars á Fésbókinni og ritara var bent á hvassa síðu um ESB á Fésbókinni, sem ber yfirskriftina Vonda Evrópusambandið. Kíkið á hana!
Þar er meðal annars þessi brandari!
7.2.2012 | 20:26
Evrópustofan er líka á Fésbókinni
7.2.2012 | 20:13
Já-Ísland: Vaxtamunur, Ísland gagn nágrannalöndum
Þar segir að á árunum 19982010 voru nafnvextir af nýjum húsnæðislánum í Evrópu skv. European Mortagege Foundation á bilinu 4-5%. Nafnvextir hér á landi (m.v. að raunvexti Íbúðalánasjóðs vegi 75% og raunvextir banka vegi 25% að viðbættri verðbólgu sl. 12 mánaða) hafa á sama tíma verði 11,7% að meðaltali. Munurinn er 7,2% stig að meðaltali og þegar gengið hefur fallið (2001, 2006 og 2008) rýkur þessi munur upp í 10-20% stig."
7.2.2012 | 20:10
Samskipti ESB og Kína?
Á Evrópuvefinn safnast smám saman áhugaverðar spurningar og svör um Evrópumál. Ein nýleg spurning er þess: "Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?"
Svarið hefst svona: "Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili Kína, sem er næststærsti viðskiptaaðili ESB á eftir Bandaríkjunum. ESB flytur þó mest inn af vörum frá Kína. Markmið stefnu Evrópusambandsins gagnvart Kína er meðal annars að stuðla að breytingum sem gætu leitt til opnara samfélags byggðu á lögum og reglum og virðingu fyrir mannréttindum. Þá hefur ESB einnig að markmiði að hvetja til aðlögunar Kína að hinu alþjóðlega efnahagskerfi og styðja við efnahags- og félagslegar endurbætur í landinu."
Einnig segir: "Meginmarkmið stefnu Evrópusambandsins gagnvart Kína er að styrkja samstarf þeirra á milli með auknum pólitískum samræðum, bæði á grunni tvíhliða samskipta og eins á alþjóðavettvangi. Sambandið vill hvetja til aðlögunar Kína að hinu alþjóðalega efnahagskerfi með því að stuðla að því að Kína verði fullgildur aðili að alþjóðlega viðskiptakerfinu. Einnig vill ESB stuðla að breytingum í Kína, sem gætu leitt til opnara samfélags sem væri byggt á lögum og reglum og virðingu fyrir mannréttindum. Þá hefur ESB það markmið að styðja við efnahags- og félagslegar endurbætur í landinu. Loks vill ESB styrkja stöðu sambandsins í Kína."
Hér er svo áhugaverð grein um fjárfestingar Kína í ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2012 | 19:57
Tvö ný framboð - bæði vilja halda ESB-viðræðum áfram
Tvö nú stjórnmálaframboð hafa litið dagsins ljós, en bæði vilja þau halda viðræðum við ESB áfram. Annað þeirra, Björt framtíð, hefur verið þekkt í nokkurn tíma, en hitt framboðið, Samstaða, var kynnt opinberlega í dag. Þar er Lilja Mósesdóttir fremst í flokka.
Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar, en Heiða Kristín Helgadóttir leiðir málefnastarfið.
7.2.2012 | 19:49
Gunnar Hólmsteinn um Vigdísi Hauksdóttur og "hrun Evrópu"
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur, skrifaði grein í DV þann 6. febrúar vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns á beinni línu hjá DV fyrir skömmu, þess efnis að Evrópa væri að hrynja og Evran líka. Grein Gunnars hefst svona:
",,Evrópa er að hrynja - svo og evran. Þannig byrjaði eitt svara Vigídisar Hauksdóttur, eins af alþingismönnum okkar á ,,Beinni línu hjá DV fyrir skömmu.
Mér finnst það mjög magnað að lesa þessi orð Vigdísar og það sem mér dettur fyrst og fremst í hug er þetta: Er þetta raunveruleg ósk Vigdísar? Að Evrópa hrynji? Og Evran líka?
Næsta spurning sem vaknar er þessi: Gerir viðkomandi þingmaður sér grein fyrir því hvað myndi gerast EF Evrópa og Evran myndu hrynja? Og hverjar afleiðingarnar yrðu, ekki bara fyrir Evrópu, heldur líka Ísland?
Samkvæmt Hagtíðindum fór tæplega 80% af útflutningi Íslands árið 2010 til ESB og rúmlega 50% af innflutningi kom þaðan. Hvað myndi gerast ef þetta mynd raskast verulega, með ,,hruni Evrópu eins og Vigdísi er svo tamt að tala um?
Við höfum söguleg dæmi sem geta veitt okkur ákveðinn stuðning og það er frá heimskreppunni miklu, sem skall á árið 1929. Einn helsti sagnfræðingur Íslands, Gunnar Karlsson skrifar um þetta í kennslubók í sögu, Nýir tímar. Þar segir þetta um áhrif kreppunnar hér á Íslandi: ,,Þegar leið á árið 1930 fór áhrifa hennar að gæta í lækkandi verði á útflutningsvörum Íslendinga. Síðar segir: ,,Heildarverðmæti útflutnings frá Íslandi féll úr 74 milljónum króna árið 1929 í 48 milljónir króna árið 1931...samdrátturinn í fiskveiðum olli miklu atvinnuleysi í fiskveiðibæjum og þorpum.
Um 90% útflutnings Íslands á þessum tíma var fiskur, rest landbúnaðarvörur. Það hefur að sjálfsögðu mikið breyst, en tölurnar tala sínu máli; um er að ræða um 36% samdrátt í útflutningsverðmæti! Mest fór að sjálfsögðu til Evrópu, sem í gegnum söguna hefur verið okkar mikilvægasti viðskiptaaðili. Og verður um ófyrirsjáanlega framtíð!
Þessar upphrópanir Vigdísr dæma sig að sjálfsögðu sjálfar og þetta er hennar stíll. Því miður."
5.2.2012 | 22:43
Höft = ófrelsi!
Í frétt í Viðskiptablaðinu stendur: "Við erum þess mjög fylgjandi að Kauphöllin taki upp viðskipti með gjaldeyri vegna þess að þessi markaður ber svolítið merki um einokun, segir Orri Hauksson aðspurður um ástandið á gjaldeyrismarkaði."
Einu sinni sátu Danir að allri verslun hér á landi og höfðu það gott. Einokun þýðir jú að einhver einn aðili hefur markaðinn eins og hann leggur sig. Sá kvartar ekki.
Ástandið á íslenskum gjaldeyrismarkaði getur aldrei orðið eðlilegt á meðan gjaldmiðilinn er í höftum.
Höft = ófrelsi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jón Bjarnason, fyrrum ráðherra, skrifaði grein um ESB-málið í MBL þann 4.febrúar og lýsti þar yfir þeirri skoðun sinni að ganga ætti til þjóðaratkvæðis um ESB-málið samhliða forsetakosningum í sumar. Arfaslök hugmynd sem er til þess eins fallin að þjóna hagsmunum þeirra sem vilja hætta við málið. En samkvæmt könnunum vilja langflestir Íslendingar halda áfram með málið og fá samning á borðið til að kjósa um.
Þá segir Jón Bjarnason að um eiginlega samninga sé ekki að ræða: "»Samningar« er þó rangnefni því í raun snúast þeir fyrst og fremst um aðlögun okkar að regluverki ESB, hvernig skuli haga röðun og tímasetningu fyrir hvert þrep í aðlöguninni sem verður að hafa átt sér stað áður en viðkomandi kafla af þeim 33 sem um ræðir er lokað.
Hér má minna á að í reynd er það ESB sem tekur ákvörðun um opnun, efnismeðferð og lokun hvers kafla fyrir sig. Allt tal um samningagerð og jafnræði milli aðila við hana er afbökun. Ekki síst þegar það er meginstefna Íslands að ljúka samningagerð hvað sem það kostar til þess eins að geta borið samninginn undir þjóðaratkvæði."
En hvernig tókst t.d. Svíum og Finnum að fá sérlausn fyrir landbúnað á harðbýlum svæðum? Hvernig tókst Dönum að fá sérlausn varðandi kaup útlendinga á sumarbústöðum? Hvernig tókst Möltu að fá umfangsmiklar sérlasusnir fyrir sjávarútveg landsins? Heitir það ekki SAMNINGAR?
Ennfremur segir Jón: "Krafa ESB stendur um...að afsala okkur fyrirfram rétti til nýtingar sjávarspendýra."
Hinsvegar hefur þegar komið fram að ESB mun t.d. ekki láta hvalveiðar hindra málið þegar umhverfiskaflinn verður opnaður, eins og sjá má hér. Um hvað er Jón þá að tala?
Úlfar Hauksson gaf út bókina Gert út frá Brussel fyrir nokkrum árum og þar ræðir hann samninga Norðmanna í sjávarútvegsmálum, þann seinni, og í bókinni segir:
"Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir