Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
28.3.2012 | 18:20
ASÍ: Veiking krónunnar veldur áhyggjum
Gengi krónunnar hefur veikst töluvert frá því í nóvember. Í markaðspunktum Íslandsbanka er vakin athygli á því að gengið hafi ekki verið lægra miðað við gengisvísitölu í tæp tvö ár.
Til að setja þetta í samhengi má nefna að evran er komin í tæpar 170 krónur og breska pundið yfir tvö hundruð krónur.
Veikari króna veldur því að verðlag á innfluttum vörum hækkar. Þá þróun óttast Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins."
Krónan er kaupmáttarskerðir!
27.3.2012 | 20:11
Eyjan: Evrópuvæðing í Noregi frá 1992
Í fyrirlestri í Þjóðarbókhlöðunni í hádeginu þar sem Fredrik Sejersted fór yfir stöðu Evrópumála kom fram að Noregur hefur uppfyllt 75% af skilyrðum og lagagerðum Evrópusambandsins. Á sama tíma og aðild að sambandinu sé mjög umdeild, jafnvel litin hornauga, telji Norðmenn að EES samningurinn sé fínn. Sjersted er hingað kominn ásamt Ulf Sverdrup til að kynna niðurstöður nefndar um áhrif EES samningsins og samband Noregs og Evrópusambandsins."
27.3.2012 | 16:15
Krónan sekkur sem steinn - þrátt fyrir höft!
Krónan sekkur sem steinn, þrátt fyrir höft. Á www.visir.is segir:
"Gengi krónunnar er orðið veikara en það var þann 6. mars s.l. þegar Seðlabankinn ákvað að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til að styrkja gengið.
Gengisvísitalan er komin í 229 stig og er það með orðin hærri en hún var fyrir þremur vikum síðan þegar Seðlabankinn seldi 12 milljónir evra eða sem svarar til rúmlega tveggja milljarða króna á gengi dagsins í dag. Evran kostar núna tæplega 169 krónur og dollarinn er kominn í rúmar 126 krónur."
Síðar segir í fréttinni: "Daginn sem Seðlabankinn beitti inngripum styrkst gengi krónunnar um rúmt prósent. Sú styrking er horfin.
Athygli vekur að síðan þessum inngripum var beitt hafa gjaldeyrishöftin verið hert að mun. Það virðist lítil sem engin áhrif hafa haft til styrkingar á gengi krónunnar."
26.3.2012 | 20:46
Noregur og EES - fyrirlestur
Í janúar sl. kynnti norska endurskoðunarnefndin um EES-samninginn skýrslu sína sem greinir áhrif samningsins á Noreg og hvernig hann hefur þróast á þessu tímabili. Prófessor Fredrik Sejersted var formaður nefndarinnar og professor Ulf Sverdrup framkvæmdastjóri hennar.
Á opnum fyrirlestri með Fredrik Sejersted og Ulf Sverdrup, á vegum Alþjóðamálastofnunar og norska sendiráðsins, munu meginniðurstöður skýrslunnar vera kynntar.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 27. mars, milli klukkan 12.30 og 13.30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar."
Frétt á Stöð tvö, sem tengist þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2012 | 17:23
Umfjöllun um byggðastefnu ESB á RÚV - andstæðingar í þakið!
Þátturinn Landinn fjallaði um byggðastefnu ESB þann 25.mars s.l. og var það að mörgu leyti áhugaverð umfjöllun. Horfa má á innslagið hér.
Og þess var ekki lengi að bíða að andstæðingar ESB myndu rjúka í þakið yfir þessari umfjöllun. Fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands sakar t.d. RÚV um áróður á bloggi sínu.
Ekkert má nú! Allra síst að stuðla að opinni umræðu um ESB!
26.3.2012 | 16:32
Umræðan um norska krónu ódrepandi?
Í frétt á Eyjunni stendur: "Greiningardeild Arionbanka telur að norska krónan sé mun fýsilegri kostur en Kanadadollar, ef farið verður út í það að taka upp einhliða aðra mynt."
Gott og vel, en það er aðeins einn galli á þessu: Okkur stendur einfaldlega ekki til boða að taka upp norska krónu!
25.3.2012 | 10:08
Dögun vill klára samningarferlið við Evrópusambandið
Dögun, nýtt stjórnmálaafl, sem stofnað var á dögunum, vill að samningaviðræður við ESB verði kláraðar og þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í kjarnastefnu samtakanna á Fésbókinni:
" Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni."
Þar með bætist Dögun í hóp þeirra sem vilja klára samningaferlið, en eins og þeir sem fylgjast með vita, þá er eitt helsta baráttumál NEI-sinna, að þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um ESB-málið.
Dögun er velkomin í hóp þeirra sem vilja klára málið og leyfa þjóðinni að tala!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Seðlabankamenn hafa um nokkurt skeið unnið að skýrslu þar sem fara á yfir þá möguleika sem Ísland hefur varðandi gjaldmiðlamál. Skýrslan verður væntanlega fullbúin innan fárra vikna eða mánaða en hún ber heitið Kostir Íslands í gjaldmiðlamálum
Þetta er mjög veigamikið og vandað verk og við viljum að það verði það, það veitir ekki af miðað við umræðuna á Íslandi, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Meðal þess sem sé skoðað er hvað fylgi því að ganga í Evrópusambandið og því að fara inn á evrusvæðið. Þá er skoðað hvernig hægt sé að halda enn í krónuna sem sjálfstæða mynt og fleiri form."
21.3.2012 | 22:01
Hversvegna á að klára ESB-málið?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifar grein um ESB-málið á vef Skessuhorns á Vesturlandi. Hann veltir m.a. fyrir sér spurningunni hversvegna eigi að klára ESB-málið og segir: "
En hversvegna á að klára ESB-málið?
Jú, í fyrsta lagi væri það afar óheppilegt að hættaí miðju kafi, ferlið er komið vel á veg, mikil vinna hefur verið unnin. Í öðru lagi er gott fyrir íslenskt samfélag að klára málið og fá þannig hreinar línur í samskipti okkar við Evrópu og Evrópusambandið. Það er einnig hreinlega ekki gott að hafa ESB málið hangandi eins og Demoklesar-sverð yfir þjóðinni. Niðurstaða í ESB málinu myndi þá einnig varpa nýju ljósi á EES-samninginn, sem verður þá hægt að bregðast við. Í þriðja lagi hefur verið vaxandi krafa eftir október-Hrunið, árið 2008, um aukna aðkomu almennings að ákvörðunum, í formi beins lýðræðis. Þjóðaratkvæði um ESB er beint lýðræði. Fyrir ákvörðun sína þyrftu landsmenn að kynna sér málið, kosti þess og galla, sem og aðildarsamninginn sem heild. Í fjórða lagi er það einfaldlega vilji þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnunum, að klára samningana við ESB.
ESB málið felur í sér mjög mikilvæga málaflokka, t.d. gjaldmiðilsmálin, sem virkilega brenna á fólki, rétt eins og umræða síðustu missera sýnir. Það má ekki gleyma því að í október 2008 hrundi íslenska krónan, gjaldmiðill Íslands. Þessi gjaldmiðill er nú í gjaldeyrishöftum og hafa virtir hagfræðingar á borð við Þorvald Gylfason bent á skaðsemi þeirra. Þá hefur Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, bent á að þau dragi bæði úr kaupmætti almennings, hækki fjármagnskostnað landsmanna og dragi úr tiltrú á íslenska hagkerfinu (sjá www.eyjan.is, þann 19.5.2011).
Samskipti Íslands og Evrópu verða ráðandi þáttur í utanríkismálum landsins um ókomna tíð. ESB er samstarfsvettvangur 28 lýðræðis og aðildarríkja (með Króatíu sem samþykkt hefur í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga inn), sem er einstakur í heimssögunni. Ísland og Íslendingar tapa ekki fullveldinu með inngöngu, það hefur engin aðildarþjóð gert! Þvert á móti mætti e.t.v. segja að Ísland fengi til baka það fullveldisframsal sem bent hefur verið á að felist í EES-samningnum."
21.3.2012 | 09:24
Lítið gerst hjá Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins
Lítið hefur gerst á sviði Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins á undanförnum misserum. Reynda eru um þrjú ár frá þvi "nýtt efni" var sett inn á síðu flokksins hjá Evrópunefnd. Það var lokaskýrsla og ályktun Evrópunefndar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur það annars á stefnuskrá sinni að vera öflugur í vestrænni samvinnu. Skyldi Evrópa vera þar með?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir