Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
21.3.2012 | 08:39
"Hleypt út á endanum" - "...bara spurning um hvernig og hvenær" !
Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag er þessi fyrirsögn: "Íslenskum krónum verður hleypt út á endanum."
Það er eins og það sé verið að tala um eitthvað hræðilegt!
En það er verið að tala um krónur sem greiða á til erlendra kröfuhafa og um þetta segir seðlabankastjóri:
"Þessu verður öllu hleypt út á einhverjum tímapunkti. Þetta er bara spurning um hvernig og hvenær."
Sýnir ágætlega hverskonar ófremdarástand er í gjaldmiðilsmálum Íslands.
Það eru fleiri spurningar en svör í sambandi við krónuna!
Ps. Í þessari grein The Economist er svo gert góðlátlegt grín að gjaldmiðilspælingum Íslendinga, en DV segir einnig frá þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2012 | 08:23
Talar um upptöku Kanadadollar, kominn í nefnd um gjaldmiðilsmál hjá Sjálfstæðisflokki
Í fyrsta lagi hefur Heiðar Már talað fyrir því að Íslendingar taki upp aðra mynt en krónu, til dæmis Kanadadollar eða evru. Þessi skoðun fer þvert gegn sýn valdamanna í flokknum eins og Davíðs Oddssonar en sýnir hugsanlega að Bjarni Benediktsson er hallari undir gjaldmiðlabreytingar en hann vill vera láta."
Í Klinkinu á www.visir.is segir svo Heiðar að ..."tilrauninni með krónuna sé lokið og að nauðsynlegt sé að taka upp alþjóðlega mynt.
Hvað á Heiðar að gera í þessari nefnd Sjálstæðisflokksins? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur jú sagt að það eina sem komi til greina sé krónan.
Um daginn sagði svo aðili úr sjávarútveginu að best væri að taka upp Evru einhliða. Á það hefur verið bent að hátt í 300 fyrirtæki hér á landi gera upp ársreikninga sína í annaðhvort Evrum eða Dollurum.
Það eru margir að tala um allt annan gjaldmiðil en krónuna!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2012 | 08:12
Makríllinn veldur deilum
Rúv segir frá: "Evrópusambandið ætlar að hraða ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar. Írskir ráðamenn segja erfitt að ræða um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum við Íslendinga svo lengi sem deilan er óleyst.
Tveggja daga fundur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel í gær.
Að loknum fundum gærdagsins upplýsti Simon Coveney, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írlands, í samtali við írska ríkisútvarpið, að framkvæmdastjórnin hefði fallist á tillögu Íra og Breta um að flýta ákvörðun um hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílveiðanna.
Þær munu beinast að sölu á makrílafurðum og fiskveiðitækni til aðildarríkjanna."
20.3.2012 | 12:21
Tækifæri í ESB? Sláturfélag Suðurlands/Kjötvinnslan með útlfutningsleyfi á öllu EES-svæðinu!
Á vef Dagskrár (www.dfs.is) segir í frétt: "Sláturhús SS á Selfossi og Kjötvinnslan á Hvolsvelli hafa nú fengið útgefið starfsleyfi á grundvelli matvælareglugerðar ESB, sem tók gildi á Íslandi hinn 1. nóvember 2011. Þar með er öll starfsemi framleiðsludeilda SS skv. gildandi matvælareglugerð ESB og hefur í för með sér að heimilt er að dreifa og selja allar framleiðsluvörur félagsins á hinu Evrópska efnahagssvæði, sem skapar fjölmörg ný og spennandi tækifæri.
Sláturhúsið á Selfossi fékk leyfið útgefið hinn 1. febrúar 2012 í kjölfar skoðunar eftirlitsmanna MAST 17. janúar 2012 og Kjötvinnslan á Hvolsvelli hinn 13. mars sl. í kjölfar skoðunar MAST hinn, 29. febrúar sl. Selfoss var áður með ESB leyfi á afurðir úr hrossum og sauðfé og nú bættust afurðir úr nautgripum og svínum við. Hvolsvöllur fékk leyfi fyrir alla þætti starfseminnar."
Getur verið að það felist mikil tækifæri fyrir íslenskan landbúnað á Evrópumarkaði? Hvað segja bændur nú?
(Leturbreyting, ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2012 | 16:56
Noregur/ESB: Samið um makríl
Á mbl.is segir: "Evrópusambandið og Noregur hafa samið um makrílkvóta sín á milli það sem eftir er af þessu ári samkvæmt fréttavefnum Fishupdate.com. Samningar þess efnis voru gerðir í kjölfar þess að ekki náðist að semja um skiptingu makrílstofnsins í Norður-Atlantshafi á milli ESB, Noregs, Íslands og Færeyja á fundi sem fram fór í Reykjavík í janúar síðastliðnum.
Samkvæmt samkomulaginu fær ESB samtals kvóta upp á rúmlega 396 þúsund tonn og er í samræmi við fyrri samninga á milli sambandsins og Noregs um skiptingu makrílkvótans. Haft er eftir sjávarútvegsráðherra Noregs, Elizabeth Berg-Hansen, í fréttinni að hún sé ánægð með samkomulagið." Hvað segja Íslendingar nú?
18.3.2012 | 20:00
Jóhanna vill ræða nýja gjaldmiðil
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skorar á forystumenn allra stjórnmálaflokka að koma með opnum huga að því verkefni að undirbúa upptöku nýs gjaldsmiðils á Ísland. Hún kallar eftir þjóðarsátt um lausn á gjaldmiðilsvandanum. Jóhanna segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að þótt gengisskuldir heimilanna minnki hratt hafi fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslugetu stórra hópa af íbúðalánum. Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir sé veikburða króna. Helmingur skulda fyrirtækja í landinu sé í erlendum gjaldmiðlum. Fyrirtæki, sem aðeins hafi tekjur í íslenskum krónum séu illa í stakk búin til að mæta frekara gengissigi." Eyjan sagði frá.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.3.2012 | 20:09
Þröstur Ólafsson um gjaldmiðilsmál í FRBL
Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, skrifar grein um gjaldmiðilismál í Fréttablaðið í dag og segir þar í upphafi:
"Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á.
Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR svokallaðar aflandskrónur sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið.
Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út."
Síðan segir Þröstur: "Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma."
Um upptöku Kanadadollars segir Þröstur: "Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við."
15.3.2012 | 20:02
Svíar leggja til harðari reglur gagnvart skipulögðum glæpum
Fulltrúi Svía í framkvæmdastjórn ESB, Cecilia Malmström, lagði til síðastiliðinn mánudag að herða beri reglur og aðgerðir gegn skipulögðum glæpasamtökum og leggur það til að reynt verði að finna sárasta blettinn á glæpasamtökunum, þ.e. peningana þeirra:
"We need to hit criminals where it hurts, by going after the money, and we have to get their profits back in to the legal economy, especially in these times of crisis. Law enforcement and judicial authorities must have better tools to follow the money trail. They also need greater means with which to recover a more significant proportion of criminal assets," said Cecilia Malmström, Commissioner for Home Affairs."
Samkvæmt skýrslu frá SÞ velti skipulögð glæpastarfsemi um 2.3 trilljónum dollara árið 2009, eða um 3.6% af þjóðarframleiðslu á heimsvísu það árið.
15.3.2012 | 19:49
Ný nefnd um gjaldmiðilsmál
Nefndina skipa Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri í efnahagsráðuneytinu, sem er formaður, Árni Þór Sigurðsson frá Vinstri grænum, Illugi Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokki, Freyr Hermannsson frá Framsóknarflokki, Lilja Mósesdóttir tilnefnd af Hreyfingunni, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu, Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ."
Krónan er spennuvaldur!
Evrópumál | Breytt 20.3.2012 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 19:43
Jóhanna hörð gagnvart ESB í sambandi við makrílinn
Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun um aðildarviðræður Evrópusambandsins við Ísland með miklum meirihluta atkvæða og var lýst yfir ánægju með hversu hratt aðildarviðræður gangi. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, vakti athygli á samþykktinni á þingfundi í dag og benti á að Íslandi væru sett skilyrði við samningaborðið. Að framhald viðræðna eða samninga muni ekki verða nema Ísland fallist á hin sögulegu skilyrði sem nota á í lausn makríldeilunnar. Það er að segja, okkur er gert þar að fallast á þau skylirði sem Evrópusambandið setur fyrir lausn makríldeilunnar."
Spennan magnast í sambandi við sjávaútvegsmálin!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir