Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
14.3.2012 | 16:53
Við fáum minna og minna fyrir krónurnar!
14.3.2012 | 16:50
Enn meira um gjaldmiðilsmál - greining í FRBL
Magnús Halldórsson, ritstjóri viðskiptafrétta Fréttablaðsins, skrifar áhugaverða greiningu á gjaldmiðilsmálum íslensku þjóðarinnar, en fátt er nú meira rætt (nema ef vera skyldi Landsdóms-málið). Grein Magnúsar hefst með þessum orðum:
"Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur verið ljóst að hér væri neyðarástand vegna þess að aðilar á alþjóðamarkaði í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiðli. Peningastefna landsins hefur af þessum sökum verið í uppnámi.
Vegna þessarar stöðu hefur ekkert annað verið hægt að gera en að halda uppi fölsku markaðsgengi krónunnar með gjaldeyrishöftum. Þau eru risastórt inngrip í eðlilegt viðskiptalíf og fjármálakerfi. Þau draga úr trúverðugleika til skemmri tíma, en eyða trúverðugleika til lengri tíma, hægt og bítandi.
Hversu stórt er vandamálið sem er ástæða haftanna nú nýlega voru hert?
Í krónum talið er það um 1.000 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósent af árlegri landsframleiðslu, að meðtalinni gjaldeyrisskuld þrotabúanna. Til einföldunar, þá er þetta fé líklegt til þess að fara úr landi, sérstaklega vegna þess að hér er um fáa fjárfestingakosti að ræða, ekki síst vegna þess hve langan tíma tekur að byggja upp markaðsbúskap eftir ruglið á bóluárunum. Hagkerfið er kjaftfullt af krónum en fáum ávöxtunarmöguleikum, og aðstæður til myndunar nýrrar eignabólu í einstökum eignaflokkum eru eins góðar og þær geta verið. Bólueinkennin eru þegar farin að sjást á skuldabréfamarkaði og margt bendir til þess að svipað verði upp á teningnum í fasteignum, einkum minni eignum á höfuðborgarsvæðinu.
Frá hruni hafa þingmenn allra flokka vanmetið þetta vandamál og hversu mikil tímasprengja það er fyrir íslenska hagkerfið. Hvað eftir annað opinbera þeir stefnuleysi sitt, rífast eins og börn á leikskóla, og neita að setjast niður og loka sig af til þess að reyna að leysa úr þessari neyðarstöðu sem er uppi þegar kemur að peningastefnu.
Ég held að meginþorra fólks sé alveg sama um flokkslínur þegar að þessu kemur og skoðanakannanir benda einnig til þess. Traust á Alþingi mælist lítið sem ekkert þessa dagana. Það ætti að vekja þingmenn til umhugsunar um hvort forgangsröð þeirra kunni að vera röng og hvort þeir kunni að hafa vanrækt skyldur sínar við fólkið í landinu þegar peningastefnan er annars vegar."
14.3.2012 | 09:10
Ólafur Þ. Stephensen um HAFTAKRÓNUNA í FRBL
Umræðan um gjaldmiðilsmálin er gríðarleg! Kannski ekki skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að "gjörgæslumeðferð" íslensku krónunnar hefur bara verið aukin!
Í Fréttablaðinu í dag er leiðari eftir Ólaf Þ. Stephensen, undir fyrirsögninni Haftakrónan. Þar segir Ólafur meðal annars:
"Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg.
Íslenzka krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa einhverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd.
Umræðan um gjaldmiðilsmálin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógnaði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxtastig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu.
Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði forsætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar.
Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt."
13.3.2012 | 21:53
Össur á Sprengisandi
Össur Skarphéðinsson var í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi og ræddi þar Evrópumálin við Sigurjón M. Egilsson. Viðtal Össurar er í tveimur bútum, fyrri hér og seinni hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2012 | 17:35
Talar Illugi krónuna UPP? Heitur fyrir tvíhliða upptöku Kanadadollars!
Á MBL.is stendur: "Ummæli æðstu ráðamanna veikja stöðu krónunnar og þeir tala þannig um hana að það sé ekki hægt að nota hana til frambúðar. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag, en þar er nú rætt um störf þingsins.
Það er ástæða fyrir okkur þingmenn að hafa nokkrar áhyggjur af því að helstu ráðamenn tali þannig um krónuna að það muni ekki vera hægt að nota íslenska krónu til frambúðar. sagði Illugi og sagðist þar meðal annars eiga við forsætisráðherra."
Ritari sá Illuga í pontu á Alþingi tala í gær eða fyrradag um einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Er það að tala krónuna UPP?
Í Viðskiptablaðinu þann 10.3 stóð: "Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu íslenskra stjórnvalda að athuga hvort vilji sé fyrir því að fara í tvíhliða upptöku Kanadadollars í ljósi atburða síðustu daga."
Tvíhliða upptaka? Á Kanada þá að taka upp íslensku krónuna?
Gengismálin eru í "messi" !
Það þurfti að bjarga sjúklingnum! Menn segja að annars hefði "önnur dýfa" átt sér stað (les: stórfellt gengishrun!). Menn eru á nálum yfir krónunni!
Þetta fjallar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir um í nýjum pistli pg segir meðal annars:
"Þingmenn herða nú gjaldeyrishöftin, örþrifaráð til að reyna koma í veg fyrir að krónan veikist meira á gjörgæslunni.
Forsætisráðherra segir krónuna ónýta og tvo kosti í boði. A) einhliða upptöku annars gjaldmiðils og algjört fullveldisframsal í peningamálum eða B) að ganga í ESB og taka upp evru.
Þetta gremst Sigmundi Davíð formanni Framsóknarflokks sem tekur bakflæðiskast af hneykslan og segir í dag, algjörlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra skuli tala krónuna niður með þeim hætti sem hann telur hana gera.
Nú hefur Sigmundur Davíð í félagi við Ársæl Valfells hagfræðing, farið um landið og reynt að selja kjósendum að hér skulinn tekið upp einhliða Loonie, kanadískur dollari.
Einhliða framsal á fullveldi í peningamálum Íslendinga er sem sagt í lagi á Framsóknarheimilinu en ekki að ganga í ESB, taka upp evru og fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar, nei það er hættulegt fullveldisframsal!
Sama máli gildir um það þegar Sigmundur segir krónuna vera ónýta og við þurfum bara að bjalla í Kanadamenn, þá er hann sumsé ekkert að tala illa um krónuna, það gerist bara þegar rætt er um að fá hér evru í stað krónunnar."
Annað sem tengist þessu:
http://www.ruv.is/frett/esb-besta-leid-fra-gjaldeyrishoftum
"Íslenskt efnahagslíf er í sjálfheldu vegna gjaldeyrishaftanna segir Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Nýju gjaldeyrishaftalögin koma almenningi til góða til að byrja með, því krónan styrkist.
Þetta minnir mann óþyrmilega á að við erum með þessi höft og okkur reynist mjög erfitt að komast úr þeim. Við erum í raun í sjálfheldu í þessu fyrirkomulagi, sagði Friðrik Már í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2"
Þá sagði Jón Daníelsson, hagfræðingur í viðtali á Rás tvö að einhliða upptaka á öðrum gjaldmiðli var ,,óraunhæfur kostur." Best væri að miða á Evruna.
13.3.2012 | 07:58
Valgerður um fullveldið: Hádegisfundur um Evrópumál í dag
"Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ræða áhrif Evrópusambandsins og EES á fullveldi Íslands, á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, á morgun, þriðjudaginn 13. mars.
Fundurinn er haldinn á Kaffi Sólon (2. hæð) og hefst klukkan 12.00 og stendur í klukkustund. Fundurinn er öllum opinn.
Hér er viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/events/255086177913736/
12.3.2012 | 18:30
Meiri reynsla af höftum en án hafta!
Í þessum skrifuðu orðum eru alþingismenn að ræða herðingu gjaldeyrishaftanna á Íslandi. Fyrir skömmu sagði Tryggvi Þór Herbertsson að Ísland hefði meiri reynslu af því að vera með (gjaldmiðils)höft en ekki, sem sjálfstæð þjóð!
Og að stundum hefði verið um að ræða fimm mismunandi útgáfur af íslensku krónunni!
Það sér hver heilvita maður að þetta gengur ekki lengur! Ástand gjaldmiðilsmála er óásættlanlegt og samýmist ekki nútíma atvinnulífi og nútíma samfélagi!
Greiningaraðilar segja að þetta rýri enn frekar traust á íslensku efnahagslífi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2012 | 16:30
Jóhanna Sigurðardóttir: Brýnt að skipta um gjaldmiðil
Sem betur fer eru fleiri flokkar en Samfylkingin að sjá það að við verðum að breyta um gjaldmiðil, segir Jóhanna og nefnir að Björn Valur Gíslason Vinstri grænum hafi sagt að ekki sé hægt að búa lengur við krónuna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hafi rætt um Kanadadollar.
Hún er okkur mjög erfið, okkar atvinnulífi, það verður verra að afnema gjaldeyrishöftin, hún hefur veruleg áhrif hér á kaupmáttinn, verðbólguna og svo framvegis. Það er orðið eitt stærsta og brýnasta mál þessarrar þjóðar að vinna markvisst að því að skipta um gjaldmiðil."
Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld.
Ps. Við upprunalega færslu var svo mikið af sérkennilegum hlutum, að ritstjórn ákvað að endurbirta hana!
11.3.2012 | 10:20
ESB og kvenréttindi: Sema Erla á DV-blogginu
Nýr pistill frá Semu Erlu Serdar birtist á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars á DV-blogginu. Þar segir Sema m.a.:
"Þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum kvenna hefur Evrópusambandið síður en svo setið á sér, og segja má að Evrópusambandið sé einn af helstu málsvörum jafnréttis í heiminum, en jafnrétti er séð sem grundvallarréttindi og er jafnrétti eitt af grunngildum Evrópusambandsins.
Árið 1957, þegar Rómarsáttmáli Evrópusambandsins, fyrsti sáttmáli ESB, var samþykktur, var jafnrétti kynjanna fyrst sett í sáttmála sem meginregla Evrópusambandsins, en allt frá 1970 hefur Evrópusambandið innleitt gríðarlega mikið magn af jafnréttislögum, til dæmis er varða jöfn laun karla og kvenna, jafna meðferð á vinnumarkaðinum, félagslegt öryggi og fæðingarorlof, en þessi löggjöf er með þeim umfangsmestu í heimunim, sem snúa að jafnrétti kynjanna.
En hvað hefur ESB raunverulega gert fyrir konur? Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem er í dag, 8. mars, eru hér eru nokkur dæmi:"
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir