Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Nei-sinnar reyna að gera lítið úr Þorgerði Katrínu - forræðishyggjan allsráðandi!

Hreyfing Nei-sinna reynir á bloggi samtakanna að gera lítið úr Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir (sjálfstæðar) skoðanir hennar í Evrópumálum og vísar í blogg Björns Bjarnasonar, sem segir hana rangfæra eða rangtúlka ályktanir Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á síðasta landsfundi.

Síðan (að sjálfsögðu) reyna Nei-sinnar að segja Þorgerði Katrínu fyrir verkum, að sjálfsögðu eins og hentar Nei-sinnum: "Þorgerði Katrínu væri nær að fylgja eftir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og leggja áherslu á að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið."

Þetta er mjög dæmigerð hegðun fyri Nei-hreyfinguna, sem vill einnig taka af þjóðinni þann lýðræðislega rétt að fá að kjósa um aðildarsamning við ESB!

Drottnunarlönguninni og forræðishyggju Nei-sinna eru engin takmörk sett! Þetta er liðið sem vill ráða á Íslandi út frá þröngum sérhagsmunum og sérþörfum.


ESB og sjávarútvegsmál: Ekki nauðynlegt að bíða eftir endurskoðun á stefnu ESB

"Íslendingar þurfa ekki að bíða eftir því að Evrópusambandið ljúki endurskoðun á fiskveiðistefnu sinni, áður en hægt er að taka fiskveiðikaflann til skoðunar í aðildarviðræðum.

Þetta kemur fram í svari Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, til blaðamanns Morgunblaðsins. Þegar spurt er hvort það sé raunhæft að gera ráð fyrir því að aðildarviðræðum verði lokið áður en gengið verður til þingkosninga næsta vor, árið 2013, segist Füle ekki vilja áætla fyrirfram hversu langan tíma aðildarviðræðurnar muni taka. Mikilvægara sé að horfa á að viðræðurnar verði báðum í hag."

Þannig byrjar frétt á Mbl.is í gær. Það er löngu vitað að kaflinn um sjávarútvegsmál er sá kafli sem er mikilvægastur fyrir okkur Íslendingaí sambandi við ESB-málið. Kannski líka sá mest spennandi.

ESB-málið er spennandi! Það gefur þjóðmálaumræðu Íslands aukið líf!


Aðild Króata samþykkt

Á MBL.is segir: "Aðild að Evrópusambandinu var samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag í króatíska þinginu með atkvæðum allra þeirra 136 þingmanna sem þar sitja en meirihluti króatísku þjóðarinnar samþykkti aðild í þjóðaratkvæði fyrr á árinu."

Króatía verður 28. aðildarríki ESB.


Athugasemd vegna athugasemdakerfis á Evrópublogginu

Við frábiðjum okkur þau vinnubrögð að menn taki heilar greinar af öðrum vefsíðum og setji hingað inn sem athugasemdir. ÞAÐ ER EKKI ATHUGASEMD! Vinsamlega virðið þetta!

Möguleikar smáríkja á morgun í Lögbergi

Á Já-Ísland stendur: "Annika Björkdahl, dósent við Stjórnmálafræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð, heldur á morgun, föstudaginn 9. mars, erindi um möguleika smáríkja innan Evrópusambandsins til að hafa frumkvæði að og rík áhrif á stefnumótun sambandsins innan tiltekinna málaflokka.

Björkdahl fjallar meðal annars um þær aðferðir sem Svíþjóð hefur beitt til að hafa áhrif á stefnumótun ESB hvað varðar aðgerðir til að fyrirbyggja átök (e. conflict prevention), þar á meðal við mótun samningsramma, samningaviðræður og myndun bandalaga.

Funurinn er haldinn af Alþjóðamálstofnun HÍ og fer fram í Lögbergi, stofu 101, milli klukkan 12 og 13 á morgun, föstudag."


Þakklæti?

KrónaMerkilegt er að lesa hvað sumum aðilum er tamt að halda því fram að krónunni "hafi verið leyft að falla" haustið 2008. Þetta birtist meðal annar í grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem bandarískur hagfræðingur (í grein á vef Al Jazeera) skýtur hugmyndina um Kanadadollar á bólakaf.

Sá heitir Dean Baker og vangaveltur hans eru meðal annars eitthvað á þessa leið: "Eigin gjaldmiðill hafi gert landinu kleift að koma á mestum hluta þeirra aðlögunar sem hafi verið nauðsynleg í kjölfar hrunsins með því að leyfa íslensku krónunni að falla gagnvart helstu viðskiptaþjóðunum og stuðla þannig að minni innflutningi og auknum útflutningi."

Leyfði einhver íslensku krónunni að falla? Nei, hún féll eins og steinn!

Og aukaverkanirnar af þessu voru skelfilegar fyrir heimilin og þau fyrirtæki í landinu, sem ekki moka inn peningum vegna útflutnings! Með visitölutengingum, verðtrygginu, stökkbreytinga lána, gjaldþrotum fyrirtækja og svo framvegis!

Er það þetta sem við eigum að vera svo þakklát fyrir?

Ps. Þar að auki er gjaldmiðillinn í höftum og ekki nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum, enda víða hreinlega ekki skráður á gjaldeyristöflur.

Við eigum að sjálfsögðu að vera þakklát fyrir það líka!

(Leturbreyting, ES-bloggið)


Össur hitti Alan Juppé: Juppé sannfærður um ásættanlegar lausnir

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hitti utanríkisráðherra Frakklands, Alan Juppé, í París þann 7.mars. Bar þar ýmislegt á góma og meðal annars ræddur þeir ESB-málið og á RÚV stendur:

"Ráðherrarnir ræddu þá valkosti sem Íslendingar stæðu frammi fyrir í gjaldeyrismálum og kom fram að franski utanríkisráðherrann taldi Evruna augljóslega besta kostinn fyrir Íslendinga, sérstaklega eftir aðgerðirnar sem hefði verið farið í á Evrusvæðinu.

Utanríkisráðherra lýsti stöðunni í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsmála fyrir íslenskan efnahag og þjóðarsál. Ráðherra sagði það eindreginn vilja Íslendinga að hefja efnislegar viðræður um sjávarútvegsmálin sem fyrst. Franski ráðherrann tók undir að viðræðurnar hefðu hingað til gengið vel, lýsti vilja til að erfiðir kaflar yrðu opnaðir sem fyrst og kvaðst þess fullviss að hægt yrði að ná ásættanlegum lausnum."


Bryndís Ísfold: Hvernig fer þetta saman?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar góðan pistil á Eyjuna um gjaldmiðilsmál og segir:

"Andstæðingar ESB vilja alls ekki ganga í ESB og taka upp evru því þá telja þeir að við missum fullveldið og sjálfstæðið. Sami hópur myndi líklega ekki telja Finnland, Þýskaland, Pólland eða Írland ósjálfstætt eða ekki fullvalda, enda taka þeir þátt í að móta ákvarðanir innan ESB ólíkt okkur, en ok.

Þessi sami hópur og hefur áhyggjur af framsali á valdi okkar til erlendra aðila, en vill nú ólmur taka upp einhliða mynt annars ríkis og þannig framselja fjárhagslega sjálfstæði okkar til ríkis sem við höfum ekkert samráð við að öðru leiti en að eiga í 0,5% af viðskiptum okkar við.

Þar sem við eigum ekkert borð til að setjast við til að ræða málin, þar væri enginn stóll með okkar nafni á, bara mögulega einhver embættismaður sem tæki símann þegar hann hefði ekkert annað að gera.

Hvernig í ósköpunum fer þetta saman?"

Góðir punktar hjá Bryndísi!


Þorgerður Katrín um gjaldmiðilsmálin á Pressunni: Best að horfa til viðskiptasvæða okkar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál í framhaldi af umræðunni um Kanadadollar um síðustu helgi. Þorgerður er í sjálfu sér ánægð með framtak Framsóknar í þessum efnum sen segir svo: "Það er að mínu mati þýðingarmikið að bjóða upp á vel undirbúna og upplýsta umræðu en ekki síður valkosti sem þjóðin getur vegið og metið. Hún er nefnilega fullfær um að velja sjálf ef hún fær til þess tækifæri. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja veita henni þessi tækifæri. Umfjöllunin sem slík undirstrikar mikilvægi þess að um framtíð íslenskrar gjaldmiðilsstefnu verði rætt af festu og raunsæi."

Síðan segir Þorgerður: "En „tabúin“ eru víða. Eitt af þeim er, að sumir vilja yfirhöfuð ekki ræða aðra möguleika en krónuna. Aðrir hins vegar, sem treysta því að upplýst umræða og fjölgun valkosta stuðli að aukinni velsæld, eiga óhikað að fylgja þeirri sannfæringu sinni eftir."

Og Þorgerður lýkur pistlinum með þessum orðum: "Þess vegna var þetta ágætt innlegg hjá Framsókn þar sem bæði kostir og gallar einhliða upptöku Kanadadollars voru dregnir fram á þessu málþingi. Sjálf hallast ég að þeirri röksemdafærslu að skynsamlegra sé að horfa til þeirra svæða sem við eigum mestra hagsmuna að gæta í viðskiptum sem öðru. Einnig viðurkenni ég að ég hefði gjarnan viljað sjá Framsókn opna gættina að fleiri valkostum og gjaldmiðlum eins og Evrunni. En það mega líka aðrir flokkar gera eins og minn eigin. Vissulega vitum við að mikilvægt er að ná tökum sem fyrst á ríkissfjármálum og auka aga á þeim vettvangi til langs tíma. Það útilokar hins vegar ekki umræðu innan stjórnmálaflokkanna um hvert stefni til næstu ára og áratuga á sviði gjaldmiðilsmála.

Í endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins var sett fram margvísleg gagnrýni. Ein var sú að flokkurinn hefði hikað við að ræða eldfim málefni innan flokksins eins og myntina og peningamálastefnu. Þótt margt hafi breyst frá útgáfu skýrslunnar þá er ástæða til að hafa þessa gagnrýni í huga." 

Van Rompuy heldur áfram - hefur staðið sig vel

Herman Van RompuyÁ vefnum Já-Ísland stendur: "Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst í gær og stendur nú yfir, var Herman Van Rompuy endurkjörinn forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Frá því að Van Rompuy tók við starfinu í byrjun árs 2010 hefur mikið gengið á í Evrópu og eru flestir sammála um að hann hafi staðið sig vel í því að meðhöndla þá erfiðleika sem Evrópa hefur staðið frammi fyrir.

Van Rompuy, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, fékk ekkert mótframboð og mun því gegna starfinu í tvö og hálft ár í viðbót."

Hér má lesa frétt EUObserver um málið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband