Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Benedikt Jóhannesson: Krónan dýpkaði kreppuna

Á vefsíðu Spegilsins á RÚV var skrifað þann 3.apríl: "Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn héldu í gær opinn fund í Háskóla Íslands um kosti Íslendinga í gjaldmiðlamálum.Frummælendur á fundinum voru þeir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ragnar Árnason, einnig prófessor í hagfræði við þann skóla. Gylfi á sæti í peningastjórn Seðlabankans sem meðal annars ákvarðar stýrivexti bankans með jöfnu millibili. Ræður þeirra prófessora í gær voru ítarlegar og í kjölfarið fylgdu spurningar."

Í þættinum var svo rætt við Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðing um gjaldmiðlsmálin, en hann telur að krónan hafi dýpkað kreppuna til muna.


Gríðarlegar verðhækkanir - samanburður: Ísland - Evrusvæðið

Já-ÍslandÁ vef samtakanna Já-Ísland birtist þessi tilkynning: "Hagsmunir íslenskra heimila í umræðunni um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu munu vega þungt þegar kemur að því að taka ákvörðun um hvort ganga skuli í ESB eða ekki.

Augljóst er að gjaldmiðlamál skipta þar miklu máli. Til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild gagnist heimilunum í landinu er mikilvægt að skoða samanburð við þær þjóðir sem hafa evru og kjör sem bjóðast í þeim ríkjum.

Hagstofa Íslands tók saman gögn fyrir Já Ísland sem sýna hækkun og lækkun á verði á vörum og þjónustu frá árinu 2008 til dagsins í dag. Um er að ræða samræmda vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, tekur saman reglulega. Á þeim tölum má sjá gífurlega mikinn mun á þróun verðlags hér á landi og í Evruríkjunum.

Já Ísland, leggur mikla áherslu á horft sé til staðreynda þegar fjallað er um mögulega aðild Íslands að ESB. Þessi samantekt er tilraun til að hafa jákvæð áhrif á þá umræðu, til gagns og fróðleiks.

Tímabilið 2008 – 2012

Dæmi:

- Heildar hækkun á vöru og þjónustu á Íslandi er 34,9% en 5,8% á Evrusvæðinu.

- Matarkarfan hækkaði á Íslandi um 32% en 5,2% á Evrusvæðinu.

- Áfengi og tóbak hækkaði á Íslandi um 55,9% en 14,9% á Evrusvæðinu.

- Föt og skór hafa hækkað á Íslandi um 31,4% en lækkaði um 7,9% á Evrusvæðinu."

Einnig frétt á Visir.is og RÚV.is


DV: Enginn skikkaður til að stofna her (ESB-málið)

Stefán JóhannessonStaða Íslands sem herlaust land hefur verið staðfest og viðurkennd í samningaviðræðum við ESB. Allur hræðsluáróður sem dunið hefur yfir landann frá andstæðingum ESB um þetta, er því staðlausir stafir!

DV birti fyrir skömmu viðtal við aðalsamningamann Íslands, Stefán Hauk Jóhannesson um þetta mál og þar segir þetta: "Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands við Evrópusambandið, segir í samtali við DV að með þessari yfirlýsingu hafi það fengist staðfest að Ísland verði áfram herlaust land og að það hafi ekki áhrif á utanríkisstefnu Íslands. „Það var í sjálfu sér aldrei neinn ágreiningur um það. Það er enginn skikkaður til að setja upp her eða taka þátt í hernaði þó við göngum í ESB.“


ESB-aðild breytir ekki stöðu ÁTVR - tillit tekið til óska Íslands

Á DV.is segir: "Gangi Ísland í Evrópusambandið hyggst ríkið viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak sem grundvallast á einkaleyfi ÁTVR á áfengis- og tóbakssölu. Um þessi mál er fjallað í áttunda samningskafla Íslands og Evrópusambandsins um samkeppnismál. Í samningsmarkmiðum Íslands kemur fram að ríkið stefni að því að halda einokuninni áfram, en fordæmi eru fyrir því að þjóðir í aðildarviðræðum við ESB hafi fengið sérlausnir í þessum málaflokki. Þannig gengu Svíar í Evrópusambandið, en sænska ríkið hélt áfram einokun á áfengissölu.

Fram kom í máli Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem ræddi við blaðamenn í Brussel í síðustu viku, að engar deilur væru um þetta atriði í aðildarviðræðunum og því öruggt að þó að Ísland gengi í ESB yrði núverandi fyrirkomulag á áfengis- og tóbakssölu óbreytt."

Hér er því komið enn eitt dæmið um það að ESB tekur tillit til óska Íslands, sem byggjast á fordæmum um sérlausnir annarra ríkja, sem samið hafa um aðild.


Andrés Pétursson um viðbrögð vegna opnunar Evrópustofu

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra (og annarra andstæðinga ESB), við opnun Evrópustofunnar. Andrés segir meðal annars:

"Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB.

Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu."


Gjaldmiðlagrautur?

Í dag var fjallað um gjaldmiðilsmál á fundi hjá Sjálfstæðum Evrópumönnum. Þar fjallaði Ragnar Árnason um það sem hann kallar "fjölmyntakerfi" sem í raun gengur út á að fólk megi nota hvaða gjaldmiðil sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Allt frá rússneskum rúblum, S-Afrískum röndum - til Zimbabwe-dollars! S.s. einskonar gjaldmiðlagraut.

Fyrimyndin að þessu kerfi er sótt til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli (verður landið þá ein stór fríhöfn?).

Í erindi sínu sagði Ragnar það alls ekki vera rétt að Ísland væri með minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi, að minnsta kosti NÍU aðra þjóðir væru minni og með sjálfstæðan gjaldmiðil og "og að minnsta kosti 20 þjóðir með minni landsframleiðslu en Ísland geri slíkt hið sama," eins og segir í frétt Eyjunnar.

Þetta virðist því vera allt í sóma!Smile


Steingrímur volgur fyrir Himbrimanum - vill efla tengsl við Kanada, en um hvað?

Steingrímur J. Sigfússon fór til Kanada að ræða efnhagsmál. Á RÚV.is má lesa að hann sé ekki mótfallinn hugmyndinni með upptöku Himbrimadollars, einhliða eða tvíhliða. Hann segir ennfremur að það sé "langt" í þetta. En það er athyglisvert að Steingrímur ljái þessu máls yfirhöfuð, m.a. í ljósi skoðana hans á krónunni og Evrunni. Taki Ísland upp Kanadadollar hlýtur Steingrímur að gera sér það ljóst að með því afsalar Ísland 100% forræði á sviði gjaldmiðilsmála og færist það þá algerlega yfir til kanadísku stjórnarinnar.

En Evrusamstarfið er einmitt það - SAMSTARF. Við upptöku Evru myndi Ísland fá sæti við það borð og vinna þar að sameinginlegum markmiðum í samvinnu við aðrar þjóðir, bæði Evru-þjóða og annarra innan ESB (sem einnig hafa komið að Evru-samstarfinu).

Þá segir Steingrímur að það sé skynsamlegt að efla viðskiptaleg og pólitísk tengsl við Kanada. En hvað á Steingrímur við? Er hann að tala um Norðurslóðasamstarf (Kanada hefur "metnað" á því sviði, mun meiri en t.d. USA) og vill hann gera viðskiptasamninga við Kanada, og þá um hvað?

Þetta hlýtur að kalla á útskýringar Steingríms og vekur upp þá spurningu hvort hann sé að móta sína eigin utanríkisstefnu?  

Ps. Innan við 2% af utanríkisverslun Íslands er við Kanada.


Grein um aðildarviðræðurnar í FRBL

Þrír fulltrúar úr samninganefnd Íslands gagnvart ESB, með Stefán Hauk Jóhannesson, í broddi fylkingar, skrifuðu góða grein í Fréttablaðið í gær og lýstu stöðu samningaviðræðnanna. Í máli þeirra koma fram að mikilvægir kaflar voru opnaðir á ríkjaráðstefnunni, sem haldin var í vikunni. Alls voru fjórir kaflar opnaðir og tveimur lokað samdægurs, um neytendavernd og heilsuvernd og utanríkis, öryggis og varnarmál (engir "smábitar" hér á ferð!)

Í síðari kaflanum var sérstaða Íslands sem herlaust land staðfest. Í greininni segja höfundar þessa staðfestingu undirstrika þá einstöku stöðu sem Ísland hafi í þessum efnum.

Fram kemur í lok greinarinnar að næsta skref viðræðnanna sé að opna stóra kafla á borð við landbúnað og sjávarútveg, Vonir standa til að það verði hægt á þessu ári.

Myndband sem tengist þessu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband