Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Vigdís um kaupmáttarhrun

Hin spurula Vigdís Hauksdóttir bloggar um "snarminnkandi kaupmátt" í færslu á bloggi sínu og vísar í verðkönnun sem hún hefur "fengið að birta."

Könnunin ber saman vöruverð á árinu 2007 og 2012 og sýnir svart á hvítu hvernig hrun krónunnar hefur farið með kaupmáttinn í landinu! Um er að ræða mun allt að tæplega 300%!

Gott hjá Vigdísi. Hún fer þá kannski að hugsa um alvöru gjaldmiðil Wink


Ísland þarf alvöru gjaldmiðil

EvraFróðlegt er að fylgjast með samningamálum á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta borgað hærri laun og sé það gert, muni öllum hækkunum verða hleypt út í verðlagið, sem hækki verðbólguna, sem svo hækki allt verðlag í landinu, sem svo hækki öll verðtryggð lán landsmanna, sem er með lán í "haftakrónu"!

Allt þetta leiðir svo til enn lægri kaupmáttar landsmanna.

Menn eru s.s. logandi hræddir og svona hefur þetta verið í gegnum tíðina. Krónan átti að bjarga öllu eftir hrun, en AF HVERJU GETUR HÚN EKKI REDDAÐ ÞESSU ÞÁ?

Vegna þess að hún er ófær um það!

Ísland þarf alvöru gjaldmiðil.


Vill Ögmundur splæsa 300 (auka)milljónum?

LeitÁ RÚV stendur þetta: "Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spyr hvort áfram eigi að hundsa þjóðarvilja í þessu máli eða leita hann uppi."

Vill Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra" splæsa AUKA 300 millum í þjóðaratkvæði eftir kosningar (!) um eitthvað sem felur í sér ófullkomnar og alls ekki tæmandi upplýsingar? Að fólk kjósi um ESB án aðildarsamnings?

Sú upphæð er stór hluti af því sem sjálfar viðræðurnar kosta!

Af hverju ekki bara klára viðræðurnar og KJÓSA SVO????????????????????????????


Einar Benediktsson um alþjóðamálin í MBL

Einar BenediktssonEinar Benediktsson, fyrrum sendiherra, skrifaði grein um alþjóðamál í Morgunblaðið þann 16.1 og Eyjan birtir búta úr henni á vef sínum. Hugleiðingar Einars eru áhugaverðar og segir hann meðal annars:

"Örríkið Ísland getur ekki borið sjálfstæða mynt og lausn þess vanda verður að leita í ESB. Fyrir okkur sem aðra er öryggi fólgið í því að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópu. Fleira kemur til sem mælir eindregið með að ljúka aðildarsamningunum sem síðan verða lagðir fyrir þing og þjóð..."

Og hann bætir við: "Þegar Kína kveður að dyrum með heimsókn forsætisráherra og komu hins stærsta ísbrjóts, svo sem var í sumar, er vert að staldra við og taka áttir. Sögueyjan, sem við erum fyrir nágrannaþjóðirnar, á heima í Evrópusamstarfinu og við, rétt eins og þær þjóðir, höfum mikilla hagsmuna að gæta í varnarsamstarfi við Bandaríkin."

Samantekt Eyjunnar


HR fær 230 milljóna styrk frá ESB!

Á heimasíðu Háskólans í Reykjavík (HR) segir: "Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hlaut nýverið styrk að jafnvirði um 230 milljónum króna úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og er hann hluti áætlunar sem styður sérstaklega við samstarf háskóla og atvinnulífs. Dr. Marina Candi, dósent við viðskiptadeild HR, leiðir verkefnið sem er til fjögurra ára.

Viðskiptalíkön þurfa í dag að taka til þátta eins og aukinnar samkeppni frá láglaunasvæðum, vaxtar rafrænna viðskiptahátta og nýrra tækifæra til hagkvæmrar framleiðslu í smáum stíl. Styrkurinn er veittur til rannsókna á því hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki í skapandi atvinnugreinum geta endurbætt viðskiptalíkön sín til að ná auknum árangri í breyttu umhverfi.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Viðskiptaháskólans í Nowy Sacz í Póllandi og þriggja fyrirtækja í skapandi atvinnugreinum. Rannsóknarsjóðir Evrópusambandsins hafa það meginmarkmið að styðja við rannsóknir vísindamanna í fremstu röð. Aðeins brot þeirra þúsunda umsókna sem berast sjóðunum á hverju ári hlýtur náð fyrir augum dómnefndar og er þetta því mikil viðurkenning fyrir þá sem að koma.

Styrkurinn er veittur af áætlun sem sérstaklega styður við samstarf háskóla og atvinnulífs, eða Industry-Academia Partnerships and Pathways áætluninni."

ESB eflir íslenska menntun og alþjóðasamvinnu, einmitt þegar þörfin er sem mest! Til hamingju HR.


DV um ESB-málið: Verður að ljúka með efnislegri niðurstöðu

DVReynir Traustason, ritstjóri DV, skrifaði leiðara um ESB-málið þann 16.1 og þar segir:

"Sú ákvörðun ­ríkisstjórnarinnar að hægja á umræðum um aðild að Evrópusambandinu er skynsamleg þegar til þess er litið að allt kjörtímabilið hefur málið verið í eins konar ­limbói. Við erum einfaldlega fallin á tíma. Stöðugar tafir hafa verið vegna andstöðu innan raða stjórnarflokkanna. Á ráðherraferli sínum náði Jón Bjarnason nánast að stöðva viðræðurnar með andófi innan ráðuneyta sinna. Á heildina litið má segja að umsóknarferlið hafi þegar tekið alltof mikla orku og tíma frá þjóðinni. Samningur hefði átt að vera á borðinu nú og þjóðin að kynna sér innihaldið og mynda sér afstöðu.

Í umræðunni um Evrópusambandið ber mikið á mönnum sem vilja beita ofbeldi og stöðva viðræður og kjósa síðan um það hvort viðræðum skuli slitið endanlega. Þessi kostur ætti alls ekki að vera í boði. Það var lýðræðisleg niðurstaða að fara í viðræður við ESB um mögulega aðild. Með því að hætta við án þess að klára samninga yrðu Íslendingar að viðundri á alþjóðavettvangi. Orð skulu standa. Þjóðin lagði upp í vegferð og henni verður að ljúka með efnislegri niðurstöðu en ekki rembingslegum þjóðernissinnuðum dyntum um að ekki megi einu sinni tala saman."


Guðmundur Steingrímsson á Smugunni: "Til þess að geta tekið afstöðu, þarf maður samninginn"

Guðmundur SteingrímssonÍ frétt á Smugunni segir: "Guðmundur Steingrímsson þingmaður og frambjóðandi Bjartrar framtíðar er ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. ,,Það yrði enn einn sýndarleikurinn, við höfum ekki nægar upplýsingar til að velja fyrr en samningurinn sjálfur er á borðinu. Ég er löngu búinn að missa þolinmæðina gagnvart þessum pólitísku leikjum í þessu máli,“ segir hann.

,,Til þess að geta tekið afstöðu, þarf maður samninginn. Þjóðararatkvæðagreiðsla yrði því enn einn biðleikurinn, líkt og þessi ákvörðun um að hægja á viðræðum er. Sem betur fer er þetta þó bara sýndarleikur, það stóð aldrei til að opna neina nýja kafla fyrir kosningar svo þetta er ekki formlegt hlé og 16 kaflar eru enn opnir,“ segir Guðmundur. ,,Það gagnast engum að leysa upp samninganefndina og glutra niður samböndum. Ég iða í skinninu að taka alvöru umræðu um afhverju við erum að sækja um aðild að ESB, þetta er mikilvægasta mál þjóðarinnar, að koma okkur úr efnahagslegu öngþveiti og bæta lífskjör."


Ólafur Þ. Stephensen í leiðara: Ekki hlé á aðildarviðræðum

Ólafur StephensenLeiðari Fréttablaðsins, sem Ólafur Þ.Stephensen skrifar, fjallaði þann 15.1 um ESB-málið og hefst hann á þessum orðum:

"Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga.

Út frá hagsmunum Íslands í aðildarferlinu getur þó vel verið að þetta sé skynsamleg ákvörðun. Veruleg hætta er á að umræðan um samningsafstöðu Íslands í þessum viðkvæmustu málum verði ekki málefnaleg í aðdraganda kosninga og að kosningaveturinn einkennist af upphlaupum og ofurdramatík, sem myndi fremur skaða málstað Íslands í viðræðunum en hitt. Það er skynsamlegra að ræða þau mál við ESB þegar kosningaslagurinn er frá.

Almennt talað er ekki ástæða til að flýta sér um of í viðræðunum. Lengi hefur legið fyrir að tal Samfylkingarfólks um að hægt væri að ljúka þeim fyrir kosningar væri óraunhæft. Þar kemur ýmislegt til. Á löngu tímabili tafði hluti VG, undir forystu Jóns Bjarnasonar, vinnuna í landbúnaðarmálum. Makríldeilan hefur sett strik í reikninginn í sjávarútvegsmálum. Sömuleiðis getur verið ráð að bíða og sjá hvernig gengur að vinna á skulda- og ríkisfjármálavanda ríkja á evrusvæðinu áður en Íslendingar gera upp hug sinn til ESB-aðildar.

Vert er að hafa í huga að með ákvörðun gærdagsins er ekki gert hlé á samningaviðræðunum. Viðræðum um ellefu kafla af 33 í löggjöf ESB er lokið. Í sextán halda viðræður áfram og ekki er líklegt að mikið beri þar í milli. Á heildina litið hafa aðildarviðræðurnar gengið ágætlega."


Morgunblaðið kallar samninganefnd Íslands "ómerkinga"

Götustráksorðfæri Morgunblaðsins í sambandi við ESB-málið er með hreinum ólíkindum og sést það ágætlega í leiðara blaðsins þann 15.1.

ESB-hatur leiðarahöfundar, sem er fyrrum forsætisráðherra landsins, er svo takmarkalaust að það mætti halda að leiðararnir séu stundum skrifaðir af einhverjum furðufuglanna á Moggablogginu!

Í dag ræðst höfundur á samninganefnd Íslands gagnvart ESB og kallar meðlimi hennar ómerkinga.

Þetta er svo mikil háðgæða blaðamennska!

Sennilega sér höfundur rautt yfir þeirri staðreynd að málið verður áfram til eftir næstu kosningar!

ESB er gamla "kommagrýla" Moggans.


Krónan hindrun í vegi hótelbyggingar Marriot hér á landi

marriott-hotelMorgunblaðið skýrði frá því þann 15.1 í frétt að erlendir hótelfjárfestar væru hræddir við Ísland og það hafi gengið erfiðar en menn vonuðust að sannfæra erlend aðila um að ástandið væri gott hér í efnhagsmálum.

Í fréttinni er rætt við Pétur J. Eiríksson, en hann er í stjórn Sitrusar, sem leitast við að koma upp hóteli við hlið Hörpunnar undir merkjum Marriot-hótelkeðjunnar.

Pétur segir í fréttinni: "Fyrst og fremst er það gjaldmiðilinn sem fjárfestar hafa efasemdir um og hversu óstöðugur hann er og ótryggur...Þessi stærri fyrirtæki hafa öflugar hagdeildir sem vilja halda þeim í ákveðnu skjóli og öryggi."

Svo er verið að kvarta yfir depurð í erlendir fjárfestingu. Nema vona, þegar landið er með ónothæfan gjaldmiðil til erlendra fjárfestinga!  

Í grein MBL kemur fram að Marriot er með um 3700 fasteignir í 74 löndum, en vill ekki byggja 1 fasteign hér á landi. Og það vegna krónunnar!

Þetta er gott dæmi um það hvernig Ísland útilokast á alþjóðavettvangi vegna krónunnar, sem stuðningsmenn segja vera "bjargvætt"!

Einnig er frétt á Eyjunni um málið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband