Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Sterkt Bretland tilheyrir sterku Evrópusambandi

LondonNokkuð hefur verið rætt um það hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið og er þessi umræða mestmegnis komin frá svokölluð "Baksætisþingmönnum" (enska: backbenchers) í breska Íhaldsflokknum. Það eru þingmenn sem yfirleitt ber ekki mikið á nema þeir efni sjálfir til einhverskonar moldviðris.

Í pistli sem Petros Fassoulas, formaður bresku Evrópusamtaknna er farið yfir ýmis sjónarmið sem komið hafa fram sem mæla með áframhaldandi aðild. Sir Roger Carr, sem er yfirmaður í orkufyrirtækinu Centrica á Bretlandi segir t.d. að ESB sé "stökkpallur" fyrir bresk fyrirtæki, en "ekki eitthvað sem við eigum að hörfa frá."

Richard Branson, einn frægasti kaupslýslumaður Bretland og stofnandi Virgin hljómaplöturisans segir að Bretland myndi verða jaðarríki og myndi tapa þeim möguleika að geta lokkað til sín ný fyrirtæki og skapa störf. Aðildin að innri markaði ESB sé þar lykilatriði.

Þá segir Gerry Grimstone, sem fer fyrir hópi manna sem þekkir vel til fjármálakerfisins í London (City) að það sé nær útilokað að það fyrirkomulag sem nú er við lýði myndi verða áfram ef Bretland yfirgæfi ESB:

"We know that London benefits from attracting firms that want easy access to the Single Market. Those firms arrive here and create jobs across the UK as their operations develop.”

Í lokin segir Petros: "The facts are on the side of the pro-membership camp and so is business, trade unions, academia and Britain’s European and global partners. It is about time Europhobes listen to everyone’s advice and accept that a strong, confident Britain belongs in and stands to benefit from a strong, confident EU."

Í stuttu máli: Rökin eru þeirra megin sem vilja áframhaldandi aðild Bretlands að ESB og það er kominn tími til andstæðingar aðildar sætti sig við að sterkt Bretland tilheyri sterku Evrópusambandi.

Lesa má alla bloggfæsluna hér.


Formennska Íra í ESB: Heimasíða

Ireland2013Eins og fram hefur komið hérna hjá okkur fara Írar nú með formennsku í ESB, fram á mitt sumar. Þegar þjóðir taka við formennsku í ESB er gjarnan sett upp heimasíða af því tilefni. Hér er heimasíða Íra vegna formennskunnar.

Árni Páll á Útvarpi Sögu - ræddi m.a. gjaldmiðilsmálin

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, þingmaður og formannsframbjóðandi Samfylkingar var gestur í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í gærdag og spjallaði þar við Arnþrúði Karlsdóttur. Stór hluti viðtalsins snerist um gjaldmiðilsmálin og fór Árni þar mikinn, enda hefur hann sterkar skoðanir á því efni og telur íslensku krónuna ónothæfan gjaldmiðil.

Því sé aðeins um eina lausn að ræða; að taka upp Evru með aðild að Evrópusambandinu. Eins og kunnugt er af fréttum hefur krónan fallið um 12% á undanförnum misserum, þrátt fyrir að gjaldeyrishöft séu í landinu.

Leitt er að geta ekki bent hlustendum á krækju til að hlusta á þetta fína viðtal, en til marks um stöðuna á heimasíðu Útvarps Sögu er að þar er dagskrá fyrir 6.september á síðasta ári og veður fyrir einhvern mánudag.


Elvar Örn um hræringar í Bretlandi

Elvar Örn Arason, gerir hræringar í Evrópumálum í Bretlandi að umtalsefni í nýjum pistli á Eyjunni og hefst hann svona:

"Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 1973 þegar íhaldsmaðurinn Edward Heath var við völd. Á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá frá því að Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu hefur ríkt togstreita innan Íhaldsflokksins um stöðu þess í Evrópu. Evrópuandstæðingar innan flokksins skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá sem vilja tengjast innri markaðnum, en vera samt sem áður í hæfilegri fjarðlægð frá kjarna evrópusamstarfsins og hins vegar þeirra sem eru alfarið á móti aðild Bretlands að sambandinu. Margrét Thacther sem seint verður talin mikill aðdáandi Evrópusambandsins sagði árið 1988: „Britain does not dream of some cosy, isolated existence on the fringes European Community“"

Í lokin segir Elvar: "Úrganga Bretlands yrði mikið hættuspil og myndi skaða hagsmuni Bretlands og Evrópu í heild, eins og tímaritið the Econmist komst að í síðasta mánuði. Nú hafa tíu helstu viðskiptaleiðtogar Bretlands varað Cameron við því að setja aðild Bretlands að ESB í uppnám."


Halldór hittir í mark - enn og aftur!

Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins er nánast alltaf með puttann á púlsinum á íslensku samfélagi og mynd hans í dag er hrein snilld.

Evrópskt og norrænt samstarf kynnt

EvrópusamvinnaKynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 17. janúar 2013 kl. 15-17. 
 
Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra og norrænna samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs.

Sameiginlegur upplýsingavefur landsskrifstofa og þjónustuskrifstofa Evrópuáætlana er evropusamvinna.is. Þar má finna grun...nupplýsingar um allar þær áætlanir og styrkjamöguleika sem Íslendingum bjóðast ásamt tenglum í viðeigandi heimasíður. Vefnum er ætlað að vera fyrsti áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi, hvort sem það er til að sækja um styrki eða leita sér upplýsinga og þjónustu, en vita e.t.v. ekki alveg hvar þeir eiga að byrja.

Evrópusamstarf fyrir alla Íslendingar hafa aðgang að fjölda Evrópuáætlanna í gegnum EES samninginn og hafa verið mjög virkir í Evrópusamstarfi allt frá því hann tók gildi. Í gegnum samstarfsáætlanir Evrópusambandsins er hægt að sækja styrki og stuðning innan flestra sviða menntunar og atvinnulífs og má þar telja áætlanir á sviði menntunar á öllum stigum, menningar, rannsókna og vísinda, jafnréttis, vinnumiðlunar og fyrirtækjasamstarfs. Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi.
Allir velkomnir!

Krónan og Seðlabankinn

Önnur frétt á Visir.is hefst svona: "Greining Arion banka segir að ákvörðun Seðlabankans um að hætta tímabundið kaupum á gjaldeyri muni ekki á neinn hátt draga úr áframhaldandi veikingu á gengi krónunnar og þar með aukinni verðbólgu.

Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að í það minnsta sé ekki að sjá að gjaldeyriskaup bankans hafi haft veruleg áhrif á gengi krónunnar á síðasta ári. Krónan styrktist t.a.m. hressilega þrátt fyrir umtalsverð gjaldeyriskaup bankans síðasta sumar."

Krónan og fall hennar

Frétt á Visir.is byrjar svona: "Mikil velta var á gjaldeyrismarkaðinum í síðasta mánuði en þá veiktist gengi krónunnar verulega og hefur ekki verið veikara í tæp þrjú ár."

Össur í DV: Í andstöðu við hagsmuni Íslands að hætta viðræðum

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði grein í DV þann 9.1 um ESB-málið og hefst hún svona: "

Það væri glapræði, og í andstöðu við hagsmuni Íslands, að hætta nú við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, eða frysta hana, einsog margir stjórnmálamenn hafa talað fyrir í aðdraganda kosninga. Þjóðin á sjálf að fá að taka hina endanlegu ákvörðun, þegar samningur liggur fyrir. Þá getur hún á grundvelli staðreynda metið, hvort það er í hennar þágu að gerast þar fullgildur þátttakandi. Alþingi samþykkti þennan rétt þjóðinni til handa. Þeir sem kjósa vaxandi einangrun í viðjum gjaldeyrishafta þar sem valdaklíkur og sérhagsmunahópar geta að gamalkunnum hætti skarað eld að eigin köku eiga ekki að fá að velja þjóðinni framtíð. Hún á að gera það sjálf – en ekki flokksklíkurnar.

Réttur þjóðarinnar til að velja
Aðild er eðlilega umdeild. Hún felur í sér stóra, og mikilvæga ákvörðun, fyrir íslensku þjóðina. Menn hafa ekki á tæru hvaða ávinningur felst í aðild. Það verður ekki ljóst að fullu fyrr en búið er að ljúka aðildarsamningi, sem þjóðin getur skoðað frá öllum hliðum út frá mismunandi hagsmunum sínum – og að lokum greitt um hann atkvæði.

Andstæðingar samningsins halda því fram, að með aðild muni Íslendingar tapa auðlindum sínum, bæði orku á landi, olíu undir hafsbotni og fiskimiðum í hafi. Allt er þetta rangt og í andstöðu við leikreglur Evrópusambandsins. Það er staðfest ekki aðeins af íslenskum og erlendum embættismönnum heldur líka erlendum stjórnmálamönnum sem gjörþekkja innviði og reglur Evrópusambandsins. Má þar til nefna jafn ólíka stjórnmálamenn og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Íslandsvininn Evu Joly, þingmann Græningja á Evrópuþinginu, og Göran Person, sem var forsætisráðherra Svía.

Þegar samningur liggur fyrir, þá munu þessar staðreyndir birtast öllum almenningi. Við það eru andstæðingar aðildar hræddir. Þeir óttast að samningurinn muni verða miklu betri en þeir hafa haldið fram, og afhjúpa þessar blekkingar. Þess vegna vilja þeir stöðva viðræður áður en samningurinn verður til."


BBC stendur fyrir sínu!

Umræðan um Evrópumálin getur verið ansi furðuleg eins og dæmi síðustu daga sýna, þ.e. umræðan um notkun stórra og lítilla stafa og svo framvegis.

Til að nálgast góða umræðu um Evrópumál þarf því oft að leita út fyrir landsteinana og þar finnur maður t.d. BBC World Service. Á vef þeirra er núna að finna mjög áhugaverðan þátt um þá atburði sem gerðust í Evrópu árið 1989 og þar á eftir. Hlustið hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband