Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
8.1.2013 | 08:49
Þarf ekki mikið til að veikja krónuna
Á Stöð tvö þann 7.1 birtist enn ein fréttin um fallið á krónunni:
"Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru.
Á fimm viðskiptadögum milli jóla og nýárs veiktist íslenska krónan um þrjú prósent vegna gjaldeyrisviðskipta á millibankamarkaði. Meðal þeirra sem áttu í þessum viðskiptum var Landsbankinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í fréttum okkar á miðvikudag að meðal annars væri veikingin til komin vegna viðskipta aðila með erlend lán sem illa gengi að endurfjármagna.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að viðskipti bankans milli jóla og nýárs hafi ekki verið óeðlileg. Landsbankann hafi vantað gjaldeyri og bankinn sé stór á þessum markaði. Þá sé markaðurinn lítill og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna. (Sjá viðtal við Steinþór í myndskeiði.)"
..."og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna." Hér er komið enn eitt sjúkdómseinkennið á krónunni og stöðu íslenskra gjaldmiðilsmála.
7.1.2013 | 17:17
Skammdegisþunglyndi?
Okkur hér á blogginu datt það bara í hug þegar við sáum þessa fyrirsögn á Mbl.is: Er krónan með skammdegisþunglyndi?
Það er allavegana fátt sem gefur tilefni til þess að brosa yfir krónunni, sem hefur fallið um 12% frá því í sumar, þrátt fyrir gjaldeyrishöft, þ.e. belti og axlabönd!
Mynd: Skjáskot af MBL.is
7.1.2013 | 17:00
RéttritunarZérfræðingur Nei-zinna fékk flog vegna Evrunnar!
"RéttritunarZérfræðingur" Nei-zinna fékk flog yfir stafsetningu okkar hér á ES-blogginu á orðinu Evra! Eyjan segir frá þessu í frétt.
Óneitanlega er þetta skondið, en hafa nei-sinnar ekkert annað til gjaldmiðilsmála að færa en þetta?
Leiðinlegt hvað árið fer illa af stað þar á bæ.
Ps. Rithátturinn er ekki samkvæmt tilskipun frá Brussel
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2013 | 16:40
Sema Erla á DV-blogginu: 10 ástæður fyrir aðild að ESB
Vegna fjölda áskoranna hef ég nýtt ár hér á blogginu með því að fjalla um tíu atriði sem ættu að skipta alla máli þegar velt er fyrir sér afhverju Ísland á að ganga í Evrópusambandið. Hér eru nokkrar af mínum ástæðum.
1. Lægra matvælaverð á Íslandi
Áhrifin á matvælaverð á Íslandi eftir inngöngu í ESB hafa verið rannsökuð margoft, nú síðast af hagfræðingunum Daða Má Kristóferssyni, dósent við Háskóla Íslands, og Ernu Bjarnadóttur, hjá Bændasamtökunum, en niðurstaða þeirra var sú að reikna má með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40 - 50% við aðild að ESB. Ekki nóg með það heldur munu mjólkurvörur lækka um allt að 25% og einnig má reikna með að verð á nautakjöti muni lækka. Þetta eru afleiðingar þess að tollar á vörum og landbúnaðarafurðum frá aðildarríkjum ESB falla niður við aðild Íslands að ESB, sem eykur samkeppnina og bætir kaupmáttinn.
2. Ísland öðlast raunverulegt fullveldi
Öfugt við það sem margir halda gjarnan fram, að Ísland tapi fullveldi sínu við inngöngu í ESB, má í raun segja að Ísland öðlist raunverulegt fullveldi með aðild að ESB. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) njótum við margra þeirra kosta sem ríki öðlast með aðild að ESB, en gleymum því hins vegar ekki að við höfum þar af leiðandi kynnst þeim ókosti sem felst í því að vera ekki fullgildur aðili; við höfum ekkert um þær ákvarðanir sem eru teknar innan ESB og hafa bein áhrif á okkur Íslendinga að segja, því með EES-samningnum tökum við upp gríðarlegt magn af ESB-löggjöf hér á landi, sem samin er af aðildarríkjum ESB, sem síðan senda okkur hana í pósti, því við sitjum ekki við borðið þar sem þessi löggjöf er samin, löggjöfin sem snertir okkur öll daglega."
7.1.2013 | 10:15
Írar taka við keflinu í ESB - ný lögreglusamvinna kynnt
Írland (eyjan græna) tók við formennsku um ármótin í ESB af Kýpur. Írar leggja áherslu á að setja í gang hvata sem eiga að efla efnahag Evrópu. Í frétt á EuObserver er einnig vitnað í grein eftir utanríkisráðherra Írlands, Eamon Gilmore, sem segir að aðild Írlands að ESB (frá 1973) hafi umbreytt Írlandi úr því að vera fátækt og vanþróað land, yfir í nútímalegt og ríkt samfélag.
Í greininni kemur einnig fram að með aðild að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB hafi írskri bændur loksins fengið almennilegt verð fyrir afurðir sínar, seldar á evrópskum markaði, langt umfram þau verð sem voru í boði á breskum markaði. Frá aðild hafa Írar fengið um 44 milljarða Evra í framlög til landbúnaðarmála og 17 milljarða Evra til samgöngumála. Þá hafi aðild að ESB einnig gjörbreytt öllu viðskiptaumhverfi landsins, til hins betra.
Írar munu einnig kynna á miðvikudaginn (9.1) nýja lögreglusamvinnu í Evrópu, sem berst sérstaklega gegn tölvuglæpum og barnaníði (European Cyber Crime Centre).
Þetta er í sjöunda sinn sem Írland gegnir formennsku í Evrópusambandinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2013 | 09:55
Nýr Evruseðill kynntur - ný "kynslóð" af Evrum
Þann 10. janúar næstkomandi verður nýr Evruseðill, með nýrri hönnun, kynntur. Um er að ræða fimm Evru-seðil, sem er hluti af annarri "kynslóð" Evrunnar.
Þessi sería ef Evrum hefur hlotið nafnið "Europa" eða Evrópa, eftir grísku gyðjunni með sama nafni.
Á heimasíðu Evrópska Seðlabankans má sjá kynningu á þessu.
Evran að hrökkva upp af? Nei, aldeilis ekki!
6.1.2013 | 18:59
Heiðar Már um höftin
"Gjaldeyrishöftin eru mesta meinsemd íslensks atvinnulífs. Höftin bjaga öll verð og þar með alla hvata....því er kerfið líkara því sem þekkist í þriðja heimium þar sem rentusókn er mun algengari en uppbyggileg fjárfesting. Íslendingar eru fastir í höftunum."
Nokkuð vel að orði komist hjá Heiðari Má Guðjónssyni, hagfræðingi, í nýjasta hefti Þjóðmála. Og það sem verra er; enginn hefur hugmynd um það hvað höftin kosta íslenskt efnahagslíf mikið!
Höftin voru sett á vegna hruns krónunnar.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, skrifaði merka grein í tímarítið Vísbendingu fyrir áramót, m.a. um Jón Sigurðsson, hagfræði hans, höft, einangrunar, markaðs og alþjóðahyggju, alþjóðverslun og fleira. Mjög fróðleg grein og við skulum grípa niður í greinina þegar Ásgeir ræðir ástandið hér á landi, fullveldisárið 1918:
"Svo virðist sem landsmenn hafi verið óviðbúnir efnahagslegu sjálfstæði þar sem enginn rammi var fyrir hendi til þess að reka hagstjórn á nýju myntsvæði með eigin gjaldmiðil. Enginn sjálfstæður seðlabanki var til staðar og enginn gjaldeyrisforði og engar samræmdar aðgerðir í því að halda stöðugleika í hagkerfinu. Gríðarleg þensla og verðbólga var á Íslandi í fyrra stríði sem hefndi sín brátt með gengisfalli krónunnar árið 1920 þegar alþjóðleg kreppa reið yfir í stríðslok. Íslenskir ráðamenn hrukku allt í einu upp við vondan draum þegar tékkar Landssjóðs fengust ekki innleystir í Kaupmannahöfn."
Og þegar fram kemur að lokum seinni heimsstyrjaldar lýsir Ásgeir ástandinu svona: "Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Ísland ein ríkasta þjóð Evrópu en gat þó ekki flutt inn ávexti nema fyrir jólin! Þessi staða hefði verið gott efni í eina rökfasta grein frá Jóni forseta þar sem hann hefði rakið þversagnir haftakerfisins og blindingsleik íslenskra stjórnmála með álíka hætti og hann gekk til verks gegn einokunarstefnu danskra stjórnvalda í verslun á Íslandi á nítjándu öld. Því að um algerlega hliðstæð málsefni var að ræða."
Lokaorðum greinarinnar eyðir Ásgeir í að ræða íslensku krónuna:
"Íslenska krónan Akkilesarhæll fullveldis?
Líklega hafa fáar vestrænar þjóðir snúist jafnhratt og afdráttarlaust gegn markaðsbúskap og Íslendingar, með höftum og bönnum eftir að fullveldi var fengið, og átt í jafnmiklum brösum síðan við að reka opið markaðshagkerfi á eigin ábyrgð, þó að slíkt sé vel þekkt í þriðja heiminum. Það hlýtur að teljast umhugsunarefni af hverju hin frjálslynda lína Jóns í efnahagsmálum varð svo endaslepp á sjálfstæðu Íslandi. Sá sem þetta ritar vill rekja það til þeirrar hörðu glímu sem Ísland hefur háð við að varðveita stöðugleika í efnahagslífi samhliða því að halda landinu opnu gagnvart umheiminum. Í þessari glímu hafa landsmenn mjög farið halloka og viðbrögðin hafa gjarnan verið þau að draga sig út úr alþjóðasamfélaginu til þess að tryggja stöðugleika.
Stóran hluta af þessum óstöðugleika má rekja til íslensku krónunnar sem varð að sjálfstæðum gjaldmiðli við stofnun fullveldis árið 1918 og það á sama tíma og alþjóðlegt myntstarf um gullfót steytti á skerjum. Þannig hófst saga gjaldeyrisvandræða og verðbólgu sem staðið hefur óslitið fram á okkar daga. Þessi óstöðugleiki sést vel á þeirri staðreynd að við fullveldi var íslenska krónan jafngild þeirri dönsku en nú þarf 2000 íslenskar krónur (ef myntbreytingin 1980 er tekin með í reikninginn) til þess að kaupa eina danska. Íslendingar voru því aldeilis óviðbúnir að reka eigin mynt og stunda sjálfstæða efnahagsstjórn þegar til átti að taka, nýr grundvöllur að peningamálastjórn í sjálfstæðu myntkerfi var aldrei lagður og árangurinn er eftir því. Sá rauði þráður gengur í gegnum sögu landsins eftir fullveldi að sveiflur í gengi krónunnar hafa truflað utanríkisviðskipti og valdið því að útflutningur er ýmist rekinn með ofsagróða eða miklu tapi. Öllu afdrifaríkara er þó aðvandræði í gjaldeyrismarkaði hafa oftlega kallað fram haftaaðgerðir af ýmsum toga og ýtt undir einangrunarhyggju.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort Ísland sé of lítið efnahagssvæði til þess að gefa út sína eigin mynt. Það má sem best sjá Jón forseta fyrir sér þar sem hann tekur það mál fyrir í stíl Nýrra félagsrita og leiða til þeirrar óhrekjanlegu niðurstöðu að alþjóðleg myntsamvinna henti landsmönnum mun betur en sjálfstæð mynt. Í huga hinna klassísku hagfræðinga, sem Jón sótti sína þekkingu til, hafði sjálfstæði í peningamálum takmarkaða þýðingu og átti alls ekki að misnota með því að gengisfella gjaldmiðla. Mestu máli skipti að peningar héldu föstu verðgildi, að þeir trufluðu ekki viðskipti og að verðbólga yrði ekki til að færa peninga úr einum vasa í annan. Ísland tók upp gulltryggingu árið 1873 sem hluti af danska myntkerfinu og varð síðan hluti af Norræna myntbandalaginu tveimur árum síðar. Hvorki Jón Sigurðsson né nokkur annar af leiðtogum sjálfstæðisbaráttunnar leit á sjálfstæða mynt og/eða sjálfstæða peningamálastjórnun sem fullveldismarkmið í sjálfu sér.
Ekki verður annað séð en að landsmenn hafi verið ákaflega sáttir við aðild sína að þessu myntbandalagi og hafi ætlað sér að vera þar áfram sem fullvalda þjóð. Jafnvel má álíta að andvaraleysi þeirra í peningamálum eftir fullveldi megi rekja til þess að þeir hafi tekið myntbandalagið sem gefið. En hið Skandinavíska myntbandalag leystist upp eftir stríðið 1918 og uppbrot þess skildu landsmenn eftir veglausa í myntmálum. Og veglausir eru þeir enn."
Bendum við áhugasömum lesendum að reyna að nálgast eintak af Vísbendingu með grein Ásgeirs (Titill:Fara þjóðfrelsi og viðskiptafrelsi ekki saman hjá Íslendingum?)
(Leturbreyting: ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2013 | 15:33
Þröstur Ólafsson um undanþágur og orðaskak í FRBL
Blöðin eru bókstaflega full af Evrópuumræðu og það er greinilegt að þetta er eitt af "málum málanna" í íslensku samfélagi.
Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, skrifar grein í FRBL þann 4. janúar um ESB-málið. Hún hefst svona:
"Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða.
Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál."
Síðan segir Þröstur:
"Þegar bent er á samningsmarkmið okkar gagnvart ESB spyr almenningur um undanþágur. Undanþágubeiðnir hafa verið veganesti íslenskra samningamanna allt frá því að við fyrst ræddum við Dani um viðskipti og gagnkvæm réttindi. Það sagði mér maður sem hefur tengst samningaviðræðunum í Brussel að undanþágubeiðnir okkar séu að fjölda til svipaðar og allar undanþágubeiðnir annarra þjóða, sem sótt hefðu um aðild að ESB. Þótt þetta séu eflaust ýkjur segir þetta sína sögu. Undanþágur beinast að almennum reglum en einnig að ákveðnum málaflokkum sem við viljum halda óskertu forræði yfir. Þar ber hæst að halda fiskveiðiauðlindinni út af fyrir okkur. Flestir Íslendingar munu vera sammála um að það sé frágangssök, sé því ekki náð. Við viljum þó að íslenskum útgerðarmönnum sé leyft að eiga evrópskar útgerðir með veiðirétti.
En kjarni þessa máls snýr ekki að ESB heldur okkur sjálfum. Við teljum okkur trú um að við verðum undir í þessum heimi nema aðrar þjóðir veiti okkur undanþágur frá meginreglum í samskiptum þeirra. Á þessu er því miður alið með skírskotun til fámennis. Höfum við þó sýnt að við stöndumst samanburð ágætlega. Okkur hefur ætíð vegnað best þegar samskiptareglur okkar við aðrar þjóðir voru gagnkvæmar og viðskiptin frjáls."
ESB-málið er hitamál, þessvegna er best að klára það!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2013 | 15:10
Áhugaverð fréttaskýring í Fréttatímanum um bankabandalag ESB
Helgarblaðið Fréttatíminn birti þann 4.janúar áhugaverða fréttaskýringu um "Bankabandalagið" sem samkomulag hefur náðst um í ESB.
Í því felast ýmsar aðgerðir sem mið að því að treysta undirstöður og eftirlit með bankakerfi Evrópu, sem gengið hefur í gegnum miklar hremmingar á síðustu misserum.
Blaðið ræðir við Karel Lannoo, sem er sérfræðingur á svið evrópskra fjármála, bæði fjármálastefnu og fjármálaeftirlits. Hann segir þetta samkomulag hafa róað markaði í Evrópu undanfarna sex mánuði og að samkomulagið sé þýðingarmikið.
Lesa má ítarlega fréttaskýringu Sigríðar D. Auðunsdóttur um þetta mikilvæga mál hér.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir