Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Ólafur Þ.Stephensen um mótsagnir til hægri....

Ólafur StephensenÓlafur Þ.Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins þann 25.2 og segir þar meðal annars:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að hagkerfi þar sem verðtryggingin verður óþörf. Það er göfugt markmið. Til marks um að innan flokksins sé meiri skilningur á lögmálum efnahagslífsins en í mörgum öðrum flokkum, er að sjálfstæðismenn telja jafnframt að íslenzka krónan í gjaldeyrishöftum geti „ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði". Landsfundurinn vill kanna til þrautar alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, „þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar".

Þeim mun furðulegra er þá að landsfundurinn skellti dyrunum enn fastar í lás á nærtækasta og raunhæfasta kostinn um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, aðild að Evrópusambandinu. Samþykktir fundarins um Evrópumálin eru raunar furðulega ofstækiskenndar, til dæmis gerð krafa um að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér landi verði lokað.

Með þessari hörðu afstöðu í Evrópumálunum fækkar Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar möguleikum sínum á stjórnarmyndun eftir kosningar og fórnar hins vegar atkvæðum talsverðs hóps kjósenda, sem líklegir eru til að kjósa þá Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í staðinn. Þeir flokkar bera nú augljóslega víurnar í miðjufylgið en ýmsar ályktanir sjálfstæðismanna á landsfundinum benda til að þeir hafi lítinn áhuga á því og vilji skilgreina flokkinn þrengra sem þjóðernissinnaðan hægriflokk."


Össur las í stöðuna í Reykjavík síðdegis

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, las í stöðuna eftir landsfundi helgarinnar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig út í horn í Evrópumálunum en VG ákvað með "pragmatískum" hætti að halda viðræðum áfram og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning.

Það voru strákarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem ræddu við Össur. Í viðtalinu segir Össur meðal annars að þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins sé "verðið" sem Bjarni Ben þurfi að borga til að friðþægja and-evrópsk öfl innan flokksins.

Bendum einnig á frétt DV sem tengist þessu.


Nú er Ólafur Ragnar í París....

GrýlaÞó að það sé í raun ástæðulaust að fjalla um flokk vill helst ekkert tala um og vita af Evrópu að þá er athyglisvert að heyra og sjá hvað ákveðnir "þungaviktarmenn" úr "Kaldastríðsskólanum" eru að segja á opinberum vettvangi.

Í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag sagði t.d. Styrmir Gunnarsson (fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins) að efna ætti til atkvæðagreiðslu um ESB-málið og framhald þess, "þegar og ef tilefni væri til." Sjálfstæðismenn passa sig að sjálfsögðu á því að hafa orðalagið mjög opið, loðið og þannig að það gefi tilefni til breiðra túlkana. Til þess einmitt að geta sagt að ekki sé tilefni til og svo framvegis. Þetta er að sjálfsögðu pólitískt klækjabragð. 

Annað sem vakti athygli okkar eru ummæli Björn Bjarnasonar, fyrrum dómsmálaráðherra á Fésbók í umræðuþræði sem Eiður Guðnason, fyrrum sendiherra, efndi til um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ummæli Björn (einnig úr "Kaldastríðsskólanum") eru þessi:

"Nú er Ólafur Ragnar í París og eftir það verða Íslandi allar dyr opnar utan eða innan ESB. Hann bjargaði þjóðinni frá Icesave og bjargar henni einnig frá ESB án þess að nokkur dyr lokist." Er ekki allt í lagi?"

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013 er endanleg staðfesting á því að í stað "komma" eða "Rússagrýlunnar" er komin ný grýla: "ESB-grýlan"

Viðbót: Í Staksteinum Morgunblaðsins þann 26.2 er vitnað í skrif SG um VG, sem hann kallar "rekald" en í áðurnefndum þætti Silfurs Egils sagðist Styrmir hafa verið eindreginn stuðningsmaður ríkisstjórnarsamstarfs VG og Sjálfstæðisflokks. Á fólk að trúa því í ljósi orða sem þessara?


"...mér finnst við ekkert þurfa að horfa til Evrópu" - Hanna Birna í Kastljósinu

Hanna Hirna"Ég hef það mikla trú á Íslandi, að mér finnst við ekkert þurfa að horfa til Evrópu" sagði Hanna Birna Kristjánsóttir, nýkrýndur varafromaður Sjálfstæðisflokksins í Kastljósinu þann 25.febrúar. Þar ræddu þau Björn Valur Gíslason, nýr varaformaður VG, stjórnmálin, (þar með Evrópumálin) að loknum landsfundum þessara flokka.

Hönnu Birnu finnst það kannski líka bara óþarfi að Evrópa sé markaður fyrir 70-80% af okkar útflutningi?

Hver eru eiginlega skilaboðin í orðum sem þessum? Jú, að við Íslendingar séum væntanlega miklu betri en allir aðrir og að við þurfum ekki á  neinum öðrum að halda. Að við getum staðið ein og óstudd, sama hvað á dynur!

Hvert vill þá Hanna Birna horfa? Til alræðisríkisins Kína? Indlands? Brasilíu?

Þetta er nú frekar uppblásið allt saman hjá fyrrum borgarstjóranum. Breytist allt svona mikið við að fara yfir í landsmálin?


Hin nýja Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins

Eins og fram hefur komið lauk landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina og þar var samþykkt ný stefna flokksins í Evrópumálum og hér er mynd af hinni nýju stefnu:

Hurd


ESB og Kanada að ljúka fríverslunarsamningi á þessu ári?

ESBESB vonast eftir auknum aðgangi að kanadískum mörkuðum fyrir vörur sínar, en frá þessu er sagt í frétt á Euractive-vefnum þann 25.febrúar.

Fríverslunarviðræður ESB og Kanada hafa staðið síðan 2009, en vonast er til að þeim ljúki á þessu ári.

Bandaríkjamenn fylgjast vandlega með þessu máli, en talið er að ESB og Bandaríkin hefji fríverslunarsamninga við ESB næsta haust.

Verði af þessum samningum er talið að verslun og viðskipti milli þessara aðila geti aukist um allt að tugi prósenta.

Enda allt saman aðilar og ríki sem búa við frjáls og óheft markaðskerfi og gjaldmiðla sem eru nothæfir í alþjóðlegum viðskiptum.


Bless Jörð?

JörðinAð loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru það ef til vill Baggalútsmenn sem hitta naglann á höfuðið:

"Þau undur og stórmerki gerðust í lok landsfundar Sjálfstæðisflokks að Laugardalshöll hóf sig á loft og sagði skilið við plánetuna Jörð.

Í kjölfarið fylgdu svo bæði Valhöll og Morgunblaðshúsið, bæði stútfull af kristilega þenkjandi sjálfstæðismönnum, í sérútbúnum dáleiðsluhylkjum.

Ekki er ljóst hvað vakir fyrir Sjálfstæðismönnum, en hugsanlegt þykir að þeir ætli sér að finna gróðavænlega plánetu (langt, langt í burtu frá Evrópu) til að arðræna, með kristileg gildi að leiðarljósi — þar sem þau eiga við."


Ræðum ESB-málið af alvöru!

Á MBL.is stendur: "Steinar Harðarson telur að Vinstri grænir eigi að skoða þann valkost að fylgja eftir aðildarviðræðum í Evrópusambandið. Þar sé lýðræði og mannréttindi í öndvegi.

Slíkt sé hlutverk sem Vinstri græn eigi að líta til. Þá sé Evrópusambandið í forsvari fyrir umhverfismál. Eins sé mikilvægt að styrkja stöðu Íslands á norðurslóðum. Telur hann að aðild geti bætt pólitíska hagsmuni á alþjóða vettvangi. Þetta kom fram í almennum stjórnmálaumræðum á landsfundi Vinstri grænna sem nú stendur yfir."

Yfirskrift fréttarinnar er: ESB-aðild á að ræða af alvöru.

Þessu erum við fyllilega sammála. Staðreyndin er samt sú að hér á landi eru sterk öfl sem vinna gegn því að það sé hægt og vilja málið útaf borðinu. Það eru hinsvegar sterkir almannahagsmunir sem gera það nauðsynlegt að ræða málið til enda og kjósa um aðildarsamning. 


Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir um hagkerfi í ógöngum í FRBL

Sigurlaug Anna JóhannsdóttirSigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastýra hjá Já-Ísland, skrifar fína grein í FRBL þann 21.1 og þar segir hún meðal annars:

"Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar.

Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 milljarðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkissjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við veltum bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til samanburðar nefna að rekstur Landspítalans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðiskerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslandsálagið vegna skulda ríkissjóðs.

Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi aukakostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðiskerfisins. Það munar um minna.

Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið."


Bolli Héðinsson og leið David Cameron

Bolli HéðinssonBolli Héðinsson, hagfræðingur, skrifaði grein í FRBL þann 20.2 um Evrópumálin. Í henni segir Bolli meðal annars:

"David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd.

Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt" af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.

Semja fyrst við ESB

Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband