Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Fyrirlestrar um gjaldmiðilsmál

Evran: Mynt án ríkis. Hver er vandinn? Hverjar eru horfurnar?

Hagfræðideild Háskóla Íslands og Evrópustofa bjóða til fyrirlesturs Dr. Sixten Korkman þann 18. febrúar 2013 kl. 12:00-13:30 í Lögbergi, L-101.

Í fyrirlestri sínum mun hann lýsa kreppunni á evrusvæðinu nú og spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Hvað er verið að gera til að rétta kúrsinn af? Hverjar eru framtíðarhorfur evrunnar og evrusvæðisins?

Skuldavandi Evrópuríkja og framtíð evrunnar

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir opnum fundi um skuldavanda Evrópuríkjanna og framtíð evrunnar á Hótel Sögu 19. febrúar 2013 kl. 12:00-13:00.
Frummælandi er Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna.
Nánari upplsýsingar er að finna á síðu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.


Ný skýrsla UTN um utanríkis og alþjóðamál

UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið (UTN) hefur gerfið út ítarlega skýrslu um utanríkis og alþjóðamál, sem verður rædd á Alþingi í dag, 14.2 og e.t.v. næstu daga.

Um Evrópumálin segir m.a. þetta: "EES-samningurinn veitir aðgang að mikilvægasta markaðsvæði Íslands og er grundvöllur margvíslegra tækifæra á sviði viðskipta, rannsókna, menntunar og menningar. Teikn eru hins vegar á lofti um að þrengja kunni að samningnum og virkni hans því alþjóðasamningum er búinn þröngur rammi innan íslensku stjórnskipunarinnar. Þannig er til að mynda mat sérfræðinga að stjórnarskrá Íslands heimili ekki að Ísland segi sig undir agavald evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði og íslensk fjármálaþjónusta geti því ekki lengur verið hluti af innri markaði Evrópu.

  • Fast hefur verið haldið á hagsmunum Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, vegvísi Alþingis hefur verið fylgt í þaula og einungis lokaáfanginn er framundan. Á síðasta ári voru 12 kaflar opnaðir í viðræðunum og einum kafla lokað. Alls eru viðræður hafnar um 27 samningskafla af þeim 33 sem semja þarf um, eða 4/5 af öllum málaflokkum, en samningsafstaða Íslands hefur verið lögð fram í tveimur köflum til viðbótar. Í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna um breytta meðferð aðildarviðræðnanna verður ekki unnið frekar fram að kosningum við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem eftir eru og tengjast sjávarútvegi og landbúnaði. Á næstunni verður kynnt greinargerð um stöðu viðræðnanna við lok kjörtímabilsins."

ESB og Bandaríkin innleiða samningaviðræður um fríverslun

Barack ObamaÍ ræðu sinni sem kölluð er "The State of the Nation" (Ástand þjóðarinnar) sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að landið myndi hefja fríverslunarviræður við ESB.

Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar hafið vinnu vegna málsins, og talið er að viðskipti milli ESB og USA gætu aukist um allt að 20% í báðar áttir, ef samningar takast. Það munar um minna!


Andlát: Guðmundur Hallgrímsson

Guðmundur HallgrímssonGuðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, lést 11.febrúar síðastliðinn eftir glímu við veikindi.

Guðmundur var einlægur Evrópusinni og mikill áhugamáður um Evrópumál og var fjölda ára í stjórn Evrópusamtakanna.

Samtökin þakka kærlega fyrir vel unnin störf og votta maka og fjölskyldu innilega samúð.

Guðmundur verður jarðsunginn mánudaginn 18.febrúar kl. 13.00 og fer útförin fram frá Hallgrímskirkju.


Litlar breytingar í ESB-málinu

Eyjan skrifar: "Fjórðungur kjósenda er hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri könnun MMR. Stuðningur við aðild minnkar lítillega frá fyrri könnun. Nærri tveir af hverjum þremur eru andvígir ESB-aðild.

Könnun MMR var gerð dagana 31. janúar til 6. febrúar, eða skömmu eftir að dómur féll í Icesave málinu. Svo virðist sem niðurstaðan hafi breytt litlu um afstöðu kjósenda því litlar breytingar eru sjáanlegar á milli kannanna. 874 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára tóku þátt í könnuninni."


ASÍ ber saman lífskjör á Norðurlöndum

ASÍ hefur gefið út ítarlega skýrslu, þar sem lífskjör á Norðurlöndum eru borin saman. Hér eru helstu niðurstöður í samantekt:

"Samantekt:
· Ísland hefur heltst úr lestinni á mörgum sviðum frá 2006 þegar efnahagsleg lífskjör eru borin saman við Danmörku, Noreg og Svíþjóð.
· Íslendingar vinna að jafnaði lengri vinnuviku til að halda uppi lífskjörum sambærilegum við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum og munurinn því meiri ef tekið er tillit til vinnutíma.
· Verulegur samdráttur fjárfestingar er áhyggjuefni en fjárfesting hefur ekki náð sér á strik eftir hrun og er enn langt undir sögulegu meðaltali.
· Mikil skuldsetning hins opinbera er ein stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga en mikill samdráttur samneyslunnar hefur komið hart niður á heilbrigðis- og menntakerfinu.
· Skuldsetningu hefur verið mætt með niðurskurði og skattahækkunum en það haft að markmiði að hlífa þeim tekjulægstu.
· Íslensk heimili mættu kaupmáttarrýrnun og skattahækkunum með aðlögun neyslunnar. Til að halda uppi neyslu á nauðsynjum hafa þau dregið úr munaði og frestað endurnýjun á varanlegum neysluvörum.
· Af Norðurlöndunum er skattbyrði lágtekna lægst á Íslandi, á meðan skattbyrði meðaltekna er sambærileg við það sem þekkist Noregi en hærri en í Svíþjóð. Skattbyrði hátekna er hins vegar lægri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum.
· Af Norðurlöndunum er Ísland eina landið þar sem launamenn hækka um skattþrep undir meðaltekjum. Það í bland við tekjutengingar tilfærslna hins opinberra dregur úr hvata til aukins vinnuframlags hjá hinum tekjulægri.
· Þrátt fyrir breytingar á skattkerfinu, bera launþegar í flestum tilfellum lægri skattbyrði á Íslandi en fyrir laun í sömu störfum í nágrannalöndunum.
· Tekjur eftir skatt eru í öllum tilfellum lægri á Íslandi eftir að tekið hefur verið tillit til verðlags þrátt fyrir lægri skattbyrði. Munurinn stafar að mörgu leyti af þeirri raunaðlögun launa sem hefur átt sér stað eftir hrunið, með falli í kaupmætti launa.
· Breytingar á skattkerfinu og auknar tilfærslur hafa orðið til þess að hlífa þeim tekjulægstu. Tekist hefur með tilfærslum að bæta stöðu ákveðinna hópa sbr. einstæðra foreldra í flestum tekjuhópum í samanburði við hin Norðurlöndin. Aftur á móti hefur staða hjóna og sambýlisfólks með börn versnað miðað við samanburðarlöndin frá 2006."


Nýtt fiskveiðikerfi ESB smellpassar Íslendingum

RÚVÍ Speglinum þann 12.2 var rætt við Daða Má Kristófersson um nýja sjávarúvtvegsstefnu ESB, sem hann segir taka mjög mikið mið af stefnu Íslands og Noregs og passi Íslendingum mjög vel.

Í viðtalinu segir að tekið verði upp kvótakerfi í hinu nýja kerfi, að brottkast verði bannað og að valdið yfir þessum málum verði flutt frá Brussel til aðildarþjóðanna. Viðtalið við Daða byrja á 20 mínútum.


Viðskiptablaðið: Bara hægt að afnema höft með hjálp

Viskiptablaðið skrifar: "Mikilvægt er að afnema gjaldeyrishöftin sem allra fyrst. En það verður mjög erfitt eða útilokað án aðkomu annarra, s.s. í gegnum aðild að Evrópusambandinu og með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Án þeirra er verkið mjög erfitt, tæki langan tíma eða útilokað. Þetta segir Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og margra nýsköpunarfyrirtækja."

Síðan segir í fréttinni:"„Það liggur fyrir að við verðum að losna við gjaldeyrishöftin og það sem allra fyrst. Ég hef sagt það bæði opinberlega og annars staðar að eina raunhæfa leiðin til að afnema höftin sé að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu og tökum upp evru. Þá er það sameiginlegt viðfangsefni okkar, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að afnema þau. Ein og án aðkomu annarra er það mjög erfitt eða útilokað og tekur mjög langan tíma. Varðandi hugmyndir um einhliða upptöku annars gjaldmiðils, þá er niðurstaðan alls staðar sú sama, að sú leið sé einfaldlega óframkvæmanleg,“ segir Þórður Magnússon aðspurður um hvort hann sjái fyrir sér losun hafta á næstu misserum."


Þráinn Bertelsson: Rammfalskur einleikur á krónuna

Þráinn Bertelsson er vanur að segja það sem honum liggur á hjarta og í viðtali við Morgunblaðið ræðir hann ástandið í stjórnmálunum og kemur þar að sjálfsögðu að ESB-málinu og krónunni:

"Mér finnst það líka heldur skítt og í raun óþolandi að þessi flokkur sem ég gekk til liðs við þegar Borgarahreyfingin var að liðast sundur, VG, skuli hafa, þvert ofan í þann stjórnarsáttmála sem ég hélt að þessi flokkur væri bundinn af, tekið það upp hjá sér að frysta viðræðurnar við Evrópusambandið. Ég hélt að það væru alveg hreinar línur með það að það stæði til að klára þennan samning og leggja hann fyrir þjóðina svo þjóðin þurfi ekki að rífast um það næstu áratugi hvaða samningur hefði getað náðst ef við hefðum ekki gefist upp á lokasprettinum,“ segir Þráinn og víkur að gjaldmiðlinum.

Íslenskt launafólk tekur skellinn

„Með þessum rammfalska einleik á krónuna hefur gengi krónunnar fallið svo að að laun hér á landi hafa lækkað um meira en 50%. Þannig er íslenskt launafólk vitanlega að taka á sig að borga það sem borgað verður af því stórkostlega efnahagsráni sem hér var framið, þann hluta þess sem við höfum ekki af fullkomnu samviskuleysi látið útlendinga súpa seyðið af. Ég er ekkert sérstaklega glaður með gang mála."

Feitletrun: ES-bloggið


Verðtrygging-Verðtrygging-Verðtrygging!

Hvað sem verður í lokahnykk kosningabaráttunnar í vor, er verðtryggingin mál málanna þessa dagana. Kannski ekki nema vona, því svo virðist vera sem landsmenn séu búnir að fá nóg af þessu fyrirbæri, sem í raun var hugsað sem skammtímafyrirbæri, en hefur viðgengist í yfir 30 ár.

Hagfræðingurinn Jón Steinsson skrifar grein um þetta á Eyjunni og segir þar meðal annars:

"Framsóknarmenn vilja afnema verðtryggingu neytendalána. En á sama tíma vilja þeir halda í krónuna. Þeir vilja leiðrétta stökkbreytt lán. En á sama tíma vilja þeir lækka skuldir ríkisins.

Það sem kemur mér helst á óvart er að þeir hafi ekki hreinlega ályktað að þeir vilji eiga kökuna og borða hana líka.

Í Argentínu lofaði Cristina Fernandez, forseti og frambjóðandi Peronista, kjósendum að allir fengju flatskjá ef hún næði kjöri. Það virtist ganga vel í kjósendur þar. Kannski er það næsti leikur hjá framsóknarmönnum.

Það er orðinn fastur liður fyrir Alþingiskosningar að Framsóknarflokkurinn tefli fram kosningaloforðum sem eru „too good to be true.“ Þ.e., hljóma of vel til þess að þau séu í raun skynsamleg þegar allar afleiðingar þeirra eru teknar með í reikninginn.

Í kosningunum árið 2003 bjargaði Framsóknarflokkurinn sér fyrir horn með því að lofa 90% húsnæðislánum og hækkun hámarkslána hjá Íbúðalánasjóði. Þetta gerði hann þrátt fyrir að húsnæðisverð væri þá hærra en það hafði verið árum saman. Hann stóð síðan við þetta kosningaloforð þegar húsnæðisverð var orðið ískyggilega hátt í sögulegu samhengi."

Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, skrifar einnig grein um verðtryggingu á Pressunni og segir þar meðal annars: "Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?

Ég ætla að biðja lesendur um að lesa eftirfarandi með þá staðreynd í huga að ég er ekki lögfróður maður. Sá texti sem ég hér rita verður því að taka með „klípu af salti“ eins og sagt er á engilsaxneskri tungu þegar ég íhuga lögfræðilega möguleika.

Einnig: ég þekki vel rökin um að verðtryggt lán sé einfaldlega frjáls samningur milli tveggja frjálsra aðila – lántaka og lánveitanda – og það sé síst af hinu besta að beinlínis banna slíka samninga. Ég ætla samt að leyfa mér að gera ráð fyrir því hér að slíkir samningar séu bannaðir enda er ég satt best að segja þeirrar skoðunar að það sé þjóðhagslega hagkvæmast að banna verðtryggingu, eins og hún er framkvæmd í dag, í lánum til einstaklinga. Þar að auki er hægt að finna mýmörg dæmi þess að frjálsir samningar milli frjálsra aðila eru bannaðir. Af hverju mega lyfjafyrirtæki til dæmis ekki framleiða og selja hvað sem þau vilja? Ein ástæðan er sú að framleiðendunum er skylt að upplýsa neytandann um hvað hann mun láta ofan í sig og hvaða áhrif það mun hafa (íhugið í framhaldi af þessu stöðuna sem lánveitandi og lántaki verðtryggðs láns eru í)."

Hér er einnig umfjöllun Spegilsins á RÚV um verðtryggingu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband