Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
12.2.2013 | 09:34
Þórður Snær Júlíusson um loforð úr lofti
Bendum fólki á að lesa mjög áhugaverðan leiðara FRBL þann 12.2 eftir Þórð Snæ Júlíusson. Verðtryggingin og loforð flokkanna vegna hennar er umfjöllunarefnið. Leiðarinn hefst svona:
"Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið."
Síðan lýkur Þórður umfjöllun sinni með þessum orðum: "Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta."
12.2.2013 | 09:22
Árni Finnsson ræðir umhverfismálin á súpufundi
Á vef Já-Ísland segir: "Þriðjudaginn 12. febrúar 2013 stendur Já Ísland fyrir opnum súpufundi með Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Evrópumanni ársins 2012.
Á fundinum, sem ber yfirskriftina "Umhverfismálin í Brussel og á Íslandi: Náttúruvernd og fiskveiðar" ætlar Árni að fjalla um það hvernig umhverfisverndarsamtök geta nýtt krafta sína til þess að hafa áhrif á ákvörðunartöku í Brussel. Á vettvangi Evrópusambandsins fer fram lagasetning og ákvarðanataka í öllum helstu málaflokkum er varða umhverfismál.
Fundurinn hefst klukkan 12.00 og er haldinn í nýjum húsakynnum Já Ísland, í Síðumúla 8, 108 Reykjavík.
Boðið verður upp á súpu og eru allir velkomnir."
12.2.2013 | 09:09
Nýr forseti Evru-hópsins og ESM-sjóðsins
Hollendingurinn Jeroen Dijsselbloem, hefur tekið við formennsku í þeim hópi ríkja sem eru með Evruna sem gjaldmiðil (Eurozone-group) og nú í febrúar tók hann einnig við forsæti yfir Stöðugleikasjóði ESB, ESM (European Stabilty Mechanism). Frá þessu er sagt á EuObsever.
Jeroen er landbúnaðarhagfræðingur, en sneri sér síðan að rannsóknum í hagfræði og lauk mastersprófi á Írlandi. Hann tekur við af ekki minni manni en Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Luxemborgar, sem sinnti þessu starfi frá upphafi þess árið 2005.
Holland er eitt af smáríkjum ESB og því tekur eitt smáríkið hér við af öðru!
11.2.2013 | 21:18
Samkomulag um fjárlög ESB
MBL.is sagði frá niðurstöðunni varðandi fjárlög ESB næstu sjö árin, en í fyrsta sinn er um að ræða niðurskurð á þeim:
"Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í dag samkomulagi um ramma fyrir fjárlög sambandsins á árunum 2014-2020. BBC segir að samkomulagið feli í sér að útgjöld ESB lækki og verði um 908 milljarðar evra eða um 1% af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna.
Samkomulagið náðist eftir maraþonfund í Brussel. Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í dag að það hefði verið þessi virði að bíða eftir þessari niðurstöðu.
Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa þrýst fast á um að útgjöld ESB yrðu lækkuð og hafa í því sambandi bent á að þess sé krafist að ESB-ríkin skeri niður útgjöld heima fyrir.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að þessi niðurstaða væri góð fyrir Bretland. Hann sagði að í fyrsta skipti hefðu leiðtogar ESB náð samkomulagi um að lækka útgjöld sambandsins, en útgjöldin hefðu frá upphafi sambandsins alltaf hækkað milli ára.
Lönd í sunnanverðri álfunni, m.a. Frakkland og Ítalía, eru andvíg því að skorið verði mikið niður í útgjöldum ESB, en vilja að fjárlögunum verði breytt þannig að meira fé verði notað í fjárfestingar sem taldar eru líklegar til að skapa störf og draga úr atvinnuleysi.
Reynt var að ná samkomulagi um fjárlögin á leiðtogafundi ESB í nóvember en það tókst ekki. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vildi fyrst að framlög aðildarríkjanna yrðu hækkuð um 5%, eða í 1,04 billjónir evra, en Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lagði til á fundinum í nóvember að framlögin yrðu alls 973 milljarðar evra. Niðurstaðan virðist hafa orðið sú að útgjöldin yrðu nær 900 milljörðum evra, eða um 1% af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna."
Samkvæmt þessu eru þjóðarframleiðsla ESB-ríkjanna um 90.000 milljarðar Evra. Til samanburðar er sama tala hér á landi um 10 milljarðar Evra.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/08/utgjold_esb_laekka_milli_ara_2/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2013 | 17:23
Þegar aðalatriðin gleymast!
Ritari fylgdist með þjóðmálaumræðunni um helgina og var þar af nógu að taka. Menn voru að ræða vexti, verðbólgu, verðtryggingu, vaxtastig, velferð, launamál og fleira. Það sem hinsvegar er merkilegt við þá umræðu (sem aðallega Sjálfstæðismenna og Framsóknarmenn tóku þátt í) er að menn ræddu þetta fram og til baka án þess að minnast einu orði á hlut gjaldmiðilsins og gjaldeyrishaftanna í þessu.
Í drögum að ályktunum Framsóknarflokksins sem samþykkt voru á flokksþinginu segir t.d. að íslenska krónan eigi að vera framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (í nálægri framtíð....smá glufa á aðra gjaldmiðla hér) og því sé brýnt að efla umgjörð hennar?
Í drögunum segir: "Hagstjórn þarf að vera ábyrg og ríkisfjármál öguð. Skoða þarf sérstaklega hvernig fjármálakerfið getur unnið með í stað þess að margfalda peningamagn sem leiðir til þenslu. Í því samhengi verði skoðað að fela Seðlabankanum það vald að stýra peningamyndun til þess að tryggja stöðugleika."
Peningamagn og peningamyndun? Er það allt og sumt? Reddast þetta, ef þessu tvennu verður kippt í liðinn? Vert er að minna á að íslenska krónan er gjaldmiðill sem hefur tapa 99,5% af upphaflegu virði sínu!
Hér þarf gjaldmiðil sem réttir við kaupmátt fólks og ekki er hægt að fara með eins og einhverja tusku!
11.2.2013 | 17:11
Umræða á villigötum...bulla bulla bulla - ekki bolla, bolla,bolla!
Um daginn var það rætt í fjölmiðlum að umræða um Evrópumál væri á villigötum. Kannski ekki nema von þegar fólk á borð við Vigdísi Hauksdóttur er að "ræða" þennan málaflokk.
Í viðtali við DV fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sagði hún þetta: "Af hverju þurfti að
einkavæða bankana? Vegna þess að það var krafa um það vegna EES."
Okkur hér á ES-blogginu er hinsvegar ekki kunnugt um að einkavæðing íslenska bankakerfisins hafi verið krafa vegna EES. Og því á þessi fullyrðing Vigdísar sér enga stoð í veruleikanum!
Vigdís veit greinilega meira en margur annar um EES-samningin og ýmsar hliðar hans og hér er komin alveg splunkuný söguskýring á einkavæðingu bankanna.
Einkavæðing bankanna var hinsvegar ákveðin af stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokki, stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Það er mikil ábyrgð fréttamanna að láta fólk komast upp með það gagnrýnislaust að bulla bara um hlutina. Og er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem þingkonan fer með fleipur í Evrópumálum.
EES-samnigurinn inniheldur hið svokallaða "fjórfrelsi" og eitt af þeim er frjálst flæði fjármagns á milli landa. Það hefur hinsvegar ekkert með einkavæðingu íslensku bankanna að gera, sem Vigdís getur lesið um á krækjunni!
11.2.2013 | 14:37
Nei Evrópa!
Framsóknarmenn héldu flokksþing helgina 8-10 febrúar og samkvæmt Morgunblaðinu var "mikil eining" á þinginu.
Allskyns ályktanir voru samþykktar, t.d. að Íslandi væri best borgið utan ESB og að hætta bæri aðildarviðræðum og ekki hefja þær nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er ekki næsta skref fyrir flokkinn að samþykkja að Ísland segi sigu úr EES og landið verði flutt eins langt frá Evrópu og hægt er?
Kannski ekki nema von að Framsókn sé orðinn þessi harði þjóðernisflokkur, sem virðist alfarið hafna alþjóðahyggju, því þar innanborðs eru núverandi og fyrrverandi formenn Nei-samtaka Íslands, sem og Vigdís Hauksdóttir.
Á þinginu var kosið í æðstu embætti flokksins og þar var meðaltalið um 95% í hvert embætti. Sennilega voru engir auðir eða ógildir seðlar, nema hjá Guðna Ágústssyni, sem reyndi að kjósa sjálfan sig formann!
Þetta minnir á það þegar kosið var í Sovétríkjunum sálugu. Þar var þátttaka yfirleitt ekki minni en 95-100% og stundum fór þátttakan reyndar yfir 100%. Það gerist kannski á næsta flokksþingi Framsóknar!
Evrópumál | Breytt 12.2.2013 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 13:31
Pawel Bartoszek um næsta fjármálaráðherra í FRBL
Pawel Bartoszek er skemmtilegur penni og í Fréttablaðinu þann 8.2 skrifar hann grein sem ber heitið Næsti fjármálaráðherra. Pawel segir í byrjun:
"Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra.
Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið.
Nú er komið að mér"
Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið.
Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til."
Í lok greinar sinnar fjallar Pawel um höftin: "Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið.
Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn.
Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau.
Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr." Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda.
Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins."
Bendum einnig á góðan leiðara FRBL Gervilausnir í gerviveröld, sem fjallar um höftin.
8.2.2013 | 12:40
ESB: Breytingar á fiskveiðistefnu samþykktar
Um 75 prósent af fiskistofnun Evrópusambandsins eru ofveiddir enda hafa verndunarsjónarmið sjaldnast ráðið för þegar ráðherraráðið ákveður kvótana. Stofnar þorsks og kola hafa minnkað um 32 prósent frá 1993. Afli í Norðursjónum hefur minnkað frá því að vera 3,5 milljónir tonna árið 1995 í 1,5 milljónir tonna árið 2007. Með samþykkt Evrópuþingsins í dag kann að vera að stórt skref hafi verið tekið til að snúa þessari öfugþróun við."
7.2.2013 | 12:44
Hilmar Veigar um gerviveröld gjaldeyrishaftanna
Fjallað er um gjaldeyrishöftin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Þar er rætt við þá Sigstein P. Grétarsson, aðstoðarforstjóra Marels, Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, um áhrif gjaldeyrishaftanna.
Hilmar Veigar segir það mögulegt að reka hagkerfi í höftum til frambúðar, þótt sú framtíðarsýn sé óspennandi. Fyrst og fremst séu það fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri sem lenda í vandræðum vegna haftanna.
Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld,
segir Hilmar. Höftin koma sér sérlega illa fyrir CCP í samkeppni um starfsfólk, enda fyrirtækið að keppa við stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook."
Fyrir utan þessa gerviveröld er svo raunveruleg veröld, þar sem íslenski gjaldmiðillinn er vart skráður sem slíkur. Nóg að fara til Köben til að komast að því!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir