Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
7.2.2013 | 10:46
Myndbönd og námskeið um ESB
Evrópustofa hefur látið gera stutt fræðslumyndbönd um ESB og þau má að sjálfsögðu sjá á YouTube.
Þá er einnig vert að minna á að Endurmenntun HÍ stendur fyrir þriggja kvölda námskeiði fyrir almenning um ESB og kostar aðeins 3000 krónur á það. Auðbjörg Halldórsdóttir sér um námskeiðið, sem notið hefur mikilla vinsælda.
Skráningarfrestur rennur út 8.febrúar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2013 | 12:58
Seðlabankinn búinn að gefast upp á krónunni?
Morgunkorn Íslandsbanka ræðir yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun og þar segir:
"Áhugavert er að í yfirlýsingu nefndarinnar eru raktar ástæður þess að gengi krónunnar hefur lækkað undanfarið. Segir í yfirlýsingunni að ástæða lækkunarinnar hafi verið lakari viðskiptakjör undanfarið ásamt miklum þunga í gjaldeyrissöfnun vegna afborgana af erlendum lánum. Þeir segja að hætta sé á að sjálfuppfylltar væntingar um lækkun gengis veiki það enn frekar.
Í ljósi þessara aðstæðna, segir í yfirlýsingunni, hefur Seðlabankinn ákveðið að hætta um hríð kaupum gjaldeyris og styðja við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði. Bendir þetta til þess að Seðlabankinn óttist frekari lækkun krónunnar og að bankinn muni mæta slíkri þróun með fleiri inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Má segja að með þessu sé Seðlabankinn óbeint að viðurkenna tilvist árstíðarsveiflu í gengi krónu, en til þessa hefur bankinn verið tregur til að taka undir þá skoðun okkar, og raunar flestra sem til þekkja á gjaldeyrismarkaði, að slík sveifla sé til staðar.
Hugmynd bankans er svo væntanlega að kaupa gjaldeyri í talsverðu magni á markaði þegar betur árar með hækkandi sól, enda er svigrúm hans til að nota skuldsettan gjaldeyrisforða sinn til inngripa takmarkað til lengri tíma litið."
Það er greinilega mjög erfitt að eiga við krónuna og í Markaðnum, sérblaði Fréttablaðsins, segir þann 6.2: "Á fimmtudag keypti Seðlabankinn krónur fyrir tólf milljónir evra og styrktist gengi krónunnar um 2,34% þann daginn. Á föstudag hélt bankinn inngripunum áfram og keypti krónur fyrir sex milljónir evra. Þrátt fyrir það veiktist gengið um 0,52%"
Leturbreytingar: ES-bloggið
6.2.2013 | 12:42
Karl Th. Birgisson: Andstæðingar sækja um aðild
Karl Th. Birgisson, Eyjubloggari, skrifar hugleiðingu um ESB-málið í pistli og byrjar Karl svona:
"Afstaða flokkanna í Evrópumálum virðist vera skýr:
Björt framtíð og Samfylkingin vilja klára aðildarviðræður og bera samning undir þjóðina.
Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG eru á móti aðild, en vilja láta þjóðina kjósa um framhald viðræðna (Framsókn er að vísu ekki alveg afdráttarlaus, en nokkurn veginn, og þetta var tónninn á síðasta flokksráðsfundi VG).
Gott og vel.
Setjum sem svo að síðara sjónarmiðið verði ofan á í stjórnarmyndun, til dæmis í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks: Þjóðin fái að ákveða hvort viðræðum verður fram haldið.
Setjum líka sem svo að þjóðin segi já. Þjóðin segir Já, takk, við viljum klára þessar viðræður og kjósa svo um samninginn.
Þetta er alls ekki óhugsandi rás atburða.
Hvaða staða verður þá uppi?
Flokkarnir, sem eru andvígir aðild að ESB og segja hana beinlínis ganga gegn hagsmunum Íslands, eiga þá að klára viðræðurnar."
5.2.2013 | 16:36
Eyjan: Lilja íhugar gjaldþrot
Eyjan segir frá því að Lilja Mósesdóttir, þingmaður, íhugi að lýsa sig gjaldþrota vegna skulda. Fjallað verður um skuldamál Íslendinga í The Financial Times.
"Lilja segir blaðinu frá því að á árinu 2005 hafi hún tekið lán vegna húsnæðiskaupa. Um var að ræða lán í verðtryggðum krónum og hefur höfuðstóllinn rokið upp úr öllu valdi, meðal annars vegna hruns krónunnar. Til að bæta gráu ofan á svart segir Lilja að nú séu námslánin hennar orðin álíka há og fasteignalánið. "Ég sé fram á fátækt þegar ég læt af störfum. Ég hef þraukað í fjögur ár. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að úrskurða mig gjaldþrota á næsta ári. Margir eru í svipaðri stöðu."
Sennilega flýr Lilja til Noregs, þar sem eiginmaður hennar starfar og tvöfaldaði tekjur sínar.
Gjaldmiðilsmálin, enn og aftur! (Feitletrun: ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2013 | 14:11
Grískir nasistar vilja vinna með þýskum ný-nasistum
Alþjóðlega útgáfa Der Spiegel segir frá því að flokkur grískra ný-nasista, Gullin dögun, vinni nú að því að koma á sambandi við þýska ný-nasista í Bæjaralandi, S-Þýskalandi.
Flokksmenn hafa verið ásakaðir um að ráðast á innflytjendur og segist leiðtogi flokksins Nikolaos Michaloliakos stefna að "hreinsa" Grikkland af öðrum kynstofnum en Grikkjum.
Flokkurinn á sæti á gríska þinginu. Umfjöllun Spiegel má lesa hér.
Einnig má lesa á sömu síðu um það hvernig Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, daðrar sífellt meir við hægri-öfgamenn í Jobbik öfgaflokknum og þar er t.d. sagt frá árásum á ungverska rithöfunda fyrir að vera "ó-ungverskir" og fleiru.
Hér er myndband frá fjöldafundi Jobbik-flokksins, þar sem hatur þeirra gegn t.d. Sígaunum er augljóst.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2013 | 13:41
Morgunkorn Íslandsbanka: Raungengi krónunnar lækkar
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir: "Í janúar sl. lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 2,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt. Hefur það nú lækkað um 10% frá því í ágúst sl. þegar það náði sínu hæsta gildi (80,2 stig) á eftirhrunsárunum. Líkt og á undanförnum mánuðum má rekja þessa lækkun á raungengi krónunnar að öllu leyti til lækkunar á nafngengi krónunnar sem lækkaði um 2,5% milli desember og janúar m.v. vísitölu meðalgengis. Á móti var hækkun verðlags nokkuð meiri hér á landi en í okkar helstu viðskiptalöndum í janúar, enda var breytingin á nafngengi krónunnar meiri en breytingin á raungenginu. Miðað við vísitölu neysluverðs hækkaði verðlag hér á landi um tæp 0,3% í janúar frá fyrri mánuði, sem var talsvert umfram það sem við og aðrir sem höfðum reiknað með. Raungengi krónunnar stendur nú í 72,1 stigi, sem er hátt í fjórðungi undir meðaltali áranna 1980-2012. "
5.2.2013 | 13:33
DV: Laun í Noregi 85% hærri en hér árið 2010 - 110% hærri í Sviss
DV birti þann 28. janúar afar áhugaverða grein um laun og launamál og gerði samanburð á Íslandi og öðrum ríkjumn Evrópu og ESB. Þar kemur t.d. fram að Ísland hafi verið í þriðja sæti á launalistanum árið 2006, en hafði hrapað niður í það fimmtánda (um tólf sæti!) árið 2010. Hér er byrjun greinarinnar, sem Annas Sigmundsson, blaðamaður DV, skrifaði.
"Á milli áranna 2006 og 2010 lækkuðu laun á Íslandi um heil 40 prósent séu þau mæld í evrum. Árið 2006 voru Íslendingar með þriðju hæstu laun allra í Evrópu en árið 2010 var Ísland komið niður í 15. sæti. Árið 2002 voru laun á Íslandi þau áttundu hæstu í Evrópu. Kemur þetta fram í viðamikilli launakönnum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, framkvæmir á fjögurra ára fresti. Sú nýjasta var kynnt í desember 2012 en Hagstofa Íslands tekur þátt í gerð könnunarinnar. Lækkuðu laun hvergi jafn mikið eins og á Íslandi í þeim 34 löndum sem tóku þátt í könnuninni. Árið 2006 voru laun á Íslandi og í Noregi næstum þau sömu mælt í evrum og voru meðalárslaun í báðum löndunum rétt undir 50 þúsundum evra á þeim tíma.
Árið 2010 voru laun í Noregi hins vegar orðin 85 prósentum hærri að meðaltali en á Íslandi. Árið 2010 voru Norðmenn að meðaltali með 53 þúsund evrur í árslaun sem höfðu hækkað um ellefu prósent frá 2006 en meðalárslaun Íslendinga voru hins vegar komin niður í 29 þúsund evrur og höfðu lækkað um nærri 40 prósent frá 2006. Hæstu launin eru hins vegar í Sviss en meðalárslaun þar eru 60 þúsund evrur eða um 110 prósentum hærri en á Íslandi. Eins og sjá má í töflu með frétt verður munurinn enn meiri ef miðað er við tímakaup. Hvergi eru yfirvinnustundir fleiri en á Íslandi í þeim 34 ríkjum sem launakönnunin nær til. Þannig var meðaltímakaup á Íslandi ellefu evrur árið 2010 á meðan það var 27 evrur í Noregi eða 145 prósentum hærra.
Athyglisvert er að bera saman þessa niðurstöðu við þá ályktun margra að íslenska krónan hafi bjargað Íslendingum. Nú síðast á miðvikudaginn var haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að velgengni Íslands sýndi að aðild að Evrópusambandinu væri ekki forsenda hagsældar. Lét hann hafa þetta eftir sér í samtali við fréttaveitu Bloomberg en hann var þá staddur á ársfundi Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar í bænum Davos í Sviss. Sagði hann að Ísland, Sviss og Noregur væru lönd sem hefðu rétt úr kútnum eftir efnahagskreppuna. Þessum bata hefur íslenskt launafólk hins vegar ekki fundið fyrir enda voru laun á Íslandi 85 prósentum lægri árið 2010 en í Noregi og 110 prósentum lægri en í Sviss líkt og áður kom fram.
Hækkaði mest í Slóveníu
Á milli áranna 2006 og 2010 hækkuðu launin mest í Slóveníu eða um 34 prósent en lækkuðu hins vegar mest á Íslandi um 39 prósent hjá þeim 34 löndum sem tóku þátt í könnuninni. Næst mest lækkuðu launin í Bretlandi eða um 16 prósent. Slóvenía fékk inngöngu í ESB árið 2004 og var fyrsta landið af þeim tíu sem þá fengu inngöngu sem fékk að taka upp evru. Gerðist það 1. janúar árið 2007. Stjórnvöld í Slóveníu vonuðust til þess árið 2006 að með upptöku evru myndi ferðamönnum fjölga auk þess sem erlendir fjárfestar myndu sjá kauptækifæri í fyrirtækjum í landinu. Þó launin hafi hækkað þar jókst atvinnuleysi úr sex prósentum árið 2008 í tólf prósent árið 2012 og hafa stjórnvöld þar verið nálægt því að óska eftir fjárhagsaðstoð frá ESB vegna erfiðleika innlendra bankastofnana.
Í samtali við DV segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, að skýringu þess að launin hækki svona mikið í Slóveníu megi rekja til þess að landið tók upp evru árið 2007 og þar með hafi efnahagsgerð landsins styrkst auk þess sem erlend fjárfesting hafi aukist. "Ísland hefur á sama tíma hrapað út úr hinu alþjóðlega viðskiptakerfi samfara falli krónunnar."
5.2.2013 | 13:11
Ísland svo allt öðru vísi en lönd ESB - á því ekki erindi!
Samtök þau sem berjast gegn því að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning að ESB héldu fund um stöðu málsins í Norræna húsinu þann 5.2. Á RÚV segir þetta í frétt:
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði Evrópusambandsaðild ekki henta Íslandi þar sem landið sé svo gjörólíkt öðrum aðildarríkjum."
Já, Ísland er t.d. með miklu hærri vexti, gjaldeyrishöft, gjaldmiðil sem enginn tekur mark á, viðvarandi verðbólgu, verðtryggingu og lakari kaupmátt en langflest aðildarríki ESB.
Það er kannski í þessa "sérstöðu" sem Sigmundur Davíð vill svo gjarnan halda ?
Svo er Ísland t.d. allt öðruvísi en Eistland, Danmörk, Króatía og Frakkland, sem eru "alveg eins lönd."
Hverskonar röksemdarfærsla er þetta eiginlega?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2013 | 14:18
Europol afhjúpar umfangsmikið fótboltasvindl
Europol afhjúpaði í Haag í Hollandi umfangsmikið svindl varðandi úrslit knattspyrnuleikja í Evrópu og jafnvel í Heimsmeistarakeppninni. Deginum er lýst sem "sorgardegi" fyrir evrópska knattspyrnu. Lesið frétt um málið hér.
Europol er lögreglustofnun Evrópusambandsins og hefur starfað síðan 1999.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2013 | 13:28
Árni Páll: Aðild að ESB á okkar eigin forsendum!
Eins og fram hefur komið í fréttum var Árni Páll Árnason kosinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 2.4.febrúar. Í lokaræðu sinni og þeirri fyrstu sem nýr formaður kom Árni víða við, en um Evrópumálin sagði hann meðal annars þetta:
"Einu lausn til frambúðar fyrir Ísland liggi í alþjóðlegu samstarfi. Hrunið og Icesavemálið staðfesta mikilvægi þess að við skilgreinum rétt hagsmuni Íslands og berjumst fyrir þeim á evrópskum vettvangi. Við viljum ekki verða aðilar að Evrópusambandinu til að sitja þar á forsendum annarra. Við viljum verða fullgildir aðilar því við trúum því að íslenskum hagsmunum sé best gætt með því að við séum við borðið þegar ráðum er ráðið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir