Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Mjög áhugavert myndband um IPA-styrkina og notkun þeirra

ESB-ISL2Andstæðingar hafa hamast mikið gegn hinum svokölluðu IPA-styrkjum, sem standa Íslandi til boða, vegna aðildarviðræðna við ESB. Á netinu er að finna mjög áhugavert myndband þar sem nokkrir aðilar segja frá því hvernig IPA styrkirnir hafa nýst þeim.

Já og Nei gagnvart Krónunni með álíka mikið fylgi. Þórdís Lóa: Krónan er vandamálið

Fréttablaðið birti þann 4.febrúar nýja "Krónukönnun" og kannaði hug landsmanna til gjaldmiðilsins. Þar kemur það fram að rúmlega helmingur landsmanna vill halda í krónuna og eru þeir sem ekki vilja hafa krónu aðeins nokkrum prósentum færri.

Annað sem ritari rak augun í og kemur einnig að gjaldmiðilsmálum var viðtal í Morgunblaðinu fyrir skömmu við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, sem rekur sex Pizza Hut staði í Finnlandi og einn hérlendis.

Í sérstöku textaboxi sem fylgdi viðtalinu tjáði hún sig um gjaldmiðilsmálin (Krónan er vandamálið) og sagði m.a. þetta um krónuna:

"Við erum í miklu óefni með efnahagsmálin, segir Þórdís Lóa. "Við verðum að horfast í augu við þann vanda sem krónan er. Ég er svo sem ekki endilega að segja að við eigum að taka upp evru. En ég er fylgjandi því að Ísland sé að semja um inngöngu í ESB og ég vil sjá hvernig samningurinn mun líta út sem okkur býðst. Ef hann færir okkur betri efnahagsumgjörð, eigum við að skoða það að ganga í ESB. Ég fæ ekki séð að Danmörk eða Finnland hafi misst sjálfstæði sitt við það að ganga í þetta samfélag. Þessar þjóðir standa vel að vígi í dag.

Það hefur sýnt sig að okkur hefur skort aga í efnahagsstjórn. ESB mun færa okkur stöðugleika í þeim efnum. Hér verða af og til pólitísk eldgos. Það er eðlilegt í nærsamfélagi en þegar kemur að hagkerfinu megum við ekki við því. Við verðum að hafa trausta langtímastefnu. En ég er þó ekki að segja, að ESB sé eina lausnin. Við þurfum að vera reiðubúin að segja nei, ef okkur hugnast ekki samningurinn og þá eigum við að skoða aðra möguleika."

Hún segir það lífsspursmál fyrir heimilin að losna við krónuna: "Verðtryggingin gerir það að verkum að ungt fólk getur lítið sem ekkert greitt niður af húsnæðislánum sínum. Vöruverð hér er hátt m.a. vegna þess að fyrirtækin í landinu verða að hafa borð fyrir báru til að takast á við miklar sveiflur í gengi krónu. Krónan veldur miklum vandræðum. Ef við losnum við hana verður verðtryggingunni kastað út í hafsauga, vöruverð verður lægra og viðskiptalífið verður heilbrigðara."

Þórdís Lóa fékk alþjóðleg verðlaun sem tengjast frumkvöðlastarfsemi árið 2011.


Breytir krónunni í skinnur - innfluttar skinnur alltof dýrar!

Ein krónaHún var kostuleg fréttin um vélsmiðinn Ingvar Guðna, sem blöskraði verð á innfluttum skinnum og ákvað því að breyta íslenskum krónum í skinnur fyrir starfsemi sína. Hann fékk til þess sérstakt leyfi frá Seðlabanka Íslands. Án efa ein sérkennilegasta hliðin á gjaldmiðilsmálum Íslendinga, en segir einnig áhugaverða sögu af verðlagsmálum. Innflutt skinna kostar s.s. þrjár krónur.

Það var Magnús Hlynur fréttamaður Stöðvar tvö, sem matreiddi þessa frétt.


Þetta eru höftin sem nei-sinnar segja skapa velferð! Ógn við efnahagslífð segir bankastjóri Arion

EyjanÁ Eyjunni segir í frétt: "„Það er mikil áskorun fyrir bankann að halda í viðskiptavini sem hafa tekjur erlendis.“ Þetta segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arionbanka í viðtali í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins. „Það eru þó nokkur dæmi um fyrirtæki – stór og smá – sem hafa flutt erlendis eða eru að fara. Einnig höfum við dæmi um stór fyrirtæki sem hefur verið skipt í innlendan og erlendan hluta. Sprotafyrirtæki sem náð hafa fótfestu erlendis flytja viðskipti sín til erlendra banka. Ein versta afleiðing haftanna er að missa verðmæt viðskipti. Gjaldeyrishöftin verða til þess að viðskipti bankanna skreppa saman því þeir geta ekki þjónustað þessi fyrirtæki eða einstaklinga lengur. Framtíð bankanna verður ekki björt nema efnahagslífið dafni vel. Gjaldeyrishöftin eru ógn við efnahagslífið.“

Nýtt stjórnarpar í Samfylkingu

Árni Páll ÁrnasonKatrín JúliusdóttirÁrni Páll Árnason var kosinn nýr formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldin er í Valsheimilinu um helgina. Á sama fundi var Katrín Júlíusdóttir valin varaformaður. Þau eru bæði úr Kópavogi og er Árni Páll annar karlmaðurinn sem gegnir formennsku í flokknum, en Össur Skarphéðinsson var fyrsti formaður flokksins eftir formlega stofnun hans í marí árið 2000. 

Bæði lögðu áherslu á gjaldmiðilsmálin í ræðum sínum og segja það eitt mikilvægasta verkefnið sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.

Sigurræða Árna Páls

Vefur Samfylkingar


Annað hrun?

Friðrik Jónsson, Eyjubloggari, skrifar pistil um möguleikann á öðru hruni: "Annar efnahagsskellur er líkast til óumflýjanlegur, því allt hangir þetta saman: Verðtrygging, snjóhengja, ósjálfbært lífeyriskerfi, ósjálfbært peningamagn í umferð, gjaldeyrishöft o.s.frv. Því þarf róttækar – og harkalegar – aðgerðir,“ segir hagfræðingurinn Friðrik Jónsson sem segir að verðtrygging geti varla átt við þegar kerfishrun verður.

Friðrik, sem starfar fyrir Alþjóðabankann í Washington, skrifar vangaveltur um verðtrygginguna á Eyjubloggi sínu. Að hans mati hefur verðtryggingin bæði kosti og galla og þótt afnám hennar sé engin allsherjarlausn við þeim vanda sem við er að eiga verður að losna við hana.

Friðrik segir að verðtryggingin hafi veri þolanleg á meðan fjármálakerfið var meira og minna allt á hendi ríkisins. Eftir einkavæðingu bankanna hafi hins vegar komið upp sú staða að hagvæmt varð fyrir leikendur fjármálakerfisins að beita áhrifum sínum með þeim hætti að hafa áhrif á þróun verðlags.

"Græðgin fyrst, og panikkið síðan, drap krónuna og opinberaði stóra veikleikan í kerfinu að verðtrygging, ekki frekar en ótakmörkuð innistæðutrygging, getur varla átt við þegar verður kerfishrun."


Nei-sinnar bulla um höftin - segja þau skapa velferð!

Greinilegt er að gjaldeyrishöftin eru farin að rugla almenna skynsemi manna, enda eitur fyrir efnahagskerfið og engin veit hvað þau hafa kostað land og þjóð.

Skýrt dæmi um þessa ruglun er að finna á heimasíðu Nei-samtaka Íslands, en þar stendur:"

"Höftin hafa...stuðlað að aukinni velferð landsmanna. Við skulum jú ekki gleyma því að þrátt fyrir árangursleysi ríkisstjórnar á ýmsum sviðum hefur hagvöxtur hér á landi verið meiri en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Líklegt að höftin hafi átt sinn þátt í því.

Ókostir haftanna eru óhagræði tiltekinna og tiltölulega fárra aðila í tengslum við viðskipti og fjárfestingar.

Þetta óhagræði er miklu minna en það hagræði sem almenningur hefur af því skjóli sem höftin veita."

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna segir á Fébókarsíðu sinni: "Ég þekki nokkra í stjórn Heimssýnar og það er ágætis fólk. Ég trúi því ekki að það skrifi upp á svona skrif. Þetta er svo erkivitlaust!"

Hægt er að taka heilshugar undir þetta.

Síðan sáu Nei-sinnar sig knúna til að skrifa færslu þar sem reynt er að breiða yfir klúðrið!

Um höftin segir Vilhjálmur Egilsson, hjá Samtökum atvinnulífsins í viðtali við Viðskiptablaðið:

"Gjaldeyrishöftin og frestun á afnámi þeirra má líkja við sprengju sem mun á endanum springa í andlitið á þjóðinni. Því þarf að afnema höftin sem allra fyrst...Framhald gjaldeyrishafta frestar vandanum, stækkar hann og leiðir á endanum til ófyrirsjáanlegra hremminga,“ segir Vilhjálmur."

Í hvaða samfélagi búa Nei-sinnar?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband