Leita í fréttum mbl.is

Sterkara Ísland: Sameiginleg gagnrýni Morgunblaðsins og Heimssýnar – leiðrétt

Sterkara Ísland!Eftifarandi grein er að finna á www.starkaraisland.is

Hjálparsveit staðreyndavaktarinnar þykir stundum erfitt að skilja andstæðinga aðilda að ESB en mun ekki láta það stoppa sig við að reyna sitt besta til að koma þeim til aðstoðar þegar þeir renna út af staðreyndasporinu.

Heimssýn og Staksteinar Morgunblaðsins sameinast í því að gagnrýna það að ný könnun sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland skuli vera borin saman við könnun sem gerð var í upphafi sumars af MMR fyrir Andríki.is.   En  þeirri könnun var einmitt hampað mikið af bæði Morgunblaðinu, Heimssýn og öðrum andstæðingum enda sýndi hún að mikill meirihluti vildi hætta við umsókn Íslands að ESB í byrjun júní.

Nýja könnunin sem birtist í gær og var gerð í lok ágúst, sýnir hins vegar að núna hefur fjölgað mikið í hópi þeirra sem eru hlynntir samningsferlinu við ESB sem er nýhafið og fækkað í hópi þeirra sem eru andvígir samningaferlinu.

Það er rétt að spurningarnar voru ólíkar, en það stafar af því að þegar fyrri könnunin var gerð var samningaferlinu við ESB einfaldlega ekki hafið og við enn umsóknarríki – og því var fólk spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að láta draga umsóknina til baka.  Núna var einfaldlega spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvíg aðildaviðræðum, þar sem viðræðurnar eru nú formlega hafnar.

Eins og alltaf er gert þegar nýjar kannanir eru kynntar eru þær bornar saman – við þá síðustu sem gerð var um sama mál  til að rýna í hvaða breytingar eru að verða í áliti almennings.  Við vitum að fyrir ári síðan voru fleiri hlynntir því að sótt væri um aðild að ESB en nú eru fylgjandi aðildaviðræðum.

En við vitum einnig að núna er þessi þróun að snúast aftur við því á þrem mánuðum eru fjöldi þeirra sem eru hlynnt aðildaviðræðum 39% en voru 24% í byrjun sumars, andvígir eru enn 45,5% en voru tæp 60% í byrjun sumars – þetta er mikil breyting milli mánaða. Þrátt fyrir að á sama tíma og nýja könnunin var gerð hafi andstæðingar haldið því ranglega fram m.a. á forsíðu Morgunblaðsins að hér væri eitthvað allsherjar ,,aðlögunarferli” í gangi en ekki hefðbundið samningsferli eins og önnur ríki sem sótt hafa um ESB hafa gengið í gegnum.  Það hefur þegar verið leiðrétt hér hjá okkur hjá Staðreyndavaktinni.

Það er eðlilegt að andstæðingar ESB aðildar mótmæli því að fleiri vilji skoða aðild að ESB af fullri alvöru og skiljanlegt að þeim líki ekki niðurstaðan. Gagnrýni þeirra er hins vegar ekki réttmæt, breytingin á viðhorfi almennings til samningaviðræðanna er augljós.

Niðurstaða nýju könnunarinnar staðfestir að flestum er orðið það ljóst að þjóðin á rétt á því að velja sjálf hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki, þegar samningurinn liggur fyrir.

Við hjá Sterkara Ísland treystum þjóðinni fyllilega til að taka réttu ákvörðun á endanum fyrir land og þjóð.

Góða helgi!


Áhugavert frá Borgarnesi!

Guðsteinn EinarssonGuðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi skrifar mjög áhugaverða grein í Skessuhorn, héraðsblaðið í Borgarnesi. Greinin er síðan einnig birt á Pressan.is

Guðsteinn segir meðal annars:

,,Umræðan um ESB aðild kosti hennar og galla virðast vekja upp hræðslu við breytingar, þjóðernisrembing og  ofsafengin viðbrögð sérhagsmunahópa.  Hvaða hag við hefðum að samstarfi við önnur Evrópulönd kemst varla eða ekki að.  Helstu markmið þeirra sem ekki vilja láta reyna á samninga virðast vera að tryggja óbreytt ástand í efnahags-og stjórnmálum þjóðarinnar, nú þegar breytt vinnubrögð, stjórnmálamanna, fyrirtækja og einstaklinga er þörf, hvort sem er á sviði reksturs, efnahagsmála, starfshátta stjórnmálaflokka eða lífsstíls fólks...........Íbúðarlán hjá evrópskum banka  20 milljónir til 25 ára með nú 3,79% til  4,24% vextir, en mjög fjölbreytileg kjör eru í boði og finna mátti hagstæðari kjör en þessi.


Endurgreiðsla, vextir og annar kostnaður kr. 32,6 milljónir króna.  Engar verðbætur...Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár. 
Halda má því fram, með ofangreindum rökum, að skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni sé ca. 30 milljónir króna umfram það sem gerist í okkar nágrannalöndum...Þennan mismun gætu heimilin haft til annarra nota, sparnaðar, neyslu eða fjárfestinga og þannig væri efnahagslífið sterkara um leið og heimilin væru betur sett fjárhagslega....Það  er líklega mesta kjarabót sem íslenskum heimilum gæti staðið til boða, ef á yrði látið reyna að ná hagfelldum ESB samningi og í framhaldinu upptöku Evru sem myntar."

(Leturbreyting ES, bloggið)

Evrópusamtökin fagna þessari grein enda dregur hún skýrt fram þá efnahagslegu kosti sem geta fylgt aðild að ESB. Við hvetjum því allt hugsandi fólk að ræða þessa grein við vini og kunningja, börn og foreldra, frændur og frænkur og í raun alla þá sem vilja að á Íslandi ríki sambærileg lífskjör og í nágrannalöndum okkar.

Hægt er að lesa greinina í heild hér

 



Jón Steindór kosinn formaður samtakanna Sterkara Ísland

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson var einróma kosinn formaður samtakanna Sterkara Ísland, á aðalfundi þeirra, sem haldinn var í kvöld. Einnig voru ný lög félagsins samþykkt, sem og framkvæmdaráð samtakanna.

Samtökin eru regnhlífarsamtök sem berjast fyrir aðild Ísland að Evrópusambandinu, en innaborðs eru m.a. hópurinn sem stóð að SAMMÁLA.IS á sínum tíma, Evrópusamtökin, Ungir Evrópusinnar og Sjálfstæðir Evrópumenn.Fullt var út úr dyrum á aðalfundinum.

Evrópusamtökin óska Jóni til hamingju!

dsc01548.jpg

 

 

 

 

dsc01550.jpg

 

 

 

 

dsc01551.jpg

 

 


Fundaröð um Evrópumál hefst

Háskóli ÍslandsVið vekjum athygli ykkar á fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál. Fyrsti fundurinn er á morgun föstudaginn 3. september og þar mun Dr. Maximilian Conrad flytja erindi sem ber titilinn "The Missing Link in EU Democracy?" Fundurinn mun fara fram kl. 12 í stofu 103 á Háskólatorgi og er öllum opinn.

Maximilian Conrad, nýráðinn lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjallar um lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Lengi hefur verið fjallað um takmarkað vald kjörinna fulltrúa Evrópuþingsins þar sem helstu valdastofnanir sambandsins hafa verið ráðherraráðið og framkvæmdastjórnin. Með innleiðingu Lissabon-sáttmálans voru völd þingsins þó aukin umtalsvert. Þrátt fyrir þessi auknu umsvif þingsins telur Dr. Conrad að lýðræðisvæðing sambandsins sé óhugsandi án skýrrar skilgreiningar um hvað lýðræði innan Evrópusambandsins táknar. Eða með öðrum orðum, er til svokallað "ESB-lýðræði"?

Hér er svo krækja inn á dagskrá vetrarins: 

 


Aukinn stuðningur við aðildarviðræður

evropusamtokin2b.jpgDreifipóstur Evrópusamtakanna í dag hljómar svona:

"Í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18 - 25 ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.
 
Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.
 
Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka,  en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum.  Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.
 
Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir.  
 
Samantekt:
 
* Fleiri styðja aðildarviðræður var 24,3% í júní er nú í lok ágúst 38,8%
* Færri eru andvígir aðildarviðræðum var 57,6% í júní er nú í lok ágúst 45,5%.
* Það fjölgar í hópi þeirra sem vill taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar upplýst umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn liggur fyrir."


Ögmundur talar um innlimun - blaut tuska framan í Eystrasaltsþjóðirnar

Ögmundur JónassonÖgmundur Jónasson, nýskipaður dómsmálaráðherra (og verðandi Innanríkisráðherra)  skrifar grein í dag í Fréttablaðið og er hún í framhaldi af umræðunni um umdeilda grein hans í Morgunblaðinu fyrir skömmu, ,,Virkisturn í norðri."

Grein Ögmundar í dag er einnig svar við grein Sr. Þóris Stephensen í FRBL þann 21.ágúst.

Ögmundur gerir að umtalsefni svokallað IPA-styrki, sem lönd í aðildar og samningaferli gagnvart ESB geta fengið til að undirbúa mögulega aðild (burtséð frá því hvort hún verður samþykkt eða ekki!). 

Hann talar m.a. um mörg ríki Austur-Evrópu, sem gengu í ESB árið 2004 og 2007. En það er þessi málsgrein sem vekur athygli ritstjórnar ES-bloggsins:

"Nú ber að hafa í huga að hvað snertir Austur-Evrópuríki sem gengu inn í ESB, að þau voru með innviði og stjórnkerfi sem var mjög frábrugðið ESB. Þau voru fjárvana og veitti án efa ekki af stuðningi við aðlögun að stjórnkerfi sambandsins. Sumt hefðu þau eflaust þurft að gera óháð aðlögun að ESB. Annað var beinlínis nauðsynlegt til að innlimun gæti átt sér stað."

Hvað er Ögmundur eiginlega að segja? Að þessi ríki hafi verið INNLIMUÐ í ESB? Það er einfaldlega algerlega út í hött. Öll þessi ríki SÓTTU um aðild að ESB, í kjölfar hruns þessa samfélagskerfis sem heitir kommúnismi!

Hvað myndu ráðmenn og almenningur í t.d. ríkjum Eystrasaltsins segja um þessi orð Ögmundar? Þessi ríki hafa nefnilega upplifað alvöru INNLIMUN, af hendi NASISTA og SOVÉTRÍKJANNA, í seinni heimsstyrjöldinni. Og þetta er dimmasti kaflinn í sögu þessara þjóða. Ögmundur veit það sjálfsagt.

Þetta er því ekkert annað en blaut tuska framan í þessar þjóðir og í raun sögutúlkun út í hött!

Bendum Ögmundi á að lesa um INNLIMUN OG HERSETU Sovétríkjanna í Eystrasaltinu t.d. hér


FRBL: Stuðningur eykst við aðildarviðræður

FRBLFréttablaðið birtir í dag frétt þess efnis að stuðningur við aðildarviðræður við ESB haf aukist umtalsvert, en fréttin er svona:

" Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18. - 25. ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.

Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.

Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka, en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum. Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.

„Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir," segir í tilkynningu frá Sterkara Íslandi"

Stuðningsmenn aðildarviðræðna og aðildar að ESB hljóta að fagna þessum niðurstöðum, en undanfarið hefur verið mikill þrýstingur frá Nei-sinnum um að draga umsóknina til baka. Og þar með TAKA FRÁ þjóðinni þann lýðræðislega valkost að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar þar að kemur.


Jón Baldvin fór mikinn á Rás-2

Jón BaldvinJón Baldvin Hannibalsson var gestur Morgunþáttar Rásar 2 í gærmorgun og ræddi þar Evrópumál af miklum krafti - eins og honum einum er lagið!

Hér má hlusta á þetta (er í miðjum "fælnum").

Fréttablaðið birti í morgun frétt sem tengist þessu, hér er hún Þar segir:

"Ísland semur ekki um undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins, heldur verður farið fram á sérlausnir, líkt og fordæmi eru fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gær.

„Samningsstaða Íslands í sjávarútvegsmálum er mjög einföld. Efnahagslögsaga Íslands er algjörlega aðskilin efnahagslögsögu landanna við Norðursjóinn. Fiskveiðistofnarnir sem við nýtum eru að 85 prósentum algjörlega aðskildir og staðbundnir." Hann kveður aðeins farið fram á að íslenska efnahagslögsagan verði gerð að sérstöku fiskveiðistjórnunarsvæði.

„Það er út af fyrir sig engin undanþága frá fiskveiðistjórnunaraðferðunum, sem eru að verða mjög svipaðar hjá báðum aðilum. Við segjum bara að út frá fordæmum sem eru til, bæði frá Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, að Ísland verði með sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði."

Það sama segir Jón uppi um landbúnað. „Þar verður örugglega lögð höfuðáhersla á að fá svipaða niðurstöðu og Svíar og Norðmenn sem stunda landbúnað við erfiðar aðstæður."

 


DV: Alþingi vill halda viðræðum áfram

DVdv-logohefur kannað hug þingmanna Íslands til aðildarviðræðna við ESB og er frétt um þetta í blaðinu í dag. Þar segir:

"Að minnsta kosti 36 þingmenn eru hlynntir því að halda áfram aðildarumsókn að ESB til enda og greiða því atkvæði gegn þingsályktunartillögu um að draga umsóknina til baka. Samkvæmt úttekt DV eru 24 fylgjandi tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka.

Í röðum stjórnarliða er jafnvel talið að enn fleiri séu hlynntir því að fylgja eftir aðildarumsókninni og vísa til væntanlegra hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar.

Að minnsta kosti 7 þingmenn stjórnarandstöðunnar hafna tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, Unnar Brár Konráðsdóttur og fleiri, um að draga umsóknina til baka. Þetta eru Þór Saari, Margrét Tryggvdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir, Þráinn Bertelsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir."


Valgerður Bjarnadóttir: Er Evrópuumræðan bara karp?

valgerdur BjarnadottirValgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar áhugaverða grein á bloggi sínu á eyjan.is  um Evrópumál. Valgerður bjó lengi í Brussel og þekkir þessi mál mjög vel.

Fyrirsögn greinarinnar er: Er Evrópuumræðan bara karp?

Hún segir meðal annars:

,,Evrópusamstarfið byggir á hugsjónum um frið, frelsi og lýðræði. Efnahagslegt samstarf, sem byggir á frjálsum markaði en segir ekkert um eignarhald hefur skilað þjóðunum sem þar eru miklum hagvexti. Þjóðir vilja vera hluti af þessu samstarfi af því það kemur þeim vel bæði efnahagslega og einnig ástæðum sem á tillidögum er gjarnan teknar fram yfir efnahag – sem sagt frelsi og lýðræði.  Eins og ég sagði í upphafi þessara skrifa er mér illskiljanlegt hvers vegna fólk vill ekki vita með hvaða skilyrðum við gætum tekið fullan þátt í því samstarfi."

Valgerður svarar einnig þremur spurningum í grein sinni:

1) Hvað bendir til að við fáum sérlausnir eða díl í sjávarútvegi og landbúnaði?
2) Hvað hefur Ísland við evruna að gera þegar AGS segir að krónan bjargi landinu í þrengingunum nú.
3) Getur ESB bjargað sér út úr efnahagskrísunni – verður fjárlögum aðildarríkjanna miðstýrt frá Brussel.

Til að sjá svör Valgerður geta menn lesið greinina í heild sinni á þessari slóð:

http://blog.eyjan.is/valgerdur/


Makríll og Jón Bjarnason á Bloomberg

Makríll"Makríl-málið" hefur vakið athygli. M.a. annars Bloomberg fréttastofunnar og þar birtist Jón Bjarnason einn augnablik. Kannski "fifteen seconds of fame" ? Horfa hér


Bjartar horfur í Svíþjóð

Frá StokkhólmiRÚV birti þessa frétt í dag: "Efnahagur Svía mun vaxa um tæp fimm prósent í ár samkvæmt spá SEB bankans, sem telur horfur mjög góðar. Segir í spá bankans að útflutningur aukist, eftirspurn innanlands sé mikil, ríkissjóður standi vel og húsnæðismarkaðurinn sé traustur. Nýjar tölur sýna að atvinnuleysi minnkaði úr níu komma fimm prósentum í júní í átta prósent í júlí. SEB bankinn gerir ráð fyrir að enn dragi úr atvinnuleysi á næstu mánuðum. Þessar tölur eru taldar vatn á myllu hægristjórnar Frederiks Reinfeldts, en þingkosningar verða í Svíþjóð 19. september."

Heimild: http://www.ruv.is/frett/godar-efnahagshorfur-i-svithjod


Björk: Til hamingju!

BjörkÞó þetta snúist ekki um Evrópumál, þá finnst okkur samt allt í lagi að óska Björk til HAMINGJU með sænsku Polar-verðlaunin! Hún á skilið hrós fyrir einstakan dugnað!

Össur "utanríkis": Tollmúrar Jóns Bjarnasonar eru brjálæði!

Össur SkarphéðinssonStöð tvö birti líka frétt um álit Össurar Skarphéðinssonar á "tollmúragerð" Jóns Bjarnasonar, en ákvörðun hans um tolla hefur m.a. leitt til 440% hækkunar á dönskum kjúklingabringum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband