11.5.2010 | 20:42
Við eigum okkar ,,dröchmu" ! (Grímur Atlason)
Grímur Atlason, skrifar skarpan pistil á blogg sitt um Grikkland og fleira. Hann segir m.a.:
,,Við erum í vanda á Íslandi ekki síst vegna þess að við eigum okkar eigin litlu dröchmu sem kallast króna. Hrunið varð vegna brjálsemi í kringum þennan fáránlega gjaldmiðil. Við eigum líka okkar spilltu stjórnmálamenn og viðskiptalega fábjána sem þessir sömu stjórnmálamenn gáfu þjóðarauðinn. Að þessi króna sé að bjarga okkur út úr einhverju er hreinlega fásinna. Hún kom okkur í vandann og meintir kostir hennar í dag eru eftirfarandi: Með gengisfellingunni og verðbólgunni lækkuðu laun almennings umtalsvert. Hækkun lána og hrun húsnæðismarkaðarins hefur gert þúsundir heimila gjaldþrota."
11.5.2010 | 20:19
Jónas Haralz: Skylduhlustun!
Jónas H. Haralz er einn af okkar fremstu hagfræðingum og fáir sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum.
Þann 4. maí var viðtal við hann um hagstjórn og stjórnmál á Íslandi í Speglinum. Skylduhlustun!
11.5.2010 | 08:09
ESB stofnar neyðarsjóð - viðbrögð jákvæð
Á www.visir.is í dag er að finna frétt um aðgerðir ESBvegna skuldavanda Grikklands:
,,Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins.
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildarríki munu geta fengið lán úr sjóðnum til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir.
Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuldum aðildarríkja ESB og einkaaðila til að halda mörkuðum stöðugum og lækka kostnað við lántökur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðlaskiptasamninga við Evrópska seðlabankann."
9.5.2010 | 21:09
Ásmundur Einar: Vill ekki breyta neinu - ekki rétti tíminn
Strax og ríkisstjórnin hittist til þess að ræða efnahagsaðgerðir fer málið líka að snúast um ESB.
Allir vita að Jón Bjarnason (mynd) landbúnaðar og sjávaútvegsráðherra er á móti ESB. Forsvarsmenn þessara greina og margir innan þeirra eru það líka.
Nú þegar rætt er um að stokka upp ráðuneytin er sagt að það eigi að fórna Jóni Bjarna (sem annars, lét frá sér stórkostlega ,,perlu í sjónvarpsfréttum í kvöld).
En nú, segja andstæðingar ESB, má ekki stokka upp ráðuneytin, m.a. vegna þess að nú sé Ísland komið í aðildarferli að ESB!! Svo segir allavegana þingmaðurinn, VG-liðsmaðurinn og Heimssýnarformaðurinn, Ásmundur Einar Daðason. Í frétt RÚV stendur:
,, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, telur ekki tímabært að fara í þessa sameiningu núna. Margir telji að það veiki stöðu þessara atvinnugreina og setji stjórnsýsluna í þessum málaflokkum í algjört uppnám. Það megi ekki gerast á meðan aðildarferlið standi yfir. Ekki megi veikja stöðu þessara atvinnugreina sem allir viti að þurfi að fórna mestu ef Ísland gangi í Evrópusambandið. Auk þess velti hann því fyrir sér hvort til standi að kasta út eina ráðherranum sem greiddi atkvæði gegn umsókn um ESB aðild.
Hvernig veit Ásmundur að þessar atvinnugreinar þurfi að fórna mestu, eða þurfi að fórna einhverju yfir höfðuð? Með ,,finnsku leiðinni og ,,norðursvæðaákvæðum mættu íslensk yfirvöld halda óreyttum stuðningi við íslenskan landbúnað.
Alls ekki er víst að miklar breytingar yrðu í sjávarútvegsmálum, tillögur um heildarkvóta kæmu frá íslenskum vísindamönnum og yrðu afgreiddar í Brussel samkvæmt því. Landhelgin myndi ekki fyllast af togurum annarra þjóða.
Það er þessvegna ekkert víst að um einhverjar svakalegar fórnir yrði að ræða. Slíkt er bara hræðsluáróður og hluti af þeirri orðræðu að hér ,,leggist landbúnaður af við aðild" og svo framvegis. Það hefur hvergi gerst!
Enginn á Íslandi veit í raun hverjar afleiðingar aðildar verða, fyrr en aðildarsamningur og ákvæði hans liggja fyrir. Þá fyrst er hægt að gera sér einhverja mynd af því. Þessvegna er mikilvægt að viðræður hefjist sem fyrst á milli Íslands og ESB.
En mál þetta þetta hefur orðið nokkrum bloggurum að umtalsefni og er ágæt færsla um þetta hjá Gísla Baldvinssyni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2010 | 11:28
Til hamingju með daginn, Evrópusinnar!
Evrópudagurinn er í dag, 9.maí. Evrópusamtökin óska öllum Evrópusinnum til hamingju með daginn.
Ársins 2010 verður e.t.v. minnst sem ,,Grikklandsársins" og ekki að ástæðulausu. Grikkir glíma við mikinn vanda, en þetta er ekki bara próf fyrir þá, heldur einnig Evrópu og ESB.
Vandamál Grikkja eru einnig dæmi um þann samvinnuvilja meðal Evrópuþjóða. Aðildarlönd ESB hafa ákveðið að koma Grikkjum til aðstoðar, sum með semingi.
Auðvelt væri að segja ,,látum Grikki sigla lönd og leið, þeir geta bara bjargað sér sjálfir." Þetta er hinsvegar hættuleg afstaða.
Sem betur fer er ESB til staðar, ekki er erfitt að sjá fyrir sér hvernig staðan væri í Evrópu ef öll ríki Evrópu væru ein síns liðs að glíma við þau vandamá sem þau standa frammi fyrir.
Líklegt er að and-lýðræðisleg öfl myndu nota það sér til framdráttar. Við höfum ,,góð" dæmi um það frá Evrópu hvað efnahagslegt og pólitískt öngþveiti getur leitt af sér. Evrópusambandið er einmitt svar gegn því, enda eru mannréttindi eitt af leiðarljósum sambandsins.
Sú þróun sem nú er í gangi í Ungverjalandi er einnig dæmi um það sem mögulega getur gerst. Þar hafa þjóðernissinnaðir og fasískir flokkar fengið um 70% þingsæta í nýafstöðnum kosningum.
Svona þróun má ekki endurtaka sig í Evrópu!
Ísland er Evrópuþjóð, við tilheyrum evrópskum menningararfi, uppruni okkar er í Evrópu. Við erum sem stendur með annan fótinn inni, hinn úti og áhrif okkar á þróun mála í Evrópu eru hverfandi.
Við getum hinsvegar orðið hluti af þessari þróun með fullri aðild að ESB. Orðið ,,eðlilegur samstarfsfélagi," en ekki einhverskonar utangátta aðili, sem bara tekur á móti, en ekkert gefur af sér.
Við getum það hinsvegar á mörgum sviðum þar sem þekking okkar er framúrskarandi, dæmi; sjávarútvegsmál og orkumál.
Enn og aftur Evrópusinnar, til hamingju með daginn og látum til okkar taka!
8.5.2010 | 16:24
Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál
Þorsteinn Pálsson skrifar góða grein í Fréttablað helgarinnar um gjalmiðiilsmál og ber m.a. saman stöðu Grikklands og Íslands. Hann segir m.a.:
,,Til framtíðar litið eru Íslendingar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyrishöftum. Það hamlar raunverulegum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt samkeppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar.
Eðlilega hræðast margir evruna í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka augunum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfilegum afleiðingum. Sterkar sjálfstæðar myntir eins og sterlingspundið eiga líka í vök að verjast."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2010 | 15:59
Hægrimenn og öfgasinnar á skriði í Ungverjalandi
Hægri-öfgaflokkurinn Jobbik, sem fer ekki leynt með áhrif frá Nasismanum, fékk jók verulega við fylgi sitt í þingkosningum sem haldnar voru í Ungverjalandi fyrir skömmu og fékk flokkurinn 56 þingsæti af 386 og um 17% atkvæða. EU-Observer greinir frá þessu.
Stefnumál flokksins eru m.a. að útrýma glæpum meðal sígauna, berjast gegn eiturlyfjanotkun, alþjóðlegum fyrirtækjum og því sem flokkurinn kallar ,,landvinningum Ísraels" í Ungverjalandi. Flokkurinn hefur verið kenndur það sem á ensku er kallað ,,post-fascism" en getur kallast á íslensku ,,ný-fasismi."
Fasismi byggir á hugmyndafræði Benito Mussolini, leiðtoga fasistaríkisins á Ítalíu á tímum seinni heimsstyrjaldar.
Sá flokkur sem fékk flest atkvæði og tók við völdum í Ungverjalandi er annar þjóðernissinnaður hægri-flokkur, Fidez. Hann fékk 263 af 386 þingsætum. Samanlagt fengu þessir flokkar því um 70% af þingsætum ungverska þingsins.
Margir fréttaskýrendur telja Ungverjaland á leið í mjög öfgasinnaða átt og að staða þessara flokka sé staðfesting á því.
Í grein í sænska DN er meðal annars sagt að þessir flokkar vilji lögleiða mismunun gegn sígaunum og gyðingum í landinu.
Ástæður velgengni flokkanna er sögð vera óánægja Ungverja með viðbrögð fyrri stjórnvalda við efnahagskrísunni, sem komið hefur illa við marga Ungverja.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2010 | 13:53
Ný og spennandi staða í Bretlandi
Kosningarnar í Bretlandi leiddu af sér það sem kallað er ,,hung parliament", þ.e.a.s enginn hinna þriggja stóru flokka fékk hreinan þingmeirihluta. Óhætt er að segja að það ríki því mikil spenna í breskum stjórnmálum.
Framan af föstudegi voru menn að meta stöðuna, en síðan biðluðu bæði Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins (og sitjandi forsætisráðherra) og David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, til Nick Clegg, leiðtoga Frjálslynda flokksins. Bæði Brown og Cameroon þurfa á stuðningi frá Clegg að halda, þar sem engin hefð fyrir minnihlutastjórnum er fyrir hendi í Bretlandi.
Frjálslyndir fengu næstum jafnmörg atkvæði og Verkamannaflokkurinn, en 200 færri þingsætum! Þetta er hið mikla óréttlæti í bresku kosningakerfi og bitnar illilega á Frjálslynda flokknum (Liberal Democrats)
Nick Clegg heftur barist fyrir endrbótum á þessu kerfi og nú hefur hann e.t.v. spil á hendi í þessu máli.
Mjög fróðlegt verður að sjá útkomuna úr því sem er að gerast, en samkvæmt venju er það Gordon Brown, sem enn situr sem forsætisráðherra. Það er venjan komi ,,hung-parliament" staðan upp.
Eins og fram hefur komið eru brýn verkefni fyrir höndum í Bretlandi og pólitísk óvissa eitthvað sem menn þar vilja ekki sjá.
Ps. Mogginn var fljótur að lýsa yfir falli Brown í blaði dagsins: Stjórn Brown's fallin, var fyrirsögn á forsíðu. Sjálfsagt eru einhverjir í Hádegismóum sem eiga sér þann draum að Íhaldsmenn komist til valda í Bretlandi.
Evrópumál | Breytt 11.5.2010 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2010 | 15:30
Sorglegur atburður í Grikklandi
Sá sorglegi atburður átti sér stað í Grikklandi í gær að þrír saklausir bankastarfsmenn létu lífið í mótmælum í Aþenu, höfuðborg landsins.
Var bensínsprengju (Moltov-kokteil) kastað inn í banka, sem síðan stóð í ljósum logum. Þrír starfsmannaanna flúðu upp á þak og svalir, en köfnuðu þar.
Grísk yfirvöld, sem nú glíma við mesta efnahagsvanda í sögu þjóðarinnar, kalla atburðinn morð.
Óskandi er að nokkuð sem þetta gerist ekki aftur í þeirri öldu mótmæla sem nú gengur yfir landið.
Mikil umfjöllun er um Grikkland á BBC og í gær kom það fram í mörgum viðtölum að grískur almenningur gerði sér grein fyrir og sætti sig við þær aðgerðir sem stjórnvöld þurfa að grípa til.
Einn viðmælandi BBC sagði á þá leið að nú væri grískur almenningur á ,,reiðistiginu" eftir að hafa farið af ,,afneitunarstiginu." Það er því líka hellings sálfræði í þessu dæmi!
ESB og AGS hafa sett saman aðstoðarpakka til handa Grikkjum sem nemur um 20.000 milljörðum íslenskra króna.
Í dag tekur gríska þingið ákvörðun um þennan pakka. Samkvæmt fréttum er mikil ,,refskák" í gangi inni á gríska þinginu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.5.2010 | 13:22
Kosningar í Bretlandi-Gæsahúð?
Þingkosningar eru í einu stærsta ríki Evrópu og ESB, Bretlandi, í dag. Baráttan stendur að venju á milli stærstu flokkanna, Verkamannaflokks, Íhaldsflokksins og Frjálslyndra Demókrata. Í undanförnum kosningum hefur raunin orðið sú að atkvæði greidd FD, hafa verið svokölluð ,,dauð atkvæði," vegna sérkennilegs kosningakerfis í landinu.
Nú er önnur staða uppi og hefur Evrópusinnin, Nick Clegg, heldur betur hrært upp í hlutum og gert kosningabaráttuna núna þá mest spennandi í áraraðir. (Mynd)
Samkvæmt nýjustu könnunum er það hinsvegar Íhaldsflokkurinn, með yfirstéttarmanninn David Cameroon í farabroddi, sem fær mest fylgi.´
Sitjandi forsætisráðherra (PM) Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur átt undir högg að sækja í barátunni en hefur að sögn fréttaskýrenda sótt í sig veðrið á endasprettinum.
Hvernig sem úrslitin verða, er ljóst að það verður enginn dans á rósum hjá verðandi PM Bretlands. Landið er eitt það skuldugasta í Evrópus/ESB, en þær nema um 11% af þjóðarframleiðslu. Á sama tíma eru Bretar mest ,,Euró-skeptíska" þjóðin í Evrópu, þ.e.a.s. sú þjóð þar sem andstaða gegn ESB er hvað mest.
Í sambandi við skuldavanda Grikkja eru margir andstæðingar ESB sem benda á að öll vandræði Grikkja séu ESB að kenna.
Bretar eru ekki með Evruna (enda talin vera nokkuð haldssöm þjóð, mæla í pundum, hafa vinstri umferð o.s.frv.), en samt er um að ræða þennan gríðarlega skuldavanda þeirra!
Er það þá ekki líka ESB að kenna?
5.5.2010 | 17:24
Meiri fróðleikur á fimmtudegi...
Á morgun fimmtudaginn 6. maí kl. 17.00 talar Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, um íslenska menningu og ESB.
Sjá nánar á www.sterkaraisland.is
4.5.2010 | 12:28
Að vera eða vera ekki sagnfræðingur: Þorskastríðin, ESB
Einn af áköfustu Nei-sinnum Íslands er Hjörtur nokkur Guðmundsson. Hann ritar grein í Morgunblaðið í gær (en blaðið er jú helsta athvarf andstæðinga ESB á Íslandi). Reyndar er eitt sem stingur í augun við lesturinn, sem er að ekki er á hreinu hvort Hjörtur sé enn sagnfræðinemi eða sagnfræðingur. Sagnfræðinemi er hann við myndina, en hefur svo breyst í sagnfræðing í lok greinarinnar! En hvað um það.
Meginpunkturinn í máli hans er að með aðild að ESB muni árangur þorskastríðanna glatast. Fyrir þessu hefur Hjörtur hinsvegar engin dæmi eða fullnægjandi rök. Hvað þá að ESB taki auðlindir af aðildarríkjum, eins og Nei-sinnar babbla stöðugt um, en geta aldrei komið með nein dæmi um.
Hjörtur lítur kalt á ,,forræðismálin innan ESB og segir framkvæmdastjórnina hafa lokaorðið um sjávarútvegsmálin.
Hinsvegar lítur Hjörtur framhjá tvennu: a) Að þetta lokaorð yrði samkvæmt ráðleggingum ÍSLENSKRA VÍSINDAMANNA og b) Innan ESB eru svokallaðar ,,sérlausnir mikið notaðar, til þess einmitt að gæta hagsmuna umsóknar og aðildarríkja. Þá er öll veiðireynsla okkur Íslendingum í hag samkvæmt reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika."
Rétt eins og margir NEI-sinnar, fellur hann í þá gröf að túlka ESB á þrengsta mögulega máta og líta framhjá öllu þessu. Eitt gott dæmi um sérlausnir eru ákvæðin um Norðurskautalandbúnað, sem er að finna í aðildarsamningum Svía og Finna!
Hver eru svo sterkustu rök okkar fyrir því að halda okkar miðum og fiskveiðilandhelgi, sem einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar? Jú, það eru einmitt ÞORSKASTRÍÐIN og sú barátta sem við höfum háð, til þess að ná 200 mílna lögsögu.
Það verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni horfa blákalt framhjá þeirri staðreynd, en við Íslendingar þurfum líka að standa fast á okkar!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
30.4.2010 | 17:06
Tyrkland og ESB á VoxEu.org (Gylfason/Wijkman)
Dr. Þorvaldur Gylfason (H.Í.) og Per Magnus Wijkman, frá háskólanum í Gautaborg, rita grein um Tyrkland og ESB á vefsíðuna www.voxeu.org. Þeir stinga meðal annars upp á því að Tyrklandi verði boðin aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). Þannig sé t.d. hægt að efl viðskiptaleg tengsl milli Tyrklands og Evrópu. Í Tyrklandi búa um 73 milljónir manna.
Greinin er hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 19:02
Hefði gjaldþrot Grikklands verið betra?
Efnahagsvandræði Grikkja er mikil og að lang stærstum hluta heimatilbúin í Grikklandi. Fjallað hefur verið ítarlega um ástæður vandræða Grikkja hér á síðunni, http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1014711/,
Hinsvegar er staðan þannig að nú þarf Grikkland aðstoð, frá ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem nemur allt að 120 milljörðum Evra.
Því má hinsvegar velta fyrir sér hvað myndi gerast ef Grikkland myndi fara á hausinn. Eitt er vitað að þá myndu mjög margir aðilar tapa gríðarlegum fjármunum. Líklega myndi þjóðargjaldþrot leiða til mikils stjórnmálalegs óstöðugleika og samfélagslegrar hættu. Vert er að minna á að herforingjastjórn var eitt sinn við völd í Grikklandi, áður en landið gerðist aðili að Evrópusambandinu.
Því má segja að það séu tveir slæmir kostir í stöðunni, a) að láta Grikkland "rúlla" eða b) að veita Grikklandi aðstoð. Seinni kosturinn hefur verið valinn samkvæmt beiðni Grikkja sjálfra.
Þeir hafa viðurkennt að þeir eru hjálpar þurfi. Því er gott að geta leitað til aðila sem geta veitt slíka hjálp. Það kemur í veg fyrir þróun, sem í versta falli gæti orðið skelfileg fyrir land og þjóð (11 milljónir Grikkja).
Til eru þeir aðilar hérlendis sem hefði þótt það gott að sjá Grikkland fara í þrot, Evruna og myntbandalagið hrynja til grunna og ólgu skapast í Evrópu. Vonandi verður þeim ekki að ósk sinni!
Myndum við vilja sjá Ísland fara gjörsamlega á hausinn?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.4.2010 | 09:17
Vestfirðingar í samevrópsku orkuverkefni
RÚV greindi í gær frá mjög áhugaverðu sam-evrópsku orkuverkefni, sem Fjórðungssamband Vestfjarða (FV) hefur gerst aðili að. Það snýst m.a. um þróun endurnýjanlegra orkugjafa. Hér má heyra frétt RÚV
Verkefnið heitir RENREN og eru m.a. aðilar frá Þýskalandi og N-Svíþjóð aðilar að því. Hér er heimasíða þess, en þetta verkefni er hluti af LEONARDO áætlun ESB.
Ástæða er til að óska FV velfarnaðar í þessu verkefni, sem segja má að sé gott dæmi um verkefni þar sem sam-evrópsk þekking safnast saman og er nýtt í almannaþágu. Verður spennandi að fylgjast með þessu!
Mynd: FV
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir