18.5.2010 | 15:16
William Hague lítur samskipti Bretlands og ESB jákvæðum augum
William Hague, hinn nýi utanríkisráðherra Bretlands skrifar áhugaverða grein á vefsvæðið Europes´s World um sína sýn á Evrópumálin. Hann segir m.a. að Evrópa standi frammi fyrir miklum áskorunum á næstu misserum. Til dæmis varðandi umhverfis og orkumál.
Þá talar hann um mikilvægi þess að ESB hjálpi til við uppbyggingu á Balkan-skaga og mikilvægi góðra samskipta við Rússland.
Á greininni er ekki annað að skilja en að Hague, sem mikið í mun að halda góðum samskiptum við ESB og að þeir verði með af heilum hug í samstarfi Evrópuríkja. Greinina má lesa hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 13:42
Sterkara Ísland: Áhugaverðir fyrirlestrar
Viðskiptastefna ESB áhrif aðildar á viðskiptasamninga íslenska ríkisins
Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, fjallar um viðskiptastefnu Evrópusambandsins og hvaða áhrif aðild Íslands að ESB hefur á viðskiptasamninga Íslands við önnur ríki.
27. maí
Launin kaupmátturinn réttindin
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um aðild Íslands að Evrópusambandinu með hliðsjón af hagsmunum launafólks og áhrifum á starfskjör.
3. júní
Viðskiptaáætlun Íslands
Dr. Gísli Hjámtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments fjallar um þróun íslensks atvinnulífs á næstu árum og hverju aðild að Evrópusambandinu skiptir í því samhengi.
10. júní
Jón Sigurðsson, lektor við HR. Fundarefni verður tilkynnt síðar.
Fundir þessir fara fram í húsnæði Sterkara Ísland í Skipholti 50a. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 12:09
Verðbólgudraugurinn, búúúúúú!
Verðbólgudraugurinn er helsti draugur okkar Íslendinga. Morgunblaðið birtir í dag frétt í dag sem byrjar svona: ,,Ísland sker sig úr varðandi verðbólgu samkvæmt nýbirtum tölum um samræmda vísitölu neysluverðs í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt henni er verðbólgan á Íslandi 11,1% mæld á tólf mánaða tímabili í apríl." Öll frétt MBL er hér.
Bendum einnig á þetta pdf-skjal um verðbólgu, sem fylgir fréttinni.
Í ritinu The Republic, sem Seðlabanki Íslands gaf út árið 1996 kom fram að frá stofnun lýðveldisins var um 20% verðbólga að meðaltali. T.d. var hún 70% frá 1983 - 1984, en þáfór hún hvað hæst
Verðbólga í ESB-löndunum er nú um 1,5% að meðaltali. Hér er því sjö sinnum meiri verðbólga en í ESB-ríkjunum. Í BNA var 2,3% verðbólga í mars.
Niðurstaða: Íslendingum gengur afar illa að glíma við verbólgu. Verðbólga er miklu lægri í ESB-löndunum og BNA.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.5.2010 | 11:53
Meira um viðskipti...
Í færslunni hér á undan er rætt um þá sérkennileg þversögn meðal ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins að vera á móti sambandi, þar sem verslun og viðskipti eru lykilþáttur. Efirfarandi tilvitnun eru úr utanríkismálaskýrslu Össurar Skarphéðinssonar:
,,ESB hefur ávallt lagt mikla áherslu á fjölþjóðlegt viðskiptasamstarf sem hornstein utanríkisviðskiptastefnu sinnar. Því eru það vonbrigði fyrir sambandið að ekki hefur tekist að ljúka Doha-viðræðunum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hægagangur Dohalotunnar hefur vakið áhuga ESB, sem annarra ríkja heimsins, á gerð tvíhliða samninga um viðskipti, þ.m.t. um fríverslun. Skammt er síðan viðræðum ESB og Suður-Kóreu um fríverslunarsamning lauk og er gert ráð fyrir að um miðbik ársins taki samningurinn gildi tilbráðabirgða. Fríverslunarviðræðum er lokið við Kólumbíu og Perú, en viðræður standa m.a. yfirvið Indland, Kanada og Úkraínu. Við mögulega aðild Íslands að ESB yrði Ísland hluti hinnar sameiginlegu viðskiptastefnu ESB.
Í áliti framkvæmdastjórnar ESB um umsókn Íslands um aðild kemur fram að Ísland þurfi vegna þessa að segja upp öllum gildandi fríverslunarsamningum sínum við þriðju ríki og endurskoða aðra samninga þannig að þeir samræmist regluverki ESB. Ísland mun einnig þurfa að beita öllum alþjóðaviðskiptasamningum ESB sem og reglum sambandsins á þessu sviði. Enda þótt fríverslunarsamninganet Íslands annars vegar og ESB hins vegar nái í flestum tilvikum tilsömu ríkja og veiti sambærilegan markaðsaðgang fyrir helstu útflutningsafurðir Íslands, er það þó ekki algilt. Því mun í einhverjum tilvikum verða breyting á markaðsaðgangi fyrir íslenskfyrirtæki þ.e. að einhver markaðsaðgangur ávinnist inn á markaði utan sambandsins og tapist á öðrum. Þess ber þó að geta að í dag njóta, í flestum tilfellum, Ísland og ESB sambærilegra kjara um markaðsaðgang inn á helstu markaði utan ESB s.s. Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússland."
Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna yfirlit yfir fríverslunarsamninga. Einnig er þar að finna lista yfir samninga við lönd utan ESB.
Af þessum lista sést að EFTA er í viðræðum við lönd á borð við Indland og Úkraínu. En meginmálið er að við aðild myndi Ísland fá aðgang að einni mestu "viðskiptamaskínu" heims.
Af hverju eru margir Sjálfstæðismenn á móti því?
17.5.2010 | 22:01
Bjarni Ben: Útlendingar í sjávarútveg, OK!
Þetta hlýtur að teljast athyglisvert: Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki aðkomu erlendra aðila að sjávarútvegi Íslendinga í framtíðinni. Hann einskorðar þetta hinsvegar við nýtinguna, án þess að útfæra það nánar.Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bjarni reyndi að sjálfsögðu að spyrða þetta saman við ESB-umsóknina og gera hana tortryggilega.
Merkilegt hvað formaður aðal- "bissness flokksins" hér á landi er tortrygginn gagnvart ESB, sem gengur að mjög miklu leyti út á bissness!
Nei-sinnar eru alltaf að babbla um ,,tvíhliða hér" og "tvíhliða þar" , en segja svo aldrei hvar! Ennþá merkilegra!
17.5.2010 | 08:12
Til hamingju Norðmenn!
Í dag er ,,syttonde mai", 17.maí. þjóðhátíðardagur Norðmanna. Við óskum frændum vorum í austri hjartanlega til hamingju með daginn!
Samkvæmt nýrri könnun eru um 55% Norðmanna andvígir inngöngu í ESB, en um 33% með, tæp 13% eru óöruggir. Þessa andstöðu rekja menn til stöðu efnhagsmála í Evrópu.
Ekki er nokkur vafi að ESB myndi styrkjast til muna með Norðmenn innanborðs, en margir sem vel þekkja til í norskum stjórnmálum hafa lýst því hvernig Norðmenn eru utangátta á margan hátt í Evrópusamstarfi. Þeir eru ekki með þegar verið er að taka mikilvægar ákvarðanir um málefni Evrópu.
Það sama gildir um Ísland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.5.2010 | 14:34
Úr skýrslu Össurar
Utanríkismálaskýrsla Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, er yfirgripsmikil og gefur gott yfirlit yfir stöðu mála. Mikið er tekið úr afar góðu meirhlutaáliti Utanríkismálanefndar Alþingis, sem gefið var út um ESB-málið á sínum tíma. Það er ekki úr vegi að kíkja á nokkrar tilvitnanir úr skýrslu Össurar:
,,Samráðshópur:
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar er lögð áhersla á mikilvægi þess að eiga náið samráð við breiðan hóp hagsmunaaðila í umsóknarferlinu. Lagði nefndin til að settur yrði á fót sérstakur samráðshópur í þessu skyni en í honum sætu m.a. fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi.Hlutverk samráðshóps er að vera samninganefnd og ríkisstjórn til ráðgjafar um samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Í því felst að samráðshópurinn verður reglulega upplýstur um stöðu og framvindu aðildarviðræðna og gefst tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri." (bls.23)
,,Sjávarútvegsmál: Að því er fram kemur í áliti meirihluta utanríkismálanefndar skulu markmið, er lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett á oddinn í samningaviðræðunum. Hér er einkum átt við forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna, svo og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er þegar málefni lúta að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði áhersla lögð á að halda í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Þátttaka Íslands við mótun sjávarútvegsstefnu ESB verði skýr og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." (bls.25)
,,Landbúnaðarmál: Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar skal stefnt að því að niðurstaða samningaviðræðna við Evrópusambandið valdi sem minnstri röskun á högum bænda, skapa íslenskum landbúnaði sem hagstæðast rekstrarumhverfi, ásamt því að tryggja búsetu í dreifbýli verði Ísland aðili að sambandinu."
,,Byggða- og sveitarstjórnarmál: Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um byggðamál er lögð áhersla á að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi í viðræðunum og tryggður greiður aðgangur að því fjármagni sem til ráðstöfunar kann að verða komi til aðildar. Horft skal sérstaklega til nýsköpunar í atvinnumálum á landsbyggðinni. Styrkjakerfi og skilgreiningar landsvæða skal skoða heildstætt og skal skoðunin ná til landsins alls."
,,Myntbandalag: Í áliti utanríkismálanefndar um gjaldmiðilsmál er lögð áhersla á að leitað verði eftir samkomulagi við ESB og Seðlabanka Evrópu um stuðning við krónuna sem fyrst þannig að Ísland geti við fyrsta mögulega tækifæri hafið þátttöku í samstarfi ESB á sviði efnahags- og peningamála (ERM II). Jafnframt skuli tryggt, í samræmi við fyrri fordæmi, að mikil skuldsetning ríkissjóðs komi ekki í veg fyrir að Ísland geti tekið upp evruna þegar þar að kemur enda liggi þá fyrir raunhæf áætlun um lækkun skulda." (bls.31)
Þessi svið sem týnd eru til þér eru án nokkurs vafa þau mikilvægustu, sjávarútvegs og landbúnaðarmál, byggðamál og síðast en ekki síst gjalmiðildmál. Niðurstöður í aðildarsamningi í þessum málaflokkum muna ráða miklu um framvindu málsins. Þessvegna er mjög mikilvægt að haft verði sem víðtækast samráð og samstarf hagsmunaaðila.
En í sumum málaflokkum er tregða til staðar, t.d. í landbúnaðarmálum. Bændasamtökin neita t.d. að ræða ESB-málið eða koma að því með nær engum öðrum hætti en neikvæðum. Um er að ræða niðurnjörðvaða og einstrengingslega afstöðu. Hvergi er að finna jafn mikla þekkingu á landbúnaðarmálum og innan samtakanna. Bændur ættu því að vita hvað þeir þurfa til þess að hagur stéttarinnar verði sem bestur. Hversvegna neita að vera með í ráðum?
(Leturbreytingar: ES-blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2010 | 13:53
Monní, monní!
Eins og kunnugt er þeim sem fylgjast með fréttum fóru fram umræður um utanríkismál í þinginu í gær. Þar reyndi Ragnheiður Elín Árnadóttir að tortryggja ESB-málið með því að kasta því fram að kostnaðurinn við umsóknina yrði allt að 7 milljarðar króna (7000 milljónir).
Mjög ólíklegt verður að teljast að sú verði raunin. Af hverju? Jú:
- Mikið er lagt upp úr að ferlið verði sem ódýrast, m.a. með því að hafa hluta samningaviðræðnanna hér á landi.
- Mjög margir kaflar af þeim 35 sem verður að "loka" eru nú þegar langt komnir eða frágengnir vegna veru okkar í EES. Sá partur kostar því mun minna en annars væri.
- Íslenska ríkið mun ekki eitt bera kostnaðinn, ESB mun leggja fram fé á móti.
Nú þegar liggur fyrir gróf kostnaðaráætlun upp á um 1 milljarð króna. Hvernig Ragnheiður Elín fær út kostnað sem er sjö sinnum hærri, er vandséð. Það eru ýmsir óvissuþættir í kostnaði sem þessum, t.d. verð á flugvélaeldsneyti (menn þurfa að fljúga til og frá Íslandi!). Bara svo lítið dæmi sé tekið.
Í leiðara MBL í gær er einnig sagt að umsóknin sé sóun. Ekki veit ritari hvor ritstjóranna, Davíð eða Haraldur skrifaði, en Davíð var allavegana Seðlabankastjóri þegar hann fór á hvolf. Kostnaður: 400 milljarðar!
Stundum koma hlutirnir úr allra-hörðustu átt!
14.5.2010 | 18:57
Lipponen: ESB mun ekki hrynja - stendur fyrir stöðugleika
Paavo Lipponen (mynd) er einn af virtustu stjórnmálamönnum Finna í gegnum tíðina. Í færslu hér á blogginu fyrr í vikunni, var vitnað í viðtal við hann sem birtist í vikunni í finnska Hufvudstadsbladet. Það er um margt áhugavert og í því lýsir hann m.a. yfir miklum vonbriðgum með þá staðreynd að Svíar tóku ekki upp Evruna á sínum tíma: ,,Það var synd að Svíar tóku ekki upp Evruna. Sem efnahagslega sterkt ríki hefði landið styrkt stoðir Evrunnar og Svíar eru líka agaðir í fjármálum, segir Lipponen og vísar til þeirra vandamála sem Grikkland glímir við.
Aðspurður segir hann að þörf sé að ýmsum betrumbótum, t.d. hvað varðar reglur, aukinni samvinnu aðildarlandanna og styrkingu stofnana innan ESB.
Hann segir að fyrir Finnland sé það mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálum, vera með í kjarna ESB-samstarfsins og sýna frumkvæði: ,,Þannig hefur maður áhrif, það þýðir ekki bara að bíða eftir hinum góðu hlutum, segir Paavo Lipponen.
Blaðamaður spyr hvort hann haldi að ESB hrynji útaf því sem gengur á í Grikklandi? ,,Nei,alls ekki. Það er búið að leggja mikið í þetta ,,prójekt. Það eru líka margir sem vilja gerast aðilar og tilheyra sambandi sem stendur fyrir lýðræði, stöðugleika og mannréttindi, sagði Paavo Lipponen í samtali við Hufvudsatdsbladet í Helsinki.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.5.2010 | 12:05
Umræður um utanríkismál
Umræður um Utanríkismál standa nú yfir á Alþingi Íslendinga. Gefin hefur verið út ný skýrsla um utanríkismál og er hana að finna hér.
Í Morgunblaðinu er að finna frétt um það sem fram hefur farið í morgun.
Hægt er að fylgjast með í beinni með umræðunum á þinginu.
Evrópumál | Breytt 15.5.2010 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 21:31
Guðni "brillerar" í Mogganum!
Fyrrum mjólkureftirlitsmaðurinn, ráðherra, bankaráðsmaður og flokksformaðurinn, Guðni Ágústsson, skrifar dæmigerða "MoggaEvrópugrein" í blaðið í dag. Þar fléttast saman á "snilldarlegan" hátt sjávar og sveitarómantík og andúð á ESB. Kíkjum aðeins á greinina:
,,Sjávarútvegurinn verður hinn stóri í að afla gjaldeyris úr gullkistum sínum eins og alltaf og þar er auðvelt og full rök fyrir að auka veiðina. Sjómaðurinn sækir björg í bú og flestir vita að fiskurinn, álið og ferðamaðurinn skila peningum heim í tóman ríkiskassann. Landbúnaðurinn og bændurnir eru í lykilstöðu til að spara gjaldeyri sem er af skornum skammti eftir hrunið og framleiða hágæðavörur fyrir heimilin og fólkið í landinu."
Síðan segir: ,,Hvert barn sem sest að matborði foreldra sinna veit í dag um þýðingu bóndans og að kýrin í fjósinu skiptir miklu máli fyrir okkur öll. Sauðkindin, svínið, kjúklingurinn og nautið færa okkur kjötið sem hefur lítið hækkað í verði frá hruni. Maturinn sem frá bóndanum kemur er gleði fjölskyldunnar og lífsöryggi."
Í framhaldi af þessu er vert að benda Guðna á frétt úr MBL, þar sem kemur fram að innlendar búvörur hafi hækkað um 22% frá 2007! Vissi Guðni þetta ekki??
Svo fellur hann í klisjugryfjuna: ,,Aðild myndi rústa íslenskan landbúnað og Bretarnir væru komnir inn í landhelgina á einu augabragði. Þeir hlakka til í Grimsby og Hull, sjómennirnir."
Þessu skvettir Guðni bara fram sisvona, án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Þetta er ódýr málflutningur. Guðni ætti að vita betur.
Og hann gengur lengra og fullyrðir:,, Kostnaður þjóðarbúsins við undirbúning samningsgerðar hleypur á milljörðum króna." Hvað er Guðni að tala um marga milljarða og hvaðan hefur hann þetta? Hvaðan koma upplýsingar Guðna?
Rætt hefur verið um heildarkostnað sem nemur 800 milljónum og á fjárlögum 2010 má m.a. sjá að beinn kostnaður er um 250 milljónir. Í þessu samhengi má minna á að árlega fá Bændasamtök Íslands um 10 milljarða úr ríkissjóði (les: frá skattgreiðendum).
í greininni fellur Guðni einnig í ,,frasagryfjuna" þegar hann talar um að...,,það sé vilji til að fórna framtíðarmöguleikum landsins á altari ESB í bráðræði." Þetta er s.s. verk manna (og kvenna) sem sé sama um möguleika Íslands. Fátt er fjarri veruleikanum. Evrópusinnar vilja sjá Ísland í nýju samhengi, nýrra möguleika.
Um grein Guðna má e.t.v. segja að hún reyn eftir fremsta megni að draga upp einfalda og klisjukennda mynd af málinu, þó vissulega séu í henni punktar sem séu hinir ágætustu. Til dæmis hvað varðar jarðvarma og ferskvatn og nýtingu þessara auðlinda.
Hinsvegar er vert að benda Guðna á að hér á komandi áratugum, munum koma fram kynslóðir fólks, sem ekki munu starfa í sjávarútvegi eða við landbúnað.
Auðlindir hafsins eru ekki óþrjótandi auðlind, eins og Guðni hefur sjálfur í skyn í grein sinni, er hann talar um að það megi auka aflaheimildir ("full rök fyrir að auka veiðina").
Nú starfa hér á tíu sinnum færri við landbúnað en um miðja síðustu öld, ef marka má Hagtölur bænda! Því miður eru þetta því ekki þeir vaxtargeirar sem taka við atvinnuþörf komandi kynslóða. Hér þarf annað og meira að koma til.
Í áhugaverðu viðtali í finnska Hufvudstadsbladet í dag segir Paavo Lipponen, fyrrum forsætisráðherra Finna að lykillinn að velgengni landsins væri í aðalatriðum þrennu að þakka: Menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Finnland var fyrir ESB-aðild ríki sem byggði á einföldum og fáum atvinnuvegum, m.a. skógarhöggi. Eftir sína kreppu í byrjun níunda áratugarins þurftu Finnar er endurhugsa atvinnustefnu sína.
Kannski nokkuð sem við Íslendingar þurfum einnig að gera núna. En það er nokkuð ljóst að landbúnaður og sjávarútvegur verða ekki þeir burðarásar sem íslenskt atvinnulíf mun eingöngu hvíla á.
Þrátt fyrir alla rómantík til sjávar og sveita!
12.5.2010 | 18:23
Eistland stefnir á Evruna - uppfyllir skilyrðin
Eistland stefnir á að taka upp Evruna sem gjaldmiðil í byrjun næsta árs. Landið uppfyllir þau skilyrði sem til þarf, lága verðbólgu og vexti, góða skuldastöðu ríkisins og fjárlagahalla. Frá þessu er greint á vefnum EuObserver.
Halli á fjárlögum er aðeins 2.6% og heildarskuldir Eistlands eru aðeins um 10% af þjóðarframleiðslu. Þetta þykir mjög öfundsverð staða og ljóst að Eistlendingar hafa staðið sig vel í þessum málum.
Framkvæmdastjórnrn ESB gefu þessu nú grænt ljós og síðar í sumar er búist við að fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna, gefi sitt JÁ.
Áhugaverða lesningu á ensku er að finna hér Þetta er síða um þessar upptöku Evrunnar, en hér segir m.a. (á ensku):
,,Estonia is a small country with a small and open economy. Changeover to the euro, a world currency, will have a positive effect on the confidence of the economy and people of Estonia. The euro will support our economic stability, facilitate trade relations with EU Member States and establish Estonia as a part of one of the most influential economic regions in the world."
,,The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period. Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different. Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.
Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.
In addition:
- it will be easier to compare prices across euro area countries;
- risks related to the exchange rate will be minimized;
- the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;
- transaction costs will decrease."
,,A stable monetary environment...promotes fast economic growth. At the same time, accession to the euro area will entail the obligation for Estonia to follow a balanced economic policy in the future as well."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2010 | 11:09
Sóknarfæri í sjávarútvegi með aðild að ESB?
Á vefsíðu LÍÚ er að finna áhugaverða frétt, en þar er sagt frá erindi sem Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufyrirtækis Samherja í Bretlandi, hélt á Akureyri í gærmorgun. Þar er að finna áhugaverða punkta um Evrópu, en byrjum á þessu: Við vitum það - en það er misskilningur að heimurinn viti að okkar fiskur sé langbestur. Við erum litlir í alþjóðlegu samhengi," sagði Gústaf og vísaði til umfangs íslensks sjávarútvegs.
Alveg hægt að taka undir þessi orð, íslenskur fiskur er stórkostlega góður og í raun forréttindi að hafa aðgang að auðlind sem þessari. Á það ber að leggja áherslu í komandi aðildarviðræðum við ESB! Með auknum samskiptum og markaðssókn innan ESB mætti einnig hæglega koma skilaboðum á framfæri um gæði íslensks sjávarfangs!
Og síðan segir í fréttinni: ,,Íerindi Gústafs kom fram að Samherji væri orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og hefði áunnið sér orðstír fyrir gæði, afhendingaröryggi, vöruúrval og þjónustu. Hann sagði jafnframt að hugtakið ábyrgar fiskveiðar væri orðið að skilyrði kröfuharðra kaupenda sjávarafurða um heim allan.
Samherji selur sjávarafurðir fyrir 230 milljónir króna á hverjum degi. Allri starfsemi Samherja er stýrt frá Akureyri en félagið er með starfsemi víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið veiðir árlega 390.000 tonn af fiski, stærstan hluta þess utan íslenskrar lögsögu. Fjölbreyttar afurðir Samherja, allt frá sjófrystum bolfiski til ferskrar bleikju úr eldisstöðvum fyrirtækisins, eru seldar til 45 landa víðs vegar um heim.
Takið eftir þessu: Samherji er orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í EVRÓPU.
Þetta þykir okkur flott, getum fyllst stolti yfir þessu og þykir sjálfsagt að Íslendingar hasli sér völl erlendis.
En á sama tíma eru hér uppi raddir sem líta til þess með hryllingi að útlendingar, erlend fyrirtæki komi hingað til að hefja starfsemi. Heitir það ekki verndarstefna? Á tímum síaukinna alþjóðlegra viðskipta!
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, eða kannski þorskhausnum?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 09:35
Kostnaðurinn við krónuna (FRBL)
Ólafur Stephensen, ristjóri Fréttablaðsins, skrifar góðan leiðara í blaðið í dag um gjaldmiðlismál. Hann segir m.a.: ,,Vegna þess hvað verðgildi krónunnar er óvíst eru fáir reiðubúnir að lána til langs tíma án verðtryggingar, nema þá með mjög háum vöxtum. Með afnámi verðtryggingar við núverandi aðstæður færi fólk því aðeins úr öskunni í eldinn. Að sama skapi vildu líklega fáir afnema verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum á meðan hætta er á að krónan sveiflist eins og hún hefur gert hingað til."
Og síðar skrifar Ólafur:,,Ef gjaldmiðillinn er stöðugur, skiptir ekki máli hvað hann heitir. Ef hægt er að gera íslenzku krónuna að stöðugum gjaldmiðli, má vel búa við hana út frá hagsmunum heimilanna. En þeir, sem mest mæra krónuna nú um stundir, virðast einmitt líta á það sem hennar helzta kost að hún geti sveiflazt duglega, í þágu útflutningsgreinanna. Síðasta sveifla var reyndar ekki hagstæðari en svo að fjöldamörg fyrirtæki (líka útflutningsfyrirtæki) eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að skuldir þeirra í erlendri mynt tvöfölduðust á skömmum tíma, jafnvel þótt tekjurnar séu meiri í krónum talið.
Sagan sýnir að það er hæpið að lítill, sjálfstæður gjaldmiðill eins og krónan geti skapað þann stöðugleika sem bæði heimili og fyrirtæki vilja búa við. Ísland á augljósan annan kost, sem er evran. Hún fæst ekki nema með inngöngu í Evrópusambandið."
11.5.2010 | 20:58
Cameron nýr PM í Bretlandi
Gordon Brown sagði af sér í kvöld. Það þýðir að David Cameron (mynd) verður næsti forsætisráðherra Breta (PM).
Stefnt er að myndun samsteypustjórnar með Frjálslyndum demókrötum. Þeir eru Evrópusinnar og hefur formaður þeirra, Nick Clegg, m.a. setið á Evrópuþinginu. Óneitanaleg verður áhugavert að sjá hver ,,hlutur" þeirra verður.
Cameron sagði í kosningabaráttunni að Bretar muni aldrei taka upp Evruna. Sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að sterlingspundið er e.t.v. restin af því heimsveldi sem Bretland einu sinni var.
Hann og William Hague (fyrrum leiðtogi flokksins 1997-2001, enn áhrifamikill innan hans) segjast báðir vilja halda góðu ,,sambandi" við Evrópu og ekki vera með neitt "vesen" út af Evrópumálunum, eins og hann sagði á BBC. Hague er nýr utanríkisráðherra Bretlands.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir