Leita í fréttum mbl.is

..."eigum ekki að vera of upptekin af forminu..."

Það var verulega ,,fróðlegt“ viðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi, þann 2. desember.  Þar var Bjarni spurður út í fjölmargt í sambandi við stjórnmálin og hvað hann vill gera ef hann kemst til valda.

Gjaldeyrishöftin voru meðal annars rædd og um þau sagði Bjarni að þau ,,væru ekki vandamál í framtíðinni,“ að því gefnu að við gætum flutt meira út en inn.

En hvað með fjárfestingar erlendra aðila? Hinn danski Lars Christiansen sagði á fundi í vikunni að hann hefði hitt aðila erlendis sem voru að spá að fjárfesta hér, en hefðu snarlega hætt við það vegna haftanna. Það sjá náttúrlega allir að kerfi sem þetta er mönnum ekki bjóðandi.

Það er ekki bjóðandi þjóð sem vill kalla sig þjóð meðal þjóða.

Og það hlýtur að teljast furðulegt að heyra þetta frá formanni flokks sem vill ótakmarkað FRELSI í viðskiptum.

Bjarni viðurkenndi í viðtalinu að við ættum við gjaldeyriskreppu að glíma, en aðspurður um peningamálastefnu Íslands eyddi hann hvað mestum tíma í tala um það ESB hefur verið að gera!

Hann sagði að við ...ættum ekki að vera of upptekin við að horfa á formið...“ og átti þar við hvort við værum t.d. með krónuna eða Evruna, tækjum upp einhliða gjaldmiðil, eða myndum tengjast öðrum gjaldmiðli með einhverjum hætti.

Skiptir það þá bara engu máli? Gætum við þá þessvegna bara tekið upp eða tengst t.d. rússnesku rúblunni eða S-Afríska randinu? Er þetta með gjaldmiðilinn þá bara í raun minniháttar atriði? Ummæli sem þessi frá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins hljóta að vekja fólk til umhugsunar.

Bjarni vill stöðugleika ( vill samt hafa krónuna, sem veldur óstöðugleika!) og talaði mikið um hvernig núverandi ríkisstjórn að hans mati leggur litla áherslu á að reka ríkissjóð með afgangi.

Minnið getur stundum farið illa með okkur, en bara til að hafa það á hreinu, að þá fór Ísland næstum lóðbeint á hausinn haustið 2008, skellur sem kostaði okkur fleiri hundruð milljarða og lokareikningurinn í raun ekki enn á hreinu, því ENGINN veit hvað HÖFTIN kosta nákvæmlega, en ALLIR vita að þau kosta okkur stórar upphæðir. Höftin eru í raun eins og opinn tékki á íslenskt efnahagslíf!

Bjarni sagði að hér á landi ...,,væru sóknarfæri á hverju strái...“ en falla svona ummæli ekki um sjálf sig þegar dæmin raðast upp um aðila sem ekki vilja fjárfesta hér t.d. vegna gjaldeyrishafta?

Allar meiriháttar ákvarðanir í íslenskum utanríkismálum á lýðveldistímanum hafa verið teknar með aðkomu Sjálfstæðisflokksins á einhvern hátt.

Í sambandi við aðildarmálið hafa menn bent á að við aðild hefur utanríkisverslun ríkja aukist um 5 – 15%. Það myndi muna um minna fyrir þjóð eins og Ísland.

ESB er, þrátt fyrir krísuna, stærsta viðskiptaveldi heims, . Með samstilltu átaki væri mjög líklega hægt að nýta sér aðild á margan hátt fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta vita sjálfsagt þeir sem stunda viðskipti og margir þeirra eru jú í Sjálfstæðisflokknum, eða styðja hann.

En ráðamenn stærsta flokks landsins vilja loka þeirri hurð.


RÚV:Meira af IPA-styrkjum - til að styrkja stjórnsýsluna

Á RÚV segir: "Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að styrkja embætti tollstjóra, Fjármálaeftirlitið og Hagstofuna um 1,8 milljarða króna á næsta ári. Meira en helmingur fjárins fer í að byggja upp nýtt rafrænt tollkerfi.

Um svokallaða IPA styrki er að ræða en þá veitir Evrópusambandið þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu til að styrkja stjórnsýslu þeirra og gera þau betur í stakk búin til að takast á við umsóknarferlið.

Undanfarin tvö ár hefur íslenska stjórnsýslan þegið hátt í fjögurra milljarða króna styrki, ýmist til að styðja stofnanir eða undirbúa þátttöku í uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins."


Metsektir vegna samráðs í raftækjabransanum

Framkvæmdastjórn ESB hefur sektað nokkra af stærstu framleiðendum raftækja fyrir ólöglegt samráð og halda þannig verði uppi. Um er að ræða meðal annars Philips, LG, Panasonic, Toshiba og Samsung.

Hafa fyrirtækin verið sektuð um sem nemur einum og hálfum milljarði Evra, eða rúmlega 240 milljörðum ÍSK.

Upp komst um málið árið 2007 og talið að háttsettir menn frá fyrirtækjunum hafi átt með sér svokallaða "græna fundi" sem fram fóru á golfvöllum.

Framkvæmdastjórnin telur brotin vera mjög alvarleg.

ESB stendur með neytendum!


Lofsvert framtak

Samstaða um þjóðarhagsmuniEins og fram hefur komið hélt hópur fólks fund í Hörpunni í gær undir yfirskriftinni "Samstaða um þjóðarhagsmuni."

Hópurinn hvetur til fordómalausrar umræðu (og án upphrópana) um stóru málin í samfélaginu og þá kannski heitasta deilumálið, aðildarumsókn Íslands að ESB.

Fjölmörg góð og áhugaverð erindi voru flutt á fundinum, um allt frá nýsköpun, til Schengen og málefna norðurslóða, ásamt, að sjálfsögðu, málefnum sem snúa að ESB.

Virkilega lofsvert framtak og vonandi að framhald verði á.


Göran Persson í Viðtalinu á RÚV

Göran PerssonEins og fram kom í fréttum, var Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, staddur hér á landi fyrir skömmu og hélt vel sóttan fyrirlestur.

RÚV (les: Bogi Ágútsson) tók við hann VIÐTAL, þar sem Persson, fór víða, ræddi stöðu máliu í Evrópu, sem og hér heima. Hann ræddi meðal annars verðtrygginguna, og sagði hana t.d. vera verðbólguvald, en að lausnin væri ekki einföld.

Fróðlegt og "greinandi" viðtal.


Verðtryggingin, enn einu sinni!

Elvira MendezÍ Silfri Egils þann 2. desember var ítarlegt viðtal við Dr. Elviru Mendez (mynd), um stöðu mála á Spáni, verðtryggingu hér heima og fleira. Þetta viðtal vakti á ný umræðu um verðtryggingu íslenskra lána, sem menn (og konur) hafa ýmsar skorðanir á. Elvira vill meina að verðtryggingin stangist t.d. á við Evrópureglur um upplýsingar til lántakenda.

Dr. Ólafur Ísleifsson, kom t.d. í viðtal á Bylgjunni þann 3.des og var ekki að skafa af því, hann sagði meðal annars að ...,,þetta kerfi hefur gjörsamlega gengið sér til húðar...." og átti þar við verðtrygginguna. Hann sagði einnig að í landinu væru í raun tveir gjaldmiðlar: Verðtryggði króna sem fólk tekur lánin sín í og óvertryggð króna, sem það borgar lánin með. Ólafur sagði þetta kerfi vera gjörsamlega misheppnað.

Í raun má líkja lýsingu Ólafs á kerfi verðtryggingarinnar við rússneska rúllettu, opinn tékka eða bara hvort tveggja!


Guðmundur í Brimi: Óskynsamlegt að slíta aðildarviðræðum - eigum að kjósa!

Eyjan skrifar: "Guðmundur Kristjánsson forstjóri Útgerðarfélagsins Brims, sem er eitt stærsta útgerðarfélag landsins, segir að það væri mjög óskynsamlegt að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu nú. Klára eigi viðræðurnar og meta svo afraksturinn sem þjóðin fái tækifæri til að kjósa um.

Þetta kom fram í máli Guðmundar á fjölmennum fundi í Norðurljósasal Hörpu í dag sem þverpólitískur hópur fólks efndi til í því skyni að ræða lífskjör þjóðarinnar og leiðir til að auka þau við núverandi aðstæður gjaldeyrishafta og efnahagsþrenginga.

Almennt hefur verið álitið að útgerðin í landinu sé alfarið á móti aðild að Evrópusambandinu og því má segja að málflutningur Guðmundar veki töluverða athygli.

Guðmundur sagði að það hljóti að vera sameiginlegt markmið allra Íslendinga að hér á landi verði hægt að bjóða upp á sambærileg lífskjör og bjóðist í helstu nágrannalöndum okkar."


Fullveldishjal meira í orði en á borði?

Venja hefur verið fyrir því að samtök Nei-sinna hafi haldið upp á fullveldið frá 1.des 1918, með einhverskonar samkomu þess efnis.

Okkur sem ritum þetta blogg, er hinsvegar ekki kunnugt um að slíkt hafi gerst í ár.

Hva, engin stemning fyrir fullveldinu?

Er fullveldishjal Nei-sinna meira í orði en á borði? Gleymdu Nei-sinnar fullveldinu í ár?


Svana Helen Björnsdóttir í FRBL: Hvað er best fyrir Ísland?

Svana Helen Björnsdóttir, formaður stjórnar Samtaka Iðnaðarins, skrifaði góða grein í Fréttablaðið þann 30. nóvember síðastliðinn um Evrópumálin. Sem hefst svona:

"Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða.

Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það."

Í lokin segir Svana: "Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus.

Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."


Dæmi um "hina hræðilegu aðlögun" !

MBLMBL.is segir frá: "Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi gerðu í dag tímamótasamning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við SAFT verkefnið til ársloka 2014.

Samningurinn var undirritaður í morgun við athöfn í Langholtsskóla og snýr að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi. Markmið SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Barist er gegn ólöglegu efni á netinu og börnum og ungmennum veitt aðstoð í gegnum hjálparlínu. Mikið er lagt upp úr samstarfi við önnur lönd á Norðurlöndum og jafnframt er verkefnið hluti af netöryggisáætlun Evrópusambandsins sem nær til allra landa á Evrópska efnahagssvæðinu."

Hér heima byrjaði SAFT sem lítið verkefni, með stuðningi Evrópusambandsins. Dæmi um HINA SKELFILEGU AÐLÖGUN, ekki satt?

Nánar um SAFT:

"SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmdastjórn ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Embætti landlæknis og Barnaheill – Save the Children Iceland.

SAFT er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og spornar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar."


Samstaða um þjóðarhagsmuni - í Hörpunni þriðjudaginn 4.des kl. 17.00

Í byrjun október tók sig saman hópur fólks undir yfirskriftinni "Samstaða um þjóðarhagsmuni" og kynnti áherslur um efnahags og stjórnmál. Sá sem fer fyrir þessum hópi er Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna.

Nýr fundur þessa hóps verður haldinn í Hörpunni næstkomandi þriðjudag, kl. 17.00. Í tilkynningu segir:

"Samstaða um þjóðarhagsmuni

Opinn fundur þriðjudag 4. desember kl. 17 - 18 í Norðurljósasal Hörpu.

Stutt erindi Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Landssambands verslunarmanna
 Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, Brim hf.
 Hugrún Dögg Árnadóttir, framkvæmdastjóri KronKron
 Jóhann R. Benediktsson, frkvstj. HBT
 Jónína Bjartmarz, fv. ráðherra

Fundarstjóri Benedikt Jóhannesson

 Allir velkomnir."


SVÞ biður um aðkomu að starfshópi um landbúnaðarmál vegna ESB-málsins

Á vef Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) segir:

"Samtök verslunar og þjónustu hafa sent utanríkisráðherra erindi þar sem þess er farið á leit að samtökin fái aðild að starfshópi um mótun samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarviðræðum í tengslum við aðildarviðræður við ESB.

Sjá samtökin sig knúin til að beina athyglinni aftur að þessu máli í ljósi umræðu undanfarna daga og er athygli ráðherra vakin á því að á sínum tíma þegar starfshópur um mótun samningsafstöðu í landbúnaðarmálum var skipaður gerðu samtökin strax athugasemdir við að þeim var ekki gefinn kostur á að skipa fulltrúa í hópinn.

Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar hreyft við þessu máli á ný innan samtakanna og það hversu mjög það skýtur skökku við að verslunin hafi ekki fulltrúa í starfshópnum. Þrátt fyrir að verslunin hafi afar mikilla hagsmuna að gæta í þessum málaflokki og er sú atvinnugrein sem er í mestum tengslum við heimilin í landinu. Því á verslunin að mati samtakanna ekki síðri hagsmuni en t.d. bæði ferðaþjónusta og iðnaður, en fulltrúar þeirra atvinnugreina beggja hafa átt sæti í starfshópnum frá upphafi."

Á undaförnum árum og (jafnvel áratugum) hefur verið mikill vöxtur í verslunar og þjónustugreinum hér á landi, ekki síst því sem er tengt aukinni ferðamennsku. Árið 2006 stóð t.d. ferðaþjónustan fyrir um 13% útfltningstekna.


Dr. Jón Ormur Halldórsson um Breta og ESB

Jón Ormur HalldórssonÞað er alltaf athyglisvert þegar Dr. Jón Ormur Halldórsson stingur niður penna, að þessu sinni í grein í Fréttablaðinu um Breta, ESB og fleira. Grein Jóns hefst með þessum orðum:

"Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB.

Veik staða

Síðustu misseri hefur staða Breta innan ESB verulega veikst. Bretar hafa í áratugi beitt hótunum til að knýja fram sérkjör fyrir sig og til að stöðva aukna samvinnu innan ESB. Hótanirnar virka hins vegar ekki lengur. Þetta er einfaldlega vegna þess að margir sjá núorðið brottför Breta sem lausn á þrálátu vandamáli ESB frekar en ógn við sambandið. Bretar eiga orðið fáa vini innan ESB og enga aðdáendur. Kenning de Gaulle var rétt fyrir hálfri öld og er það kannski enn.

Þýðingarlaus landafræði

Það er ekki lengra frá Englandi til Hollands og Belgíu en frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Engu að síður geta menn lesið bresku dagblöðin mánuðum saman án þess að sjá mikið bitastætt um Holland eða Belgíu. Með lestri þessara blaða geta menn hins vegar fylgst nokkuð vel með þróun mála á Nýja-Sjálandi að ekki sé minnst á Ástralíu og Kanada. Saga, skyldleiki og tunga ræður þessu. Landafræðin er þögul um afstæðar fjarlægðir."

(Mynd: Fréttablaðið)


Krónan veldur verðhækkunum - heldur líklega áfram á næstu mánuðum!

Viðskiptablaðið skrifar: "Sú verðhækkun sem fram kom í verðbólgutölum Hagstofunnar í morgun einkennist af því að gengisveiking krónunnar eftir sumarið er að koma inn af nokkrum krafti. Greiningardeild Arion banka segir áhrifin koma skýrast fram í hærra verði á innfluttri vöru á borð við mat og drykkjarvörum, bílum, húsgögnum og lyfjum.

Verðbólga jókst á milli mánaða, fór úr 4,2% í 4,5%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar."

Samkvæmt frétt blaðsins, sem byggir á greiningu Arion-banka, mun þessi neikvæða þróun halda áfram.

Gjaldeyrismálin eru að fara með þjóðina!


Össur á EES-fundi: Æ fleiri stjórnarskrárbundin vandamál - valdaframsal umfram heimildir

Á Eyjunni segir:"Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sótti í gær fund EES-ráðsins í Brussel með öðrum utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB.

Meginefni fundarins var yfirferð um stöðu og framkvæmd EES-samningsins. Af Íslands hálfu lýsti utanríkisráðherra þeirri afstöðu, að æ fleiri mál sem taka þyrfti upp í samninginn sköpuðu stjórnarskrárbundin vandamál fyrir Ísland, þar sem í þeim fælist framsal valds umfram það sem stjórnarskráin heimilaði. Gæti þeitta leitt til vandkvæða varðandi fulla þátttöku Íslands í samningnum í framtíðinni að óbreyttri stjórnarskrá."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband