Leita í fréttum mbl.is

Guðbjörn og Evrópuskrif MBL

Guðbjörn Guðbjörnsson stórbloggari skrifar skemmtilega og beinskeitta hugvekju um Evrópuskrif Morgunblaðsins eftir að nýir aðilar tóku við stjórninni þar. Guðbjörn segir meðal annars:

,,Það er óneitanlega fallegt til þess að hugsa, að Morgunblaðið skuli á jafn óeigingjarnan og fórnfúsan hátt vilja kynna okkur, hvaða örlög bíða okkar ef við gengjum í sambandið. Þarna er auðsjáanlega um fátæktargildru að ræða af verstu sort og þó alveg sérstaklega ef við tækjum evruna upp sem lögeyri. Við höfum sem betur fer íslensku krónuna, sem hefur þann einstæða og góða eiginleika að geta hrunið að verðgildi gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum yfir nóttu og bjargað þannig þjóðinni og íslensku efnahagslífi frá eilífri glötun."

Hægt er að lesa bloggið í heild sinni á þessari slóð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þið eruð Íslendingar, sem standið að þessari vefsíðu, þá ættuð þið EKKI að sjá ofsjónum yfir því, að EINN fréttamiðill meðal margra taki afstöðu með sjálfstæði og fullveldisréttindum landins. Raunar ættu allir Íslendingar að taka afstöðu með grundvallarrétti okkar meðal þjóðanna og fyrirverða sig fyrir allt það sem stefnir að því að brjóta hann niður.

Stöð 2, Bylgjan, Fréttablaðið og DV stunda leynt og ljóst áróður fyrir inngöngu (innlimun) Íslands í Evrópubandalagið. Nægir ykkur það ekki? Greinilega ekki!

Það, sem er þó enn skammarlegra, er að Ríkisútvarpið hefur verið notað í þessum tilgangi sem áróðursmiðstöð fyrir Evrópubandalags-innlimunarstefnuna. Rúv kallar sig "þjóðarútvarp" og á að heita í eigu lýðveldisins, en er notað til að grafa undan því!

Stendur það í einhverju sambandi við, að Páll Magnússon, hinn valti útvarpsstjóri, kemur sennilega úr Alþýðuflokki Jóns Baldvins (eins og faðir hans, hinn ágæti bæjarstjóri í Vestmannaeyjum)?

Sjá menn ekki, þegar Hjálmar Sveinsson er kominn í framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar, að það hafi verið í meira lagi misráðið að gefa honum einokunarvald yfir klukkutíma þætti á Rúv á frítíma fólks árum saman? (þættinum kl. 13-14 á laugardögum). Og hann er ekki sá eini; EB-sinninn Hallgrímur Thorsteinsson hefur löngum haft næstum því jafngóða aðstöðu í þættinum Vikulokunum, sem enn meira er hlustað á á sömu stöð.

Þessir aðilar eru ekki hlutlausir og hafa oft sett Evrópubandalags-predikara óeðlilega ofarlega á lista meðal sinna viðmælenda. Og hér eru bara nefndir tveir þættir meðal ýmissa annarra sem hallir eru undir Evrópubandalags-innlimun á þjóðarútvarpinu!

Jón Valur Jensson, 23.1.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband